Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2020, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2020, Blaðsíða 30
30 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2020 Einni öld áður en síðasti hópurinn sem útskrifaðist með embættispróf frá Háskóla Íslands hóf nám árið 2018, hófu 17 ungar konur nám við Yfirsetukvennaskólann í Reykjavík. Þá um haustið 1918, þurfti fljótlega að loka skólanum vegna veirufaraldurs sem geisaði um heiminn og kallaður hefur verið spænska veikin. Borið saman við COVID-19 var sá heimsfaraldur mun skæðari. Þess tíma ljósmæðranemar urðu fyrir „eins konar eldvígslu“ því „... námsmeyjarnar voru sendar víðsvegar um bæinn til aðstoðar og hjúkrunar sjúklingum“ sem dóu „...í hrönnum á meðan veikin var sem mögnuðust“. Þungaðar konur og börn þeirra í lífshættu. Engar sérstakar ráðstafanir voru gerðar til að vernda konur sem gengu með börn en fram að þessu höfðu læknar álitið að meðgangan væri vörn fyrir móður gegn flestum sóttum. Í nóvember veiktust 25 konur sem áttu von á sér í Reykjavík og af þeim dóu átta konur á níu daga tímabili. Fimm fæddu ófullburða börn og andvana. Þessar upplýs- ingar finnast í fæðingabókum yfirsetukvennanna sem eru mjög merkileg heimild frá þessum tíma en þar skráðu yfirsetukonur hvort konurnar sem þær sinntu voru veikar af spænsku veikinni, veiktust í sængurlegu og náðu bata eða létust af völdum veikinnar. Allir þessir nemar í yfirsetukvennafræðum luku námi í byrjun árs 1919 og lifðu faraldurinn af. Það er gaman að geta þess að 10 af þessum nýju yfirsetukonum stóðu að stofnun Ljósmæðrafélagsins ásamt kennurum sínum sem voru í embætti yfirsetukvenna í Reykjavík. Þær eru hér á útskriftarmynd ásamt Landlækni. Þessar upplýsingar koma fram í skrifum Erlu Dórisar Halldórsdóttur í óútkominni bók um sögu ljósmæðra á Íslandi sem kemur út seinna á árinu 2020, í tilefni 100 ára afmælis Ljósmæðrafélags Íslands. S Ö G U L E G U R F R Ó Ð L E I K U R   

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.