Morgunblaðið - 11.01.2020, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020
dreifði hún til vina sinna á sinn
óeigingjarna hátt. Heimilið henn-
ar var rómað fyrir snyrtimennsku
og þar var lögð alúð við hvern
hlut. En það sem átti þó hug henn-
ar allan voru börnin hennar og
litlu barnabörnin, sem hafa mikið
misst. Auður lifði í voninni um
bata og sýndi æðruleysi í veikind-
um sínum og var undirbúin undir
endalokin, sem komu allt of fljótt.
Nú er komið að kveðjustund –
minningin um allar okkar fjöl-
mörgu samverustundir er björt
og mun fylgja mér alla tíð. En
mikið á ég eftir að sakna þess að
þær urðu ekki fleiri.
Hugurinn er hjá ykkur, kæru
Arnar, Harpa og Hlynur, og megi
allar góðar vættir vísa ykkur veg-
inn með góðu minningarnar um
móður ykkar að leiðarljósi.
Oddbjörg Friðriksdóttir.
Eins og oft um áramót lítum við
yfir farinn veg og förum yfir at-
burði ársins. Árið gaf mér mörg
gleðispor og svo var gangan
stundum erfiðari eins og gengur
ár hvert. En erfiðustu sporin á
árinu voru að þurfa að kveðja
elsku vinkonu mína, Auði. Ég vissi
þegar ég fór að kveðja hana áður
en við hjónin fórum í nokkurra
vikna frí til Kaliforníu að það gæti
brugðið til beggja vona. En ég var
svo að vona að ég gæti séð hana
aftur, knúsað hana einu sinni enn,
þakkað henni einu sinni enn fyrir
allt sem hún hefur verið mér. Ég
heyrði á henni þegar ég talaði við
hana síðast á Þorláksmessu að
krafturinn var að þverra, en hún
var samt að vona að hún gæti eytt
aðfangadagskvöldi með fjölskyld-
unni og fengið að sofa eina nótt
heima.
Auður var einstök vinkona, svo
gefandi og góð og alltaf svo upp-
örvandi og hvetjandi. Ég á henni
svo ótal margt að þakka. Ég mun
sakna góðu stundanna okkar,
hvort sem það var við eldhúsborð-
ið eða í ræktinni, í búðarápi, kaffi-
húsaspjalli eða hverju sem við
tókum okkur fyrir hendur. Hún
var líka frábær fagmanneskja og
það var gott að geta leitað til
hennar og fengið ráð þegar eitt-
hvað bjátaði á hjá barnabörnun-
um eða að fá góðar hugmyndir til
að nýta sér í kennslustofunni. Líf-
ið verður fátæklegra án hennar en
ég er svo þakklát fyrir að hafa
kynnst henni og fjölskyldu hennar
og fengið að njóta allra áranna.
Þakka ég kynnin, gömul, góð
og glaða lundu þína,
mildan geisla á mína slóð
margan léstu skína.
Elsku Maggi, Hlynur, Harpa,
Arnar og fjölskyldur, ég sendi
ykkur mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Ykkar missir er mikill
en minningin um dásamlega Auði
mun lifa.
Helga Arnþórsdóttir.
Elsku Auður mín, nú er komið
að kveðjustund kæra vinkona.
Það er erfitt að sætta sig við að
þurfa að kveðja, þó svo að það
væri vitað í hvað stefndi. Þú barð-
ist fram til síðasta dags, vildir og
trúðir að þú myndir vinna þessa
baráttu sem staðið hefur síðast-
liðin þrjú ár.
Undir það síðasta, þegar þú
fékkst þær fréttir að allri lyfja-
meðferð væri lokið, hófstu handa
við að undirbúa brottför þína af
æðruleysi.
Ég kveð þig með sorg í hjarta
elsku vinkona, þakklát fyrir allar
þær góðu stundir sem við áttum
saman í vinnunni í Soho, leikfim-
inni, á ferðalögum erlendis og inn-
kaupaferðum fyrir Soho.
Það var gæfa fyrir Soho að
njóta vinnukrafta þinna. Frábær
sölumaður, einstaklega smekkleg
og vel tilhöfð. Glaðværð var það
sem einkenndi þig. Ekki var held-
ur leiðinlegt þegar við Svenni
komum þér og Magga á óvart í 60
ára afmælisferðinni þinni í Sitges.
Minningarnar um þig geymi ég
í hjarta mínu um alla ævi. Þú
varst vinur vina þinna með stórt
hjarta og vildir allt fyrir alla gera.
Ég votta öllum aðstandendum,
Magnúsi, Hlyni, Arnari, Hörpu,
foreldrum og öðrum aðstandend-
um, mína dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Þín vinkona,
Jóna Lár.
Komið er að kveðjustund.
Höggvið hefur verið stórt skarð í
vinkonuhópinn í Hreyfingu. Þegar
við kveðjum hana Auði vinkonu þá
brjótast fram minningar um ein-
staka mannkostamanneskju. Hún
var allt í senn, falleg jafnt að utan
sem innan, létt í lund, fagurkeri,
algjört tryggðatröll og skemmti-
leg.
Hópurinn, sem hertekur alltaf
sama borðið í setustofunni í
Hreyfingu að afloknum leikfimis-
tíma, er raunverulegur vin-
kvennahópur þar sem allt er sagt,
gleði og sorgum deilt, ferðast og
skemmt sér saman.
Sumarbústaðaferðirnar eru
orðnar margar, út og suður og
austur og vestur. Í þeim ferðum
birtist svo skýrt fagurkerinn í
Auði þar sem hún skreytti borðin
með servéttum og lifandi rósum.
Ferðin til Brighton er þeim sem í
hana fóru ógleymanleg. Þar naut
brandara- og sagnakonan Auður
sín. Þar urðu til svo margar
skemmtilegar sögur, orðatiltæki
og atvik sem enn eru rifjuð upp.
Lengi hafði staðið til að endurtaka
Brighton-ferðina en af því varð
ekki. Í lok október sl. var ákveðið
að fara í heldur styttri ferð og
voru verslanir á Selfossi og í
Hveragerði keyptar upp undir
handleiðslu Auðar og nú í kuld-
anum nýtur hópurinn sín í Hvera-
gerðistúttunum á breiðstrætum
borgarinnar.
Lífið var ekki alltaf dans á rós-
um hjá Auði. Þegar við fjölskyld-
unni blasti lífið með öllum þeim
vonum og draumum sem það býð-
ur upp á féll eiginmaður hennar
frá í blóma lífsins og lífið breyttist
á svipstundu. Þá kom í ljós úr
hverju hún var gerð. Auður var
útsjónarsamur dugnaðarforkur
og einlæg fjölskyldukona. Fjöl-
skyldan var í fyrirrúmi.
Auður gerði sér strax grein fyr-
ir því þegar hún greindist með
þetta illvíga krabbamein að hverju
gæti stefnt. Hún ákvað hinsvegar
að takast á við það eins og annað
mótlæti sem hún hafði mætt í líf-
inu af yfirvegun og staðfestu með
það eitt að markmiði að ætla að
sigrast á því. Þegar það hins vegar
lá fyrir að það gekk ekki þá mætti
hún örlögum sínum af yfirvegun,
skapfestu og miklu æðruleysi.
Stundinni sem við áttum með
henni í hinu árlega jólaboði okkar
nú fáum dögum fyrir jól munum
við aldrei gleyma. Það var dýr-
mæt stund.
Auður lifði heilbrigðu lífi og var
mikið í mun að borða hollt og
hugsaði vel um sig. Sömu fyrir-
hyggjuna var hún líka með fyrir
okkur hinar. Hún bjó til heilsu-
samlegt múslí og hrökkbrauð und-
ir merkinu „home made with love“
sem hún gaf okkur. Að afloknum
æfingum skar hún niður í okkur
próteinstangir með litla hnífnum
sínum sem hún kallaði Stúf. Hún
afhenti okkur Stúf þegar hún sá
að leikfimitímarnir yrðu ekki fleiri
hjá sér og bað okkur að varðveita
hann og nota til sömu verka og
hún hafði gert. Stúfur mun því
halda minningu hennar á lofti í
hópnum og minna okkur á allt það
góða sem hún Auður gaf af sér.
Nú á kveðjustund þökkum við
fyrir vináttu og að hafa fengið að
njóta þeirra fjölmörgu skemmti-
legu stunda sem hún Auður gaf.
Við sendum Magga sambýlis-
manni hennar og fjölskyldunni
allri innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
F.h. leikfimihópsins í Hreyf-
ingu,
Kristín Vigfúsdóttir.
Meira: mbl.is/andlat
✝ Ólafur Ragn-arsson fæddist
29. ágúst 1938 í
Keflavík. Hann lést
á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
í Vestmannaeyjum
19. desember 2019.
Foreldrar Ólafs
voru Egill Ragnar
Ásmundsson, f.
24.6. 1918, d. 29.4.
1996, og Auður
Ólafsdóttir. f. 5.9.
1917, d. 13.6. 2002, þau slitu sam-
vistum. Ragnar giftist síðar Hall-
dóru Jónu Jónsdóttur, f. 17.10.
1922, d. 12.3. 2010. Systkini sam-
feðra eru: Elín Jóna, f. 1949;
Ragnhildur Helga, f. 1952; Brynj-
ar, f. 1953. Systkini sammæðra
eru Kristbjörg Ósk Árný Mark-
úsdóttir, f. 1935; Ragna Moyer, f.
1943; Guðmundur Þór Guð-
mundsson, f. 1944; Peter Olaf
Wooton, f. 1949; og Edwin Karl
Wooton, f. 1952.
Eldri dóttir Ólafs er Ragnhild-
ur Halldóra, f. 24.5. 1965. Móðir
hennar var Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, f. 13.6. 1939, d. 17.8.
2006. Ólafur og Ingibjörg slitu
samvistum. Dætur Ragnhildar
Halldóru eru: a) Linda Andrea, f.
1992, eiginkona hennar er Tinna
Karen Gunnarsdóttir. Dóttir
þeirra er Hedvig Lóa. b) Ingibjörg
Sara, f. 1997. Sambýlismaður
Ragnhildar Halldóru er Birgir
Ingi Guðmundsson og á hann þrjú
börn.
Yngri dóttir Ólafs og fyrrver-
andi konu hans, Guðbjargar
Pálmadóttur, f. 23.12. 1941, er
Rósa, f. 21.1. 1971. Börn Rósu eru:
a) Ólafur Freyr, f. 1990, sambýlis-
kona hans er Helena Sigurðar-
dóttir. Dóttir þeirra er Sara Sól.
b) Guðjón Már, f. 1997, sambýlis-
kona hans er Erna Sif Sveins-
dóttir. c) Elín Ósk, f.
1998. Sambýlismaður
Rósu er Valur Bjarna-
son og á hann tvö
börn.
Ólafur ólst að
mestu leyti upp hjá
föður sínum og fóstur-
móður í Borgarnesi.
Stundaði hann nám
við Barnaskóla Borg-
arness. Hann fór ung-
ur á sjó og lauk fiski-
mannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík 1963
og síðar farmannaprófi við sama
skóla 1980. Ólafur var háseti og
stýrimaður á farskipum, bátum og
togurum frá árinu 1953. Eftir 1980
var hann stýrimaður á farskipum,
m.a. hjá Ríkisskipum. Hann var
yfirstýrimaður og afleysingaskip-
stjóri á ms. Esju og ms. Heklu árin
1978-1988 og síðan skipstjóri á
norsku skipi 1988. Einnig var Ólaf-
ur stýrimaður á Hofsjökli um
skeið. Ólafur var á dönskum og
sænskum skipum en lengst af var
hann yfirstýrimaður á frakt-
skipum H. Folmer í Kaupmanna-
höfn eða á árunum 1990-2004.
Undir lok starfsævi sinnar var
hann stýrimaður á Valberg, eftir-
litsbát með kapallögnum í Norð-
ursjó. Ólafur fluttist 2005 til Vest-
mannaeyja og bjó þar til dánar-
dags. Ólafur var alla tíð mikill
áhugamaður um skip og sjó-
mennsku, og safnaði í gegnum ár-
in miklum upplýsinum um það
efni. Var hann hafsjór fróðleiks af
ýmsum toga og hélt lengi úti
heimasíðunni www.frakt-
skip.123.is þar sem finna má ýmiss
konar fróðleik, eins skrifaði hann í
blöð og tímarit, m.a. Heima er
best.
Útför Ólafs fer fram frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum, í dag,
11. janúar 2020, klukkan 13.
Látinn er í Eyjum gamall sjó-
maður og mikill sögumaður, Ólaf-
ur Ragnarsson.
Ólafur var skipstjórnarmennt-
aður, tók fiskimanninn 1963 og
seinna farmanninn árið 1980. Áð-
ur hafði hann verið lengi til sjós,
en hann byrjaði 14 ára 1953 sem
messagutti á Eldborginni sem
sigldi milli Reykjavíkur og
Borgarness, en síðan tóku við hin-
ir og þessir bátar og skip. Þá var
hann lengi á gömlu síðutogurun-
um. Eftir að hann lauk stýri-
mannaskólanum var hann lengst
af stýrimaður en einnig skipstjóri
á fjölmörgum farskipum. Upp úr
1990 flutti hann til Svíþjóðar og
sigldi í á annan áratug á dönskum
skipum.
Ólafur hafði mikinn áhuga á
öllu sem viðkom bátum og skipum
og eftir hann liggur mikið efni á
því sviði. Á seinni árum skrifaði
hann mikið í tímaritið Heima er
best um sjómennskuna eftir miðja
öldina og má þar finna lýsingar og
frásagnir af lífinu á sjónum á þess-
um tíma.
Margir minnast samtala þeirra
Jónasar Jónassonar útvarps-
manns, en ekki dugðu færri en
þrír klukkutímalangir þættir með
Ólafi. Þá hélt hann úti skipasíðu
Óla Ragg á netinu um hugðarefni
sín og er þar samankominn mikill
fróðleikur. Skipasíðan er mikið
lesin og margir skipakarlarnir
sem fylgdust með skrifum hans.
Eftir að sjómennsku lauk upp
úr 2004-5 kaus hann að flytja til
Eyja, en þar hafði hann áður búið
um skeið. Hann sagði að það hefði
verið hans besta ákvörðun og mik-
il gæfa að flytja aftur til Vest-
mannaeyja.
Ólafur var þekktur í Vest-
mannaeyjum fyrir viðburðaríka
farmennsku og hafði ég heyrt af
þessum sjóhundi, enda voru sögur
hans margar hverjar þekktar af
þeim sem höfðu gaman af ævin-
týralegum uppákomum á sjónum.
Hann kunni frá mörgu skemmti-
legu að segja frá viðburðaríkum
ferli sínum á sjónum um áratuga
skeið.
Ég kynntist ekki Ólafi fyrr en
við vorum saman á framboðslista
fyrir síðustu alþingiskosningar og
var mikill styrkur að hafa hann
með á lista. Á okkar samstarf féll
aldrei skuggi þau ár sem við áttum
þar samleið. Þakka ég honum
mikinn og dýrmætan stuðning á
vettvangi stjórnmálanna og þáði
ég af honum mörg holl ráð og
gagnlegar ábendingar. Ég hugsa
með hlýhug til reynslumikils og
óvenjulegs manns.
Ég sendi dætrum hans, fjöl-
skyldu og öðrum ástvinum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Karl Gauti Hjaltason.
Ólafur Ragnarsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu
og samúð við andlát og jarðarför ástkærs
föður okkar, afa og langafa,
JÓHANNESAR RAGNARSSONAR
bónda á Jörfa í Víðidal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
hjúkrunardeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á
Hvammstanga fyrir alúð og umhyggju.
Hjalti, Guðmundur Hrafn, Ægir og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar kæra
bróður, mágs, frænda og vinar,
BIRGIS GUÐMUNDSSONAR,
Hörðalandi 8, Reykjavík.
Bergdís Ottósdóttir
Einar Guðmundsson Guðrún Árnadóttir
Margrét Einarsdóttir Valur Fannar Gíslason
Helga Jóna Benediktsdóttir Guðmundur B. Helgason
Margrét Benediktsdóttir
Benedikt, Jóhannes, Hjalti, Einar Fannar,
Erla Dórothea, Eva Guðrún og Emil Birgir
Innilegar þakkir fyrir samúð og hluttekningu
við andlát og útför okkar ástkæra
ANGANTÝS EINARSSONAR,
Einilundi 4f,
Akureyri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Einihlíð,
hjúkrunarheimilinu Hlíð, fyrir hlýhug og
góða umönnun.
Auður Ásgrímsdóttir
Halla Angantýsdóttir
Hlynur Angantýsson Alma Dís Kristinsdóttir
Ásgrímur Angantýsson
Innilegar þakkir færum við ykkur öllum sem
sýnduð okkur ómetanlegan stuðning og
hlýju við andlát og útför okkar ástkæru
móður,
HELGU JÓNU GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Hesti í Önundarfirði,
Þúfubarði 10, Hafnarfirði.
Guðjón Pálmarsson
Guðrún Svava Pálmarsdóttir
Guðbjörg S. Pálmarsdóttir Frímann Þór Þórhallsson
Þorsteinn Pálmarsson Guðrún Steinþórsdóttir
Margrét Pálmarsdóttir Birgir Árnason
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamamma, amma og langamma,
MARÍANNA SIGURÐARDÓTTIR,
Búhamri 68,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Vestmannaeyjum miðvikudaginn 1. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jens Varnek Nikulásson
Jónsteinn Jensson og fjölskylda
Ásdís Jensdóttir og fjölskylda
Konan mín, mamma okkar, tengdamamma,
amma, systir og mágkona,
HRAFNHILDUR GUÐNADÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans
28. desember. Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Kæru vinir og vandamenn, þökkum bænir, hlýju og
samúðarkveðjur. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
starfsmannasjóð starfsfólks Lundar á Hellu, kt. 490712-0460,
rnr. 0308 13 110374.
Friðrik Magnússon
Eygló Friðriksdóttir Runólfur Runólfsson
Friðrik Friðriksson Margrét Theodórsdóttir
Eyjólfur, Hrafnhildur og Daníel Runólfsbörn
Friðrik og Atli Friðrikssynir
Hjördís Guðnadóttir, Auðun Gunnarsson
EINARLÍNA ERLA ÁRSÆLSDÓTTIR,
Stangarholti 8,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 17. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Aðstandendur