Morgunblaðið - 11.01.2020, Síða 39

Morgunblaðið - 11.01.2020, Síða 39
og vandamanna, hafði barist af mikilli reisn við illvígan sjúkdóm. Við systkinin frá Lindarbrekku minnumst Ragga sem ljúfs, tryggs og trausts félaga sem eng- um vildi illt gera og var ávallt til staðar ef á þurfti að halda. Það má segja að okkur hafi auðnast sú gæfa að fá að alast upp með Ragga að stórum hluta á fyrstu æviárum okkar en foreldrar okk- ar voru bæði útivinnandi og við oft sett í tímabundna pössun á heimili hans því þá var enginn leikskóli né heldur dagforeldrar nálægt okk- ur. Hjá Línu (Ólínu Ragnheiði Jónsdóttur) og Gulla (Gunnlaugi Magnúsi Jónassyni) foreldrum Ragga fannst okkur gott að vera. Á unga aldri kom bóndaeðlið fram hjá Ragga þegar hann bjó sér til sitt eigið sveitabýli. Þar var hann með bústofn sem samanstóð af leggjum, völum, hornum og kjálk- um sem hann hugsaði um sem lif- andi dýr. Í fjósaferðunum á morgnana fengum við spenvolga mjólk úr drykkjarmáli sem mjólk- að var í. Margar skemmtilegar stundir eru eftirminnilegar úr fjósinu þar sem Raggi sat á skammeli, fjögurra ára, og reri fram í gráðið og rökræddi við pabba sinn um ýmis atriði sem sneru að fóðrun kúnna og annað þess háttar. Raggi var góður félagi og öllum leið vel í návist hans. Hann hafði mikla kímnigáfu, hafði gaman af að leiða umræður þangað sem skiptar skoðanir urðu til þess að menn urðu lítt sammála svo Ragga var mjög skemmt. Hann gat verið stríðinn en aldrei þannig að það væri niðrandi eða særandi. Eitt sinn, þegar Raggi var í bæjarferð í höfuðborginni, þáði hann að koma í matarboð þar sem boðið var upp á steinasteik. Þegar hann var spurður hvernig honum líkaði steikin svaraði Raggi: „Þetta er með því betra nautakjöti sem ég hef bragðað.“ Hann tók því með miklu æðruleysi þegar honum var sagt að það sem hann væri að snæða væri folaldakjöt og fannst merkilegt að hann, sjálfur nautgripabóndinn, skyldi flaska á þessu. Margs er að minnast af veru okkar í Hátúni, eins og á morgn- ana áður en farið var í fjósið var byrjað á að signa sig á bæjar- hlaðinu og fara með morgunbæn- ina: Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér að ganga í dag, svo líki þér. (Höf. ók.) Við kveðjum góðan vin og frænda og vottum Björgu, börn- um hans og ástvinum okkar dýpstu samúð. Steinunn Helga, Jónas Jón og Hafdís. Við bræður kynntumst Ragga fljótlega eftir að móðir okkar fór að bera víurnar í hann árið 2013 eða svo. Okkur varð fljótlega ljóst að hér var afar vandaður og hlýr maður á ferð, alveg ekta bóndi, hreinskiptinn, sterklegur og aug- ljóslega vinnusamur. Þau skipti sem við komum í heimsókn til mömmu og Ragga í Hátúnið átt- um við oft lifandi og skemmtilegar samræður um ýmis málefni og var þar ekkert undanskilið. Ragga fannst oft gaman að ræða hluti sem voru umdeildir og hafði gjarnan sterkar skoðanir á þeim. Hann hafði mikinn sannfæringar- kraft og ósjaldan tókst honum að fá mann til að hugsa málin út frá öðru sjónarhorni, vega og meta hlutina betur, jafnvel þannig að maður skipti um skoðun ef svo bar undir. Oft á tíðum kom hann með hnyttin tilsvör eða athugasemdir sem komu öllum til að hlæja enda mikill húmoristi, en hann var líka með mjög smitandi en jafnframt vingjarnlegan hlátur. Raggi var í miklum metum hjá sonum okkar Helgu sem töldu hann hljóta að vera ofboðslega ríkan, þar sem hann átti jú fjöl- marga gamla og flotta bíla og ótal hús. Þeim þótti sérstaklega gam- an að fara í bíltúra með Ragga og ömmu Beggu og skoða náttúruna eða fara í sund en það hefur ekki alltaf verið viðkvæðið þegar for- eldrar þeirra hafa óskað eftir því. Þá var Týró auðvitað ávallt vin- sæll í þeirra augum og skemmtu þeir sér óspart með honum. Við bræðurnir og fjölskyldur okkar viljum þakka þér einstak- lega góð kynni og ekki síður fyrir þau jákvæðu áhrif sem þú hafðir á móður okkar. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Baldur Ingi, Jónas Eyjólfur og Haukur Davíð Jónassynir og fjölskyldur. Raggi var góður vinur. Það er sárt að sjá á bak góðum vinum. Ég kynntist Ragga fyrir rúmum 30 árum, þegar við vorum kosnir í fyrstu stjórn Lionsklúbbs Skaga- fjarðar og í þeim klúbbi höfum við starfað síðan. Raggi var afskap- lega góður klúbbfélagi. Þegar stóð til að elda var Raggi alltaf mætt- ur, þegar átti að fara í ferð með eldri borgara var Raggi þar tilbú- inn að leggja lið. Fyrir líklega tuttugu árum tók klúbburinn að sér, í samstarfi við Landgræðsluna, verkefni við upp- græðslu á Goðdalafjalli. Ég held að á engan sé hallað þótt ég segi að sá sem á stærstan þátt í því að verkefnið hefur gengið vel er Raggi. Raggi var hraustmenni, góður bóndi og átti afbragðsgóðar skepnur. Raggi var jákvæður, fannst á einhvern hátt gott að halda því fremur á lofti sem vel var gert. Raggi var hjálpsamur og mann- blendinn og þótti gott að hitta fólk og fá fólk í heimsókn. Það var gott að koma til Ragga, alltaf eins og hann hefði einmitt verið að bíða eftir því að maður liti inn. Raggi hætti að búa fyrir meira en tíu árum, seldi jörðina góðu fólki og gladdist yfir því að sjá bú- skapinn blómgast áfram á jörð- inni. Þegar Raggi hætti að búa naut hann þess að ferðast, bæði innanlands og utan- með góðum vinum og núna síðustu sjö árin með sambýliskonu sinni Björgu úr Vigur, eða konunni að vestan eins og Raggi kallaði hana oft. Þau Björg og Raggi voru afskaplega samrýnd og eins og sköpuð hvort fyrir annað. Við Raggi höfum báðir haft áhuga á gömlum bílum og fyrir mörgum árum ákváðum við að halda veglega upp á 17. júní. Við gerðum það þannig að við efndum til hópaksturs, ókum til kirkju, fórum í kaffi og góðan hring um héraðið á glansandi gamalvögnum með blaktandi íslenskan fána á hverjum bíl. Þetta þótti okkur gaman og ómissandi. Næst þegar þjóðhátíðardagurinn rennur upp verður Raggi ekki með, en þá munum við keyra í minningu hans. Það er í anda Ragga að horfa fram á við. Raggi var góður kirkjunnar maður, honum þótti vænt um sína kirkju og um þjóðkirkjuna, sagði mér fyrir stuttu að trúin hefði hjálpað sér mikið í veikindum sín- um. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af Ragga því að þau hafa gert mig að betri manni. Raggi var svo flinkur að hlusta, passaði sig að hlæja dátt að sögunum mínum þó að ég hafi kannski verið búinn að segja honum þær áður margoft. Mörg sumur hefur Raggi verið við slátt í kirkjugarðinum hér á Miklabæ, unnið af mestu alúð og þegar hefur þurft að lagfæra leiði hefur Raggi komið í það verk. Raggi naut þess að fara til kirkju, hlusta á ræður og söng; það eina sem Ragga líkaði ekki í kirkju var þegar ekki var vel mætt. „Fólk á að mæta í kirkju,“ sagði Raggi. „Maður hefur svo gott af því.“ Ég fel Ragga þeim Guði sem sólina hefur skapað. Ég sakna hans, góður vinur er gjöf. Agnar á Miklabæ. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 Ásgeir var mág- ur minn. Thea systir hans og ég urðum par um aldamótin og um leið urðum við Ásgeir góðir vinir. Okkur fannst gaman að hittast og spjalla, tala með skoskum hreim, fíflast og herma eftir. Hann var popp- stjarna í áttunni og ég sá hann flytja nokkur lög af plötunni Er ást í tunglinu í útgáfupartíi á Hard Rock Cafe árið sem hún kom út. Við kynntumst ekki þá en mér fannst hann töff og tónlistin var æðisleg. Þegar við kynntumst var Ás- geir ekki mikið að vinna við tónlist. Hann var duglegur matreiðslumeistari og var smátt og smátt að komast að því að það ætti betur við hann að sinna matreiðslunni í dag- vinnu því veitingahúsa- bransanum fylgdi óregla og óöryggi. Ásgeir vildi hafa allt á hreinu. Stelpurnar hans, þær Sonja og Ása, voru honum allt og auðvitað Anna Sigrún. Lífið getur verið snúið og um tíma voru samskiptin minni en mað- ur hefði viljað. En þegar Ásgeir var kominn á beinni braut var auðveldara að taka upp þráðinn, hittast í veislum eða yfir Liverpool-leik og ræða málin. Við ræddum mest um tónlist og alltaf fann ég að Ásgeir langaði að sinna henni betur. Hann hafði náðargáfu og reyndist auðvelt að kalla fram fallega melódíu, öðruvísi hljóma og spennandi sánd. Svo kom að því að hann fann kraft Ásgeir Magnús Sæmundsson ✝ Ásgeir MagnúsSæmundsson fæddist 29. nóv- ember 1964. Hann andaðist 15. desem- ber 2019. Útför hans fór fram 9. janúar 2020. til að koma meiru í verk. Ég var mjög stoltur þegar vinir mínir og sam- starfsfélagar á Xinu 977 sögðust vera búnir að leiða saman hljómsveit- ina Kiriyama fa- mily og Ásgeir til að koma fram á tónleikum Xins á Menningarnótt 2012. Ásgeir var mjög spenntur og dálítið stressaður fyrir þess- ari flottu áskorun sem hann rúllaði auðvitað upp og sló í gegn á sviðinu sem hann deildi þetta kvöld með Russell Crowe og Patti Smith! Sama ár sló lagið hans Froðan í gegn á ný í flottri útgáfu Ragga Bjarna og Jóns Jónssonar og Ásgeir tók nokkur gigg með Baraflokkn- um sem honum fannst gaman enda þar með gömlum vinum og kærum frænda, Ásgeiri Jónssyni, söngvara Baraflokks- ins. Ásgeir gaf út lagið Frá Topp’oní tær árið 2013 þar sem hann söng um að svífa út á dansgólfið til heiðurs foreldum sínum, Ásu og Sæma rokk. Árið 2016 fengum við Ásgeir svo tækifæri til að vinna saman þegar hann tók áskorun minni um að mæta með hljómsveit í Garðpartí Bylgjunnar í Hljóm- skálagarðinum á Menningar- nótt. Hann setti saman nýtt Hunangstungl með góðum drengjum. Þeir voru vel þéttir og spiluðu Froðuna, Rauðan bíl, Sterann og fleiri frábær lög. Ásgeir var alla tíð með fram- úrskarandi tónlistarfólk í kring um sig og var vinsæll og virtur í bransanum. Það var því dásamlegt að fylgjast með og fá fréttir af nýrri tónlist sem hann var að vinna með sínum elstu vinum allt til síðasta dags. Á 55 ára afmælisdaginn kom út lagið Sooner than later sem var fagnað með köku og kaffi heima hjá Ásgeiri og Önnu. Daginn eftir sat hann með okk- ur feðgum yfir Liverpool-leik og við gátum haldið áfram að fagna. Fimmtán dögum síðar kvöddum við Ásgeir. Við áttum yndislegan bróður, mág og frænda. Lögin hans og ótal fallegar minningar lifa. Guð passi og verndi Önnu Sigrúnu, Sonju, Andra, Ásu og Anton. Blessuð sé minning Ásgeirs. Jóhann Örn Ólafsson. Það er fátt í lífinu sem er dýrmætara en að eiga góðan vin. Sérstaklega á þeim tíma- bilum á ævinni sem móta mann mest. Ljúfsár unglingsárin rifj- ast þess vegna fyrst upp fyrir mér þegar ég minnist vinar míns Geira Sæm. Ég kynntist Geira á Hallærisplaninu snemma á níunda áratugnum en þá höfðum við Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson eða Þoddi eins og við kölluðum hann tek- ið það stóra skref í átt að manndómnum að taka strætó úr Árbænum niður í bæ til að blanda geði við krakka úr öðr- um hverfum. Fjöldinn var ótrúlegur sem gekk hring eftir hring eftir Austurstrætinu að húsinu sem nú hýsir Café Paris, þaðan í átt að Austurvelli og meðfram honum aftur á Hallærisplanið sem heitir Ingólfstorg í dag. Einhvers konar Mekka í bland við brennivín í kók. Þegar ég hitti Geira fyrst var hann í síð- um frakka með langan trefil sem náði alla leið niður á tær. Ég gleymi ekki þessu augna- bliki því þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti manneskju sem hafði eitthvað við sig sem erfitt er að festa fingurinn á. Jú, kannski einhvers konar of- ursjarma og meðfædda stjörnueiginleika. Hann var tveimur árum eldri en við og virtist miklu, miklu veraldarvanari. Einhvern veginn tókst okkur Þodda að safna kjarki til að segja honum að við værum með hljómsveit í Árbænum sem héti Exodus en Exodus var eiginlega bara við tveir og Oddur Finnbogason á tromm- ur. Geiri svaraði um hæl að hann ætti rafmagnsgítar og þekkti stelpu sem væri góð að syngja. Næsta dag voru Geiri og Björk Guðmundsdóttir mætt upp í bílskúrinn í Hábæ vopn- uð svörtum rafmagnsgítar og þverflautu. Þar með þurftum við Þoddi að sýna hvað í okkur bjó og spila lögin okkar sem voru undir sterkum áhrifum af prog-rokki, Stravinsky og Dav- id Bowie. Geiri og Björk byrj- uðu strax að spila með og það þarf vart að taka það fram að þau voru bæði ráðin á staðn- um. Þar með hófst tímabil þar sem varla leið sá dagur sem við Geiri og Þoddi vorum ekki að bralla eitthvað saman. Geiri var uppátækjasamur og þegar honum datt eitthvað í hug kom ekki annað til greina en að framkvæma það. Þannig end- uðum til dæmis við tveir ung- lingarnir á David Bowie-tón- leikum í Gautaborg sem var ekki beint eitthvað sem ég var búinn að sjá fyrir. Sæmi og Ása, foreldrar Geira, létu okk- ur í té stóran skúr í garðinum til að æfa okkur og kvörtuðu ekki í eitt einasta skipti undan hávaða en þar vorum við þrír félagarnir öllum stundum spil- andi eða eldandi og má segja að skúrinn í Sörlaskjólinu hafi verið heimili okkar á þessum árum. Svo flutti ég til Ameríku og leiðir skildi en það var alltaf jafn kært á milli okkar. Eftir að Geiri veiktist í vor fórum við að hittast oftar og ég er mjög þakklátur fyrir þær stundir. Ég dáðist að því hvernig hann tókst á við þessa miklu baráttu með æðruleysi, reisn og húmornum sem aldrei var langt undan. Takk elsku Geiri fyrir vin- áttuna, tónlistina og hláturinn. Ég votta Önnu, Sonju, Ás- gerði, Sæma og Ásu og fjöl- skyldunni allri mína dýpstu samúð. Skúli Sverrisson. Látinn er fyrir aldur fram traustur starfsfélagi og fé- lagsmálamaður, Jónas S. Magn- ússon rannsóknarlögreglumaður. Jónas var hógvær maður að eðlisfari og traustur að vinna með í erfiðum og krefjandi mál- um þar sem oft þarf að bregðast skjótt og fumlaust við og af festu og yfirvegun. Hann var sanngjarn við sam- borgarana þótt hann væri fastur fyrir gagnvart brotum og komst vel gegnum flókin og snúin mál með vönduðum vinnubrögðum. Jónas starfaði í flestum deild- um/vöktum LR og LRH og hafði ávallt gott traust hjá sínum sam- starfsmönnum. Hann var baráttumaður fyrir umbótum í launa- og réttinda- málum lögreglumanna. Var formaður Landssambands lögreglumanna til margra ára og lét því víða að sér kveða á nefnd- um vettvangi þótt hann færi ekki fram með háreysti til framgangs hinum ýmsu málum fyrir hönd lögreglumanna. Jónas gaf lítið fyrir tyllidaga- Jónas Sigurður Magnússon ✝ Jónas SigurðurMagnússon fæddist 3. ágúst 1955. Hann and- aðist 20. desember 2019. Útför hans fór fram 6. janúar 2020. yfirlýsingar og/eða bókanir til síðari skoðunar sem yfir- leitt kemur lítið út úr, vildi frekar láta verkin tala með staðfestum samn- ingum. Vildi sem for- maður LL hafa náð fram ýmsum fleiri framfaramálum fyr- ir lögreglumenn og minnka á þá álag sem víða er mikið, en hlutirnir gerast því miður oft hægt á eyrinni í þess- um málaflokki sem víðar í kerf- inu. Hann vissi sem var og ítrekaði að slíkt gæti dregið dilk á eftir sér með ýmsum hætti og hefur það sýnt sig á ýmsan hátt sem ekki verður rakið hér. Jónasar verður sárt saknað í félagahópnum sem víðar, en mik- ið hefur verið um að lögreglu- menn á besta aldri hafi fallið frá og/eða misst heilsuna. Það skýrir hugsanlega það mikla álag sem hvílir oft á lög- reglumönnum í kröfuhörðu starfi sem Jónas barðist ötullega fyrir umbótum á til bættra launa, auk- inna réttinda og fleiri þarfra framfaramála. Þessar fátæklegu línur í minn- ingu Jónasar verða að nægja að sinni vegna tímaskorts til send- ingar, en minning um traustan og góðan starfsfélaga, baráttu- mann og vin mun lifa með þökk fyrir góðar samstarfs- og sam- verustundir. Við fjallavötnin fagurblá er friður, tign og ró. Í flötinn mæna fjöllin há með fannir, klappir, skóg. Þar líða álftir langt í geim með ljúfum söngva klið, og lindir ótal ljóða glatt í ljósrar næturfrið. (Hulda.) Innilegar samúðarkveðjur til eiginkonu, barna, fjölskyldu og vina Jónasar. Megi Guð gefa þeim ljós og styrk til framtíðar. Ómar G. Jónsson. Það voru mér sorgartíðindi að fregna andlát vinar míns Jónasar Magnússonar. Ég vissi af alvar- legum veikindum hans, en engu að síður var ég ekki, fremur en svo margir aðrir, undir það búinn að taka þessari harmafregn. Leiðir okkar Jónasar lágu saman á vettvangi BSRB. Reyndar kynntumst við að ein- hverju marki á stundu þegar hreint ekki var útséð um það hvort leiðir okkar myndu yfirleitt liggja saman eða sitt í hvora átt- ina eins mótsagnakennt og það nú hljómar. Þannig var að á tíunda áratug síðustu aldar íhuguðu samtök lögreglumanna, sem reyndar þau höfðu gert fyrr og svo aftur síðar, að ganga úr BSRB, þannig að þau stæðu utan heildasamtaka. Efnt var til funda um land allt og málin rædd í þaula. Niður- staða lögreglumanna varð sú að fara hvergi. Þarna kynntist ég Jónasi, í maraþonumræðu, af hans hálfu alltaf málefnalegri og yfirveg- aðri. Ef það væri rétt að segja að Jónas hafi þarna uppgötvað BSRB þá var það líka gagn- kvæmt, að BSRB uppgötvaði Jónas Magnússon. Á komandi árum var hann ítrekað valinn til vandasamra verka fyrir hönd heildarsamtak- anna. Hann bar ábyrgð á fjármálum sem gjaldkeri BSRB um margra ára skeið og hann gegndi lykil- hlutverki í orlofsbyggðum bandalagsins. Í þessum trúnað- arstörfum var hann vakinn og sofinn. Lagði hann oft mikið á sig til að sinna skyldum sínum og þá langt umfram það sem flestir menn hefðu gert. Ekki síst átti þetta við í verk- efnum sem tengdust orlofs- byggðunum. Ég þekki það vel til verka Jónasar Magnússonar, sem formaður BSRB á þessum árum, að ég veit betur en flestir, hve mikið samtökin eiga honum að þakka. Jónas tók einarða afstöðu til þeirra álitamála sem upp komu en það vissu allir og fundu að af- staða hans byggðist jafnan á rök- um og svo einnig sanngirni. Þetta varð til þess að Jónas naut víð- tæks stuðnings innan BSRB og var treyst af félögum sínum. Á þessari stundu er það þó vináttan sem er mér efst í huga. Nönnu, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur á erf- iðri stundu. Megi minningarnar um góðan dreng lifa og ylja ykkur um ókominn tíma. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi formaður BSRB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.