Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Gústaf A. Skúlason spyr hvortþetta bréf gæti fylgt um-
sögn um hæli á Íslandi:
Það versta varþegar börnin
stækkuðu og komu
með spurningar
um skotgötin á
veggjunum eða
þegar þau vöknuðu
við sprengjur um
miðja nótt og ég
reyndi að róa þau.
Allt var svo ofan í
okkur. Fólk féll fyrir byssukúl-
um við útidyrnar, sífellt fleiri
vinir mínir lentu í þessu. Hús
þeirra voru eyðilögð í sprengju-
ódæðum, kveikt var í bílum
þeirra. Ráðist á börn þeirra,
þeim nauðgað og þau rænd.
Eldri sonur minn byrjaði dag-inn á því að ganga úr
skugga um hvar morð voru
framin og hvar var sprengt um
nóttina til að vera öruggur um
að enginn sem hann þekkti hefði
lent í neinu svakalegu. Hvers-
dagsleikinn breyttist. Við þorð-
um ekki lengur að fara út á
kvöldin eða hleypa krökkunum
út að leika sér. Eftir skamman
tíma snerust allar umræður um
öryggi, hvernig við gætum reynt
að verja börnin. Trúarhús okkar
voru eyðilögð. Þegar við hitt-
umst á trúarlegum hátíðum
sögðum við brandara til að
reyna að halda hættunni í burtu
eða sögðum beint hvert við ann-
að að „ef það springur núna, þá
deyjum við alla vega nálægt
Guði“.
En það óeðlilega við þettabréf er að það er frásögn
fjölskyldu sem býr í Svíþjóð og
hafði flúið ofbeldið í Malmö til
Stokkhólms og vaknaði klukkan
eitt í fyrrinótt við sprengju-
ódæðið á Östermalm í Stokk-
hólmi.
Gústaf A.
Skúlason
Er þetta svona?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hin tíðu óveður við landið hafa haft
ýmsar afleiðingar. Þar á meðal hefur
heimkomu hins nýja dráttarbáts
Magna verið frestað og bíður hann af
sér veðrið í Rotterdam í Hollandi.
Hinn nýi dráttarbátur var smíð-
aður í Víetnam. Magni lagði af stað til
Íslands 19. október og kom til Rotter-
dam tveimur mánuðum seinna, eða
18. desember. Hann hafði þá lagt að
baki tæplega 10.000 sjómílna sigl-
ingu. Gekk siglingin vel að öllu leyti.
Áætlað var að Magni myndi leggja
í hann til Íslands strax eftir áramótin
og yrði þá í Reykjavík fyrir miðjan
janúar.
Af því hefur ekki getað orðið vegna
ótíðarinnar, að sögn Gísla Jóhanns
Hallssonar, yfirhafnsögumanns
Faxaflóahafna. Áhöfn á vegum skipa-
smíðastöðvarinnar Damen Shipyards
í Hollandi siglir bátnum heim. „Hol-
lendingarnir töluðu um það í gær að
það væri allavega vika í brottför,“
segir Gísli Jóhann.
Það hefði komið sér vel ef nýi
Magni hefði verið til staðar á dög-
unum þegar flutningaskipið Franc-
isca losnaði frá bryggju í Hafnarfirði
og rak stjórnlaust að landfyllingu.
Magni „gamli“ var fenginn til að
draga skipið aftur að bryggjunni.
„Verkefnið í Hafnarfirði var í sjálfu
sér átakalítið, það þurfti ekki svo
mikið afl. Það var siglingin sem var
erfið til Hafnarfjarðar, vont sjólag og
mikil alda, og því var varðskipið Týr
fengið til að reyna að skýla Magna á
leiðinni. Nýi Magni hefði að öllum lík-
indum farið betur í þessu sjólagi,
enda stærra skip,“ segir Gísli Jóhann.
sisi@mbl.is
Óveðrið tefur heimför nýja Magna
Ljósmynd/Damen Shipyards
Nýi Magni Mjög öflugur bátur.
Rósa Ingólfsdóttir,
þula, auglýsingateikn-
ari og handverkskona
með meiru, lést í gær-
morgun á hjúkrunar-
heimilinu Hömrum í
Mosfellsbæ. Hún
fæddist 5. ágúst 1947
og var því 72 ára göm-
ul þegar hún féll frá.
Hún barðist við park-
insonsjúkdóm síðustu
ellefu árin.
Rósa varð helst
þekkt fyrir störf sín
hjá Ríkisútvarpinu, en
hún starfaði þar í þrjá-
tíu ár, bæði sem auglýsingateikn-
ari og þula. Hún var fyrsti auglýs-
ingateiknari Ríkisútvarpsins.
Bar virðingu fyrir handverki
Í viðtali við Morgunblaðið árið
2010 lýsti Rósa störfum sínum fyr-
ir Ríkisútvarpið.
„Ég sá um alla sjónvarpsgrafík,
var fréttateiknari, þula, dag-
skrárgerðarmaður á Rás 2,
skemmtikraftur og húsmóðir. Ég
settist við hliðina á þjóðinni og
mér þykir vænt um þessa þjóð.
Þetta var gríðarleg vinna og ég
veit ekki hvernig ég komst í gegn-
um þetta,“ sagði Rósa þá.
Hún lagði mikinn metnað í að
heiðra íslenskt handverk og ís-
lenskar listgreinar,
að sögn dóttur
hennar, Klöru Egil-
son.
„Hún bar gíf-
urlega mikla virð-
ingu fyrir hand-
verki.“
Rósa kom á fót
handverksfyrirtæk-
inu Íði í lok tíunda
áratugarins, en
Rósa lærði í Mynd-
listar- og hand-
íðaskólanum og fór
að því loknu í leik-
listarnám.
Árið 1992 kom ævisaga Rósu út,
bókin Rósumál. Jónína Léosdóttir,
blaðamaður og rithöfundur, ritaði
söguna. Bókinni var lýst sem hisp-
urslausri frásögn þar sem Rósa
dró ekkert undan.
Rósa lætur eftir sig tvær dætur
og fjögur barnabörn.
Dætur Rósu eru Klara Egilson,
en faðir hennar er Geir Rögn-
valdsson, og Heiðveig Riber-
Madsen, en faðir hennar er Þráinn
Hafsteinsson.
Synir Klöru eru þeir Ingólfur
Máni Hermannsson og Guð-
mundur Galdur Egilson.
Börn Heiðveigar eru þau Thor
og Freyja Riber-Madsen.
Rósa giftist aldrei.
Andlát
Rósa Ingólfsdóttir