Morgunblaðið - 15.01.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020
AFP. Moskva. | Stríðsherrann Khalifa
Haftar yfirgaf í gærmorgun viðræð-
ur, sem fram fóru í Moskvu, án þess
að undirrita samkomulag um varan-
legt vopnahlé milli sín og Fayez al-
Sarrajs, forsætisráðherra ríkis-
stjórnarinnar í Trípólí, sem nýtur
viðurkenningar Sameinuðu þjóð-
anna. Haftar ræður nú yfir megninu
af Líbíu eftir nær samfelldar sókn-
araðgerðir undanfarna níu mánuði.
Rússar, sem hafa stutt við bakið á
Haftar, sögðu að hann hefði þó sam-
þykkt eftir viðræðurnar að hann
myndi heiðra núgildandi vopnahlé,
sem samþykkt var í flýti um helgina,
en það þykir standa höllum fæti.
Þá tilkynntu
stjórnvöld í
Þýskalandi að
þau hefðu boðið
bæði Haftar og
Farraj til við-
ræðna í Berlín
næstkomandi
sunnudag ásamt
ellefu öðrum ríkj-
um, þar á meðal
Bandaríkjunum,
Rússlandi, Tyrklandi og Kína.
Ákvörðun Haftars um að yfirgefa
viðræðurnar í Moskvu þótti nokkurt
áfall, en vonir höfðu staðið til að
hægt yrði að binda enda á stríðs-
rekstur síðustu ára með samkomu-
lagi. Sergei Lavrov, utanríkisráð-
herra Rússlands, hét því að hann
myndi áfram reyna að miðla málum
milli stríðandi fylkinga, þó að við-
ræðurnar nú hefðu runnið út í sand-
inn.
Hótar Haftar „kennslustund“
Recep Tayyip Erdogan Tyrk-
landsforseti, sem stutt hefur við bak-
ið á Farraj og stjórnvöldum í Trípólí,
brást hins vegar reiður við tíðindum
gærdagsins. Sagði Erdogan að
Tyrkir myndu ekki hika við að veita
„uppreisnarseggnum Haftar verð-
skuldaða kennslustund“, ef hann léti
ekki af árásum sínum á „bræður“
Tyrkja í Líbíu. Tyrknesk stjórnvöld
samþykktu í upphafi janúar að senda
herlið til stuðnings Trípólí-stjórn-
inni, en tyrknesku hermennirnir eiga
einungis að sinna ráðgjöf og þjálfun.
Heiko Maas, utanríkisráðherra
Þýskalands, sagði í gær að þau ríki
sem tækju þátt í ráðstefnunni í Berl-
ín yrðu beðin að íhuga friðarsam-
komulag sem gæti tryggt að hvor-
ugur aðilinn í borgarastríði Líbýu
gæti haldið átökum áfram. Þar á
meðal myndu öll ríki á ráðstefnunni
samþykkja að hætta að veita deiluað-
ilum hernaðaraðstoð, sem aftur gæti
ýtt undir varanlegt vopnahlé.
Hafnaði tillögu um vopnahlé
Þjóðverjar bjóða deiluaðilum til alþjóðlegra viðræðna í Berlín um Líbíu
Rússar segja Haftar hafa samþykkt að virða vopnahléið sem nú er í gildi
Khalifa
Haftar
Boris Johnson,
forsætisráðherra
Bretlands, sagði í
gær að ríkis-
stjórnin væri að
íhuga svokallaða
hópfjármögnun
svo hægt yrði að
láta klukkuna í
turni breska
þinghússins, sem
í almennu tali
gengur undir nafninu Big Ben,
hljóma kl. 23.00 að kvöldi 31. jan-
úar næstkomandi, en þá mun Bret-
land formlega yfirgefa Evrópusam-
bandið. Viðgerðir standa nú yfir á
Big Ben og hefur því verið áætlað
að slík hringing myndi kosta um
hálfa milljón sterlingspunda í auk-
inn viðgerðarkostnað.
Huga að söfnun til
að hringja inn Brexit
Boris
Johnson
BRETLAND
Þessi vallafía í ástralska fylkinu
Nýja Suður-Wales gæddi sér á gul-
rótum og öðrum mat sem þjóð-
garðaeftirlit fylkisins dreifði um
nokkur af þeim svæðum sem verst
hafa orðið úti í gróðureldunum í
Ástralíu, en þeir hafa haft mikil og
vond áhrif á dýralíf þar.
Nokkur von vaknaði í gær um
framhaldið, þar sem veðurspáin
gerir ráð fyrir úrhellisrigningu frá
og með deginum í dag og fram yfir
helgina. Þá hefur kólnandi veður-
far einnig veitt slökkviliði aukin
tækifæri til þess að hemja eldana.
Sarah Scully, veðurfræðingur á
veðurstofu Ástralíu, sagðist vonast
til að úrkoman myndi vera næg til
þess að annaðhvort halda eldunum í
skefjum eða jafnvel slökkva í sum-
um þeirra.
Fjöldi eldanna er þó enn mældur
í tugum og þykir lítil von til þess að
takast muni að ráða niðurlögum
þeirra allra á komandi vikum. AFP
Gróðureldarnir í Ástralíu valda enn umtalsverðum usla
Rigningar-
spá tekið
fagnandi
Gæðavörur frá Ítalíu
Ferskleiki og gæði
Rana ferskt pasta
– Suðutími 2 mínútur
Pastasósurnar frá Cirio
Auðveldar í notkun. Hitaðu sósuna við lágan hita í 2-3 mínútur
á meðan pastað sýður og hrærðu svo saman við fulleldað pasta.
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is