Morgunblaðið - 11.01.2020, Side 13

Morgunblaðið - 11.01.2020, Side 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 • Hver eru áhrif loftslagsbreytinga og Kína á ál- og raforkumarkaði? • Hvað er að gerast á raforkumörkuðum á Norðurlöndunum? • Er raforkuverð á Íslandi samkeppnishæft? Velkomin á opinn morgunverðarfund þar sem sérfræðingar Landsvirkjunar og greiningafyrirtækisins CRU fjalla um stöðuna á raforku- og álmörkuðum á Íslandi og erlendis. Hilton Reykjavík Nordica Miðvikudagur 15. janúar kl. 8.30 – 10.00 Verið öll velkomin Skráning og bein útsending á Landsvirkjun.is. Vindar blása um orkumarkaði heimsins Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Raforkuverð og samkeppnishæfni Íslands Valur Ægisson, forstöðumaður viðskiptagreiningar Straumar á norrænum raforkumörkuðum Sveinbjörn Finnsson, sérfræðingur í viðskiptagreiningu The rise of China and sustainable aluminium: where does Iceland fit in? Martin Jackson, álsérfræðingur hjá CRU Fundarstjóri Tinna Traustadóttir, forstöðumaður viðskiptastýringar Íslensk orka á alþjóðlegum mörkuðum Orkumarkaðir í mótun: Í tengslum við sýningu Ólafar Nordal, Úngl, sem nú stendur yfir á Kjarvals- stöðum, verður listasmiðja fyrir fjöl- skyldur í dag laugardag í Hugmynda- smiðjunni á Kjarvalsstöðum. Lista- smiðjan hefst kl. 13 og heitir Furður og ævintýr. Vert er að taka fram að aðgöngumiði á safnið gildir en að sjálfsögðu er ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Gert er ráð fyrir að börn komi í fylgd fullorðinna. Frítt er fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur. Leikum að list er yfirskrift fjöl- skyldudagskrár Listasafns Reykjavík- ur en þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmti- legar umræður. Boðið er upp á fjöl- skylduleiðsagnir sem sniðnar eru að yngri áhorfendum um sýningar í öll- um safnhúsunum. Þá eru listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk eftir heimsókn í sýning- arsalina. Furður og ævintýr á Kjar- valsstöðum Morgunblaðið/Eggert Kjarvalsstaðir Ólöf Nordal listakona. Leikum að list: Listasmiðja Fuglar himinsins hafa sannarlega blásið mörgum skáldum andagift í brjóst, þau hafa ort um þessa vini okkar sem flögra um loftin blá og gleðja okkur með söng sínum. Fegurð fugla og hreyfingar þeirra eru þess eðlis að þá má sjá í lista- verkum frá örófi alda allt til dags- ins í dag. Svo ekki sé nú talað um allar stórkostlegu fuglaljósmynd- irnar þar sem margir leggja mikið á sig til að fanga ákveðin augnablik í lífi fiðruðu félaganna. Og enn verða fuglar okkur mannfólkinu hvatning til góðra verka, því í dag laugardag 11. janúar frá kl. 13-15 verður opin fuglasmiðja fyrir alla áhugasama á Náttúrufræðistofu Kópavogs. Fugl- ar munu þar veita innblástur fyrir teikningar og útsaum en textíl- listakonan Lilý Erla Adamsdóttir ætlar að sjá um að leiða smiðjuna. Í tilkynningu kemur fram að ein- föld útsaumsspor eins og blómstur- spor og þræðispor verða æfð í ullar- efni og hver og einn fær tækifæri til að skapa sinn eigin fegurðarfugl til að taka með sér heim. Nú er heldur betur lag fyrir skapandi fólk að stökkva til og fara með börnin eða vini í þessa fuglasmiðju og njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Á tímum snjallsíma þar sem margir virðast fjarverandi með andlitið grafið ofan í lófatölvuna, sem símar eru, er þetta kjörið tæki- færi til samveru. Fuglasmiðjan er liður í fjölskyldustundum á laugar- dögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi. Vert er að taka fram að þátttaka er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Fuglar veita innblástur Textíllistakona Lilý Erla Adamsdóttir sér um að leiða smiðjuna.  Fuglasmiðja fyrir alla fjölskylduna verður í dag í Kópavogi Vinkonurnar Tinna, Lára og Signý í Andagift Súkkulaðisetri í Reykjavík ætla að fagna tveggja ára tilveru setursins í dag laugardag. Þær boða til risa súkkulaði möntrupartís í Andagift frá klukkan 20.30 til 23.30 til að fagna öllum dýr- mætu stundunum á liðnu ári. Fögnuð- urinn hefst á því að skálað verður í ilmandi súkkulaðibolla, sungnar möntrur við lifandi trommuslátt og hitað upp fyrir danspartí þar sem DJ YAMAHO mun sjá um að halda partí- inu gangandi. Súkkulaðibar verður á staðnum með góðgæti til að gæða sér á. Þær segjast hlakka til að fagna, syngja og hrista bossa með þeim sem mæta. Að taka þátt kostar 5.500 krónur og hægt er að tryggja sér miða á andagift.is eða senda línu á andagift@andagift.is Afmælisfögn- uður Andagift- ar verður í dag Möntrudanspartí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.