Morgunblaðið - 11.01.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.01.2020, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 Það er tómlegt að koma heim að Skarði núna og það eru þung sporin. Elsku hjartans stoð mín og styrkur, hann Kiddi minn er fall- inn frá, allt of snemma og fljótt, gerðist allt á svo stuttum tíma, frá því hann veiktist. Ég vil þakka honum þessum sterka heiðarlega og góða manni fyrir allan þann styrk, virðingu og ást sem hann sýndi mér frá frá þeim degi sem við hittumst fyrst og alla tíð eftir það. Við byrjuðum búskap á Skarði 1971 ásamt frænda hans og meðeig- anda Ólafi, og þar sem þörf var á að fara út í eyjar, þurftu þeir að kaupa sér bát, en það var draumastarfið að komast á sjó- inn og sigla um Breiðafjörðinn. Hann var öruggur og mjög Kristinn Borgar Indriði Jónsson ✝ Kristinn Borg-ar Indriði Jóns- son fæddist 28. nóvember 1944. Hann lést 7. desem- ber 2019. Útför Kristins fór fram 22. desem- ber 2019. næmur að sigla í þessum skerjótta firði, enda þekkti hann nánast hvert einasta sker á þeim leiðum sem hann þurfti að fara, og okkur fannst við alltaf fær í flestan sjó þegar hann sat við stýrið, enda var hann farsæll sjó- maður og var óþreytandi að kenna börnum okkar siglingarleiðir og fræða þau um ættarsöguna, sem er mjög löng, þar sem hann var 27. ættliðurinn. Kiddi var mjög einlægur og heiðarlegur maður, kunni ekki að segja ósatt, hann mátti ekk- ert aumt sjá, hvort heldur það voru menn eða dýr, þá reyndi hann að hjálpa ef það væri eitt- hvað sem hann gæti gert, alveg eins og forfeður hans höfðu gert, það eru víða til í heimildum fal- legar sögur af því. Hann var sérlega gestrisinn og vildi helst fá alla sem komu inn í kaffi, og fá eitthvað með því, tók ekki annað í mál. Hann var mjög hjálplegur ef eitthvað kom upp á hjá fólki sem hann gat hjálpað með og oftast voru það bilaðir bílar, sprungin dekk og fleira, þá henti hann frá sér því sem hann var að gera og fór strax í að hjálpa. Ég og börnin okkar og fjöl- skyldur okkar eigum eftir að sakna þessarar elsku, sem var svo góður eiginmaður, faðir og afi. Og ég þakka þér, ástin mín eina, fyrir allt sem þú varst mér, sem var ekki lítið. Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Eg fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en eg elskaði þig. Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði eg að unna þér, og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér. (Sigurður Nordal) Þórunn Hilmarsdóttir. Elsku pabbi minn, mikið er sárt að þurfa kveðja þig. Mikill maður með stóran per- sónuleika, ákveðinn, óhræddur, hjálpsamur og góður í gegn eru kjörorðin þín. Breiðafjörður átti stóran hlut í þér þar sem þú sigldir um skerjóttan fjörðinn í alls konar veðri, öruggur og óhræddur sama hvað veðrið bauð upp á þann daginn. Ég var 4 ára þegar ég fór fyrst með þér á sjó og naut hverrar sekúndu eftir því sem árin liðu að vera með þér hvort sem það var að sigla eða tína æðardún í eyjunum fögru. Ég trúi varla að síðasta sjóferðin þín hafi verið í sumar. Þú hefur kennt mér svo margt sem ég mun hafa í farteskinu um ókomna tíð. Þegar ég hugsa um þig kemur upp í hugann hversu hreinn og beinn þú varst. Sagðir þína meiningu hvort sem það féll fólki eður ei, kunnir ekki að segja ósatt. Heiðarlegur með afbrigð- um og réttir hjálparhönd hvar sem hana vantaði. Þegar greiningin um illvígan sjúkdóm kom í október var ég viss um að við hin fengjum samt meiri tíma með þér en 6 vikur. Þú sjálfur varst ekki tilbúinn fyrir þessar fregnir því þú ættir svo mikið ógert. Það yrði að koma Móra á flot fyrir sumarið, gera við vélina. Tala nú ekki um hitt og þetta varðandi bíla sem þú ætlaðir að gera og flinkur eft- ir því að gera við. Sofðu rótt, pabbi minn, og þakka þér fyrir allt. Þú verður mér í hjartastað um ókomin ár. Þú ert kominn í hlýjuna hjá öll- um hinum Skarðverjunum og öðrum ættingjum og vinum. Þú komst til að kveðja í gær. Þú kvaddir og allt varð svo hljótt. Á glugganum frostrósin grær. Ég gat ekkert sofið í nótt. Hvert andvarp frá einmana sál. Hvert orð sem var myndað án hljóms, nú greindist sem gaddfreðið mál í gervi hins lífvana blóms. En stormurinn brýst inn í bæ með brimgný frá klettóttri strönd. En reiðum og rjúkandi sæ hann réttir oft ögrandi hönd. Því krýp ég og bæn mína bið, þá bæn sem í hjartanu er skráð. Ó, þyrmdu honum, gefðu honum grið. Hver gæti mér orð þessi láð? (Freymóður Jóhannesson) Þín, Ingibjörg Dögg. Elsku afi. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig, allar þær stundir sem ég átti heima á Skarði. Heima á Skarði. Þú sem gafst mér annað heimili hér. Mínir bestu tímar voru á bæn- um með þér. Að fara í bátinn og sigla með þér eru mínar uppáhaldsminn- ingar. Það er erfitt að hugsa til þess að við munum ekki fara aftur saman á sjó, en þegar ég horfi yfir sjóinn get ég minnst þeirra stunda sem við sigldum yfir í eyjarnar og hve þolinmóður þú varst alltaf að svara öllum skrítnu spurningunum sem ég hafði fyrir þig. Þú kenndir mér að tína dún og að eiga kindur og ekki vera hrædd, það eru til lausnir við öllu. Mér finnst svo erfitt að kveðja þig, elsku afi minn. Ég mun allt- af minnast þín með bros á vör að keyra Econoline-inn niður gamla veginn í Bröttubrekku í alls kyns veðri, öruggur um að komast heill heim. Ég mun ávallt minnast þeirra stunda sem við áttum í eyjunum í dúnt- ínslu og ekki síst hve vel þú naust þess að sigla um Breiða- fjörðinn. Þótt erfitt sé að kveðja þig og við kvöddumst of snemma, þá veit ég að þú ert á góðum stað í faðmi langafa Jóns og langömmu Ingu. Í hjarta mínu finn ég að þú ert hjá okkur heima á Skarði og passar upp á alla ástvini þína og þá sérstaklega ömmu. Góða nótt, elsku afi. Haltu áfram að dreifa ham- ingju og ást í þeim heimi sem þú hvílir í núna og ég mun dreifa því hér og um heiminn þegar ég ferðast og hugsa til þín. Hvar sem ég í heiminum er, hugsa ég til þín. Allt frá þér, sem þú gafst mér, mun ég minnast þín. Yfir Breiðafjörðinn langan og breiðan, ég sjóinn sé, eyjar og sker. Hugsa ég um bátinn hraðskreiðan, sem afi minn skipstjórinn fer. Hildur Edda Hilmarsdóttir. ✝ Finnbogi Sig-urður Jónsson fæddist í Hörgshlíð í Reykjafjarðar- hreppi, N-Ísa- fjarðarsýslu 26. október 1956. Hann lést á heimili sínu, Hörgshlíð, 30. desember 2019. Foreldrar hans voru Ásdís Sigrún Finnbogadóttir, f. 6.4. 1921, d. 3.7. 1994, og Jón Jakobsson, f. 11.10. 1913, d. 12.7. 1986. Þau bjuggu lengst af í Hörgshlíð í Mjóafirði við Djúp. Systkini Finnboga eru: Gerður, f. 17.7. 1941, Heiðrún, f. 27.6. 1942, d. 25.10. 2016, Kristjana Dagbjört, f. 6.10. 1945, Jakob Þorgeir, f. 1.8. 1949, Margrét Þórdís, f. 3.7. 1954, og Magnea, f. 29.1. 1960, d. 28.10. 2005. Finnbogi bjó og starfaði alla sína tíð í Hörgshlíð fyrir utan nokkra vetur um tvítugt þegar hann vann á Ísafirði, lengst af í hrað- frystihúsinu Norð- urtanganum, en einnig lítillega við byggingarvinnu. Finnbogi bjó með móður sinni eftir að faðir hans féll frá en síðustu 26 ár hefur hann búið einn. Auk bústarfa sinnti Finn- bogi viðhaldi og eftirliti með Sængurfossvirkjun fyrir Orkubú Vestfjarða. Ættingjar og vinir sóttu í að koma í Hörgshlíð, hjálpa til og eiga samverustundir með bónd- anum. Finnbogi Sigurður verður jarðsunginn frá Vatnsfjarðar- kirkju við Djúp í dag, 11. jan- úar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Bogi frændi okkar, Finnbogi Jónsson, bóndi í Hörgshlíð, hef- ur sagt skilið við þessa jarðvist og það eins og hendi væri veif- að á einu augabragði. Hver maður sem fellur í fámennri sveit skilur eftir sig stórt skarð. Alltaf var nægur tími til að spá í hlutina. Það lá aldrei svo á að ekki mætti gera eitthvað annað áður sem var meira for- vitnilegt. Við hugsum oft til þess í dag hvernig það hefur verið fyrir hann að verða orð- inn einbúi tæplega 37 ára gamall. Við vorum mikið hjá Boga þegar við vorum börn og ung- lingar, stóðum oft þrír úti undir stjörnubjörtum himni á leið í út í fjós og virtum fyrir okkur það sem þar sást. Oft með stjörnu- kort í höndunum. Það vildi til að kýr eru róleg- ar og kýrnar hans Boga voru ekki fastar á klukkunni frekar en eigandi þeirra. Við vorum mikið hjá Boga, helst á sumrin, á okkar unglingsárum. Einnig var kennaraverkfallið 1995 mjög skemmtilegur tími. Við vorum nær allt verkfallið hjá frænda okkar. Þá var gríðarlega snjóþung- ur vetur og upp í 12 dagar sem Djúpið var ekki mokað. Hlaut maður ákveðna eldskírn í að bjarga sér og gátum við ekki eytt verkfallinu á betri stað. Þá var Mjóifjörðurinn líka mun fjölmennari og barnaskóli á svæðinu. Við, óhörðnuðu unglingarnir og Unnar frændi okkar, lærð- um margt á þessum stutta tíma enda reyndi á samvinnu og samskipti íbúa í fallega firð- inum sem nú var frekar ein- angraður og á kafi í snjó til að hjól samfélagsins gætu snúist í þessum krefjandi aðstæðum. Þó nóg væri að gera kenndi Bogi manni að njóta augna- bliksins. Það sem ekki gerðist í dag var hægt að gera á morgun og jörðin hélt hringsnúningi sínum óhikað og engum varð meint af. Það var ekkert verið að sýn- ast neitt. Alltaf tími fyrir eina filters- lausa Camel. Foreldrar okkar nefndu stundum að eftir þriggja mánaða sumardvöl hjá frænda, hefði þurft hálfan mán- uð til að að koma okkur á sama snúning og tilheyrði kaup- staðarlífinu. Þó er það spurning hvort við vorum á of lágum snúningi eða kaupstaðafólkið á of háum. Við sem stóðum Boga næst söknum hans sárt. Hann hafði eitthvað í sínu fari sem varð til þess að þeir sem kynntust hon- um að einhverju leyti hugsuðu ætíð hlýtt til hans og vildu sem flest fyrir hann gera. Bogi átti enga óvini og börn voru alltaf hænd að honum. Líklega vegna þess að hann hafði alltaf tíma. Börnin okkar syrgja frænda sinn. Hetjuna sem átti sveitina þar sem allt var svo einfalt og afslappað. Þar sem þau gátu gengið frjáls um og sinnt skepnum og náttúrunni af fúsum og frjáls- um vilja. Þó maður viti að öll endum við lífdaga okkar einn daginn þá er maður aldrei tilbúinn þegar aðrir kveðja lífið. Það verður skrýtið og erfitt að vita til þess að líklega verðin enginn lengur að staðaldri í Hörgshlíð þó við óskum þess að einhver kæmi til sögunnar og sæi til þess annars. Engu að síður munum við sem eftir erum reyna að halda ljósunum logandi þar um ókomna framtíð. Og virða fyrir okkur fjörðinn fagra og Botnsfjallið, Fellið og Kotmúlann, fallegustu fjöll sem finna má. Fjöllin okkar. Ingvar Jakobsson og Ingi Þórarinn Friðriksson. Það er skrýtið að frændi minn, Finnbogi í Hörgshlíð, sé fallinn frá. Kvöldið áður en hann kvaddi töluðum við saman í síma og ákváðum að heyrast morguninn eftir og spá í hvernig við mynd- um ná í nokkrar kindur sem hann átti við Keldu. Engin hringing kom þann morgun. Eftir að ég hafði hringt í hann oft og mörgum sinnum og hann svaraði ekki var farið að gá að honum. Skömmu síðar var ég komin inn í Hörgshlíð og farin að beita hann hjartahnoði sam- kvæmt læknisráði. Ég sá það samt undir eins og ég kom að hann var farinn, bú- inn að kveðja þennan heim. Ég þakka honum fyrir alla samveruna og samvinnuna svo og fyrir þolinmæði hans við rexi og pexi í mér sem hann tók alltaf með jafnaðargeði eins og honum var tamt. Hans verður sárt saknað. Jóhanna Kristjánsdóttir í Svansvík. Finnbogi Sigurður Jónsson ✝ Nína ÞórdísÞórisdóttir fæddist 12. janúar 1936 í Reykjavík. Hún lést 15. desem- ber 2019 á Vífils- stöðum. Foreldrar henn- ar voru Jón Þórir Tryggvason loft- skeytamaður, fædd- ur 26. mars 1903 á Seyðisfirði, dáinn 6. júlí 1954, og Sigþrúður Helga- dóttir húsfreyja, fædd 12. nóvem- ber 1915 í Reykjavík, dáin 26. maí 1978. Eiginmaður Nínu var Ketill Þorsteins Pétursson trésmiður, fæddur 15. ágúst 1933, dáinn 29. maí 1998. Þau gengu í hjónaband 1. desember 1963. Nína starfaði sem flugfreyja hjá Flugfélagi Ís- lands og síðar sem skrifstofumaður hjá Domust Medica og Fiskistofu. Systkini Nínu voru Friðrik Þóris- son, fæddur 23. september 1934, dá- inn 17. nóvember 2003, Tryggvi Þórisson, fæddur 29. júní 1951, Ingi- mar Haukur Ingi- marsson, fæddur 6. september 1943, og Guðmundur Snorri Ingi- marsson, fæddur 22. febrúar 1948, dáinn 14. ágúst 2019. Börn Nínu og Ketils eru Inga Sigþrúður Ketilsdóttir, fædd 28. maí 1964, og Kristín Elfa Ketils- dóttir, fædd 9. júní 1971. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Í hjarta mínu er hátíð. Hver hugsun og tilfinning mín verða að örsmáum englum, sem allir fljúga til þín. Þeir ætla að syngja þér söngva og segja þér, hvað þú ert góð – og eigir sál mína alla og alt mitt hjartablóð. (Davíð Stefánsson) Elsku mamma mín, ég kveð þig með ást og söknuði. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og allar minningarnar sem þú skil- ur eftir. Hvíl í friði. Þín Kristín. Nú hefur hún Nína mín kvatt okkur. Nína, sem ég hef þekkt alla mína ævi. Nína, sem alla tíð var mér sem önnur móðir. Nína, sem tók þátt í uppeldi mínu. Nína, sem alltaf sýndi mér óendanlega umhyggju og kær- leika. Nína, sem átti, og mun alla tíð eiga, svo stóran stað í hjarta mínu. Lífsgöngu hennar lauk hinn 15. desember síðastliðinn. And- látið kom manni kannski ekki beint í opna skjöldu. Síðustu misseri hefur líkamlegri heilsu hennar smám saman verið að hraka. Samt sem áður er maður ætíð óviðbúinn lokakallinu. Tómleiki hellist yfir og það er alltaf eitthvað sem er ósagt og ógert. Í hjarta mínu mun ég ávallt geyma allar góðu minningarnar sem tengjast Nínu; æskuna, jól- in á Dalbrautinni, heimsóknirn- ar, símtölin og kaffihúsahitt- ingana. Með miklum söknuði kveð ég elsku Nínu mína, en jafnframt með innilegu og djúpu þakklæti fyrir að vera svo gæfusöm að hafa átt hana að og hafa notið þeirra forréttinda að alast upp sem hluti af stórfjölskyldunni á Dalbrautinni. Fyrir það er ég óendanlega þakklát. Hafðu þökk fyrir allt. Hvíl í friði. Elsku Inga Sigga og Kristín, við Geir sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Birna Jóhannesdóttir (Bidda). Þú fæddist á sunnudegi og þú fórst frá okkur á sunnudegi, af- mælið þitt í ár er sunnudaginn 12. janúar 2020. Það er svo margt að segja, ég sakna þess að halda í hlýju höndina þína, heyra þig hlæja, tala við þig. Ég hef elskað þig frá því ég man eftir mér, ég hef elskað þig af öllu hjarta allt mitt líf og á milli okkar er sterk taug sem getur ekki slitnað, þú ert besti vinur minn, þú ert mamma, fal- lega blíða mamma mín. Ég hef reynt að endurgjalda þér ástina og umhyggjuna sem þú baðaðir mig í allt mitt líf, en ég var ekki hjá þér þegar þú fórst að morgni sunnudagsins 15. desember síðastliðins og það hryggir mig svo ósegjan- lega. Mínar fyrstu minningar eru allar tengdar þér, alveg frá fyrstu tíð var ég límd við þig og vildi hvergi annars staðar vera en með þér og pabba. Þetta segir kannski eitthvað um hvernig foreldar þið pabbi voruð; þau albestu sem hugsast gat, þið vöktuð yfir okkur systr- um og vernduðuð, þið skilduð okkur aldrei við ykkur, við vor- um hvert öðru allt. Við fórum saman í ferðalög og stundum eitthvað í dagsferð- ir og síðar vorum við mikið í sumarbústaðnum ykkar á með- an pabbi var á lífi en við fund- um okkur ekki þar eftir að hann lést, það var ekki það sama. Við tókum því upp á því að ferðast saman, alveg sérstak- lega síðustu ár, og við nutum þess mjög. Við höfum séð margt, gert margt og átt fjölmargar góðar stundir, þessar minningar eru dýrmætar, tíminn okkar saman er hinn raunverulegi auður. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? (Steinn Steinarr) Tíminn læknar segir fólk, tíminn læknar ekki hjartasár, tíminn læknar ekki neitt, þú lærir bara að þrauka. Elsku mamma mín, ég þakka þér fyrir allt, samveru, vináttu þína og ást. Guð blessi þig og varðveiti. Inga Sigþrúður. Nína Þórdís Þórisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.