Morgunblaðið - 11.01.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020
Dekkjaþjónusta
Úrval fólksbíla- og jeppadekkja
SAMEINUÐ GÆÐI
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi, félagsráð-
gjafi og fyrrverandi alþingismaður, var jarðsungin
frá Hallgrímskirkju í gær. Athöfnina annaðist sr.
Bjarni Karlsson, Schola Cantorum söng, Björn
Steinar Sólbergsson lék á orgel og einsöngvarar voru
Anna Vala Ólafsdóttir og Sigríður Thorlacius. Sigurður
Flosason lék á saxófón og flautu, og Víkingur Heiðar
Ólafsson og Gunnar Gunnarsson á píanó.
Morgunblaðið/RAX
Útför Guðrúnar Ögmundsdóttur
Samninganefnd Eflingar gagnvart
Reykjavíkurborg hefur samþykkt
tillögu um vinnustöðvun sem áætlað
er að hefjist í febrúar. Sólveig Anna
Jónsdóttir, formaður Eflingar,
segir í samtali við Morgunblaðið að
viðmót Reykjavíkurborgar hafi ver-
ið með þeim hætti að ákveðið hafi
verið að fara þessa leið. Borgin hafi
í raun sýnt starfsfólki sínu á lægstu
laununum vanvirðingu með fram-
komu sinni.
Samninganefndin hefði því verið
mjög samhent og samstíga þegar
hún komst að þessari niður-
stöðu.„Það er einróma niðurstaða
okkar að við gætum ekki lengur
dregið það að hefja undirbúning að-
gerða,“ segir Sólveig. Hefur nefnd-
in óskað eftir fundi hjá ríkissátta-
semjara næstkomandi fimmtudag.
Sólveig segir að nefndin muni til-
kynna strax eftir helgi hvenær
kosningin hefjist. „Ég er algjörlega
fullviss um að yfirgnæfandi meiri-
hluti þeirra sem taki þátt í at-
kvæðagreiðslunni muni samþykkja
að farið verði í aðgerðir,“ segir Sól-
veig.
Harpa Ólafsdóttir, formaður
samninganefndar Reykjavíkur-
borgar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að samþykkt Eflingar hefði
ekki enn verið kynnt fyrir nefndinni
og vildi ekki tjá sig fyrr en það yrði
gert. Bjóst hún við að í kjölfarið
yrði farið yfir stöðuna og komist að
því hvað bæri þar i milli.
rosa@mbl.is
Efling stefnir í verkfall
Sólveig Anna gagnrýnir viðmót Reykjavíkurborgar
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Við hjá Krabbameinsfélaginu höf-
um hvorki heyrt frá Sjúkrahúsinu á
Akureyri né Landspítala um áform
þeirra varðandi tækjabúnað, hug-
búnað eða starfsfólk í tengslum við
þetta nýja verk-
efni stofnan-
anna,“ segir
Halla Þorvalds-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Krabbameins-
félagsins, en eins
og fram kom hér í
blaðinu í gær
undirbýr nú verk-
efnastjórn á veg-
um heilbrigðis-
ráðuneytisins flutning á skimun fyrir
brjósta- og leghálsakrabbamein frá
Leitarstöð félagsins til Landspítala
og Sjúkrahússins á Akureyri í byrj-
un næsta árs.
„Félagið á allan þann búnað sem
er nýttur til skimunar fyrir brjósta-
krabbameinum, tvö tæki til brjósta-
myndatöku í Skógarhlíð, tvö tæki til
sérskoðana brjósta, annað í Skógar-
hlíð og hitt á Akureyri, eitt farand-
tæki sem notað er í myndatökum úti
á landi og annan sérhæfðan búnað,
til að mynda ómtæki og skjái til úr-
lestrar röntgenmynda,“ segir Halla.
Hún segir að fulltrúar félagsins
muni eiga fund með fulltrúum Land-
spítala á mánudaginn þar sem þetta
komi mögulega til umfjöllunar. Halla
segir að Krabbameinsfélagið hafi
margsinnis ítrekað mikilvægi þess
að þeim stofnunum sem munu sjá
um skimunina, bæði klíníska hluta
hennar og skipulag, boð, eftirlit og
uppgjör, verði tryggt nauðsynlegt
fjármagn, þekking og mannauður til
að hvorki aðgengi né árangur af
skimununum minnki frá því sem nú
er.
Mjög sérhæft verkefni
„Skimunarráð og landlæknir hafa
lýst yfir sömu skoðun í áliti og minn-
isblaði til ráðuneytisins. Skimun er
sérhæft verkefni og sérfræðiþekk-
ingin í landinu liggur fyrst og fremst
hjá starfsfólki Krabbameinsfélags-
ins. Það ætti því að vera sjálfsagt
mál að störfin fylgi verkefnunum við
yfirfærslu til nýrra aðila, annars er
hætta á að mikilvæg þekking glatist.
Starfsmenn hafa hins vegar enga
tryggingu fengið fyrir því,“ segir
Halla. Að sama skapi sé nauðsynlegt
að stofnununum verði tryggt fjár-
magn til undirbúnings verkefnisins,
á þessu ári, því breytingar sem þess-
ar séu kostnaðarsamar.
„Mér er ekki kunnugt um að metið
hafi verið hvað verkefnið sjálft muni
kosta í framtíðinni en við hjá félag-
inu teljum líklegt að það verði dýrara
þegar því verður skipt á margar
hendur. Félagið hefur margsinnis
lýst þeirri skoðun sinni að æskilegt
væri að halda skimun fyrir krabba-
meinum áfram í einni einingu, þó að
henni væri fyrirkomið annars staðar
en hjá Krabbameinsfélaginu. Vegna
smæðar okkar er það mögulegt á Ís-
landi, frekar en annars staðar.
Þannig telur félagið að áfram væri
hægt að tryggja mesta samlegð bæði
fjárhagslega og þekkingarlega,“
segir Halla.
Ánægja með þjónustuna
Halla segir að í þjónustukönnun
sem Maskína gerði fyrir félagið hafi
komið fram að yfirgnæfandi meiri-
hluta kvenna sé ánægður með þjón-
ustu Leitarstöðvarinnar.
„Í sömu könnun kom í ljós að kon-
ur töldu að það að skimun væri gjald-
frjáls skipti mestu máli varðandi
þátttöku í skimun, yngri konur í
meira mæli en þær eldri,“ segir hún.
Halla segir að fjárhagsleg áhrif
flutnings verkefnisins verði veruleg
hjá Krabbameinsfélaginu, þar sem
fjárveitingar ríkisins hafi ekki dugað
til rekstrar leitarstarfsins og félagið
hafi þurft að kosta miklu til verk-
efnisins í fjölda ára. „Vonandi skap-
ast því svigrúm hjá félaginu til að
sinna öðrum verkefnum enn betur
en hingað til. Nýjar áskoranir blasa
sífellt við. Mikilvægt er að muna að
krabbameinstilvikum fjölgar mjög
ört, fyrst og fremst vegna þess að
þjóðin stækkar og hún eldist og fé-
lagið þarf sífellt að finna nýjar
leiðir,“ segir Halla.
Óvissa um starfsfólk og tæki
Krabbameinsleit fer til Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar eftir eitt ár
„Ætti að vera sjálfsagt að störfin fylgdu verkefnunum við yfirfærsluna“
Morgunblaðið/Eggert
Tæki Í eigu Krabbameinsfélagsins er margvíslegur sérhæfður búnaður.
Halla
Þorvaldsdóttir Jarðskjálfti af stærðinni 3,9 reið yfir
í Ölfusi á milli Hveragerðis og Sel-
foss klukkan 13.10 í gær.
Samkvæmt athugasemdum jarð-
vísindamanns Veðurstofu Íslands
bárust tilkynningar um að skjálftinn
hefði fundist í Hveragerði og á Sel-
fossi, Eyrarbakka, Akranesi og
höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir eftir-
skjálftar fylgdu í kjölfarið.
Guðný Lára Gunnarsdóttir, íbúi á
Selfossi, sagði í samtali við mbl.is í
gær að eiginmaður hennar hefði
stokkið út við höggið, haldið að ein-
hver hefði keyrt á húsið.
Bergsteinn Einarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá rörverksmiðjunni
Seti á Selfossi, sagði við mbl.is að að-
dragandi skjálftans hefði fundist vel
á Selfossi og fann hann skjálftann
vel á skrifstofum fyrirtækisins.
arnarth@mbl.is
Grunnkort/Loftmyndir ehf.Ölf
us
á
Jarðskjálftar í Ölfusi
Hveragerði
1,7
1,83,9
1,1
1,1
3,9 stig
4,9 km SSA af
Hveragerði
kl. 13.10 í gær
Skjálfti
upp á 3,9
fannst víða