Morgunblaðið - 11.01.2020, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020
Mikil sala!
Góður sölutími framundan.
Óskum eftir öllum tegundum
eigna á skrá.
Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is
www.gimli.is
Halla Unnur Helgadóttir
Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali
s 659 4044 / halla@gimli.is
Hinn 10. janúar 1970
fórst Sæfari BA 143 út
af Vestfjörðum og með
honum sex ungir og
efnilegir menn. Hreið-
ar Árnason frá Bíldu-
dal, skipstjóri, 24 ára,
lét eftir sig sambýlis-
konu og nýfæddan son,
Björn Maron Jónsson
frá Bíldudal, stýrimað-
ur, 20 ára, Gunnar Ein-
arsson frá Reykjavík, búsettur á
Bíldudal, vélstjóri, 24 ára, lét eftir sig
eiginkonu, Erlendur Magnússon frá
Bíldudal, vélstjóri, 20 ára, Gunnar
Sævar Gunnarsson frá Eyjarhólum í
Mýrdal, matsveinn, nýorðinn 36 ára
og Guðmundur Hrómundur Hjálm-
týsson frá Bíldudal, háseti, 18 ára.
Sæfari hafði verið á togveiðum á
haustvertíðinni en í byrjun árs 1970
var ráðin ný áhöfn á bátinn. Flestir í
áhöfninni voru frá Bíldudal eða
tengdust staðnum. Miklir erfiðleikar
voru í atvinnulífi og útgerð á Bíldudal
á þessum tíma og litla vinnu að hafa.
Margir Bílddælingar voru því á Suð-
ureyri, bæði karlar og konur, og
margir sjómanna á Tálknafirði.
Sæfarinn fór síðast til veiða föstu-
daginn 9. janúar og það var fimmti
túrinn á línuveiðum. Tálknfirðingur
var í sambandi við Sæfarann um kl.
2.30 aðfaranótt laugardagsins. Var
hann þá staddur um 20-30 mílur
norðvestur af Kópanesi. Skipverjar
voru að draga inn línuna, áttu tólf
bjóð eftir og reiknuðu með að vera
komnir um hádegi inn
til Tálknafjarðar. Þetta
er það seinasta sem vit-
að er um áhöfn Sæfara
BA 143.
Veður var hið versta
þennan laugardag,
stormur, allt að 10 vind-
stigum, eða 26 m/s, og
gekk á með éljum. Sjó-
mönnum bar saman um
að lítil ísing hefði verið á
því svæði sem Sæfarinn
var á en hún hefði aukist
eftir því sem nær dró
landi. Breska eftirlitsskipið Orsini
var á svipuðu svæði og aðfaranótt
laugardagsins kl. 3.00 sendi það frá
sér eftirfarandi veðurlýsingu: NA-9
vindstig og snjókoma, 4 stiga frost.
Þegar komið var fram undir há-
degi á laugardeginum varð starfs-
mönnum Slysavarnafélags Íslands
ljóst að Sæfarinn hafði ekki tilkynnt
sig og um hádegisbilið fóru Tálkn-
firðingur og Tungufell frá Tálknafirði
út til leitar. Fljótlega fylgdu þeim
aðrir Vestfjarðabátar og upp úr því
hófst afar umfangsmikil og skipulögð
leit að Sæfaranum við erfiðar og
krefjandi aðstæður, lítið skyggni og
vont veður. Leitað var á sjó, úr lofti
og á landi.
Tvær varnarliðsvélar frá Keflavík
tóku þátt í leitinni ásamt SIF, flugvél
Landhelgisgæslunnar, og einka-
flugvél Helga Jónssonar flaug með-
fram strandlengjunni. Um 20 togarar
og skip sigldu í breiðfylkingu með
tveggja til þriggja mílna millibili á
fimm sjómílna hraða yfir hafsvæðið
úti fyrir Vestfjörðum undir stjórn
Ægis sem var kominn á vettvang að
kvöldi laugardagsins. Björgunar-
sveitarfólk gekk fjörur allt frá Barð-
anum að Bjargtöngum. Það bætti
ekki úr skák að veður fór versnandi
eftir því sem leitinni miðaði áfram.
Öll þessi framkvæmd bar engan ár-
angur, ekkert fannst sem tengja
mátti við Sæfarann utan endabauju á
línu sem báturinn hafði skilið eftir í
sjó daginn áður. Skipverjar voru
taldir af 15. janúar.
Sæfari BA 143 var í eigu Hrað-
frystihúss Tálknafjarðar hf. sem
hafði fengið hann nýjan. Hann var
101 tonna stálskip smíðað í Brand-
enburg í Austur-Þýskalandi árið
1960. Fleiri skip sömu gerðar voru á
sjó hérlendis á þessum tíma. Þannig
hafði Svanurinn frá Súðavík fengið á
sig brotsjó árið áður, lagst á stjórn-
borðshliðina og sokkið en áhöfnin
bjargaðist. Einar Hálfdáns frá Bol-
ungarvík fékk á sig brot á landstími,
lagðist á möstrin en áhöfnin taldi að
línubelgir sem bundnir voru í rekk-
verkið sem fór á kaf hafi stuðlað að
því að báturinn rétti sig við og það
náðist að keyra hann upp aftur.
Svanurinn og Einar Hálfdáns voru
samskonar skip og Sæfarinn. Einar
Hálfdáns sökk árið 1977 en þá bar
hann nafnið Gullfaxi. Gullfaxi var
með fullfermi á lensi en lagðist óvænt
á stjórnborðshliðina, fór á hvolf og
sökk á skömmum tíma en áhöfnin
bjargaðist.
Þetta sjóslys var áfall fyrir þjóð-
ina. Bæði vegna þess hve ungir
áhafnarmeðlimir Sæfara voru og
vegna þess að þetta var áttunda skip-
ið af Vestfjörðum sem fórst á sjö ára
tímabili með þrjátíu og þremur
mönnum. Umræður fóru fram á Al-
þingi um hvað væri til ráða til að
sporna við þessum tíðu slysum og
mannskaða.
Áfall fjölskyldna skipverja og vina
var, eins og gefur að skilja, mikið, að
missa þessa menn í blóma lífsins, en
ekki síður vegna þess að enginn
þeirra fannst þrátt fyrir viðamikla
leit. Það var því viss huggun fólgin í
því þegar nöfn þeirra voru færð á
Minningaröldurnar í Fossvogi í
Reykjavík á sjómannadag 1. júní
2003 og þeirra minnst. Aðstand-
endur og vinir ætla nú að hittast við
Minningaröldurnar laugardaginn 11.
janúar og minnast þess að 50 ár eru
liðin frá því að þessir hugrökku, ungu
menn létu líf sitt og þakka fyrir störf
leitaraðila og björgunarsveitafólks.
Fimmtíu ára minning áhafnar Sæfara
Eftir Helga
Hjálmtýsson
Helgi Hjálmtýsson
» Þetta sjóslys var
áfall fyrir þjóðina.
Bæði vegna þess hve
ungir áhafnarmeðlimir
Sæfara voru og vegna
þess að þetta var átt-
unda skipið af Vest-
fjörðum sem fórst á sjö
ára tímabili með þrjátíu
og þremur mönnum.
Höfundur er markaðs- og kynning-
arfulltrúi.
Ljósmynd/Helgi Hjálmtýsson
Minningaröldur Svanhildur Helgadóttir, dóttir greinarhöfundar, við Minn-
ingaröldurnar í Fossvogi þegar nafn föðurbróður hennar var fært á öldurnar.
Góð viðbrögð voru við myndagátu
Morgunblaðsins og barst mikill fjöldi
lausna. Rétt lausn er: „Loftslagshlýnun
og hörmungar víða mannkyn plaga en
æskan vekur í brjóstum von um bjarta
og betri tíma.“ Áréttað er að ekki er
gerður munur á grönnum og breiðum
sérhljóðum.
Dregið hefur verið úr réttum lausn-
um. Fyrstu verðlaun, bókina Jöklar eft-
ir Ragnar Axelsson, hlýtur Elín Birna
Sigurgeirsdóttir, Lundi 23 (401), 200
Kópavogi. Önnur verðlaun, bókina Síld-
arárin 1867-1969 eftir Pál Baldvin Bald-
vinsson, hlýtur Sigurbjörg María Jós-
epsdóttir, Skúlagötu 9, 340
Stykkishólmi. Þriðju verðlaun, bókina
Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk
Þórsdóttur, hlýtur Emil Örn Krist-
jánsson, Smárarima 6, 112 Reykjavík.
Vinningshafar geta vitjað bókanna í
móttöku Morgunblaðsins í Hádeg-
ismóum 2 í Reykjavík eða hringt í 569-
1100 og fengið þær sendar heim.
Morgunblaðið þakkar góða þátttöku
og óskar vinningshöfunum til hamingju.
Lausn jóla-
myndagátu
Í bók Arnaldar Indriðasonar Tregasteini staldraði ég við í byrjun 50. kafla,
fannst hann tjá vel hugsanir mínar með þessum orðum:
„Konráð asnaðist til þess að aka í gegnum miðbæinn… forðaðist miðbæinn
í seinni tíð. Vildi ekki hafa fyrir augum sér forljót stórhýsin sem þar höfðu
risið eitt af öðru og
rutt burt öllu sem
minnti á Reykjavík
fyrri tíma. Honum
fannst glyshallirnar
ekkert erindi eiga á
þennan stað og bæru
vitni um glórulausa
óstjórn borgarinnar
og undirlægjuhátt
gagnvart pen-
ingavaldi. Nýi mið-
bærinn minnti hann á
hroðann í hans gamla
hverfi, Skuggahverf-
inu, þar sem ljótustu
blokkum landsins
hafði verið steypt
niður eins og múrveggjum framan við vinalegar húsagöturnar sem lágu upp-
eftir holtinu…“
Á Kópavogshálsi við hliðina á grunnskóla kaupir „fjárfestir“ nokkur hús
(12 íbúðir), þau grotna niður, nýir aðilar taka við og bærinn skipuleggur þar
síðan 180 íbúða byggð, umturnar grónu hverfi með miklu raski og auðvitað
stóraukinni umferð – dapurlegt.
María L. Einarsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Traðarreitur eystri, Kópavogi
Byggingarreitur Svæðið sem rætt er um er á milli
Kópavogsskóla og Menntaskólans í Kópavogi.