Morgunblaðið - 11.01.2020, Side 41

Morgunblaðið - 11.01.2020, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 ✝ Ólöf Einars-dóttir fæddist í Reykjavík 21. sept- ember 1944. Hún lést á Landspítal- anum í Fossvogi 13. desember 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- laug Sigurjóns- dóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1921, d. 2. mars 2010, og Ein- ar J. Gíslason vörubílstjóri, f. 11. september 1918, d. 19. febrúar 2006. Ólöf var elst fimm systk- ina, hin eru: Sigurlaug, f. 21. ágúst 1946, Erna, f. 17. ágúst 1949, Einar Örn, f. 28. sept- ember 1951, og Hrefna, f. 29. nóvember 1958, d. 25. febrúar 1995. Ólöf giftist hinn 12. október árið 1968 eftirlifandi eiginmanni sínum, Boga Þórðarsyni bygg- ingatæknifræðingi, f. 8. mars 1944. Foreldrar hans voru hjón- in Ólöf Guðbrandsdóttir frá Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi á Mýrum og Þórður Bogason úr Flatey á Breiðafirði. Synir þeirra eru: 1) Þórður Birgir, f. 15. júlí 1969, véla- og iðnaðar- verkfræðingur. Eiginkona hans er Tinna Björk Baldvinsdóttir sálfræðingur, f. 20. september 1973. Börn þeirra eru Aron Baldvin, f. 1995, Dara Sóllilja, f. 2003, Stígur Dilj- an, f. 2006, og Snæ- fríður Eva, f. 2015. 2) Einar Þór, f. 2. september 1978, heila- og tauga- skurðlæknir í Bandaríkjunum, eiginkona hans er Jana Friðfinns- dóttir lögfræðingur, f. 24. júlí 1978. Börn þeirra eru Tandri, f. 2002, og Ýrr, f. 2007. Ólöf eða Ollý, eins og hún var ætíð kölluð, fæddist á Hring- braut 48 í Reykjavík. Hún ólst upp á Ásvegi 16 og þar stofnaði hún sitt fyrsta heimili ásamt Boga og bjó þar þangað til þau fluttust í Engjasel 52 árið 1977. Ólöf lauk sveinsprófi í hár- greiðslu 18 ára. Eftir að hún öðl- aðist meistararéttindi stofnaði hún hárgreiðslustofuna Tinnu árið 1965, fyrst á Grensásvegi 50 en síðar í Furugerði 3. Rak hún stofuna í 46 ár eða til ársins 2011. Eftir að hún lét af störfum naut hún samvista við fjölskyldu sína. Útför Ólafar fór fram í kyrr- þey hinn 20. desember 2019 að ósk hinnar látnu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku Ollý systir mín, ég vissi að þú værir mikið veik en maður er aldrei tilbúinn fyrir kveðju- stundina. Þetta gerðist mjög snöggt. Þú varst hjá mér kvöldið áður og við borðuðum saman. Þú varst svo hress og þér virtist líða ágætlega og ég átti alls ekki von á að þetta yrði síðasta kvöldstundin okkar saman. Við vorum mjög samrýndar systur. Við unnum saman í 46 ár á hárgreiðslustofunni Tinnu. Það var góður tími og þar leið mér vel. Eftir að Gylfi maðurinn minn dó vorum við enn meira saman. Þá voruð þið Bogi svo elskuleg að bjóða mér oft með ykkur á hina ýmsu viðburði eins og á tónleika og í leikhús. Við ferðuðumst einn- ig oft saman til útlanda og við vor- um nýkomin heim úr einni af ferð- um okkar saman til Banda- ríkjanna þar sem við heimsóttum Einar Þór, Jönu, Tandra og Ýri. Við systur hringdum í hvor aðra nokkrum sinnum á dag og vorum búnar að festa símatíma milli 10 og 11 á hverjum morgni. Einnig var það fastur liður hjá okkur að borða saman á þriðju- dagskvöldum, þá komuð þið Bogi til mín á Skúlagötuna. Þessar minningar ylja mér á þessum erf- iðu tímum og ég mun varðveita þær í hjarta mínu. Þú varst dásamleg systir og ég sakna þín mikið. Elsku Bogi, Þórður Birgir, Einar Þór og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning þín, elsku systir mín. Sigurlaug Einarsdóttir (Silla). Mágkona mín Ólöf eða Ollý eins og hún var ávallt kölluð hefur kvatt þetta jarðlíf. Mér er hugsað til baka til þeirra ára þegar ég kom inn í fjölskyldu Einars mannsins míns bróður Ollýjar sem þá bjó á Ásvegi 16. Þá bjuggu foreldrarnir á miðhæðinni og börnin ýmist í risinu eða kjallar- anum. Ollý og Bogi ásamt ungum syni sínum Þórði Birgi bjuggu þá í kjallaranum. Mikill gestagangur var á heimilinu og margt skemmtilegt gert sem þessi sam- heldna fjölskylda tók sér fyrir hendur og oft mikið fjör. Seinna flutti svo litla fjölskyldan úr kjall- aranum í Engjaselið og Einar Þór yngri sonurinn bættist við. Þar hafa þau Ollý og Bogi búið alla tíð síðan. Ollý stofnaði ung hár- greiðslustofuna Tinnu. Þangað komu flestir úr fjölskyldunni í klippingu og greiðslu. Á stofunni vann Silla systir hennar alla tíð og voru þær mjög samrýmdar. Margar ferðir í sumarbústaðinn til okkar Einars í Kiðjabergið eru minnisstæðar. Þá var alltaf gam- an og stutt í sprellið. Ollý hafði yndi af góðri tónlist og stundum tóku þau Bogi smá danssnúning. Utanlandsferðir með stórfjöl- skyldunni eru minnisstæðar, bæði til Spánar, Flórída og ferðir til Ernu og Begga í Kanada. Fyr- ir allar þessar samverustundir er- um við þakklát. Ollý fylgdist vel með öllum tískustraumum bæði í sínu fagi og svo hafði hún smekk fyrir fallegum hlutum eins og heimili þeirra Boga ber merki um. Alltaf var hægt að skoða ný- leg hönnunarblöð bæði á hár- greiðslustofunni og heima í Engjaseli. Ómissandi hafa verið öll glæsilegu hádegisboðin á gamlársdag. Þar hafa Ollý og Bogi staðið fyrir því að halda allri fjölskyldunni saman og ógleym- anleg eru öll heimagerðu skemmtiatriðin. Síðustu mánuðir hafa verið erf- iðir í veikindum. Kvöldið áður en hún kvaddi þetta líf kom ég við á Skúlagötunni hjá Sillu systur hennar, þar voru þau Ollý og Bogi. Ollý talaði um að hún væri glöð og þakklát fyrir að hafa átt gott líf og var ánægð að hafa kom- ist nýlega til Einars Þórs og fjöl- skyldu í Bandaríkjunum. Hún bað svo um að ég hjálpaði Sillu að hengja upp jólaóróana. Við kvöddumst eftir að hafa farið saman niður í lyftunni. Hún virt- ist sátt og þannig vil ég muna elsku Ollý. Ég votta Boga og fjölskyldunni allri samúð mína. Blessuð sé minning Ollýjar. Hulda S. Haraldsdóttir. Elsku amma, þegar ég sá nafn- ið þitt á kransinum á kistunni í jarðarförinni þinni hugsaði ég um hversu mikill karakter fylgdi nafninu þínu. Ég sá fyrir mér skemmtilega, sérstaka, sniðuga, ofur hressa og málglaða konu með risastórt hjarta og það ert þú, amma mín. Eftirfarandi lýsing er orðsporið sem þú skilur eftir þig í mínum huga. Ég var og er mikill ömmu- og afastrákur og var því mjög náinn ömmu Ollý eins og hún var kölluð. Lunderni hennar var það sem gerði hana svona frábæra. Það var ekki fyrir svo löngu sem ég hafði orð á því við pabba hversu hress hún væri, mér fannst þetta eiginlega pínu einkennilegt. Vegna þess að það var meira að segja erfitt að hitta á hana í venju- legu skapi ef svo má segja, amma var bara alltaf ofur hress! Minningarnar sem ég á um ömmu eru margar og munu lifa með mér um ókomna tíð. Mig langar að nefna nokkur atriði sem snerta mig og ég mun sakna einna mest. Ekki er þörf á að vefengja það neitt að ömmu leiddist nú ekki að tala og það sem gerði það svo skemmtilegt var hvað hún gerði sér mikla grein fyrir því sjálf. Mér fannst alltaf jafn fyndið þegar hún var búin að tala í svolitla stund og varð meðvituð um það þá sagði hún oft á tíðum við sjálfa sig: „Æ, þegiðu nú Ólöf, þú hefur talað allt- of mikið,“ síðan hló hún og hélt fyrir munninn á sér – sem dugði þó yfirleitt einungis í skamman tíma. Fyrir nokkrum árum var ég að undirbúa mig fyrir bílprófið mitt og fór afi með mér í nokkur skipti á bílaplan að æfa mig að keyra og leggja í stæði. Eitt skiptið, mér til mikillar undrunar, kom amma með, en hún var afar bílhrædd og treysti engum fyrir því að keyra nema afa. „Ég er svoleiðis búin að mana mig upp í þetta og er búin að æfa mig að spenna mig í öll beltin“ var það fyrsta sem amma sagði við mig þegar ég sá hana. Síðan þegar ég settist í bílstjóra- sætið og ók af stað gólaði hún all- an tímann aftur í ásamt hláturs- kasti inn á milli með lokuð augun því hún þorði ekki að kíkja hvað væri að gerast. Svona var amma, sagði og lét í ljós nákvæmlega það sem hún hugsaði. Að lokum langar mig að tala um samband ömmu við afa og Sillu systur sína sem voru hennar nánustu lífsförunautar. Það leyndi sér ekki að afi var maður að hennar skapi. Enda erfitt að finna jafn traustan, þolinmóðan og góð- an mann eins og afa Boga. Sam- band ömmu við Sillu systur sína var algjörlega einstakt og voru þær skilgreiningin á því sem kall- að er að vera samlokur. Til þess að útskýra í stuttu máli sam- bandið þeirra á milli ætla ég að vitna í Sillu. En þegar afi hringdi í hana árla morguns á dánardegi ömmu til þess að tilkynna henni að hún hefði fengið heilablóðfall hélt Silla að amma væri að hringja að gamni sínu, einfaldlega til þess að láta hana vita að hún gæti hald- ið áfram að sofa. Elsku amma, ég leit mikið upp til þín og mun sakna þín alla mína tíð. Við skulum passa afa Boga og Sillu frænku fyrir þig. Þitt elsta barnabarn, Aron Baldvin. Elsku Ollý frænka, það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þú varst svo hress og kát og það var alltaf jafn gaman hjá okkur þegar við hittumst. Skemmtilega smitandi hlátur þinn ómar enn í eyrum okkar. Þú varst mjög uppátækjasöm og hug- myndarík og það var svo sannar- lega engin lognmolla í kringum þig. Þú fórst þínar eigin leiðir og hafðir gaman af því að gera eitt- hvað öðruvísi og óhefðbundið. Í fjölskylduboðum áttir þú það til að fá alla fjölskylduna með þér að gera leikfimiæfingar, halda tísku- sýningar eða stinga upp á því í bú- staðaferðum að fara út í sólbað í svefnpoka um hávetur. Jólahátíðin stendur nú yfir og eigum við systur margar góðar minningar um þig tengdar þeirri hátíð. Ógleymanleg eru jólatrén þín. Það eru mörg ár síðan þú byrjaðir að setja upp tré úr ýms- um hlutum, skreyttir og kallaðir jólatré. Mikið grín var gert að þessum trjám en í dag eru allir að keppast við að finna lausnir til að setja upp jólatré sem eru um- hverfisvæn og varstu því langt á undan okkur öllum. Áramótaveisl- urnar sem þið og Bogi hafið haldið Í Engjaselinu hafa verið yndisleg og ómissandi leið til að kveðja liðin ár. Þessi boð voru öðruvísi en hefðbundin íslensk jóla- og ára- mótaboð sem við fjölskyldan héld- um öll mikið upp á. Ótal fleiri minningar koma upp í huga okkar frá því við vorum yngri. Allar heimsóknirnar á hár- greiðslustofuna þína, en þar feng- um við ekki bara flottustu klipp- inguna í bænum heldur gátum við alltaf laumað okkur í eitthvert góðgæti inni á kaffistofu og farið í hárgreiðsluleik með rúllur, pinna og strípuhettur. Það var líka alltaf svo gaman að gista í Engjaselinu á skrautlegu dýnunum í stofunni. Þar dekruðuð þið Bogi við okkur systkinin. Þá eru mjög minnis- stæðar skíðaferðirnar okkar í Skálafell og Bláfjöll og hringferð- in um landið á Pollanum. Ollý frænka, þú varst einstök manneskja, með fágaðan smekk og mikil fyrirmynd okkar systra. Þú, Bogi og Silla hafið verið eins- konar þrenning síðastliðin ár sem alltaf voruð saman og kunnuð svo sannarlega að njóta lífsins. Missir- inn er mikill fyrir Boga, Sillu, og afkomendur þína en við fjölskyld- an stöndum saman og glaðlegar minningar, húmor þinn og hlátur mun lifa með okkur áfram. Þínar frænkur, Hrafnhildur og Svanhildur. Ólöf Einarsdóttir ✝ Magnús GrétarFilippusson fæddist á Seyðis- firði 25. mars 1950. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Fossahlíð, Seyð- isfirði, 31. desem- ber 2019. Hann var sonur hjónanna Filippus- ar Sigurðssonar, f. 16.11. 1912, d. 17.11. 2002, og Ólínu Jóns- dóttur, f. 6.6. 1914, d. 21.3. 1995. Systkini Magnúsar eru Sig- urður, f. 1942, Geirlaug, f. 1943, d. 6. ágúst 2011. Andrés, f. 1945, Stefán tvíburabróðir Magnúsar, f. 1950, d. 13. október 2012. Sunneva, f. 1953, og Ragnhild- ur, f. 1956. Magnús bjó hjá foreldrum sínum, fyrst á Dvergasteini og seinna á heimili þeirra á Brekku- vegi 3, Seyðisfirði. Árið 1993 fluttist hann ásamt Stefáni bróður sínum í íbúð Öryrkjabandalags- ins á Múlavegi 26 sem þeir leigðu, þar til þeir vistuð- ust á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar og seinna á Hjúkrunarheimilinu Fossahlíð. Á þeim tíma sem hann bjó á Múlaveginum starfaði hann hjá Ullarvinnslu Frú Láru á Seyð- isfirði og á leikskólanum Sól- völlum. Útför Magnúsar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 11. janúar 2020, klukkan 14. Í dag kveðjum við Magnús bróður okkar. Hann var einstak- lega geðgóður einstaklingur með góða nærveru eins og sagt er. Okkur þótti öllum ósköp vænt um hann. Hann var glaðlyndur og hafði gott skopskyn, ekki síst ef verið var að rifja upp eitthvað sem hafði ekki alveg gengið upp hjá honum sjálfum. Hann hló hjartanlega þegar hann var minntur á ýmislegt sem gerst hafði í gamla daga og kannski ekki endað alveg eins og til var ætlast. Maggi var mjög duglegur og gat unnið nánast hvað sem var af líkamlegri vinnu, þegar hann var einu sinni búinn að læra hvernig átti að gera hlutina þá var hægt að treysta því að það væri gert, alltaf eins. Vinna hans við búskapinn var ómetanleg árum saman þótt kaupið væri ekki annað en þakk- læti, fæði og húsnæði þegar hann var hjá okkur í sveitinni. Peningar voru bara eitthvað til að kaupa fyrir í búðinni eftir að hann og Stefán tvíburabróðir hans fluttu í eigin íbúð, en skiptu annars ekki máli. Þeir bræður Stefán og hann voru þannig gerðir að þeir báðu aldr- ei um neitt en voru alltaf ánægðir með allt það sem þeir fengu. Maggi var mikið jólabarn allt sitt líf. Ógleymanlegt er þegar stundum þurfti að aðstoða við að koma seríum í lag til að hægt væri að kveikja á jólatrénu á Brekkugötunni, oftast svona seinnipartinn á aðfangadag, kannski milli fjögur og fimm. Gleðin var mikil þegar þessu var lokið og jólunum var bjargað. Maggi hlustaði mikið á tón- list, helst var það harmonikku- músík sem hann hlustaði á, kannski var það vegna þess að Árni Jón spilaði oft á nikkuna heima á Dvergasteini þegar hann var barn og fram eftir árum. Það var samt stundum frekar þreytandi á Brekkugöt- unni þegar hlustað var á harm- onikkumúsík, horft á sjónvarpið og útvarpið allt saman í bland, oftast hátt stillt. Magnús fékk blóðtappa í febrúar 2012 og var eftir það lamaður hægra megin í líkaman- um og missti um leið að miklu leyti það litla tal sem hann hafði áður. Á næstu árum slitnuðu að nokkru leyti tengsl hans við fjöl- skylduna en í staðinn kom ein- stök umönnun á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar og seinna Hjúkr- unarheimilinu Fossahlíð eftir að sjúkrahúsið var lagt niður sem slíkt. Starfsfólki Fossahlíðar viljum við færa hugheilar þakkir fyrir umönnun Magnúsar, einnig þökkum við Árna Jóni og Giss- uri frændum okkar fyrir ein- staka umhyggju og hlýju í garð Magga gegnum árin. Minningin um Magga og Stebba tvíburabróður hans, sem lést 2012, mun lengi lifa með okkur sem kveðjum hann nú. Þín systkini, Andrés, Sigurður, Ragnhildur og Sunneva. Magnús Grétar Filippusson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Okkar ástkæri og yndislegi sonur og bróðir, SIGURGEIR ÖRN SIGURGEIRSSON, Brekkubyggð 29, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 15. janúar klukkan 11. Arna Sæmundsdóttir Jóhanna Margrét Sigurgeirsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN FRÍMANNSSON rafvirkjameistari, Esjuvöllum 15, Akranesi, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 6. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 14. janúar klukkan 13. Frímann Jónsson Eiríkur Jónsson Alma María Jóhannsdóttir Magnús Axel Jónsson Elísabet Svansdóttir Sigurður Már Jónsson Sigríður Hallgrímsdóttir Guðmundur Jakob Jónsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.