Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 Andrés Magnússon ræðir í nýj-asta fjölmiðlapistli sínum í Við- skiptablaðinu hættuna á að fjöl- miðlar og einstakir fjölmiðlamenn fari út af sporinu í umfjöllun sinni. Nefnir hann sérstak- lega dæmi um tvo starfsmenn Rúv. sem hafi gerst sekir um þetta.    Annar er EiríkurGuðmundsson sem setti færslu á fé- lagsmiðil um að „ef einhver sjálfstæðis- maður yrði ráðinn útvarpsstjóri þá yrði bylting. „Það er ekki bara hótun, heldur loforð.“ — Sem sagt ofbeldi heitið nema einhver pólitískt þóknanlegur Eiríki verði ráðinn yfirmaður hins öldungis ópólitíska ríkisútvarps!“    Hinn starfsmaður Rúv. semAndrés nefnir að hafi verið óþarflega lítið orðvar er Helgi Selj- an sem hafi í framhaldi af Samherja- málinu farið offari á félagsmiðlum, sent Samherjamönnum tóninn og „stillt sér upp andspænis forsvars- mönnum Samherja, svona nánast eins og hann eigi aðild að málinu. Það gengur ekki“.    Í þessu sambandi minnir Andrés ásérstaka hlutleysisskyldu Rúv. sem á lögum samkvæmt að gæta sín. Hann bendir auk þess á að þessi framganga sé í ósamræmi við innan- hússreglur stofnunarinnar.    Loks bendir fjölmiðlarýnirinn áað þessi framganga geti ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn Rúv. en samt viðgangist hún. En það kem- ur svo sem ekkert á óvart og er í ágætu samræmi við umgengni Rúv. við lög og eðlilega háttsemi ríkis- miðils. Eiríkur Guðmundsson Farið offari á Rúv. STAKSTEINAR Helgi Seljan Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2020 verða aðeins birtir á vefsíðunum is- land.is og Rafrænni Reykjavík. Þetta kemur fram í frétt á heima- síðu borgarinnar. Því verða álagningaseðlar ekki sendir í pósti eins og tíðkast hefur í áraraðir. Er þetta í samræmi við lög sem tóku gildi í fyrra. Á vef Reykjavíkurborgar undir Mínar síður munu fasteignaeigend- ur geta skoðað álagningarseðil fast- eignagjalda eftir 27. janúar 2020 og alla breytingarseðla þar á eftir. Þar geta þeir einnig skráð sig í boð- greiðslu fasteignagjalda og gefið upp reikningsnúmer ef til endur- greiðslu kemur, óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteigna- gjöldum þar sem þeir verða, líkt og áður, ekki sendir til greiðenda, 18- 77 ára. Einnig er hægt að senda þar inn erindi vegna fasteigna- gjalda. Fasteignagjöld ársins 2020, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum. Sú fyrsta er 1. febrúar og sú síðasta verður 3. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 1. febrúar. Fasteigna- gjöld í Reykjavík verða innheimt í netbönkum, segir í fréttinni. sisi@mbl.is Álagningarseðlar verða rafrænir  Seðlarnir verða ekki sendir í pósti héðan í frá  Ný lög hafa tekið gildi Morgunblaðið/Hari Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Á sjötta tug bænda hefur sýnt áhuga á að taka þátt í samningum Bún- aðarsambands Eyjafjarðar um kaup á vararafstöðvum. Eru þetta mest bændur í Eyjafirði og annars staðar á Norðurlandi en einnig einstaka bændur annars staðar. Hugmyndin að samkaupum á vararafstöðvum kom upp hjá Bún- aðarsambandinu eftir veðurhaminn í desember sem hafði í för með sér langvarandi rafmagnsleysi á fjölda bæja með tilheyrandi óþægindum fyrir fólkið og tilfinnanlegu afurða- tjóni á kúabúum. Sigurgeir B. Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands- ins, segir að afhending rafmagns sé misörugg eftir svæðum. Víða hafi verið stöðugt rafmagn í áratugi, að- eins komið straumleysi í stuttan tíma og því hafi menn talið sig nokk- uð örugga. Nú segi margir að þeir ætli ekki að lenda í þessum hremmingum aft- ur og kaupa vararafstöðvar, jafnvel þótt þeir þurfi ekki að nota þær í 20 ár. Sigurgeir segir að rafmagnsleysi geti orðið af öðrum ástæðum en óveðri. Segist sjálfur líta þannig á að alveg eins geti komið til straum- leysis vegna afleiðinga eldgosa. Misjafnar þarfir Tilgangur Búnaðarsambandsins með vinnunni er að reyna að ná nið- ur verði á þessum tækjum með magnkaupum. Bændur sem hafa skráð sig á lista Búnaðarsambandsins hafa mis- jafnar þarfir. Algengt er að menn vilji kaupa 40-50 kílóvatta rafal sem hægt er að knýja með dráttarvél. Aðrir vilja hafa sjálfstæða vararaf- stöð. Þá eru menn með misjafnar óskir um stærðir. Sigurgeir hefur fengið tæknimenn til liðs við sig og er verið að undirbúa verðkönnun hjá seljendum vararaf- stöðva. Undirbúa kaup á fjölda vararafstöðva  Bændur búnir að fá nóg af rafmagnsleysi Morgunblaðið/Eggert Myrkur Sumir bændur gátu ekki mjólkað kýrnar sínar í marga daga. sp ör eh f. Suður-Afríka er talið eitt fegursta land í heimi. Landslagið er fjölbreytt og litríkt og veðurfarið einstaklega gott. Við skoðum m.a. Jóhannesarborg og förum í tveggja daga safarí í Kruger þjóðgarðinum innan um ljón, nashyrninga og fíla. Við heimsækjum einnig Höfðaborg og förum út á Góðrarvonarhöfða. Einstök ferð til að kynnast töfrum Afríku! Allir velkomnir á kynningarfund mánudaginn 13. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Fararstjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík 25. september - 9. október Suður-Afríka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.