Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 18

Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020 ✝ Bjarney Guð-rún Ólafsdóttir fæddist 17. desem- ber 1928 í Stóra- Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd. Hún lést 3. janúar 2020 á Hrafnistu Reykjavík. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Pét- urssonar, útvegs- bónda í Stóra-- Knarrarnesi, f. 28. júní 1884, d. 11. október 1964, og Þuríðar Guðmundsdóttur, húsfreyju í Stóra-Knarrarnesi, f. 17. apríl 1891, d. 25. febrúar 1974. Þur- íður og Ólafur eignuðust 14 börn. Guðmundur, f. 1914, d. 2001, Guðrún Ingibjörg, f. 1916, d. 1995, Ellert, f. 1917, d. 1984, Guðfinna Sigrún, f. 1918, d. 2009, Guðmundur Viggó, f. 1920, d. 2002, Pétur, f. 1922, d. 1998, Hrefna f. 1923, d. 2019, Margrét, f. 1924, d. 2012, Ólaf- ur, f. 1926, d. 1940, Guðbergur, f. 1927, Áslaug Hulda, f. 1930, Eyjólfur, f. 1932, d. 2013, Hulda Klara, f. 1933, d. 1994. Bjarney giftist Guðmundi M. Jasonarsyni rafverktaka 19. býlismaður Þorvaldur Ingi- mundarson markaðsfræðingur. Börn hennar eru: Ásgeir Daði, Elísabet Sara og Arnar Logi. 6) Jason lögfræðingur, f. 1970. Maki Tinna Sigurðardóttir flug- freyja. Börn þeirra eru: Atli, Petra og Nanna. Alls eru barna- barnabörnin 14. Bjarney og systkini hennar ólust upp hjá foreldrum sínum í Stóra-Knarrarnesi. Hún gekk í barnaskólann í sveitinni, Brunn- astaðaskóla. Bjarney fluttist til Reykjavíkur fyrir tvítugt og vann við ýmis almenn störf um tíma. Þá hóf hún nám í hár- greiðslu við Iðnskólann og lauk þaðan prófum. Síðar öðlaðist hún réttindi sem meistari í greininni. Í fyrstu starfaði hún á hágreiðslustofunni Eden í Póst- hússtræti en var síðan með eigin rekstur heima. Bjarney og Guðmundur kynntust er þau voru við nám og störf í Reykjavík. Guðmundur lauk prófum í rafvirkjun og stofnaði eigin raftækjavinnu- stofu sem hann rak í áratugi. Árið 1961 fluttu þau hjón í nýtt hús í Safamýri 47 sem þau byggðu saman með fjölskyldu Helga bróður Guðmundar. Þar bjuggu þau í rúma hálfa öld eða þar til hún fluttist á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Bjarneyjar fer fram í Háteigskirkju í dag, 15. janúar 2020, og hefst athöfnin kl. 13. nóvember 1949, f. 10. október 1925, d. 21. desember 2015. Foreldrar hans voru Jason Stein- þórsson, bóndi í Vorsabæ, f. 1872, d. 1952, og Kristín Helgadóttir frá Súluholti, f. 1884, d. 1977. Börn Guðmund- ar og Bjarneyjar eru: 1) Margrét Elín kennari, f. 1949. Maki Guðmundur Soph- usson lögfræðingur. Börn þeirra eru: Áslaug Auður, Krist- ín Hrönn og Páll Arnar. 2) Krist- ín viðskiptafræðingur, f. 1953. Maki Ólafur Jónsson, fv. inn- kaupastjóri Reykjavíkurborgar. Börn þeirra eru: Jason Kristinn og Bjarney Sonja. 3) Bjarni MBA, f. 1958. Maki María G. Sig- urðardóttir viðskiptafræðingur. Börn þeirra eru: Edda Björg og Aron Björn. 4) Þuríður fjöl- miðlafræðingur, f. 1964. Maki Jonathan Wiedemann fram- kvæmdastjóri. Börn þeirra eru: Lúkas Þór, Freyja Mist, Leif Er- ik og Týr Viggó. 5) Rós við- skiptafræðingur, f. 1966. Sam- Elsku mamma, þrátt fyrir að vita að það kæmi að þessari stundu er áfallið mikið. Það er allt eitthvað svo tómlegt og hljótt núna án þín. Það er líklega rétt sem margir segja, að ekkert verði eins þegar mamma er farin. Söknuðurinn er meiri en orð fá lýst, það er þó hugg- un að vita að þú ert farin til pabba. Þú talaðir mikið um hann undir það síðasta og skynjuðum við það sem svo að hann væri að undirbúa end- urfundi ykkar. Elsku mamma, kletturinn í líf- inu, þú vildir allt fyrir okkur og börnin okkar gera og þannig varstu við alla í kringum þig. Þér var svo margt til lista lagt: hár- greiðsla, saumaskapur, málaralist, prjónaskapur, keramikgerð og er- um við systur þakklátar fyrir að eiga gullfalleg verk eftir þig. Þú varst ótrúlega orkumikil, fórst síð- ust að sofa, fyrst á fætur og þá oft búin að sauma föt á okkur, þrífa stofugluggana og taka einn hring á gönguskíðum í Bláfjöllum, svo eitt- hvað sé nefnt. Þú lagðir mikla áherslu á að við systkinin menntuð- um okkur og studdir okkur ætíð í námi. Ófáar minningar eigum við um það þegar þú keyrðir okkur systur í menntaskólann til að við yrðum ekki of seinar í tíma. Alltaf boðin og búin að hjálpa til, þannig varst þú. Elsku mamma, við erum enda- laust þakklátar fyrir allar góðu minningarnar sem þú hefur gefið okkur. Þú að flauta lagið „Litla flugan“, með rúllur í hárinu, með konur heima í hárgreiðslu, að baka marengstertu, passa barnabörnin, elda lambalæri, þrífa og mála íbúð- ina, og svona gætum við haldið lengi áfram. Börnin okkar eiga einnig margar góðar minningar um þig og tala þau oft lambalæri á sunnudögum í Safamýrinni og góðu marengsterturnar hennar ömmu. Þau tala um hve gott var að koma í Safamýrina því þar gátu þau fengið að vera í friði að leika sér. Við erum sérstaklega þakklátar fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér á Hrafnistu síð- ustu ár og viljum við þakka starfs- fólki þar fyrir umönnun þína. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Góðar minningar um þig munu ylja okkur um ókomin ár. Þurý og Rós. Hjartagæska, hjálpsemi og dugnaður er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég minnist elskulegrar tengdamóður minnar Bjarneyjar eða Baddýjar eins og hún var ávallt kölluð. Ég hitti Baddý fyrst þegar ég 10 ára göm- ul, hringdi bjöllunni í Safamýri 47 til að spyrja hvort ég mætti passa Rós dóttur hennar. Það var auð- sótt mál. Á móti mér tók brosmild og glæsileg kona klædd vinnu- sloppi en Baddý var hárgreiðslu- meistari og rak vinsæla hár- greiðslustofu í Safamýri. Mér er minnisstætt hvað það var mikið líf og fjör í Safamýri, fimm systkini á þessum tíma, hárgreiðslustofa og mikill gestagangur en Baddý sá ég aldrei nema brosandi enda leið henni best þegar hún hafði nóg fyrir stafni. Á jóladag tuttugu árum seinna kom ég í heimsókn en þá til tilvon- andi tengdamóður sem alla tíð hef- ur reynst mér vel. Mér var tekið með kostum og kynjum og frá þeim degi hefur vinátta okkar alla tíð byggst á trausti og virðingu sem aldrei skyggði á. Það er margt sem ber að þakka fyrir að leiðarlokum. Baddý var einstaklega hjálpsöm og dugleg. Það sýndi sig vel þegar við stóðum fyrir miklum breytingum á Grund- arlandinu með tvö lítil börn. Baddý kom þá til okkar á hverjum degi og af fágætri hjálpsemi og handlagni leysti hún hvert verkefnið af fætur öðru, saumaði gardínur og málaði en henni þótti skemmtilegast að vera með pensilinn á lofti og ef ein- hver var að mála í fjölskyldunni var Baddý mætt. Baddý var mjög handlagin, það bókstaflega lék allt í höndunum á henni. Hún var flink saumakona og setningin „hún amma Baddý getur örugglega lagað þetta“ heyrðist ósjaldan þegar einhver hafði slysast til að skemma fötin sín. Það var alltaf mikið líf í kringum Baddý, hún var sérlega gestrisin og skemmtileg heim að sækja. Það var því oft gestkvæmt hjá Baddý og Guðmundi, enda fjöldi vina og ættir beggja fjölmennar sem þau lögðu mikla rækt við. Baddý var mjög stolt af æskustöðvum sínum í Knarranesi og lögðu þau hjónin fram mikla vinnu í og sýndu metn- að þegar húsið í Knarranesi var endurgert. Baddý var mikill lista- maður, lærði að mála myndir sem nú prýða veggi hjá börnum og barnabörnum. Baddý var ávallt ung í anda og lifði lífinu lifandi alla tíð. Þegar hún hætti að starfa sem hárgreiðslukona í Múlalundi vegna aldurs fann hún sér sjálf ný verkefni. Hún keyrði austur að Sólheimum til að klippa og greiða heimafólkinu þar, fór í sund á hverjum degi og sótti gjarnan vin- konur sínar og að sjálfsögðu var hún alltaf boðin og búin að aðstoða börn og barnabörn. Hjálpsemi hennar og örlæti átti sér engin tak- mörk. Baddý var kona fram- kvæmdanna og það var ekkert sem stoppaði hana ef verk þurfti að vinna. Mér er minnisstætt þegar ég kom til hennar rétt fyrir jól þeg- ar hún var rúmlega áttræð. Hún var þá búin að taka niður gardínur og þvo, skrúfa niður ljósakrónur, mála íbúðina og hengja allt upp aft- ur ein og óstudd. Það hvarflaði ekki að henni að biðja um hjálp, það var ekki hennar stíll. Við fjölskyldan kveðjum hana með söknuði, en umfram allt með þakklæti, ljós hennar og hlýja mun lifa með okkur. María Guðrún. Tengdamóðir mín, Bjarney Guðrún Ólafsdóttir, er látin á 92. aldursári. Baddý, eins og hún var jafnan kölluð, var yndisleg mann- eskja og fyrirmynd í hvívetna. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verða samferða henni í tæplega 50 ár. Hún reyndist mér eins og móðir, ljúf og bóngóð og einstakur vinur minn og barnanna okkar. Þessi góða og einlæga vinátta hélst fram á síðasta dag. Baddý studdi okkur Kristínu einstaklega vel á fyrstu árum sam- búðar okkar og hugsaði um Jason Kristin sem sinn eigin son. Fyrir það verð ég henni ævinlega þakk- látur. Baddý hafði til að bera mikla mannkosti. Hún hafði járnvilja og það hreyfði hana enginn ef það var henni ekki að skapi. Hún hafði líka þá eiginleika að segja aldrei nei við sína vini og nánustu ef beðið var um hjálp eða aðstoð. Áhugasöm um börn og barnabörn allt fram til síðustu stundar. Baddý var einstaklega ættræk- in. Hún vann að endurbótum og uppbyggingu á ættaróðalinu á Stóra-Knarrarnesi með systkinum og frændfólki af Suðurnesjum. Baddý starfaði lengst af sem hárgreiðslumeistari. Hún var líka mikil hannyrðakona og vandaði allt sitt. Henni tókst á sinn hlýja og þægilega hátt að gera mig að aðdá- anda lopapeysunnar sem hún prjónaði á mig. Síðustu fimm árin í lífi elsku- legrar tengdamóður minnar voru henni erfið. Eftir að hafa fengið heilablóðfall og misst færni til að hreyfa sig sjálf tókst hún á við til- veruna af einstöku æðruleysi, kvartaði aldrei, sama hvaða veik- indi og hremmingar hún þurfti að yfirstíga. Baddý var sterk kona, vel gerð og ótrúlega falleg. Hún og Guð- mundur tengdapabbi voru einstak- lega myndarleg og vel gerð hjón sem gott var að heimsækja á fal- lega heimilið þeirra í Safamýrinni. Baddýjar er sárt saknað sem móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Blessuð sé minning hennar. Ólafur Jónsson. Í dag fer fram útför tengda- móður minnar Bjarneyjar Ólafs- dóttur. Með þakklæti kveð ég hana eftir langa samferð og fyrir það lán að hafa verið einn af henn- ar fjölskyldu. Liðin eru tæp fimm- tíu og fimm ár frá því að ég hitti fyrst mína verðandi tengdafor- eldra, Bjarneyju og Guðmund, á heimili þeirra í Safamýrinni. Fáum árum seinna stofnuðum við Ella elsta dóttirin heimili í lítilli íbúð í húsi þeirra hjóna og bjugg- um þar okkar fyrstu hjúskaparár. Þegar ég minnist Baddýjar nú koma strax í hugann orðin kraftur og eljusemi. Hún var lærð hár- greiðslukona og meistari, vann í fyrstu á hárgreiðslustofum en hóf síðar rekstur eigin stofu heima. Hárgreiðslunni sinnti hún lengi, var vinsæl og átti tryggan hóp við- skiptavina. Heimilið var mann- margt. Hún ól upp sex börn og var óþreytandi að leiðbeina og gæta barnabarnanna. Heimilið minnti oft á lítið félagsheimili. Baddý átti 13 systkini og var samband þeirra mjög náið. Mörg þeirra bjuggu á Suðurnesjunum. Leið varla sú vika að ekki kæmi eitthvert systk- inanna og fjölskyldur þeirra í heimsókn í Safamýrina og var þá gjarnan tekið í spil. Guðmundur sem fæddist í Vorsabæ í Flóa átti einnig stóran systkinahóp sem var duglegur að sækja þau heim. Baddý var glaðlynd og opin og naut þess að hafa fólk í kringum sig og því leið vel í hennar návist. Þótt vinnudagurinn væri oft langur vann Baddý að ýmsum hugðarefnum sínum. Hún nam um tíma málaralist og málaði fallegar myndir sem hún færði börnum og barnabörnum að gjöf og prýða nú heimili þeirra. Prjónarnir voru alltaf innan seilingar og stórfjöl- skyldan klæddist stolt fínu lopa- peysunum hennar. Og úr eldhús- inu heyrðist iðulega hið taktfasta hljóð saumavélarinnar þegar hús- móðirin var að sauma og hanna nýjar flíkur. Síðustu árin lagði hún leið sína að Sólheimum í Gríms- nesi til að klippa og greiða í sjálf- boðavinnu. Það veitti henni mikla ánægju. Lengi var hún fastagest- ur í sundlauginni í Laugardal og komin á níræðisaldur munaði hana ekki um að sækja og taka vini sína með í bílinn. Sundið og fé- lagsskapurinn í pottinum var ómissandi. Baddý og systkini hennar ólust upp í Stóra-Knarrarnesi á Vatns- leysuströnd. Jörðin er enn í eigu ættarinnar en enginn hefur þó bú- ið þar í allmörg ár. Íbúðarhúsið er í ágætu standi og þar hafa mörg ættarmótin verið haldin. Knarrar- nes var alla tíð sem annað heimili Baddýjar því þangað fór hún stundum daglega til að hitta ætt- ingja sína og vini og í leiðinni að dytta að ýmsu á jörðinni. Hún var ættrækin og undi sér vel á æsku- slóðunum. Þegar einhver í fjölskyldunni stóð í byggingarframkvæmdum eða viðhaldi var Baddý sú fyrsta sem mætti á staðinn til að bjóða aðstoð og þá gjarnan með pensil og rúllu. Alltaf tilbúin að leggja sitt af mörkum. Dugnaður hennar smitaði frá sér og þannig miðaði framkvæmdum vel. Fyrir fáeinum árum lamaðist Baddý. Lífsgæðum og heilsu hrakaði hratt. Það var erfitt en hún kvartaði ekki. Hún skilaði af sér drjúgu dagsverki og stórum hópi afkomenda sem hún fylgdist svo náið með og studdi. Kærar þakkir fyrir samfylgd- ina. Guðmundur Sophusson. Bjarney G. Ólafsdóttir  Fleiri minningargreinar um Bjarneyju G. Ólafs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ SvanhildurÁrný Sigur- jónsdóttir fæddist 5. maí 1927 á Sæ- bóli í Haukadal við Dýrafjörð. Hún lést 30. desember 2019 á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru Sigurjón Guðmundsson, f. 24. maí 1885, d. 7 des. 1963, og Kristjana Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 11. ágúst 1901, d. 26. apríl 1981. Fósturforeldrar Svanhildar voru Magnús Jón Samúelsson, f. 13. september 1869, d. 26. júní 1931, og Hall- dóra Gestsdóttir, f. 19. mars 1884, d. 6. júlí 1972. Systkini Svanhildar eru Snjá- fríður, f. 1922, Kristmundur, f. 1923, d. 1989, Guðmunda Erla, f. 1928, d. 2008, og Kristín, f. 1932, d. 2016. Samfeðra systkin eru Árni Sigurður, f. 1911, d. 1982, Guðmundur, f. 1913, d. 2000, Sig- urjón, f. 1915, d. 1979, og Svanhild- ur, f. 1917, d. 1922. Uppeldissystkin Svanhildar voru Guðmunda, f. 1922, d. 2016, Ingibjörg, f. 1918, d. 1993, og Gestur, f. 1924, d. 2015. Svanhildur giftist Sigurði Sigurjónssyni framreiðslu- manni, f. 18. október 1928, d. 25. janúar 1967. Þau skildu. Börn þeirra eru: Halldór, f. 1945; Páll, f. 1948; Daði, f. 1949, d. 2000; og Sigurður, f. 1954, d. 1988. Barn Svanhildar og Kristmundar Antons Jón- assonar er Edda, f. 1963. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 15. janúar 2020, klukkan 13. Að eiga vinkonu sem er um 30 árum eldri er ekki sjálfgefið. Þannig var Svana frænka mín og vinkona. Við höfðum átt ým- is samskipti sl. 15 ár, fórum til dæmis í ferðalög um landið með mömmu sem var uppeld- issystir hennar og var þá ald- eilis glatt á hjalla hjá okkur. Við fórum vestur á firði á þeirra æskuslóðir og það var dásamlegt að heyra þær tala um Keldudalinn kæra og bernskudagana þar. Taugin vestur var alltaf sterk. Svana var í senn alþýðukona og heimsborgari. Hún hafði lifað tímana tvenna og reynt margt. Hún var fyrsta konan sem lærði að vera þjónn eða framreiðslumað- ur á Íslandi og vann lengi í Þjóðleikhúskjallaranum. Hún kynntist því mörgum úr leik- húslífinu og passaði án efa vel inn í umgjörðina þar. Hún var fíngerð og lágvaxin og sagði kímin að hún hefði reykt óbeint í vinnunni því öskubakkinn á barborðinu var á hæð við hana. Hún hafði yndi af náttúru landsins og ferðalög- um. Til að geta ferðast um óbyggðir landsins réð hún sig á eldhúsbíl hjá Guðmundi Jónas- syni nokkur sumur og þannig komst hún inn að perlum há- lendisins eins og Öskju, Herðu- breiðarlindum og Kverkfjöllum. Þessum öræfaáhuga deildum við Svana og fylgdu margar skemmtilegar sögur úr þessum ferðum í spjalli okkar. Hún var ljóðelsk og var líka ótrúlega flink að setja saman vísur, sýndi hún mér tvisvar gaman- vísur sem hún hafði sett saman á smellinn hátt um samferða- fólk sitt á fjöllum og um starfs- fólkið í Múlabæ en þar dvaldi hún í dagvist fram á síðasta ár. Hún var smekkleg og smart, flink prjónakona og prjónaði dásamlega fínlega dúka í massavís enda með ótrúlega nettar hendur svo það hentaði henni vel. Hún unni líka ballett og óperum og fórum við nokkr- um sinnum saman í Hörpu á þannig sýningar, síðast fórum við saman á Svanavatnið í lok nóvember. Dásamaði hún mikið þetta fallega hús og hvað við eigum stórkostlega sinfóníu- hljómsveit. Ekki spillti þegar hún sagði sögur frá óperunum á þeim tíma sem hún vann í Leikhús- kjallaranum. Húmor og glettni einkenndi Svönu og sagði hún oft skemmtilega frá. Hún var fordómalaus og framsýn í hugs- un og breytti viðhorfi sínu til samtímamála eftir því sem hún kynnti sér þau betur, studdi t.d. baráttu samkynhneigðra heilshugar og tók þátt í starfi Amnesty International um tíma. Alþýðukonan Svana elsk- aði mat eins og slátur, svið, reykta síld og harðfisk. Við fengum okkur stundum þetta góðgæti og hámuðum í okkur harðfiskinn góða frá Halldóri frænda í Breiðadal. Hana lang- aði einmitt í sviðapartí til mín eins og hún orðaði það þegar fæturnir voru orðnir of veik- burða til að ferðast þar sem voru tröppur, það partí bíður betri tíma. Hún hafði áhuga á að fylgj- ast með börnum mínum og barnabarni og náði hún að koma í heimsókn til mín sl. sumar og hitta þau. Ég kveð skemmtilega og fjölfróða frænku mína með söknuði og geymi hjá mér það sem ekki var ætlast til að bera á torg og held hinu á lofti. Nú sveiflast hún um grænar grundir Keldudalsins með upp- eldissystkinum sínum, gætir kinda í hjásetu eins og í bernsku og snæðir rúgbrauð með rauðmaga og nartar í sviðakjamma. Margrét Ívarsdóttir. Svanhildur Árný Sigurjónsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.