Morgunblaðið - 11.01.2020, Síða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020
Hamraborg 12
200 Kópavogur
416 0500
www.eignaborg.is
Óvenju stór og björt tveggja herbergja íbúð með sérinngangi og stórri verönd. Möguleiki á að bæta við
einu svefnherbergi. Mikil sérbýliseinkenni. Forstofa er flísalögð með fatahengi. Stórt hol sem get
nýst sem sjónvarpshol og er opið úr holi inn í eldhús. Ljóst eikarparket á gólfum. Stofan er björt o
rúmgóð. Svefnherbergið er rúmgott með skápum og er gengið úr svefnherbergi út á pall. Eldhús
er með opnalegum glugga og hvítri innréttingu ca 20 ára. Baðherbergið er með opnalegum glug
og hvítum flísum á gólfi og veggjum. Sameiginlegur hiti, lagnagrind og rafmagnsmælir í séreign
efri hæðar. Skolp og dren upprunalegt en yfirfarið fyrir ca fimm árum.
ÁRANGUR
Í SÖLU
FASTEIGNA
Digranesvegur 76, 200 Kóp.
Opið hús mánudaginn 13. jan. kl. 17.00–17.30
Verð 39,9 m.
Stærð 89 m2
Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali
í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is
ur
g
ið
ga
Loftslagsumræðanfer iðulega út umvíðan völl þegarfólk segir „mér
finnst það ekki“ frammi fyrir
niðurstöðum vísinda. Líku
gegnir um þjóðmenning-
armálin þegar fólk lýsir skoð-
unum sem eiga sér enga stoð
nema í hugmyndafræði um
þjóðerni og þjóðríki, sem
varð áhrifamikil á 19. öld.
Lengi vel héldum við að hér
hefði búið einsleit þjóð og því
hefði hugmyndin um eina
þjóð í einu ríki gengið upp
hjá okkur. Smám saman
komu þó sprungur í þjóð-
arímyndina sem hafði verið sniðin að sjálfsmynd betur megandi karla; gel-
íska upprunanum og þrælahaldi til forna hafði verið sópað undir teppið,
konur gleymst í heilu lagi, sömuleiðis fólk við sjávarsíðuna, verkafólk, börn
– og yfirleitt öll sem voru öðruvísi. Sem á við um flest.
Undir lok síðustu aldar fór Ísland inn á evrópska efnahagssvæðið sem
tryggði Íslendingum og öðrum þjóðum um leið frjálsa för í menntunar- og
atvinnuleit. Fleiri tungumál
tóku að heyrast á vörum
þeirra sem hér störfuðu, og í
skólum áttu æ fleiri börn
annað mál en íslensku að
móðurmáli. Þessar aðstæður
kölluðu á nýja kennsluhætti
og lyftu undir þróun hug-
mynda í menntunarfræðum. Um líkt leyti rann upp fyrir stjórnvöldum að
íslensk börn eru og hafa alltaf verið alls konar og alla vega og því var
ákveðið að allt skólastarf skyldi stefna að hinni fögru hugmynd um skóla án
aðgreiningar.
Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor á Akureyri, hefur rannsakað inn-
leiðingu þessarar nýju stefnu og dregið fram að í skólunum er við rót-
grónar hugmyndir um menntun og skólastarf að etja; ekki síst sjálft tungu-
málið sem stendur í vegi fyrir breytingum. Okkur skorti orðfæri til að ræða
um kennslu og lærdóm sem byggist á því að hvert og eitt okkar fái kennslu
og læri í skólanum á sínum forsendum miðað við sína styrkleika – fremur
en að öllum sé ætlað að fara á svipuðum hraða í gegnum samræmt náms-
efni og falla út úr skólakerfinu að öðrum kosti. Það kemur fram í rann-
sóknum Hermínu að mörgum þykir hin nýja sýn endurspegla óskhyggju
um hinn fullkomnasta heim allra heima, hugmyndir sem ekki sé hægt að
raungera, hvorki í skólanum né í veröldinni utan skólans.
Hugmyndirnar endurspegla þó viðleitni sem á erindi út í þjóðfélagið þar
sem er vaxandi þörf fyrir sömu hugsun vegna þess augljósa fjölmenningar-
samfélags sem við búum nú í, með fólki af ólíkum trúar- og landfræðilegum
uppruna, en kemur líka til móts við fjölbreytileikann sem hefur alltaf verið í
mannlegu samfélagi en verið haldið niðri vegna hugmynda um einsleitni og
tilhneigingar til að láta okkur öll falla að staðalmyndum. Mikilvægt í máli
Hermínu er að fjölmenningin er ekki stefna heldur veruleiki okkar mann-
anna. Það er því ekki hægt að vera á móti fjölmenningu frekar en veðrinu.
Þannig er menningarsamfélagið og hefur alltaf verið þótt það sé ekki nema
á síðustu áratugum sem það kemur aftur fram í tungumálunum hér á landi.
Fjölmenning
er ekki stefna
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Þjóðfélög Fjölmenningin er ekki stefna
heldur veruleiki okkar mannanna.
Morgunblaðið/Kristinn
Sú var tíðin að verkaskiptingin á vettvangi ís-lenzkra stjórnmála var mjög skýr. Sjálfstæðis-flokkur sá um hagsmuni atvinnulífsins, Fram-sóknarflokkur um fyrirtæki samvinnuhreyf-
ingarinnar og Alþýðuflokkur og Kommúnistaflokkur
Íslands/Sameiningarflokkur alþýðu – Sósíalistaflokkur/
Alþýðubandalag töldust málsvarar verkalýðshreyfingar-
innar.
Á dögum kalda stríðsins varð hins vegar sú breyting á,
að Sjálfstæðisflokkurinn lagði stóraukna áherzlu á starf
innan verkalýðshreyfingarinnar og var á Viðreisnar-
árunum kominn í þá stöðu, að sjálfstæðismenn voru annar
stærsti hópurinn á þingum Alþýðusambands Íslands.
Nú er þetta allt gjörbreytt og tími til kominn að horfast
í augu við það og þá jafnframt að horfa til þeirra tækifæra,
sem kunna að felast í þeim breytingum.
Samfylking og VG, sem eru arftakar fyrrnefndra
vinstriflokka, hafa gjörbreytt sínum áherzlum. Hvorugur
flokkanna leggur áherzlu á hin gömlu
tengsl við verkalýðshreyfinguna og geta
ekki lengur talizt sérstakir málsvarar
hennar á hinum pólitíska vettvangi. Að
einhverju leyti hefur þetta gerzt vegna
breytinga í innra starfi flokkanna, þar
sem félagar úr verkalýðshreyfingunni hafa dregið sig í hlé
en háskólaborgurum hefur fjölgað, og hins vegar vegna
nýrra áherzlna.
Samfylkingin einblínir nú á eitt markmið; að koma Ís-
landi inn í Evrópusambandið, og VG leggur í sínum mál-
flutningi alla áherzlu á loftslagsmálin.
Þetta þýðir, að hinar vinnandi stéttir, sem er kannski
nútímalegri skilgreining á þeim hópum sem um er að ræða
en orðið verkalýður, eiga sér ekki lengur neina sérstaka
málsvara á hinum pólitíska vettvangi. Þetta finnur Ragnar
Þór, formaður VR, og hefur þess vegna hreyft hugmynd-
um um aukin pólitísk afskipti launþegafélaganna.
Áþekkar breytingar hafa orðið í öðrum löndum. Í ný-
afstöðnum þingkosningum í Bretlandi vakti framgangur
Íhaldsflokksins í fyrrverandi vígi Verkamannaflokksins í
kjördæmum í norðausturhluta Englands sérstaka athygli.
Það er ljóst að tilviljun ein réð því ekki. Íhaldsflokkur-
inn lagði sérstaka áherzlu á að ná til fyrrverandi kjósenda
Verkamannaflokksins, sem voru búnir að gefast upp á
honum. Hið sama hefur gerzt hjá fleiri flokkum jafnaðar-
manna í Evrópu. Þar hefur tilhneiging fyrrverandi kjós-
enda slíkra flokka verið að snúast til fylgis við svokallaða
„pópúlíska“ flokka á hægri kantinum.
Eftir þennan kosningasigur leggja talsmenn Íhalds-
flokksins nú mikla áherzlu á að flokkurinn verði að sýna
þessum sömu kjósendum í norðausturhéruðum Englands
að flokkurinn kunni að meta stuðning þeirra með því að
standa við kosningaloforðin.
Flokkur fólksins hér hefur gerzt málsvari þeirra, sem
minna mega sín, svo sem öryrkja og þeirra hópa aldraðra,
sem minnst hafa úr að spila.
En – „hinar vinnandi stéttir“ virðast munaðarlausar í
pólitískum skilningi um þessar mundir.
Á sama tíma stendur flokkurinn, sem fyrir rúmri hálfri
öld var orðinn annar stærsti verkalýðsflokkur landsins,
frammi fyrir því að hafa misst um helming af fylgi sínu,
þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn, og þarf á því að halda að finna
sér nýjan farveg.
Á viðreisnarárunum voru sjálfstæðisfélög, sem ein-
beittu sér sérstaklega að starfi innan verkalýðssamtak-
anna, mjög virk. Það hefur dregið verulega úr þeirri virkni
og sjaldgæft að fundahöld eða samþykktir þeirra sjálf-
stæðisfélaga veki sérstaka athygli. Raunar má hið sama
segja um ungliðastarfsemi innan flokksins, sem fyrr á tíð
var mjög öflug og skilaði sér í sterku
fylgi flokksins meðal yngstu kjósend-
anna.
Í gamla daga gerðu pólitískir and-
stæðingar lítið úr kjörorði Sjálfstæð-
isflokksins – stétt með stétt.
En kannski eru rökin fyrir því skýrari nú en nokkru
sinni fyrr. Það liggur í augum uppi, að hagsmunir einka-
rekinna fyrirtækja og starfsmanna þeirra fara saman. Um
leið og harðnar á dalnum neyðast einkarekin fyrirtæki til
að segja upp fólki en hið sama á ekki við um hið opinbera,
sem hefur komizt upp með að fara sínu fram í skjóli skatt-
peninganna. Að vísu vekja uppsagnir hjá Seðlabanka Ís-
lands athygli nú.
Í ljósi þess að þingkosningar verða á næsta ári, sem í til-
viki Sjálfstæðisflokksins snúast að óbreyttu um það hvor-
um megin 20% fylgis flokkurinn verður, er ekki fráleitt að
halda því fram, að sá veruleiki að bæði Samfylking og VG
hafa misst tengsl við þá kjósendahópa, sem teljast til vinn-
andi stétta, ætti að verða til þess að Sjálfstæðisflokkurinn
einbeiti sér að því að endurheimta fyrri stöðu sína, sem
„verkalýðsflokkur“.
Eitt af því, sem mun auðvelda flokknum það, er ein-
dregin andstaða við aðild að Evrópusambandinu. Hinar
vinnandi stéttir hafa fyrir löngu áttað sig á því að slík aðild
er þeim ekki til framdráttar. Að vísu veldur afstaða þing-
manna Sjálfstæðisflokksins til orkupakka 3 þeim kjós-
endahópum eins og öðrum vonbrigðum, en vonandi stend-
ur það til bóta.
Fyrsta skrefið í átt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn
höfði til þessa kjósendahóps sérstaklega er að stórauka
félagsstarf þeirra sjálfstæðisfélaga, sem frá fyrri tíð hafa
fjallað um og rætt um hagsmunamál launþega sérstak-
lega. Þau félög þurfa að verða sýnilegri og umræður á
þeirra vegum opnari.
Næsta skref er svo að hefja markvissan málflutning um
hagsmunamál þessara kjósendahópa, eins og brezki
Íhaldsflokkurinn gerði með góðum árangri í kosningunum
þar fyrir skömmu.
Hvar eru málsvarar
hinna vinnandi stétta?
Umhugsunarefni fyrir
Sjálfstæðisflokkinn
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Einokunarverslunin danska var íraun innheimtustofnun fyrir
auðlindaskatt, eins og Gísli Gunn-
arsson prófessor hefur sýnt fram á:
Fé var með ýmsum opinberum að-
gerðum fært úr sjávarútvegi til
landbúnaðar, en snarminnkaði auð-
vitað á leiðinni, eins og títt er um
slíkt umstang. Með henni voru Ís-
lendingar leiddir í fátæktargildru,
sem gekk svo nærri þjóðinni, að hún
leið næstum því út af á átjándu öld.
En hvers vegna ákvað Danastjórn
að afnema einokunarverslunina
1787? Eflaust er helsta skýringin, að
komið var í öngstræti. En ef til vill
gegndu hugmyndir hlutverki líka.
Adam Smith hafði árið 1776 gefið
út Auðlegð þjóðanna, öfluga máls-
vörn verslunarfrelsis. Ein fyrsta
þýðing bókarinnar kom út á dönsku
árin 1779-1780. Hún var að undirlagi
vina Smiths í Danmörku og Noregi,
bræðranna Peters og Carstens
Ankers og Andreasar Holts. Þeir
þrír höfðu í maí 1762 kynnst Smith í
Glasgow og endurnýjað þau kynni í
Toulouse í mars 1764. Holt var for-
maður landsnefndarinnar fyrri 1770-
1772, sem lagði á ráðin um umbætur
á Íslandi. Í október 1780 skrifaði
Smith honum, þakkaði fyrir
skemmtilegan ferðapistil um Ísland
og lýsti yfir ánægju sinni með, að
þýðingin skyldi vera komin út.
Þeir Holt og Carsten Anker
gegndu báðir embættum í Rentu-
kammerinu (fjármálaráðuneytinu)
danska. Þýðandi bókarinnar,
Frands Dræbye, starfaði þar einnig.
Þegar einokunarverslunin var af-
numin var Holt látinn, en þeir Anker
og Dræbye sinntu enn ýmsum verk-
efnum fyrir Rentukammerið. Þeir
voru frjálslyndir umbótasinnar, en
fóru gætilega, eins og Smith gerði
jafnan sjálfur. Nærtækt er að
álykta, að þeir hafi haft einhver áhrif
á hina örlagaríku ákvörðun um að
létta okinu af Íslendingum 1787. Í
sömu mund var einokunarverslun
við Finnmörku afnumin. Enn frem-
ur hafði yfirmaður Rentukammers-
ins, Ernst Schimmelmann, kynnst
frelsisrökum Smiths á ferðum sínum
um Norðurálfuna ungur. (Peter
Anker kemur örlítið við Íslands-
söguna líka, en í allt öðru máli.)
Vitanlega var afnám einokunar-
verslunarinnar aðeins skref í rétta
átt, en samt mikilvægt. Þjóðin lifn-
aði við, og fullt verslunarfrelsi
fékkst árið 1855. Ef til vill átti Adam
Smith einhvern þátt í þessari þróun.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Adam Smith
á Íslandi