Morgunblaðið - 15.01.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 15.01.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Íslandsbanki hf. hefur óskað eftir samstarfi við Reykjavíkurborg um deiliskipulagsbreytingu á lóðinni Kirkjusandur 2. Á lóðinni stendur bygging sem áður hýsti aðal- stöðvar bankans. Byggingin er talin ónothæf vegna rakaskemmda og verður rifin. Bankinn flutti starfsemi sína úr húsinu 2017. Með niðurrifi hússins verður til verð- mætt byggingarland við sundin blá. Fram kemur í umsókninni að Ís- landsbanki vill að skoðað verði að kaupa hugmyndir af nokkrum arki- tektastofum um hönnun lóðarinnar og tengsl hennar við nærliggjandi umhverfi og atvinnusögu svæðisins. Málinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra skipulagsfull- trúa Reykjavíkurborgar. Húsinu ekki viðbjargandi Fram kemur í erindi Íslands- banka, undirrituðu af Jónasi Þór Jónassyni hjá Íslandssjóðum, að bankinn hafi látið framkvæma þrjár umfangsmiklar rannsóknir á ástandi fasteignarinnar Kirkju- sandur 2. Niðurstöður þeirra allra séu á þann veg að byggingunni sé ekki viðbjargandi og hún sé bein- línis hættuleg heilsu manna. Fast- eignin standi tóm, hún sé ónothæf og þarfnist niðurrifs. „Eignatjón er því orðið verulegt fyrir eiganda og hleypur á milljörðum króna,“ segir í erindi Jónasar til skipulagsfull- trúa. Ljóst sé að núverandi deili- skipulag fyrir lóðina, þar sem gert er ráð fyrir bankabyggingunni á miðri lóð, samrýmist hvorki mark- miðum eiganda fasteignarinnar né Reykjavíkurborgar um borgar- skipulag. Sem fyrr segir óskar bankinn eftir samstarfi við Reykjavíkur- borg um nýtt deiliskipulag. Vísað er til tengslalóðarinnar við nær- liggjandi umhverfi og atvinnusögu svæðisins. Er væntanlega verið að vísa til þess að á Kirkjusandi var um ára- raðir rekin útgerð og fiskvinnsla. Ýmsar byggingar og mannvirki risu í kringum fiskvinnsluna á svæðinu, þar á meðal þurrkhús, geymsluhús, vélaskúrar, þvottahús og verbúðir. Þessar byggingar hafa allar verið rifnar. Auk þess settu víðáttumikil stakkstæði svip á svæðið, þar sem saltfiskur var þurrkaður. Íslandsbankabyggingin var upp- haflega frystihús, sem reist var á árunum 1955-1962 af hlutafélög- unum Júpíter og Mars. Byggingin á Kirkjusandi er 7.719 fermetrar að stærð. Á aðliggjandi lóð á Kirkjusandi, sem jafnan hefur verið kennd við Strætó, hefur staðið yfir mikil upp- bygging á undanförnum árum. Að þeirri uppbyggingu hafa staðið Reykjavíkurborg og Íslandssjóðir, en þeir eru í eigu Íslandsbanka. Þarna er að rísa íbúðarbyggð auk atvinnuhúsnæðis. Deiliskipulag gerir ráð fyrir 300 íbúðum og skrifstofubyggingum. Síðar er stefnt að því að hótel verði byggt á lóðinni. Byggð rís í stað bankabyggingar  Íslandsbanki undir- býr niðurrif bygg- ingar á Kirkjusandi sem dæmd var ónýt Morgunblaðið/Árni Sæberg Kirkjusandur Fyrrverandi aðalstöðvar Íslandsbanka verða rifnar enda húsið ónýtt. Fjölmörg hús á svæðinu hafa verið rifin til að rýma fyrir nýrri byggð. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Ný lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs byggjast á tillögum starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um að- gerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Lögin heimila ráð- herra að fela þriðja aðila að sinna hlutverki samskiptaráðgjafa og á þeim grundvelli var ráðist í útboð á þjónustunni. Þrír aðilar sóttust eft- ir því að annast ráðgjöfina og að loknu formlegu mati var Domus Mentis – Geðheilsustöð talin hæfust. Í gær var því skrifað undir samstarfssamning ráðuneytisins og Domus Mentis. Samskiptaráðgjafanum er m.a. ætlað að leiðbeina einstaklingum sem til hans leita vegna atvika eða misgerða sem orðið hafa í skipu- lögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi sem varða t.d. einelti, ofbeldi eða kynbundna og kynferðislega áreitni. Samskiptaráðgjafi íþrótta og æskulýðs Morgunblaðið/Eggert Íþróttastarf Samskiptaráðgjafi mun starfa með íþrótta- og æskulýðsfélögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.