Morgunblaðið - 15.01.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.01.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Viðurkenningíranskrastjórnvalda um helgina, um að þau bæru í réttri raun ábyrgð á því að farþegavél Ukrainian Int- ernational Airlines var skotin niður í síðustu viku, hefur vakið réttláta reiði innan Írans. Einkar vandræðalegt var að horfa upp á klerkastjórnina hafna ítrekað ábyrgð sinni á verknaðinum, þrátt fyrir að snemma kæmu fram mjög sterkar vísbendingar, þeirra á meðal myndbandsupptökur og ljósmyndir, sem sýndu að far- þegavélin hefði verið skotin nið- ur. Enginn efaðist um að þarna hefði einungis verið um hræði- legt slys að ræða en ekki illan ásetning. Þetta hlyti að hafa verið misgjörð sem stafaði af mannlegum mistökum en ekki vilja til að valda ógn og ófriði eins og iðulega þegar írönsk stjórnvöld eiga í hlut. Engu að síður ákvað klerkastjórnin að varpa af sér ábyrgð, og ætlaði raunar í fyrstu að reyna að koma í veg fyrir að flugritar vél- arinnar yrðu rannsakaðir. Nú er augljóst orðið hvers vegna klerkastjórnin reyndi að þvæl- ast fyrir rannsókn. Svo virðist sem stjórnvöld í Teheran hafi séð að sér þegar ljóst var orðið að rannsókn Úkraínumanna á tildrögum slyssins hlyti að leiða fram sannleikann. Var þá af tvennu illu skárra að viðurkenna mis- tökin og reyna að lágmarka þann skaða sem framferðið dag- ana á undan hafði valdið því litla sem eftir var af orðspori Írans- stjórnar. Atvikið, og þá fyrst og fremst ósannindin, hefur veikt stöðu Írana í deilum þeirra við Banda- ríkjastjórn til mikilla muna, sér í lagi þar sem mótmælin sem sprottið hafa upp vegna ósann- inda stjórnvalda hafa alla burði til þess að verða jafnfjölmenn og fjöldamótmælin sem kvikn- uðu í nóvember síðastliðnum. Þá ákváðu stjórnvöld að beita mikilli hörku til að leysa mót- mælin upp og hefur verið áætl- að að hundruð manna og jafnvel meira hafi látist í þeim aðförum. Klerkastjórnin hafnar því, en hafi einhver trúað henni áður gerir það enginn nú. Harkan hefur að því er virðist verið minni að þessu sinni, en næg samt. Stjórnvöld þverneita reyndar nú að hafa beitt gúmmíkúlum til þess að dreifa mannfjölda sem safnaðist sam- an á mánudagskvöld til að minnast fórnarlamba flugslyss- ins og mótmæla ósannindum stjórnvalda. Spurning er hvor- um sé betur treystandi til að fara rétt með; fólk- inu sem segist hafa orðið fyrir gúmmí- kúlnahríð eða stjórnvöldum sem vildu ekki einu sinni viðurkenna ábyrgð sína á hinum hræðilega atburði vikuna áður. Varla leikur nokkur vafi á því. Þá verður að líta til þess að stjórnvöld í Íran létu sig jafnvel hafa það, sem teljast verður af- ar óvenjulegt og gróft brot á samningum ríkja, að handtaka sendiherra Breta og saka hann um að hafa ýtt undir mótmælin. Sú framganga sýnir vel hve al- varlegt ástandið er orðið í land- inu og hve varasamt er að treysta stjórnvöldum. Sannleikurinn er jafnan einn versti óvinur einræðisríkja, og því gera þau allt til að forðast að hann komi í ljós. En slíkt hefur afleiðingar. Mótmælin nú eru einungis ein birtingarmynd þess, að risavaxin gjá hefur myndast milli valdhafanna og almennings. Allt þetta þarf að hafa í huga, þegar horft er til rótarinnar að þeim árekstrum sem nú eru á milli Bandaríkjanna og Írans, kjarnorkusamkomulagsins frá 2015. Samkomulagið hefur hangið á bláþræði síðan Trump Bandaríkjaforseti ákvað árið 2018 að draga Bandaríkin úr því, ekki síst þar sem viðbrögð Írans hafa til þessa verið þau að brjóta samkomulagið enn frek- ar en áður. Bent hefur verið á ýmsa galla á því samkomulagi, meðal ann- ars að í því eru Írönum einungis settar hömlur á framleiðslu úr- ans til ársins 2030, og eftir þann tíma yrði að treysta á eftirlit alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar, sem aftur velt- ur á samstarfsvilja yfirvalda á hverjum stað. Samkomulagið, sem og þróun kjarnorkumála Írans eftir að gildistíma þess lýkur, veltur því á að hægt sé að treysta Íran til að standa við orð sín. Miðað við þau undanbrögð sem stjórnvöld í Teheran hafa beitt í máli far- þegaþotunnar er ekki ástæða til að treysta nokkru sem þau hafa að segja. Vilji þau láta taka sig alvarlega og stíga aftur inn í samfélag siðaðra ríkja verða þau að sýna iðrun og yfirbót. Þau verða að láta af því að vera uppspretta ólgu og ófriðar í Mið-Austurlöndum og vinna með trúverðugum hætti að friði og stöðugleika á svæðinu. Íran á sér merkilega sögu og íbúar landsins hafa alla burði til að komast út úr þeim ógöngum sem klerkastjórnin hefur leitt þá í. Það gerist þó ekki nema með raunverulegri stefnubreyt- ingu stjórnvalda. Samningar við ósannindamenn eru almennt lítils virði} Írönsk stjórnvöld hafa glatað öllu trausti L oftslagsmálin eru mikilvæg og nauðsynlegt að finna lausnir á því hvernig við bregðumst við aukinni losun og hvort hægt er að hafa áhrif á náttúrulega losun. Ekki kann ég svör við hinu síðarnefnda en los- un af mannavöldum má t.d. reyna að tak- marka með nýrri tækni, fjárfestingum og já- kvæðum hvötum. Fyrir okkur Íslendinga skiptir heilsufar hafsins í kringum Ísland miklu. Að súrnun sjávar og breytt hitastig sé sem minnst af mannavöldum. Erfiðara getur verið að ráða við náttúruna. Árni Finnsson ritar í Morgunblaðið sl. mánudag grein mér til heiðurs þar sem hann rifjar upp pistil sem ég skrifaði um hrópin í loftslagsumræðunni líkt og Gréta Thunberg o.fl. viðhafa og svo rifjar Árni upp eina af mín- um góðu ræðum. Ræðan sem Árna er hugleikin var flutt á Parísar- ráðstefnunni 2015. Árni segir að ræða þessi hafi aldrei verið birt, er það miður því hún var nokkuð góð. Fyrir Árna skal ég reyna að finna ræðuna og setja á fésbókina. Árni tekur síðan við að gera mér upp skoðanaskipti í loftslagsmálum og segir m.a. að eitt sinn hafi ég verið Gréta T. Ekki fallega gert gagnvart Grétu. En það er stundum þannig með þá sem daðra við öfgar í umhverfis- málum að ef einhverjir eru ekki alveg sammála þeirra skoðunum þá eru þeir orðnir „afneitunarsinnar“ o.s.frv. Í pistli mínum sem Árni vitnar til gagnrýndi ég hrópin, köllin og neikvæðu hvatana sem virðast ráða för hjá vinstrimönnum og þá hjá hinni sósíalísku ríkisstjórn sem stýrir Íslandi þessa stundina. Slík gagnrýni breytir engu um áhyggjur mínar eða margra annarra af aukinni losun, hlýnun og súrnun sjávar o.s.frv. Ég hef reyndar talað fyrir því að lækka þær gríðarlegu niðurgreiðslur á jarðefnaelds- neyti sem ríki heims stunda og setja hluta af þeim fjármunum í fjárfestingar og þróun á umhverfisvænum orkugjöfum á borð við jarð- hita. Það að hækka kolefnisskatt á Íslandi er óþarfi. Nær væri að verðlauna þá sem nýta umhverfisvænar lausnir t.d. í sínum rekstri. Skiptu út bensínbílnum og fáðu skattaafslátt eða eitthvað þess háttar. Setjum aukna fjár- muni í rannsóknir á framleiðslu á innlendu eldsneyti, getum við nýtt þörunga til áburðar- framleiðslu, getum við bundið meira af kol- tvísýringi í jörðinni? Endurvinnum sorpið á Íslandi í stað þess að flytja það út, virkjum meira af fall- vötnum til að fá hreinustu orkuna, lærum af sjávarútveg- inum sem sýnt hefur mikið frumkvæði o.s.frv. Áhyggjuefnin eru þau sömu í dag og voru 2015. Öfgarnar í umræðunni og hjá þeim sem hafa atvinnu af því af fóstra öfgarnar skemma fyrir raunverulegum lausnum. Við eigum að draga úr útblæstri því það er skynsamlegt og nauðsynlegt en við eigum ekki að gera það með upphrópunum, heimsendaspám, bönnum og sköttum sem leiða til stöðnunar efnahagslífs. Því verð ég aldrei Árni. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Aldrei verð ég Árni Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og vara- formaður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þetta er búinn að vera krefj-andi tími og sveitarfélöginhér eiga hrós skilið. Þauhafa staðið sig mjög vel í því sem að þeim snýr. Við þurfum hins vegar að fá fleiri með okkur í lið til að bregðast við þessum aðstæðum – þar með talið ríkið,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum (SSS). Aukinnar óþolinmæði gætir nú meðal sveitarstjórnarmanna á Suður- nesjum með það afskiptaleysi sem þeir telja sig mæta af hálfu ríkisvaldsins. Fordæmalausri fólksfjölgun á svæðinu undanfarin ár hafi ekki verið mætt með auknum fjárveitingum ríkisins til að styðja við innviði samfélagsins. Er þar einkum og sér í lagi horft til heil- brigðismála en einnig samgangna og menntamála, svo dæmi séu tekin. Sveitarstjórnarmenn sem Morgun- blaðið hefur rætt við telja sig finna fyr- ir skilningi en fögur fyrirheit skili litlu þegar þeim fylgi engir fjármunir. „Við höfum undanfarin þrjú ár heimsótt öll fagráðuneytin sem þessar ríkisstofnanir lúta, farið fyrir fjárlaga- nefnd Alþingis, hitt Bjarna Benedikts- son og hans fólk og kynnt okkar sam- antekt á þessum málum. Það virðist ekki skila miklu og maður er óneitan- lega orðinn pirraður. Við sitjum bara uppi með snjóbolta sem stækkar og stækkar,“ segir Berglind. Íbúum hefur fjölgað um 30% Í nýrri samantekt og greiningu SSS kemur fram að frá árinu 2013 til október 2019 hefur íbúum á Suður- nesjum fjölgað um 30,8%. Alls nemur fjölgunin um 6.500 manns en til samanburðar er nefnt að íbúar á Vest- fjörðum voru ríflega sjö þúsund í októ- ber og Eyjamenn voru 4.330. „Án þess að ætlast til þess að teknir séu fjármunir frá öðrum er staðreyndin samt sú að þetta er alltaf sama kakan. Önnur landsvæði hafa verið að glíma við fólksfækkun en fá þó alltaf hækkun framlaga,“ segir Berg- lind og nefnir ýmislegt sem að auki skapi Suðurnesjum sérstöðu. Til að mynda að samsetning íbúa sé frá- brugðin því sem víðast hvar þekkist, hlutfall erlendra íbúa sé mjög hátt, hlutfall fólks á aldrinum 21-45 sé hærra en annars staðar á landinu og karlar séu fleiri en konur. Þessu þurfi að gefa gaum. Þá bendir hún á að at- vinnuleysi hafi aukist mun meira á Suðurnesjum en á landinu öllu und- anfarin misseri. Vantar fé til heilsugæslu Stærsta gagnrýnin snýr eins og áður segir að framlögum til heil- brigðismála. Segir Berglind að lýðheilsuvísar Embættis landlæknis sýni að hvergi á landinu sé meiri þörf fyrir heilsugæsluþjónustu en á Suður- nesjum. Þar sem fjárveitingar til heilsugæslu hafi ekki verið auknar samfara fólksfjölgun sé staðan þó sú núna að Suðurnes fái lægsta framlag á hvern íbúa til heilsugæslu. Á sama tíma hafi farþegum á Keflavíkur- flugvelli fjölgað mikið, sem leitt hafi af sér aukin umsvif. Þannig sé bráða- móttaka HSS nú orðin sú þriðja stærsta á landinu. Komur þangað árið 2018 voru litlu færri en á bráða- móttökuna á Akureyri. Berglind segir að barátta síðustu þriggja ára fyrir auknum fjárveit- ingum hafi engu skilað í fjárlögum þessa árs. Hún segir að í kjölfar frum- varps Oddnýjar Harðardóttur hafi nefnd verið skipuð til að gera úttekt á stöðu Suðurnesja. Sú nefnd sé nú að störfum. „Þar á að greina samfélags- leg áhrif fólksfjölgunar á svæðinu og samsetningu íbúa hér. Við bindum helst vonir við að þegar sú nefnd hefur skilað af sér verði tekið tillit til þessa í næstu fjárlagagerð.“ Þriggja ára þrauta- ganga suður með sjó Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanesbær Suðurnesjamenn telja að ríkið þurfi að styrkja innviði þar. „Það hefur orðið gífur- leg breyting á samfélag- inu okkar. Árið 1998 bjuggu hér 300 manns sem voru af erlendu bergi brotnir. Árið 2019 voru þeir orðnir 4.900,“ segir Berglind Kristinsdóttir hjá SSS. „Við höfum dæmi þess að um sextíu tungumál hafi verið töluð hér í einum grunnskóla. Þetta eru aðstæður sem þekkjast ekki annars staðar á Íslandi. Ég leyfi mér reyndar að fullyrða að þetta sé ekki bara einstakt á lands- vísu, þetta sé einstakt á heims- vísu,“ segir Berglind sem minnir á að Suðurnes hafi alltaf verið vertíðarsamfélag. „Svæðið held- ur alltaf sínum sérkennum með- an þeir sem koma hingað og sækja vinnu, þeir þróast og breytast.“ 60 tungumál í einum skóla FJÖLBREYTT SAMFÉLAG Berglind Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.