Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 SÍMI 527 1717 - WWW.DOMUSNOVA.IS LÁTTU FAGFÓLK SELJA ÞÍNA EIGN Hrannar Jónsson Löggiltur fasteignasali Sími 899 0720 Tilkynnt hefur verið um úthlutanir ársins úr launasjóðum listamanna. Til úthlutunar voru 1.600 mán- aðarlaun en alls var sótt um 11.167 mánuði. Fjórtán prósentum þeirra mánaða sem sótt er um er því út- hlutað. Fjöldi umsækjenda var 1.543 og starfslaun fá 325 listamenn. Starfslaunin eru 407.413 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2020. Um verktakagreiðslur er að ræða. Eftirtöldum var úthlutað flestum mánuðum. Listann í heild má sjá á vefnum rannis.is. Myndlistarmenn Launasjóður myndlistarmanna úthlutaði 435 mánaðarlaunum. Flesta fékk Sigurður Guðjónsson, laun í tvö ár. 12 mánuðir: Ástríður Ólafsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Erling T.V. Klingenberg, María Dalberg, Jóní Jónsdóttir, Sigurður Árni Sigurðs- son og Unnar Örn. 9 mánuðir: Arna Óttarsdóttir, Elín Hansdóttir, Finnbogi Péturs- son, Haraldur Jónsson, Hrafnkell Sigurðsson, Libia Pérez de Siles de Castro, Ólafur Árni Ólafsson, Rúrí og Sara Riel. 7 mánuðir: Selma Hreggviðsdóttir og Sirra Sigurðardóttir. 6 mánuði fengu m.a.: Anna Guð- jónsdóttir, Anna Júlía Friðbjörns- dóttir, Birgir Snæbjörn Birgisson, Borghildur Óskarsdóttir, Eygló Harðardóttir, Guðrún Einarsdóttir, Hulda Rós Guðnadóttir, Hulda Stef- ánsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Magnús Helgason, Pétur Thomsen, Þórdís Jóhannesdóttir. Hönnuðir Launasjóður hönnuða úthlutaði 50 mánaðarlaunum. Hildur Björk Yeoman fékk 12, Ragna Þórunn Weywadt Ragnarsdóttir 9, Steinunn Viðar Sigurðardóttir 8 og þær Katr- ín Ólína Pétursdóttir, Valgerður Tinna Gunnarsdóttir og Valdís Steinarsdóttir 6 mánuði. Rithöfundar Launasjóður rithöfunda úthlutaði 555 mánaðarlaunum. 12 mánuðir: Andri Snær Magna- son, Auður Jónsdóttir, Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl, Gerður Kristný, Guðrún Eva Mín- ervudóttir, Hallgrímur Helgason, Kristín Eiríksdóttir, Kristín Ómars- dóttir, Ófeigur Sigurðsson, Sjón og Steinunn Sigurðardóttir. 9 mánuðir: Auður Ólafsdóttir, Bragi Ólafsson, Einar Kárason, Ein- ar Már Guðmundsson, Gyrðir Elías- son, Hildur Knútsdóttir, Jón Kal- man Stefánsson, Linda Vilhjálms- dóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Steinar Bragi, Vil- borg Davíðsdóttir, Þórdís Gísladótt- ir og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir. 6 mánuði fengu m.a.: Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Dagur Hjartarson, Eiríkur Ómar Guðmundsson, Elísa- bet K. Jökulsdóttir, Fríða Ísberg, Gunnar Helgason, Mazen Maarouf, Pétur Gunnarsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sölvi Björn Sigurðs- son og Þórarinn Eldjárn. Tónlistarflytjendur Launasjóður tónlistarflytjenda út- hlutaði 180 mánaðarlaunum. Laun í eitt ár fá Guðrún Dalía Salómons- dóttir og Hanna Dóra Sturludóttir. 9 mánuði fær Hörður Áskelsson og 7 mánuði þeir Benedikt Kristjánsson og Oddur Arnþór Jónsson. 6 mánuðir: Ásgeir Jón Ásgeirs- son, Davíð Þór Jónsson, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Gyða Valtýs- dóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Laufey Jensdóttir, Óskar Guðjónsson, Sif M.Tulinius, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Skúli Sverrisson, Sveinn Hjörleifsson, Tumi Árnason, Una Sveinbjarnardóttir, Þorgrímur Jónsson og Þórunn Ósk Marinós- dóttir. Tónskáld Launasjóður tónskálda úthlutaði 190 mánaðarlaunum. Eitt ár fengu Ingibjörg G. Friðriksdóttir og Tóm- as R. Einarsson. 9 mánuðir: Bára Gísladóttir, Daði Birgisson og Kristjana Stefáns- dóttir. 6 mánuðir: Brynja Bjarnadóttir, Davíð Þór Jónsson, Gyða Valtýs- dóttir, Halldór Smárason, Hildur K. Stefánsdóttir, Jóhann G. Jóhanns- son, Kristín Anna Valtýsdóttir, Ólaf- ur Björn Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ómar Guðjónsson, Skúli Sverrisson, Þórunn Gréta Sig- urðardóttir og Þráinn Hjálmarsson. Sviðslistafólk Launasjóður sviðslistafólks út- hlutaði 190 mánaðarlaunum til 19 hópa og einstaklinga. Af hópum fékk 14 mánuði Tabúla rasa, þau: Anna María Tómasdóttir, Brynja Björns- dóttir, Brynja Skjaldardóttir, Ey- steinn Sigurðarson, Hafdís Helga Helgadóttir, Helga Braga Jóns- dóttir og Ólafur Ásgeirsson. 12 mánuðir: EP, félagasamtök: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, María Ingibjörg Reyndal, María Theódóra Ólafs- dóttir, Snorri Freyr Hilmarsson, Stefán Már Magnússon og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Og hópurinn Skrúður: Birnir Jón Sigurðsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir. 11 mánuði fengu m.a.: 10 fingur: Eva Signý Berger, Helga Arnalds, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Sómi þjóðar: Berglind Halla Elíasdóttir, Hilmir Jensson, Ilmur María Stefánsdóttir, Ingibjörg Huld Haraldsdóttir, Tryggvi Gunnarsson og Valdimar Jóhannsson. Og Svipir ehf.: Egill Ingibergsson, Margrét Kristín Sig- urðardóttir, Tinna Sverrisdóttir og Þór Tulinius. 325 fá tímabundin starfslaun  1.600 mánaðarlaunum úthlutað til listamanna  14 prósentum umsóttra mán- aða úthlutað  Flestir mánuðir til rithöfunda  Úthlutað til 19 sviðslistarhópa Sigurður Guðjónsson Hildur Björk Yeoman Guðrún Dalía Salómonsdóttir Tómas R. Einarsson Inga Lára Bald- vinsdóttir, sviðs- stjóri Ljós- myndasafns Íslands, veitir leiðsögn á morg- un, sunnudag, kl. 14 um sýninguna Með Ísland í far- teskinu. Ljós- myndir, úrklipp- ur og munir úr fórum Pike Ward í Þjóðminjasafn- inu. Sýningunni lýkur jafnframt á morgun. Englendingurinn Pike Ward var kunnur maður á Íslandi um aldamótin 1900, gerði út frá Hafnarfirði og ferðaðist einnig um landið og keypti fisk til útflutnings. Ward var áhugaljósmyndari og tók myndir af daglegu lífi og frá fáförn- um slóðum áður en Íslendingar hófu að taka myndir af áhugamennsku, eins og fram kemur í tilkynningu. Á sýningunni má sjá úrval ljós- mynda Ward sem varðveittar hafa verið í Devon Archives í Exeter. Inga Lára mun segja frá tilurð sýn- ingarinnar, frá myndasafni Ward og benda á áhugaverðar myndir. Segir frá ljós- myndum Ward Inga Lára Baldvinsdóttir Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Ourania Menelaou píanóleikari flytja verk eftir Ludwig van Beethoven, Piotr Iljits Tsjækovskí, Petr Eben, Arthur Benjamin, Leoš Janácek og fleiri á tónleikum í Frí- kirkjunni í Reykjavík á morgun, sunnudag, kl. 16. Tónleikagestir munu upplifa tónlist, sögur og fróð- leiksmola, að því er fram kemur í tilkynningu. Miðasala fer fram við innganginn og er aðgangur ókeypis fyrir börn og tónlistarnema. Síðdegisstund í tónum og tali Dúó Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Ourania Menelaou píanóleikari. Myndlistarsýningin Samsláttur verð- ur opnuð á hlöðulofti Korpúlfsstaða í dag, 11. janúar, kl. 14 og stendur til 26. janúar. Sýningin er framlag níu listamanna og óður þeirra til birt- unnar í myrkum janúarmánuði, seg- ir í tilkynningu. Í texta sem Jón Proppé listfræðingur skrifar segir m.a. að þar sem listamenn séu með vinnustofur í sama húsi verði til sam- félög og eitt slíkt hafi orðið til í Auð- brekku 14 í Kópavogi. Listamenn- irnir sem þar eru með vinnustofur hafi nú tekið sig saman um sýningu sem þeir kalli Samslátt. Hver tali með sínu nefi og fáist við sitt en þar sem margar vinnustofur liggi saman verði til samfélag og þá jafnvel ein- hvers konar samsláttur. Einhvers konar samsláttur og samfélag Hópurinn Listamennirnir sem sýna saman í Samslætti á Korpúlfsstöðum. Myndlistarkonan Ólöf Nordal veit- ir á morgun, sunnudag, leiðsögn um sýningu sína í Ásmundarsafni sem ber titilinn úngl-úngl. Leið- sögnin hefst kl. 15. Sýningin er sú fimmta og síð- asta í röð einkasýninga fimm lista- manna sem gert hafa útilistaverk sem prýða höfuðborgina. Um Ólöfu segir í tilkynningu að hún leitist við að kanna og rannsaka byggingarefni goðsagna, leiti uppi það sem fellur utan hins hefð- bundna og verði þannig upp- spretta safna og trúar. Verk Ólaf- ar varpi iðulega ljósi á málefni líðandi stundar um leið og þau vísi bæði fram og aftur í tíma. Aðgöngumiði á safnið gildir í leiðsögnina. Veitir leiðsögn um sýninguna úngl-úngl Morgunblaðið/Eggert Listakonan Ólöf Nordal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.