Morgunblaðið - 11.01.2020, Side 14

Morgunblaðið - 11.01.2020, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Auglýst er eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals og veittur er af Seðlabanka Íslands. Tilgangur styrksins, sem veittur er árlega, er að styðja framtak sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Styrkfjárhæðin nemur fjórum milljónum króna og verður henni úthlutað í apríl eða maí 2020. Heimilt er að skipta fjárhæðinni á milli tveggja eða fleiri umsækjenda. Umsóknir skulu sendar skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands eigi síðar en 13. mars 2020. Úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð eru aðgengileg á heimasíðu bankans og í afgreiðslu hans á Kalkofnsvegi 1. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Ýr Bernharðsdóttir á skrifstofu seðla- bankastjóra. auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals S E Ð L A B A N K I Í S L A N D S K a l k o f n s v e g i 1 · 1 0 1 R e y k j a v í k ·  5 6 9 9 6 0 0 Skákin og Gamma Ranglega var haft eftir Gunnari Björnssyni, forseta Skáksambands Íslands, sl. mánudag að Reykja- víkurmótið í skák stæði ekki höll- um fæti í kjölfar „falls“ Gamma. Þarna átti að standa að mótið stæði ekki höllum fæti í kjölfar „rekstrarörðugleika“ Gamma. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verð á fiskmörkuðum hefur verið í hæstu hæðum fyrstu tíu daga ársins, enda hefur framboð verið lítið í þeirri brælutíð sem verið hefur frá áramót- um. Einstaka löndun hefur gefið mjög vel í aðra hönd og hæsta verð á slægðum þorski frá áramót- um er 798 krónur á kíló að meðal- tali. „Hátt verð verður ekki skýrt með öðru en ótíð- inni sem verið hefur allt í kring- um landið. Um 40% af því sem við seljum á mörk- uðunum er af smábátum og þeir hafa tæpast nokkuð róið á þessu ári. Það er fátítt að við sjáum tölur eins og síðustu daga,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða. Aukið verðmæti þrátt fyrir minna magn Alls hafa verið seld rúmlega þús- und tonn á mörkuðunum í ár, en 1.830 tonn á sama tíma í fyrra, að sögn Eyjólfs. Meðalverðið fyrir kíló af þorski frá áramótum hefur verið 551 króna, sem er 45% hærra en sömu daga í fyrra þegar verðið var 378 krónur. Í ár hafa verið seld 283 tonn af þorski á móti 668 tonnum í fyrra. Verð á ýsu hefur einnig verið hátt. Alls voru seld 106 þúsund tonn á fiskmörkuðum í fyrra fyrir tæplega 28 milljarða króna. Nýliðið ár var það þriðja stærsta í verðmætum talið frá því að fiskmarkaðir hófu starfsemi 1992. Aðeins árin 2012 og 2013 var heildarupphæðin hærri, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Árið var einnig stórt hvað magn áhrærir, en það var þó minna en árið á undan. Í því ljósi er athyglisvert að verðmæti hafi aukist. Í heildina var dróst magn saman í fyrra um 5,86% miðað við árið á undan. Verðmætin jukust um 14% og meðalverðið á fisk- mörkuðum var 21% hærra 2019 en árið á undan. Samdrátturinn var ekki síst í þorski og hefur hlutdeild fiskmark- aða lækkað í þorski miðað við afla í tegundinni. Heildarmagn og verðmæti afl a á fi skmörkuðunum 1992-2019 100 80 60 40 20 0 Þúsund tonn 36 30 24 18 12 6 0 Verðmæti, milljarðar kr. Afl i á markaði (þús. tonn) Verðmæti afl a (ma.kr.) ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 Heimild: Reiknistofa fi skmarkaða 98 96 98 108 116 113 103 104 98 97 100 104 107 98 94 103 97 102 110 103 104 113 106 113 106 5,7 14,7 26,7 27,8 21,5 350 300 250 200 150 Meðalverð þorsks á markaði 2001-2019 kr./kg 2001 2019 Fiskverð í hæstu hæðum  Síðasta ár var stórt á fiskmörkuðum hér á landi  Selt fyrir 28 milljarða króna  Brælan í byrjun þessa árs hefur ýtt undir gott verð á fiskmörkuðunum Eyjólfur Þór Guðlaugsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vottunarstofur sem sjá um MSC- vottun á norsk-íslenskri hafa til- kynnt að verði ekki gripið til úr- bóta hvað varðar stjórnun veiðanna verði vottun á síldinni aft- urkölluð í árslok. Frá þeim tíma hafa þjóðirnar þrjá mánuði til að kynna áætlun um breytingar svo vottunin taki aftur gildi. Auk Íslendinga eru Norðmenn, Færeyingar og Evrópusambandið atkvæðamest í þessum veiðum og hafa þær verið MSC-vottaðar. Aft- urköllunin mun gilda jafnt fyrir all- ar þjóðirnar. Ekki hafa verið gerðir heildarsamningar um veiðar á síld- inni frekar en öðrum uppsjávar- stofnum í Norður-Atlantshafi. Veið- ar hafa verið umfram ráðgjöf. Vottun veitir greiðari aðgang Gísli Gíslason, svæðisstjóri MSC fyrir Ísland, Fræeyjar og Græn- land, segir að þessi ákvörðun eigi sér nokkurn aðdraganda, en veiði umfram ráðgjöf sé meginástæðan fyrir ákvörðun vottunarstofanna. Brýnt sé að gert verði samkomulag um stjórnun þessara veiða og að koma böndum á þær svo tryggt verði að heildarveiði verði í sam- ræmi við ráðgjöf. Það séu megin- atriðin í sameiginlegri yfirlýsingum vottunarstofa. MSC (Marine Stewardship Co- uncil) er stærst alþjóðlegra vottunarkerfa og viðurkennt um allan heim. Slík vottun veitir greiðari aðgang að mörkuðum, en óháðar vottunarstofur meta m.a. sjálfbærni fiskstofna og veiða. Afturköllun í makríl Makríll veiddur við Ísland fékk MSC-vottun haustið 2017, en vott- unin var háð skilyrðum um að sam- komulag næðist um aflahámark úr stofninum. Vottun makrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi var síðan felld niður í byrjun mars á síðasta ári. Óljóst er hvað verður um vott- un á kolmunna í framhaldi af ár- legri úttekt á þessu ári. Grásleppuveiðar við Ísland fengu vottun samkvæmt stöðlum MSC í árslok 2014. Vottunin var aftur- kölluð í byrjun árs 2018 vegna meðafla við veiðar, m.a. á sel og fugli. Afturkalla MSC-vottun  Koma þarf heildarstjórn á veiðar á norsk-íslenskri síld Gísli Gíslason Seltjarnarnesbær fékk nýverið stað- festingu á vottuðu jafnlaunakerfi hjá Jafnréttisstofu og tók við viðurkenn- ingu þess efnis nú í byrjun janúar frá faggiltum vottunaraðila, iCert ehf. Lögum samkvæmt bar fyrir- tækjum og stofnunum með 250 eða fleiri starfsmenn skylda til að hafa öðlast vottun á jafnlaunakerfi fyrir 31. desember 2019. Seltjarnarnes- bær er með fyrstu sveitarfélögum til að öðlast þessa vottun, segir í til- kynningu. Samhliða vinnu við innleiðingu jafnlaunakerfisins aflaði Seltjarnar- nesbær jafnlaunaúttektar frá PwC á Íslandi þar sem framkvæmd var ná- kvæm greining á stöðu launamála eftir kyni. „Niðurstaða þeirrar út- tektar var að óútskýrður kynbund- inn launamunur hjá Seltjarnarnes- bæ mælist nú 1,1% konum í vil. Með innleiðingu jafnlaunastaðals- ins hefur Seltjarnarnesbær komið sér upp gæðastjórnunarkerfi sem á að tryggja jafnan rétt, jöfn laun og sömu réttindi og kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf óháð kyni. Enn fremur að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist ávallt á mál- efnalegum sjónarmiðum og geti þannig fyrirbyggt beina og óbeina launamismunun kynjanna,“ segir m.a. í tilkynningu frá Seltjarnar- nesbæ. Starfshópurinn sem stýrði innleið- ingunni fyrir hönd bæjarins var skipaður þeim Öldu Gunnarsdóttur, stjórnsýslu- og launafulltrúa, Her- vöru Pálsdóttur verkefnastjóra, Ró- berti Bernhard Gíslasyni, verk- efnastjóra gæðakerfis, og Stefáni Bjarnasyni mannauðsstjóra. Seltjarnarnes Tekið á móti viður- kenningu um jafnlaunavottun. Jafnlauna- vottun á Nesinu  Meðal fyrstu sveit- arfélaga að fá vottun Björgunarsveitin Brák í Borgar- nesi hélt fund í vikunni þar sem samþykkt var að skora á þingmenn Norðvestur- kjördæmis að vinna ötullega að frumvarpi til laga um endurgreiðslur til félagasam- taka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra fram- kvæmda. Brák er að hefja framkvæmdir við byggingu nýs húss undir starfsem- ina þar sem eldra húsnæði er talið óhentugt. Á síðasta ári voru 70 ár síðan skipuleg björgunarstarfsemi hófst í Borgarnesi og þá var tekin fyrsta skóflustungan að nýja húsinu. Nú á næstu vikum stendur til að hefjast handa við framkvæmdir, jarðvinnu og sökkla. „Það er augljóst mál að fámenna björgunarsveit munar verulega um það ef virðisaukaskattur af bygg- ingakostnaði fæst endurgreiddur,“ segir m.a. í áskorun Brákar. Brák skorar á þingmenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.