Morgunblaðið - 11.01.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.01.2020, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is UpPlIfÐU HlJÓMiNn Með SeNnHeIsEr MoMeNtUm IiI Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarkonan K.óla, eða Katrín Helga Ólafsdóttir eins og hún heitir réttu nafni, sendi í fyrra frá sér plöt- una Allt verður alltílæ og uppskar fyrir hana Kraumsverðlaunin, verð- laun sem veitt eru árlega sex plötum sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Katrín lýkur í vor námi í tón- smíðum við Listaháskóla Íslands sem hún segir hafa gengið að mestu vel. „Háskólanám er erfitt, upp og niður,“ segir hún og þegar hún er spurð að því hvort námið hafi nýst henni vel við plötusmíðarnar segir hún að jú, það hafi nýst vel, að geta skrifað fyrir hljóðfæri, tekið upp og fleira. Kraumsverðlaunin eru fyrstu verðlaunin sem K.óla hlýtur fyrir plötu en hún á einnig að baki plötuna Glasmanía. „Ég gerði hana þegar ég var í skapandi sumarstörfum í Kópa- vogi 2017,“ segir Katrín um þá plötu. „Ég var að vinna með glös og hljóð frá glösum, fannst á tímabili ógeðs- lega gaman að nördast með að spila á glös.“ Katrín segist hafa keypt tugi glasa í Góða hirðinum og stúderað þau vel, hljóminn í þeim og skráð niður, merkt hvert glas. „Algjört nörda- dót,“ segir Katrín og hlær. Leiddist píanónámið Katrín fæddist árið 1996 og líkt og margir hóf hún tónlistarnám með því að leika á flautu. Að því loknu tók við klassískt píanónám. „Mér fannst oft leiðinlegt að æfa mig á píanó,“ rifjar hún upp, „þannig að ég var við það að hætta, að gefast upp, þegar mamma ákvað á senda mig frekar í rytmískt nám á píanó. Þar var ég með góða kennara sem voru meira að sam- þykkja það að ég væri að semja og svona.“ – Þú hefur þá verið að semja mikið á píanó? „Já, ætli það sé ekki grunnhljóð- færið mitt, þó að ég sé enginn virtúós. Það er svona „go to“ hljóð- færið mitt,“ svarar Katrín sem var í nokkur ár í hljómsveitinni Milk- house, lék í henni á hljómborð, söng og samdi lög. Pönkast bara áfram Katrín segist hafa keypt sér raf- magnsbassa áður en hún hófst handa við Allt verður alltílæ. „Mér fannst svo frelsandi að hafa hljóðfæri sem ég kunni ekkert á, að reyna að láta það virka og það var svo gaman að þurfa ekki að vera mjög góð í neinu, mér fannst gaman að prófa og sjá hvað ég gæti. Ég kann ekkert á nótur og bassa en pönkast bara áfram,“ segir Katrín sposk. Hún er spurð að því hvort hún kunni orðið eitthvað á bassann og segist hún geta glamrað á hann. „Ég kann ekki að spila eftir nótum á hann en maður reddar sér bara einhvern veginn.“ Hlaupari og stjórnandi í senn – Mér heyrist þú vera tilrauna- gjörn. Er tilraunastarfsemi einkenn- andi fyrir tónlistina þína? „Ja, ég veit það ekki, kannski meira í tónsmíðunum sem eru ekki á plötunum mínum. Eitt af uppáhalds- verkunum mínum, af þeim sem ég hef samið, er fyrir strengjakvintett, flautu, klarinett og hlaupabretti. Það verður flutt á Myrkum músíkdögum núna í byrjun ársins,“ svarar Katrín en Myrkir músíkdagar hefjast í Hörpu 25. janúar. Bíddu nú við, hlaupabretti? „Sko, ég verð ekki á hlaupabrettinu en vin- ur minn verður að hlaupa,“ svarar Katrín sposk og útskýrir frekar: „Þetta er bæði hljóðið í hlaupabrett- inu af því að allir hljóðfæraleikar- arnir eru að fylgja taktinum í því, hversu hratt hann hleypur, og svo er þetta ólínulegt verk því hann getur hrópað átta setningar og þau sem eru að spila verða að fara eftir þeim.“ Blaðamaður getur ekki annað en hlegið að þessari hugmynd og eins og hann grunaði lýkur verkinu þegar hlauparinn er orðinn uppgefinn. „Mér finnst mjög gaman að blanda saman þessum tónsmíðum sem ég er að læra og einhverjum poppkúltúr,“ segir Katrín en vinur hennar, Stefán Ingvar Vigfússon, mun sjá um hlaupin. Allt í plasti Katrín vekur athygli á því að hún sé að hefja söfnun á Karolinafund- hópfjármögnunasíðunni fyrir næstu plötu sem mun bera titilinn Plast- prinsessan. Myndband við lag af þeirri plötu, „Plastprinsessan vaknar“, var frumsýnt í Norræna húsinu fyrir skömmu. „Maður fæðist inn í þennan heim þar sem allt er pakkað inn í plast, það eru ákveðnar reglur og maður veit ekki hversu mikið maður getur gert til að breyta þessu,“ segir Katrín þegar hún er spurð að því hver þessi plastprinsessa sé. „Síðan er maður að horfa á fréttir og það er allt að fara til fjandans bókstaflega í um- hverfismálum og maður er svo hjálp- arlaus, er bara þessi plastprinsessa sem er sjálfkrafa partur af vanda- málinu og getur takmarkað gert, en ég trúi að með aukinni meðvitund í samfélaginu sé hægt að bæta fullt.“ Katrín segir að í myndbandinu megi sjá ákveðnar ýkjur. Í því sé ver- ið að pakka banönum og appelsínum í plast til dæmis, til að sýna fram á fáránleika hinnar hversdagslegu of- notkunar á plasti. „Þetta er einhvers konar leið til að díla við kvíða, að sætta sig við að maður er plast- prinsessa. Að fara lengra yfir línuna til að sýna það. Raunveruleikinn er bara svolítið skrítinn.“ Setur upp grímu – Allar myndir af þér sem K.óla sýna þig með pappagleraugu með áteiknuðum augum og pappavarir. Ertu að setja upp grímu? „Þetta er eiginlega gríma þannig að já, ætli það ekki. Ég hef oft pælt í þessu að setja nafnið sitt á eitthvað, það er bæði spennandi og ógn- vekjandi.“ – Þú getur leyft þér meira þegar þú gengur undir listamannsnafni? „Já, ætli það ekki og þetta er líka nafnið mitt, skammstöfunin mín. Mér finnst bara þægilegt að geta að- skilið allt sem er K.óla, það er eitt- hvað sem mér finnst spennandi og skemmtilegt að gera, merki dótið sem ég er stolt af með því en Katrín Ólafsdóttir er meira manneskjan ég. Ég sem manneskja, vinkona, dóttir, ekki ég sem listakona.“ Katrín er spurð út í textagerðina við lögin á plötunni og segir hún lög- in koma á undan textunum. „Mér finnst gaman að semja á ís- lensku, það er búið að vera áhuga- vert. Íslenska er móðurmál mitt, ég hef samið á ensku líka en fannst raunverulegra það sem ég samdi á íslensku af því það er búið að gengis- fella svo margt á ensku. „Love“ þýðir ekki neitt, „I love you baby“, þetta er bara einhver klisjulína sem maður leitar í þegar maður er að semja texta,“ segir Katrín. Leikur og kæruleysi Með rithættinum „alltílæ“, í stað „allt í lagi“, segist Katrín hafa viljað hafa titilinn tiltölulega kærulausan. „Ég er oft mjög stressuð og hef verið að díla við stress og kvíða varðandi útgáfu á verkum mínum. Mér fannst bara þægilegt að geta sleppt takinu eins og þetta væri ekkert mál og það er bæði leikur í þessu og kæruleysi.“ Hvað yrkisefnin varðar á plötunni segir Katrín að á heildina litið snúist textarnir um að sleppa takinu á ein- hverju og halda áfram. Í síðasta lag- inu, „Bros’í sólina“, megi svo finna tengingu yfir í næstu plötu, Plast- prinsessuna, þar sem strengja- hljóðfæri og píanóleikur verður meira áberandi, minna um popp og söng. „En „Bros’í sólina“ er óður til vina minna um að ég dýrki þá,“ segir Katrín. Afkastamikið samlag Listasamlagið post-dreifing gefur plötuna út á netinu en það hefur látið mikið að sér kveða hin seinustu miss- eri. Komst poppdoktorinn Arnar Eggert Thoroddsen svo að orði í pistli sínum í Morgunblaðinu í ágúst í fyrra að fara þyrfti þrjátíu ár aftur í tímann til að nema aðra eins virkni og nú væri að finna hjá post- dreifingu. „Hver listamaður þarf að gera sitt og þegar allt er tilbúið fær hann hjálp við kynningu, að dreifa plakötum og þess háttar en það þarf líka að hjálpa til að fá hjálp, þetta er fallegt samlífi þar sem öll græða,“ útskýrir Katrín. Plötur K.óla sem og annað á veg- um post-dreifingar má finna á slóð- inni post-dreifing.bandcamp.com. Morgunblaðið/Eggert Raunveruleikinn svolítið skrítinn  Tónlistarkonan K.óla hefur hlotið lof og prís fyrir breiðskífu sína Allt verður alltílæ  Segir laga- textana snúast um að sleppa taki og halda áfram  Hlaupabretti í verki á Myrkum músíkdögum Platan Allt verður alltílæ. Grímuklædd K.óla með varir og (gler)augu úr pappír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.