Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 17

Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020 ✝ Vilborg Vil-mundardóttir fæddist 29. júlí 1931 í Kjarnholtum í Biskupstungum, yngst barna Vil- mundar Gíslasonar, bónda þar, og Þor- bjargar Stefaníu Guðjónsdóttur, húsmóður frá Ótt- arsstöðum í Garða- hreppi. Hún lést 5. janúar 2020. Systkini Vilborgar voru: 1) Ragnheiður, f. 1926, d. 1999, gift Bergi Magnússyni, d. 1987. 2) Gísli, f. 1928, d. 1991. Eftirlifandi kona hans er Sigríð- ur Stefánsdóttir og 3) Elín, f. 1929, gift Stefáni Ólafi Jónssyni. Fjölskylda Vilborgar fluttist frá Kjarnholtum árið 1934 að Króki í Garðahverfi í Garða- hreppi. Eftir nám við Flensborg- arskólann í Hafnarfirði fór Vil- borg í Kennaraskólann í Reykja- vík og lauk þaðan handavinnu- kennaraprófi árið 1953. Fyrsta janúar 1954 giftist Vil- borg skólabróður sínum úr Kennaraskólanum Þorsteini Gíslasyni skipstjóra, f. 1. desem- ber 1928, d. 12. ágúst 2014, frá Kothúsum í Garði. Foreldrar Börn Gísla af fyrra sambandi, með Guðnýju Guðmundsdóttur, eru: b) Vilborg. Maður hennar er Þórir Helgason. Börn þeirra eru Arndís Alda, Hekla, Bríet og Snorri og c) Þorsteinn. 3) Hrefna Björg, f. 1967, arkitekt, búsett í Reykjavík gift Guð- mundi Löve framkvæmdastjóra. Börn þeirra eru: a) Matthías og b) Katrín. 4) Þorbjörg Stefanía, f. 1969, kennsluráðgjafi, búsett í Reykjavík. Maður hennar er Að- albjörn Þórólfsson, sjálfstætt starfandi verkefnastjóri. Börn þeirra eru: a) Auður Tinna, gift Hauki Óskari Þorgeirssyni, b) Benedikt Ingi og c) Baldur Thor. Vilborg starfaði sem hús- móðir meðan börnin voru að alast upp. Samhliða því starfi kenndi hún textílmennt á fjölda námskeiða. Ennfremur sinnti hún stundakennslu við Gerða- skóla skólaárin 1955-1960. Skólaárin 1973-1974 og 1982- 1983 stundaði Vilborg fram- haldsnám í handlistum við Kennaraháskóla Íslands og vor- ið 1992 við Statens lærerhøg- skole i forming í Osló. Skólaárið 1974-1975 kenndi hún við Endurhæfingardeild Borg- arspítalans og við Ármúla- og Árbæjarskóla skólaárið 1975- 1976. Frá 1977 til 1996 kenndi Vilborg textílmennt við Fella- skóla í Reykjavík. Útför Vilborgar verður gerð frá Garðakirkju í dag, 15. janúar 2020, kl. 13. hans voru Gísli Árni Eggertsson skipstjóri og Hrefna Þorsteins- dóttir húsmóðir. Vilborg og Þor- steinn hófu búskap sinn í Garðinum, en bjuggu lengst af í Reykjavík. Árið 1999 fluttu þau að Naustahlein 1, við Hrafnistu í Hafn- arfirði, þar sem þau dvöldu síð- ustu æviárin. Börn Vilborgar og Þorsteins eru: 1) Vilmundur, f. 1954, kenn- ari, búsettur í Garðabæ, kvænt- ur Bjarneyju Jóhönnu Sigur- leifsdóttur. Börn þeirra eru: a) Leifur Ingi. Kona hans er Sig- urlaug Vigdís Gestsdóttir. Börn þeirra eru Arnþór Ísar og Aldís Jóna, b) Þorsteinn Arnoddur. Kona hans er Svala Þyri Garð- arsdóttir. Sonur þeirra er Daní- el Smári, c) Jóhann Ernir og d) Vilborg Kolbrún. Maður hennar er Erlingur Þór Erlingsson. Synir þeirra eru Guðgeir Þór og Vilmundur Þór. 2) Gísli, f. 1957, prófessor, búsettur í Reykjavík, kvæntur Jólöntu Þorsteinsson. Barn þeirra er: a) Alexander. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Móðir mín hefur kvatt sína jarðnesku tilveru og er gengin á vit feðra sinna. Efst í huga mín- um er þakklæti til almættisins fyrir að hafa frelsað hana frá þjáningum heimsins og veitt henni betra líf handan móðunnar miklu, þangað sem leiðir okkar allra liggja að lokum. Minningin um móður mína er björt og fögur. Milt var hennar hjarta og mjúk var hennar hönd. Hún var hvunndagshetja sem hugsaði vel um fjölskyldu sína og leiðbeindi börnum sínum í gegn- um lífið til fullorðinsára. Hún hvatti okkur til menntunar og til að standa okkur á vegi lífsins af ábyrgð og heiðarleika. Samúð með þeim sem minna máttu sín, hógværð og hjálpsemi einkenndi hugarfar hennar og átti hún marga góða vini sem héldu tryggð við hana ævilangt. Barna- börnum sínum sinnti hún einnig af kostgæfni og gaf þeim í vega- nesti minningar um skemmtileg- ar samverustundir með ömmu sinni. Móðir mín hafði mikinn áhuga á handverki og gaf hún okkur systkinunum ávallt frelsi til sköp- unar og handverksiðkunar. Þessi þáttur uppeldis okkar hefur haft gagnger áhrif á atgervi okkar og skynbragð á tilveruna. Seinni hluta ævi sinnar kenndi hún text- ílmennt. Lag hennar á börnum var einstakt og naut hún þess að glíma við unga og óstýriláta ung- linga sem bjuggu við erfiðar fé- lagslegar aðstæður. Alltaf tókst henni að vekja áhuga og byggja upp andlega vellíðan nemenda sinna í gegnum það sem hún kall- aði mannbætandi „auðnustundir í handverki“. Við færum þakkir fyrir sam- veruna með móður minni og þátt- töku hennar í uppeldi afkomenda sinna og fyrir ævi hennar sem móður, ömmu, langömmu og vin- ar. Við vonumst síðan til að hitt- ast aftur að leiðarlokum okkar mannlegu tilveru. Kveðja Gísli, Jólanta og Alexander. Í frásögn mömmu varð ferða- lagið úr fæðingarsveitinni á upp- eldisslóðirnar ljóslifandi. Þetta var árið 1934, mamma var þriggja ára og boddíbíllinn sem amma hafði fengið til að flytja sig með litlu börnin sín fjögur og ömmu þeirra hossaðist eftir ryk- ugum malarveginum, yfir nýbrú- uð sunnlensk stórfljót og áfram yfir heiðina, þar til hann lét stað- ar numið við litla bárujárns- klædda burstabæinn suðaustan við kirkjuna á holtinu við hafið. Á langri ævi urðu ferðirnar fjölmargar og víða var staldrað við, en á einhvern hátt lokast nú hringurinn hennar mömmu fal- lega við leiðið hennar í kirkju- garðinum í Görðum við túnfótinn heima í Króki. Ég og fjölskylda mín þökkum af öllu hjarta fyrir samfylgdina, sögurnar og ljóðin. Hrefna Björg, Guðmundur, Matthías og Katrín. Ég vil þakka tengdamóður minni Vilborgu fyrir yndislega samfylgd í lífinu og allt það góða sem hún hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Við fjölskyldan höfum átt því láni að fagna að búa við æsku- slóðir hennar í Króki á Garðaholti í 36 ár og upplifa fegurð þess staðar. Tengdamóðir mín var ljóða- kona mikil, átti ótal ljóðabækur og geislaði af gleði við það að fara með ljóð. Því vil ég minnast hennar með þessu ljóði Guðrúnar Auðuns- dóttur frá Stóru-Mörk sem heitir Hin fyrsta minning: Frá liðnum stundum geymi ég ennþá ylinn þann eim ég kenni, reyk frá lágum hlóðum. Er sólin gyllti gömlu bæjarþilin á grænni þekju prúðir fíflar spruttu og litlir fætur löbbuðu og duttu í leik og sorg í vernd af englum góðum. Þó tíminn strjúki burt flest kæru kynnin, sem kaldur gustur feyki mistri á vorin, þá verða hjarta næst þau vinaminnin sem veittu smáu barni kærleikshótin, sú hönd lét skó á litla valta fótinn og leiddi mig um pallinn fyrstu sporin. Þín minning mun lifa. Bjarney J. Sigurleifsdóttir. „Við höfum hér Villur tvær, vil ég gjarnan kynna þær. Önnur syngur alltaf djass, við alla stráka segir pass.’’ Það er ekki svo ýkja langt síð- an að ég fékk síðast blikk þegar ég fór með þessa vísu. Þetta er vísan sem amma fór með fyrir mig í hvert skipti sem við hitt- umst, þar til ég tók við. Amma kunni gríðarlegt magn af vísum og þær voru ótrúlega lengi í minni hennar þrátt fyrir að hægt og rólega hafi fennt yfir annað síðustu árin. Það er alltaf sárt að kveðja þá sem eru manni kærir en elsku amma Villa var í sérflokki. Ein- stök manneskja sem geislaði af góðmennsku sinni og var gædd þeim hæfileika að sjá og draga fram það besta í öllum. Þetta varð til þess að fólk laðaðist að henni og var heimili þeirra afa gestkvæmt. Hvort heldur sem var til að spjalla um daginn og veginn eða drekka kaffi á eldhús- bekknum. Eldhúsbekkurinn var jafnframt hinn besti hvíldarstað- ur og gott að gleyma sér þar augnablik og enn betra að sitja þar með heimavinnuna sína eða prjónana á meðan amma bakaði pönnukökur og morgunleikfimin eða síldarvalsarnir hljómuðu í út- varpinu. Minningarnar eru endalausar og ylja hjartanu svo sannarlega núna þegar þau afi hafa bæði kvatt þennan heim. Þó að margar þeirra tengist Sunnuveginum, þá voru okkar bestu stundir án efa í sumarbústaðnum Þrastahlíð. Þau afi fóru sjaldan barnlaus í bústaðinn og var það gæfa fyrir okkur barnabörnin, að fá að alast upp við þann lúxus. Öll páskafríin sem stórfjölskyldan eyddi þar saman við að föndra og einfald- lega bara að vera saman, er einn- ig dýrmæt minning. Hinn óseðj- andi handavinnuáhugi minn er eitthvað sem er ömmu að þakka en það var sama hvort það var prjón, hekl, fatasaumur eða við- gerðir, amma var snillingur í öllu. Þessu miðlaði fyrrverandi handa- vinnukennarinn áfram til okkar krakkanna og við fengum alltaf að bauka eitthvað þegar við vild- um. Að geta prjónað jafn hratt og vel og amma, það var verðugt markmið og er enn mitt helsta markmið. Ekki síðra markmið er að verða jafn kattþrifin og amma, en það eru ekki ýkjur að það hafi mátt borða beint af eldhúsgólfinu því tuskan var aldrei langt und- an. Þegar ættaróðalið Sunnuveg- ur var kvaddur og Naustahlein tók við flutti eldhúsbekkurinn sem betur fer með sem og gesta- gangurinn. Í Naustó var líka út- sýni yfir Garðaholtið, þar sem amma ólst upp, en þangað bar hún sterkar taugar og sögurnar þaðan margar og skemmtilegar. Þegar elli kerling bankaði upp á fluttu þau svo yfir götuna til að eyða ævikvöldinu á Hrafnistu. Eftir að afi kvaddi fyrir rúmum 5 árum hefur tilveran smátt og smátt orðið einsleitari, en alltaf var amma glöð að sjá fólkið sitt þó að undir það síðasta hafi það líklega fyrst og fremst verið kunnuglegt andlit sem gladdi. Elsku amma, þú hefur gefið mér og kennt svo margt. Svo miklu meira en þig gæti grunað og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát. Það var mitt mesta lán í lífinu að fá að eiga þig að. Þín Vilborg (Villa) Gísla. Lítill drengur er í labbitúr með ömmu sinni. Þau ganga í veg- kanti í fallegu mosagrónu hrauni. Þau fara yfir nöfnin á jurtunum sem verða á vegi þeirra; ljóns- lappi, gulmaðra, lyfjagras … Þau mæta öðru fólki og allir bjóða góðan daginn. Eftir dágóða stund finna þau sér bekk. Þar setjast þau niður til að hvíla sig og lýsa því yfir hlæjandi hvort við annað að nú séu þau orðin alveg „lappa- laus“. Ég var oft í passi hjá ömmu og afa í Naustó þegar ég var lítill. Þar mátti alltaf finna hlýju og ró- legheit. Það var gestkvæmt hjá ömmu og hún fann iðulega á sér þegar von var á gestum og fór þá að baka pönnukökur. Við fundum okkur alltaf eitt- hvað skemmtilegt að gera. Amma kenndi mér að prjóna, við bök- uðum saman, við bjuggum til fjöl- marga bolta úr garni og dagblöð- um og labbitúrarnir í „Mangahrauni“ urðu margir. Það var endalaus þolinmæði fyrir mér og við höfðum allan tímann í heiminum. Mér er sagt að ég hafi alltaf komið heim frá ömmu í fullkomnu jafnvægi. Það er mér óendanlega mikil gæfa að hafa fengið að vera hjá þér og afa og ég held að ég sé mun betri manneskja fyrir vikið. Takk fyrir allar góðu minning- arnar, elsku amma mín. Matthías Löve. Vilborg Vilmundardóttir  Fleiri minningargreinar um Vilborgu Vilmund- ardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, uppeldismóðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR, Hrísmóum 7, Garðabæ, sem lést föstudaginn 3. janúar, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 16. janúar klukkan 13. Agnes Jóhannsdóttir Bessi Þorsteinsson Dagbjört Hansdóttir Sigurbjörn Sveinsson Hermann Hansson Auðbjörg Tómasdóttir Svava Hansdóttir Jóhannes Kristjánsson Hrafn Ingimundarson Elín Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR BJÖRNSSON frá Brautarholti Hrútafirði, lést á sjúkrahúsinu Hvammstanga, 4. janúar. Útförin fer fram í Staðarkirkju, Hrútafirði, laugardaginn 18. janúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag áhugamanna um endurbyggingu Riishúss á Borðeyri 0159-05-410302 kt. 460701-2790. Guðbjörg Á. Kristinsdóttir Björn Ingi Sverrisson Margrét K. Guðmundsdóttir Kristín Anna Sverrisdóttir Ásgeir Sverrisson Katrín Schmitt Alda Berglind Sverrisdóttir Lárus Jón Lárusson afabörn og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GÚSTAFSSON vélvirki, Skeiðarvogi 39, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 8. janúar. Útförin fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavik, föstudaginn 17. janúar klukkan 13. Starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Sóltúns, deild 3B, eru færðar þakkir fyrir einstaklega góða umönnun. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnst hans vinsamlega bent á líknarstofnanir eða velferðarsamtök. Margrét Árnadóttir Árni Guðmundsson Ingiríður Óðinsdóttir Helga Guðmundsdóttir Óttar Víðir Hallsteinsson Guðmundur P. Guðmundss. Hjördís Gunnarsdóttir Alexander Þ. Guðmundsson Gústaf Guðmundsson MarIa de la Rosa Rodenas barnabörn og barnbarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SUMARRÓS JÓHANNA HELGADÓTTIR, Ólafsvegi 7, Ólafsfirði, andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hornbrekku 6. janúar. Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 18. janúar klukkan 14. Jón Ævar Klemensson Helga Jónsdóttir Arnar Klemensson Guðrún Jónsdóttir Árni Jónsson Klemenz Jónsson María Magnúsdóttir Rósa Jónsdóttir Sigurbjörn Þorgeirsson og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN TRAUSTASON, lést 10. janúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 17. janúar klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Sigrún Svava Loftsdóttir Trausti Jónsson Þuríður Bergsdóttir Loftur Jónsson Edda Bang Ingimundur S. Jónsson Pálmi Jónsson Agnes Finnsdóttir Sigurþór Jónsson Hanna Steinsdóttir Hólmfríður Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ÖRN STEFÁNSSON, vélaverkfræðingur frá Húsavík, Lundi 3, Kópavogi, lést laugardaginn 11. janúar á Landspítalanum. Útförin verður auglýst síðar. Gunnþórunn R. Þórhallsdóttir Stefán Geir Stefánsson Anna María Gunnarsdóttir Halla Stefánsdóttir Finnur R. Stefánsson Steinunn Jónsdóttir Rebekka Stefánsdóttir Emil Kárason barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.