Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 Jón Freyr Þórar- insson var mennta- maður og baráttu- maður fyrir hagsmunum barna alla tíð. Jón Freyr starfaði í Laugarnesskóla í Reykjavík alla sína starfsævi, sem kennari, aðstoðarskólastjóri en lengst af sem skólastjóri. Jón Freyr var afar farsæll í sínum störfum, metnaðarfullur fyrir hönd skólans og allra nemend- anna. Hann nálgaðist starf sitt af auðmýkt, hæversku, virðingu og hlýju. Um leið geislaði af honum krafturinn, eljan og snerpan. Hann var vakandi fyrir síbreytilegum þörfum samfélagsins og ákvað að setja á stofn „lengda viðveru“ við skólann til þess að mæta þörfum og aðstæðum „lyklabarnanna“ í borginni áður en mörkuð var sú stefna að starfrækja frístunda- heimili við alla skóla. Jón Freyr vann ötullega að samfélagsmálum, meðal annars hjá Barnavinafélaginu Sumargjöf, Lúðrasveitinni Svani og Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur. Allt sitt starf vann hann í þágu annarra, setti samfélagið og samferðmenn í öndvegi. Ég kveð þennan sam- ferðamann minn með söknuði og votta Matthildi, fjölskyldu og vin- um hans mína dýpstu samúð. Helgi Grímsson. Elsku tengdapabbi hefur kvatt jarðlífið í kjölfar eigin veikinda og andláts Vilborgar, einkadótturinn- ar, sem fór svo snögglega fyrir lið- lega einum mánuði. Kveðjustundir eru erfiðar og þrungnar harmi okkar sem eftir lifum en jafnframt fullar þakklætis. Það var mín lífsins gæfa að kynnast Þórólfi mínum fyrir 37 ár- um á námsárunum okkar í Svíþjóð. Á sama tíma voru Vilborg og Öss- ur að skjóta sér saman á Íslandi en svo ótrúlega vildi til að við Össur höfðum verið nágrannar í Kópa- voginum. Tengdaforeldrar mínir buðu mig strax velkomna í fjöl- skylduna og í þeim eignaðist ég svo trausta stólpa að ég vissi fljótlega að þau yrðu alltaf til staðar í blíðu og stríðu meðan heilsan leyfði og leyfir. Matthildur með sinni rök- festu og sterku skoðunum, Jón með blíðmennsku og léttri lund og þau bæði með hjálpsemi og ósér- hlífni. Þvílíkt lán að kynnast slíku fólki. Virtust ólík við fyrstu kynni en við nánari kynni kom í ljós hversu samheldin og samstiga þau voru. Sannar fyrirmyndir, bæði í leik og starfi. Nú þegar ég minnist Jóns með söknuði og þakklæti fyrir að fá að kynnast þeim öðlingi sem hann var bið ég góðar vættir að hlúa sem mest þær mega að okkur öllum í fjölskyldunni og að við berum gæfu til að standa þétt saman eftir sem áður í verkefnum komandi ára. Að lokum vil ég, fyrir hönd fjöl- skyldunnar, þakka frábæru starfs- fólki hjúkrunarþjónustunnar HERU fyrir aðhlynningu og öllum kærum vinum sem hafa sýnt elsku og hjálpsemi á Hjallaveginum und- anfarnar vikur. Sigrún Valgarðsdóttir. Við höfum kvatt ástkæran eig- inmann okkar kæru frænku Matt- hildar, Jón Frey Þórarinsson, sem lést hinn 21. desember sl. Allir sem til Jóns Freys þekktu vissu að hann var fyrirmynd í alla staði. Dugnaðarforkur með einstaka lund og ávallt boðinn og búinn að aðstoða aðra. Jón Freyr var hnar- reistur og flottur maður sem sýndi Jón Freyr Þórarinsson ✝ Jón Freyr Þórarinsson fæddist 5. apríl 1936. Hann lést 21. desember 2019. Útför Jóns Freys fór fram 7. janúar 2020. ávallt sitt breiða bros, þakklæti og styrkleika. Við get- um seint þakkað honum fyrir ómetan- legt framlag við að gera upp húsið Nesið á Látrum í Aðalvík, ganga frá því fyrir veturinn og opna það fyrir sumarið. Jóni Frey þótti afskap- lega vænt um Látra og lagði þar mikið og óeigingjarnt starf af mörkum fyrir okkur og aðra sem eiga þar samastað. Þótt Jón Freyr sé ekki lengur meðal okkar þá mun hann ekki gleymast Látrafólki eða okkur frænkunum. Hann mun ávallt vera með okkur á Látrum og þar mun- um við heiðra minningu hans með því að brosa upp til himins og þakka fyrir þann tíma sem við fengum með honum. Styrkur sé með ykkur elsku Matthildur og fjölskylda. Missir ykkar undan- farna mánuði er meiri en orð fá lýst. Íris Björg Kristjánsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir og Unnur Berglind Friðriksdóttir. Elskulegur vinur okkar Jón Freyr er látinn og söknuður yfir- tekur hugann. Þá er gott að eiga óteljandi dýrmætar minningar. Þær raðast eins og perlur á minn- ingabandi. Fyrstu kynni okkar af Jóni og Matthildi voru í Hjóna- klúbbnum Laufinu. Við tókum strax eftir þeim, afburðadansarar sem höfðu lært þjóðdansa og verið í sýningarhópum. Jón var formað- ur Laufsins í fjögur ár. Dansinn var rauði þráðurinn í okkar kynn- um frá 1981. Þau hjónin voru í for- svari fyrir hjónahópi úr Laufinu sem fór í danskennslu hjá Sigurði Hákonar danskennara og þar vor- um við í mörg ár. Kjarni hópsins tengdist vináttuböndum og varð að sýningarhópi í samkvæmisdöns- um. Jón og Matthildur voru leið- togar hópsins. Margar ógleyman- legar minningar þar ásamt danskeppnum. Við fylgdumst að í dansinum til Jóhanns Arnar Ólafs- sonar danskennara, þau hjónin voru með okkur þar fram í nóv- ember 2019. Við þökkum fyrir öll ferðalögin. Kanarí síbreytileg þó sami staður væri. Dansað á hverju kvöldi við lifandi tónlist og Prag- ferðin er ógleymanleg. Innanlands eru það ferðirnar í Aðalvík á æskustöðvar Matthildar sem er ómetanlegt að hafa upplif- að. Að ganga á Straumnesfjall og til baka niður Öldudalinn. Ganga til Hesteyrar fram og til baka sama dag. Við drukkum í okkur fegurð og fróðleik og fórum að skilja ykk- ar sterku tengsl við þennan fallega stað. Rebbi elti okkur í myrkrinu með sín glampandi augu þegar við vorum á heimleið. „Engin ástæða að vera smeyk,“ sagði Jón, „refur- inn fylgir okkur að landamærum síns óðals.“ Það stóð eins og stafur á bók. Við vorum líka í Aðalvík í svölum júnímánuði og saman var byggður beitningaskúrinn í fjör- unni fyrir fjórhjólið. Þarna voru Jón og Dóri sem einn maður í sinni sterku og hlýju vináttu. Jón var kennari að mennt og síðar skólastjóri Laugarnesskóla, stjórnarmaður í Barnavinafélaginu Sumargjöf og formaður 1980-2018. Félagi í Heklureglu Musterisridd- ara og gegndi þar mörgum trún- aðarstörfum. Hann var sannkallað- ur þúsundþjalasmiður, ljósmyndir hans eru ótalmargar og sýna hans glögga auga, framkallaði og full- vann sínar myndir í fjölmörg ár. Jón unni heilbrigðu líferni, göngu- ferðum og sundi. Þegar eftirlauna- aldurinn tók við fóru þau hjónin að stunda líkamsrækt í World Class í Laugum og við tókum þátt í því. Margt ræddum við á brettinu, gerðum áætlanir og fundum lausn- ir. Einfaldlega gæðastundir fyrir líkama og sál. Í sorginni erum við þakklát fyrir að hafa átt samleið í vináttu og gleði. Jón var gæfumaður í sínu lífi, þau Matthildur voru samhent og kunnu að láta drauma sína rætast. Þau eignuðust tvö börn, Þórólf og Vilborgu. Það var þeim mikil sorg þegar Vilborg lést eftir erfið veik- indi 22. nóvember sl. Jón var þá orðinn mjög veikur. Það var því stutt á milli mikilla áfalla í fjöl- skyldunni. Matthildur annaðist sinn mann af mikilli natni og ótrú- legri orku fram á síðasta dag. Elsku Matthildur, Þórólfur og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur, megi allar góðar vættir styrkja ykkur í sorginni. Falleg minning lifir. Helga og Halldór (Dóri). Jón Freyr var herrann og Matt- hildur var daman. Svona er tekið til orða þegar talað er um danspör í samkvæm- isdansi. Þau kynntust um miðja síðustu öld þegar þau voru leidd saman á dansgólfinu. Þá voru þau ung að árum og allt lífið fram und- an. Á dansgólfinu hafa orðið töfrar því þau ákváðu að dansa saman í gegnum lífið. Haustið 1989 fékk ég ungur það hlutverk að kenna þeim dans. Ég var lærlingur hjá Sigurði Há- konarsyni og fékk að spreyta mig í Laufshópnum sem var hópur hjóna sem komu saman í Auð- brekkunni á hverju þriðjudags- kvöldi. Jón Freyr og Matthildur voru þá rúmlega fimmtug með áratuga dansreynslu og kennarar og skólastjórnendur sjálf. Frá fyrsta tíma voru þau mitt helsta hvatafólk. Þau fögnuðu því að 18 ára unglingur fengi verkefnið, hrósuðu mér óspart og hvöttu mig til dáða. Þau tóku þátt í dans- keppnum og sinntu áhugamálinu af lífi og sál. Þau áttu dansföt og –kjóla og þegar keppnisferlinum lauk tóku við ótal danssýningar þar sem þau sýndu ásamt öðrum pörum úr hópnum og enn og aftur fékk ég að aðstoða hópinn. Eitt haustið fékk Jón Freyr mig til að kenna dans í Laugarnesskóla með hvatningu og hrósi. Haustið 1993 var ég nýútskrif- aður danskennari og stofnaði minn eigin dansskóla, Danssmiðj- una. Danspörin í Laufshópnum ákváðu þá að segja skilið við Dans- skóla Sigurðar Hákonarsonar og greiddu atkvæði um hvert skyldi sækja námskeið. Mjótt var á mun- um en úr varð að hópurinn skráði sig í Dansskóla Jóns Péturs og Köru. En aðeins einn vetur því næsta haust var málið tekið upp aftur og nú skráðu öll pörin sig á námskeið í Danssmiðjunni og ég fékk aftur að annast kennsluna. Mér segir svo hugur að Jón Freyr og Matthildur hafi haft mikið um þetta að segja og á þau var hlustað og þeirra fordæmi gjarnan fylgt. Á hverju hausti eftir þetta mættu Jón Freyr og Matthildur snemma í fyrsta tíma og þessi brosmildi maður kom gangandi teinréttur og glæsilegur, tók þétt í hönd mér og sagði mér hversu óskaplega glaður hann væri að dansinn væri aftur að byrja. Hann elskaði að komast á dansgólfið eftir gott sumar til að dansa við Matthildi, rifja upp spor- in og læra eitthvað nýtt og spenn- andi. Um vorið þegar síðasti tím- inn var búinn kom svo þétt faðmlag og endalaust þakklæti: Takk fyrir að leyfa okkur að koma á hverju hausti. Takk fyrir að halda áfram með dansskólann svo við getum mætt. Takk fyrir að kenna okkur. Eftir um það bil eitt þúsund danstíma og ánægjustundir er komið að mér að þakka. Takk kæri Jón Freyr og elsku Matthildur fyr- ir að leyfa mér að blómstra sem danskennari. Takk fyrir að sýna mér með ykkar einstöku fram- komu hvernig á að koma fram við náungann. Takk fyrir vináttuna. Takk fyrir tryggðina. Takk fyrir allt hrósið og hvatninguna. Takk fyrir dansinn. Takk Jón Freyr fyr- ir litla fuglinn sem þú skarst út og gafst henni Theu minni. Takk fyrir samfylgdina í rúm þrjátíu ár. Takk fyrir mig. Guð styrki elsku Matt- hildi, sem allt í einu hefur ekki dansfélaga og sér á eftir sínum besta vini og eiginmanni. Guð blessi minningu Jóns Freys Þór- arinssonar. Jóhann Örn Ólafsson. Kveðja frá Reglu Musterisriddara Í dag minnumst við Jóns Freys Þórarinssonar sem lést 21. desem- ber 2019, eftir langvarandi veik- indi. Jón gerðist Musterisriddari árið 1989. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Regluna og sat í Meistararáði sem siðameist- ari Reglunnar í átta ár. Árið 2013 tók hann 11. stig Reglunnar, sem er heiðursstig Reglunnar. Jón Freyr var traustur félagi, skyldu- rækinn, fórnfús, árvakur og stað- fastur starfsmaður Musterisins. Hann hafði sterka útgeislun og gaf af sér kærleika, umhyggju og vandvirkni í öllu sínu starfi og gagnvart öllum þeim sem voru honum samferða á lífsleiðinni. Hann var fyrirmynd fyrir þá sem komu nýir í Regluna og ekki síður okkur hina bræðurna. Hans verð- ur sárt saknað og stórt skarð höggvið í bræðrahópinn. Eiginkona Jóns og lífsförunaut- ur, Matthildur G. Guðmundsdótt- ir, studdi hann dyggilega í Regl- unni og hefur tekið virkan þátt í störfum eiginkvenna Musteris- riddara í systrafélagi Reglunnar, Iðunni. Kæra Matthildur, innilegar samúðarkveðjur til þín og fjöl- skyldunnar og þakklæti fyrir störf þín í þágu Reglunnar. Blessuð sé minning Jóns Freys Þórarinsson- ar. Fyrir hönd Reglu Musterisridd- ara RM Heklu, Stefán Þór Kjartansson. Vinur, Jón Freyr, hefur kvatt okkur. Leiðir okkar lágu saman í Kennaraskólanum og mynduðum við traust vinatengsl sem aldrei hafa rofnað. Það voru forréttindi að vera samvistum við slíkan mann sem var reglusamur, heiðarlegur og vandvirkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Við vorum ekki bara skólafélagar, við vorum vinnufélagar, ferðafélagar og eyddum mörgum frístundum sam- an á námsárunum. Ekki varð hjá því komist að smitast af hans verð- leikum og meðtaka þá í eigin hegð- un. Þökk sé þér, Jón, fyrir þinn hluta í mínu lífi. Það var ekki tíma- bært að kveðja þig nú við áttum ýmislegt ógert saman. Ég sendi fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur og bið Guð að styrkja þau. Guðmundur og Hildur. Í dag kveðjum við Jón Frey, fyrrverandi skólastjóra Laugar- nesskóla. Jón Freyr hefur frá upp- hafi skólagöngu sinnar verið tengdur Laugarnesskóla sem nemandi, kennari, yfirkennari og síðar sem skólastjóri. Laugarnes- skóli er því skólinn hans. Jón Freyr var okkur öllum í Laugar- nesskóla kær. Hann var opinn, in- dæll, jákvæður, fylginn sér og sí- ungur. Jón Freyr var góðmenni sem bar hag barna fyrir brjósti. Hann mat manngildi eins og trú- mennsku, heilindi og stundvísi mikils og kom þeim gildum áfram bæði til nemenda og starfsmanna. Það vitum við sem störfuðum með honum og heyrum líka bæði frá fyrri nemendum Laugarnesskóla og foreldrum þeirra. Jón Freyr mátti muna tímana tvenna sem kennari og síðar skólastjóri. Hann stýrði skólanum farsællega gegn- um þær miklu breytingar sem urðu á ferli hans en lagði ávallt áherslu á hefðir skólans sem ein- kenna skólann enn í dag svo sem morgunsöng, palldagskrár og list- ir. Í dag er enn sunginn morgun- söngur á hverjum degi og er hann ásamt framsæknu skólastarfi eitt af aðalsmerkjum skólans. Honum var umhugað um að uppbygging og þróunarstarf sem kennarar höfðu unnið að í Katlagili í áratugi yrði áfram öflugt eftir að hann lauk störfum við skólann. Skógrækt og ferðir nemenda í Katlagil eru enn sem fyrr mikilvægur þáttur í skólagöngu nemenda Laugarnes- skóla. Jón Freyr var talsmaður hollra lifnaðarhátta og hreyfingar. Hann kom á danskennslu við Laugarnes- skóla og foreldrum var boðið á danssýningar til að sjá afrakstur kennslunnar. Jón Freyr stóð líka fyrir danskennslu í morgunsöng. Nemendur vissu hvenær til stóð að dansa í morgunsöng því Jón Freyr mætti í danspeysunni og þá voru allir tilbúnir að fylgja honum eftir. Frumkvöðlastarf Jóns Freys í danskennslu er haldið í heiðri við skólann sem og á dans- sýningum. Jón Freyr var alla tíð fróður og áhugasamur um skólamál, fræðslu, félagsstarf og velferð barna. Hann þekkti sögu skólans óvenju vel og hélt til haga gögnum og minningum um Laugarnes- skóla í afmælisriti skólans. Alla tíð var gott að leita til hans og honum fannst gaman að spjalla um skóla- söguna og fræðslustarfið. Hlýja, velvild og áhugi hans á starfi skól- ans og okkur samstarfsfólkinu leyndi sér ekki. Jón Freyr hélt áfram að eiga samskipti við starfs- fólk skólans bæði með því að halda utan um sögu hans og með tíðum heimsóknum í skólaselið Katlagil. Jón Freyr missti því aldrei tengsl sín við Laugarnesskóla. Hans verður sárt saknað á viðburðum skólans hvort sem er á jólagleði eða við merk tímamót. Elsku Matthildur og fjölskylda, ykkar missir er mikill og við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Laugar- nesskóla, Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. Að horfa á lífið streyma áfram, vini hverfa á braut, er nokkuð sem enginn fær breytt og er órjúfanleg hringrás þess að fæðast, lifa og deyja. Sumir skilja eftir sig stór spor, aðrir minni. Jón Freyr var einn af þeim sem skilja eftir sig stórt spor, hann var vinmargur og átti trausta og góða fjölskyldu. Jón var einn af bestu vinum for- eldra minna, Önnu og Árna Norð- fjörð, og snerti líf þeirra um margra áratuga skeið, í samfylgd sinnar kæru eiginkonu, Matthild- ar. Þau hjón voru órjúfanlegur hluti af félagsskap sem foreldrar mínir tilheyra, Laufinu, og einnig tilheyrði Jón Musterisriddara- reglunni með Árna föður mínum. Minning mín um Jón er björt, hann var geislandi manngerð, vel gefinn, dagfarsprúður og yfirmáta kurteis við alla sína samferða- menn. Hann hefur án efa verið frábær kennari. Kynni mín af Jóni og Matthildi hafa verið afar ánægjuleg og ég er þakklát fyrir þann trausta vinskap sem þau hafa auðsýnt foreldrum mínum í gegnum langa ævi. Það er sárt að horfa á eftir svo traustum og vel gerðum vini sem Jón Freyr var þeim en björt minning um góðan mann lýsir og lifir áfram í sam- ferðafólki hans. Ég votta Matthildi og fjöl- skyldu Jóns mína dýpstu samúð. Guð blessi minninguna um Jón Frey Þórarinsson. Sigrún Birna Norðfjörð. Baddý amma var alveg einstök kona, trygg og umburðarlynd, jákvæð og brosmild, hlý og góð og hugs- andi til baka þá man ég ekki eftir því að amma hafi nokkurn tímann talað illa um annan mann. Þennan eiginleika tel ég vera mikinn mannkost og hef tileinkað mér í leik og starfi. Amma hafði margar skemmtilegar sögur að segja og þær sem að voru í uppáhaldi hjá mér voru sagan af því hvernig hún og afi kynntust og sögurnar af Bjarney Sigurðardóttir ✝ Bjarney Sig-urðardóttir fæddist 28. sept- ember 1926. Hún lést 19. desember 2019. Útför Bjarneyjar fór fram 10. janúar 2020. konunum í hverfinu, Smáíbúðahverfinu. Amma og afi áttu eina bestu ástarsögu sem að ég hef heyrt, ástarsagan þeirra spannaði um 60 ár. Sagan segir að afi hafi hitt ömmu á myndlistarsýningu í Reykjavík. Hann hafi gengið upp að henni og tekið undir arm hennar og sagt, „þú átt eftir að verða kon- an mín“. Amma sagði mér að hún hefði litið á hann og hugsað, „hvaða uppáþrengjandi drengur er þetta“. En gefið honum séns og farið á stefnumót með honum. Afi var heillandi með eindæmum og það leið ekki á löngu þar til að þau giftust og áttu hamingjuríkt hjónaband. Þau bjuggu í Grund- argerði stóran part af sínum hjú- skaparárum og ólu upp fjögur börn. Amma var heimavinnandi eins og flestar konurnar í hverfinu á þessum tíma. Hún sagði mér alls ekki fyrir löngu að það hafi verið ofsalega skemmtilegur tími, þar var Helga á horninu, Inga við hlið- ina, Guðrún systir og fleiri skemmtilegar konur sem hittust með börnin sín. Þetta minnir pínu á svona Astrid Lindgren-bók, Smáíbúðahverfið, á þessum tíma. Hjá þeim dvaldi ég oft sem barn. Grundargerði var í mínum huga ævintýrahús. Það var rautt með hvítri steyptri girðingu og ofurfal- legt. Garðurinn var guðdómlegur, með styttum og fallegum blómum og ég gat eytt mörgum klukku- stundum í gróðurhúsinu þeirra innan um rósirnar sem að afi lagði mikla natni við að rækta. Inni í húsinu voru líka alls konar skemmtileg skúmaskot, það var til dæmis hægt að skríða inn í fata- skápinn niðri því að það var leyni- hólf innan í honum og uppi á lofti var líka annað leyniherbergi þar sem afi geymdi plastendurnar sín- ar. Amma átti snyrtiborð sem var fullt af gersemum, þar sem ég sat með gullburstana hennar og skart- gripina og lék mér í prinsessuleikj- um. Ég elskaði að vera hjá þeim. Eitt skipti þegar að við mamma vorum í göngutúr í hverfinu þá á ég að hafa sagt við mömmu, „mamma, getum við ekki farið til ömmu núna“. Mamma sagði við mig að amma þyrfti nú kannski smá frí frá mér en þá á ég að hafa sagt „amma veit að ég er ömmu- sjúk“. Það átti ekki eftir að breyt- ast eða eldast af mér. Enda ekki skrítið þar sem amma var birting- armynd góðrar ömmu. Á seinni ár- um höfðum við gaman af því að fara í leikhús, skiptast á bókum til að lesa eða spjalla yfir kaffibolla. Amma hafði alltaf áhuga á því hvað ég eða börnin mín vorum að fást við á hverjum tíma, hún fylgd- ist vel með okkur öllum. Börnin mín hafa notið góðs af því að hafa alist upp með langömmu sér við hlið og ég er svo innilega þakklát fyrir allan þann tíma sem ég hef átt með ömmu minni, hún skilur eftir sig hlýju í mínu hjarta, upp- fullt af þakklæti í hennar garð. Takk fyrir allt elsku amma mín. Hrönn Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.