Morgunblaðið - 15.01.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.01.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020 Íslendingurinn sem grunaður er um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana á Torrevieja á Spáni var leidd- ur fyrir dómara í gær og úrskurð- aður í varðhald þar til réttað verð- ur í málinu. Dóm- arinn hefur meinað lögreglunni að gefa frekari upplýsingar um rann- sóknina. Þetta sagði Beatriz Garcia, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Alic- ante, í samtali við mbl.is. Samkvæmt frétt spænska miðilsins Informacion mun maðurinn hafa komist inn á heimili móður sinnar. Þar segir jafnframt að samkvæmt lögreglu hafi vitnisburður móðurinn- ar verið á þá leið að til stimpinga hafi komið á milli mannanna. Samkvæmt frétt Informacion fundust stungusár á líkama mannsins sem lést. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði móðirin að Informacion hefði farið með rangt mál. Atvik hefðu verið með þeim hætti að sonur hennar hefði kastað gaskút í gegnum rúðuna til að komast inn á heimilið. Hann hefði svo lagt til sambýlismanns hennar með hnífi. Móðirin svaraði ekki skilaboðum mbl.is í gær. Settur í varðhald á Spáni Til átaka kom á Torrevieja.  Dómari meinar lögreglu að tjá sig Fiskneysla eykst gjarnan í kjölfar mikillar kjöt- neyslu um jól og áramót og engin breyting virð- ist vera á hefðinni í ár. „Við fáum ný hrogn dag- lega og salan hefur verið óvenjumikil, en er í takt við aukna hreyfingu,“ segir Geir Már Vil- hjálmsson, fisksali í Fiskbúðinni Hafberg. Hrognatíminn byrjar um 10. janúar og stend- ur út febrúar. Geir Már segir að yngra fólkið sæki líka í hrognin enda séu þau „sjúklega holl“. Óvenjumikil sala tengd aukinni hreyfingu Morgunblaðið/Árni Sæberg Hrogn og lifur víða hefðbundinn hluti mataræðis á þorra Gæsluvarðhald yfir tveimur mönn- um sem handteknir voru við komu Norrænu til Seyðisfjarðar 1. ágúst í fyrra var í dag framlengt um fjór- ar vikur. Mennirnir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Fram kom á vef RÚV í gær að framhaldi aðalmeðferðar málsins hefði verið frestað fram á fimmtu- dag en vitni komust ekki frá Egils- stöðum vegna veðurs. Mennirnir, sem eru frá Rúmeníu og Þýskalandi, eru ákærðir fyrir að hafa smyglað tæpum 38 kílóum af amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni til landsins frá Þýskalandi. Í ákærunni segir að fíkniefnin sem um ræðir séu sterk; þannig var amfetamínið 70 prósent að meðal- styrkleika og kókaínið tæp 82 pró- sent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem yfirvöld hér landi hafa lagt hald á í einu lagi. Smyglarar áfram í gæslu- varðhaldi Athygli vekur að á facebooksíðu Bjórskólans er tekið fram að þeir sem eiga ónotuð gjafabréf í skólann frá 2019 geti fengið þau endurgreidd. Al- mennt er miðað við að gjafabréf gildi í fjögur ár og því vakna spurningar um þessa skilmála. Óli Rúnar Jónsson hjá Ölgerðinni segir að ónákvæmni hafi gætt í orðavali á facebooksíðu Bjórskólans. Á heimasíðu hans hafi verið talað um að eldri gjafabréf verði einnig endurgreidd og þau fyrirheit standi að sjálfsögðu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Morgunblaðið að í verklagsreglum sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 komi fram að gjafabréf skuli gilda í fjögur ár. „Við hjá Neytenda- samtökunum myndum vilja hnykkja á þessu í lögum þannig að þetta yrðu eins og hverjar aðrar fjárkröfur. Ef þú skuldar fyrirtæki ákveðna upphæð er sú krafa gild í fjögur ár. Við viljum líta á gjafabréf sem fjárkröfu neyt- enda á hendur fyrirtækjum,“ segir hann. Hann segir aðspurður að umræða um gildistíma gjafabréfa og inn- eignarnótur sé jafn árviss viðburður og janúarlægð. „Öll heiðvirð fyrir- tæki sem er annt um viðskiptavini sína hliðra til og taka tillit til þeirra. Enda vita þau að gott orðspor er gulls ígildi,“ segir Breki. Gjafabréf gildi í fjögur ár NEYTENDASAMTÖKIN VILJA FESTA REGLUR Í LÖG Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Meðalþekking Íslendinga á bjór hef- ur vaxið heilmikið á þessum áratug enda hafa þrjátíu þúsund manns út- skrifast þarna,“ segir Óli Rúnar Jóns- son, verkefnastjóri hjá Ölgerðinni. Þau tímamót urðu um áramótin að lokað var fyrir almenningsnámskeið í Bjórskóla Ölgerðarinnar. Hér eftir verður starfsemi Bjórskólans helguð því að þjálfa fagfólk í veitingabrans- anum á svokölluðum bjórþjóna- námskeiðum. „Tilgangurinn með skólanum var að koma út í samfélagið ákveðinni grundvallarþekkingu á bjór og við teljum að á þessum tíma hafi vel tek- ist til með það. Þó að fleira komi þar til má sjá merki þessa á batnandi bjórmenningu; hófstilltari drykkju á kristilegri tíma en áður og fjölbreytt- ara framboði af mismunandi gerðum af bjór,“ segir hann. Óli Rúnar segir að bjórþjóna- námskeiðin hafi verið vinsæl meðal metnaðarfyllri bara og veitingastaða. „Enda verður starfsfólk í kjölfarið betur í stakk búið til að framreiða bjór í hámarksgæðum og leiðbeina um val út frá mismunandi eigin- leikum bjórtegunda.“ Hann segir að starfsemi Bjórskól- ans hafi áður tekið breytingum. „Við höfum boðið upp á alls konar nám. Þetta hefur fengið að stækka og minnka eftir vindáttum. Nú teljum við mikilvægast að sinna barþjóna- náminu eins vel og hægt er.“ Bjórskóli á tímamótum  Lokað fyrir námskeið fyrir almenning  30.000 nemendur Morgunblaðið/Freyja Gylfa Bjórskólinn Sveinn Waage og Stef- án Pálsson uppfræða nemendur. Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.