Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 19
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GRÍMUR ÖRN HARALDSSON,
Strikinu 10, Garðabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
miðvikudaginn 8. janúar.
Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 17. janúar
klukkan 13.
Svava Axelsdóttir
Helga Grímsdóttir Sebastien Paquin
Harpa Grímsdóttir Garðar Sigurjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020
✝ Steindór Sverr-isson fæddist á
Selfossi 8. júní 1959.
Hann lést á heimili
sínu 7. janúar 2020.
Foreldrar hans
voru Sverrir Stein-
dórsson rafvirkja-
meistari, f. 1. apríl
1938, d. 4. nóv-
ember 2005, og
Bára Steindórsdótt-
ir, f. 7. desember
1938, d. 6. júní 2006.
Systkini Steindórs eru: Guð-
björg Dóra, kennari, maki Magn-
ús Bergsson; Ríkharður, kenn-
ari, maki Claudia Haoses.
Eiginkona Steindórs er Hjör-
dís Ásgeirsdóttir bókari, f. 17.
september 1964. Þau gengu í
hjónaband 17. ágúst 2002. For-
eldrar Hjördísar eru Ásgeir L.
Guðnason rafvirkjameistari og
Þyri Axelsdóttir. Börn Hjördísar
og Steindórs eru: Bára Stein-
dórsdóttir, f. 11. nóvember 1991,
hennar sonur er Mikael Aron, f.
6. september 2015;
Sverrir Stein-
dórsson, f. 29. apríl
2004. Fyrir átti
Hjördís Andreu
Skúladóttur við-
skiptafræðing, f. 1.
nóvember 1988,
sem Steindór ól
upp. Hennar maki
er Sveinn Ingi
Sveinbjörnsson vél-
virki, f. 23. júní
1987. Börn þeirra eru Skarphéð-
inn Ingi, f. 14. ágúst 2014, Stein-
dór Einar, f. 21. júlí 2017, og
Sveinbjörg Þyri, f. 21. febrúar
2019.
Steindór byrjaði ungur að
vinna hjá Steypuiðjunni á Sel-
fossi, fór síðan til sjós og starfaði
sem matsveinn lengst af. Hann
hóf störf hjá Set ehf. árið 2004 og
vann þar uns hann lét af störfum
vegna veikinda.
Útför Steindórs fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 15. janúar
2020, klukkan 13.30.
Margs er að minnast og margs
er að sakna, elsku ástin mín. Nú
skilur leiðir eftir 30 ár, fyrst í sam-
búð og síðar í hjónabandi. Við hóf-
um sambúð árið 1989 og ég kom
með Andreu okkar í farteskinu.
Þú leist strax á hana sem þína
eigin dóttur og elskaðir hana jafnt
á við hin börnin þín sem síðar
komu, þau Báru og Sverri. Þú
stundaðir sjómennsku þar til
Sverrir fæddist en komst þá í
land.
Þú ætlaðir ekki að missa af einu
augnabliki, tókst langt fæðingar-
orlof og varst meira og minna með
hann í fanginu fyrstu vikurnar,
naust hverrar mínútu enda voruð
þið nátengdir feðgarnir.
Þrátt fyrir langa fjarveru oft á
tíðum tókstu fullan þátt í uppeldi
dætranna og oft varð ég að telja
þig af því að vekja þær um miðjar
nætur þegar þú komst heim af
sjónum því þú varst svo spenntur
að hitta þær. Þú varst einstaklega
barngóður og barnabörnin sóttu í
að vera í návist þinni.
Við vorum dugleg að ferðast
jafnt utanlands sem innan, fórum í
veiði m.a. í Ljótapoll og vötnin í
kring en síðar varstu heltekinn af
laxveiði. Við fórum í útilegur vítt
og breitt, á fótboltamót hér og þar
og unglingalandsmót, nú síðast á
Hornafirði í sumar. Það var jafn-
framt síðasta ferðin sem farin var.
Frábær ferð, ekki síst fyrir þær
sakir að tveir af afastrákunum
þínum, þeir Skarphéðinn Ingi og
nafni þinn Steindór Einar, gistu
hjá okkur. Þú hefðir reyndar kos-
ið að Mikael Aron hefði verið líka
því þið voruð svo miklir vinir.
Margar góðar minningar eig-
um við úr ferðum til Spánar, Flór-
ída og fjölmargra borga, ýmist
með börnin eða án. Minningar
sem aldrei gleymast.
Þú hafðir brennandi áhuga á
fótbolta og misstir helst ekki af
leikjum meistaraflokkanna á Sel-
fossi né útsendingum á leikjum
hjá Manchester United. Þú fórst á
nokkra leiki en eftirminnilegust
er ferðin þegar við fórum með
Sverri á leik MANU og Swansea
og sáum m.a. Gylfa skora.
Fjölskyldan skipti þig öllu máli
og var ætíð í fyrirrúmi. Þú varst
hlýr og góður eiginmaður og faðir,
hafðir einstaklega góða nærveru,
varst fyndinn og skemmtilegur,
yfirvegaður, hjálpsamur og alltaf
boðinn og búinn að rétta fram
hjálparhönd. Æðruleysi þitt og
styrkur var ótrúlegur og þú miðl-
aðir honum óspart til okkar hinna.
Missir okkar er mikill og þín er
sárt saknað. Takk, ástin mín, fyrir
allt, ekki síst fyrir að vera alltaf til
staðar fyrir mig og börnin og
styðja okkur í því sem við tókum
okkur fyrir hendur.
Þín
Hjördís.
Elsku pabbi.
Ég verð þér ævinlega þakklát
fyrir að hafa verið til staðar fyrir
mig í einu og öllu, alveg frá því ég
var ungbarn. Ég hef alltaf getað
leitað til þín varðandi allt og ekk-
ert. Takk fyrir öll símtölin, sem
voru nánast daglega, og takk fyr-
ir allt spjallið um hversdagslega
hluti tengda mér og minni fjöl-
skyldu. Þú hefur alltaf staðið við
bakið á mér og látið mig þig
varða.
Ég er svo heppin að hafa fengið
að alast upp með þér og upp úr
standa minningar um öll ferðalög-
in innan lands og utan. Á hverju
sumri fórum við í langar útilegur
með tjaldvagninn og í sumar-
bústaði. Við fórum oft að veiða eða
dorga og svo spiluðum við uno,
gúrku, forseta, o.fl. Ég er svo glöð
að við skyldum fara í fjölskyldu-
ferð til Tenerife 2018 því ég veit
hvað þú elskaðir að búa til
skemmtilegar minningar með
okkur.
Fjölskyldan skipti þig miklu
máli og þú gafst þér alltaf tíma
fyrir okkur börnin þín. Þú studdir
okkur í því sem við tókum okkur
fyrir hendur. Þú elskaðir að verja
tíma með barnabörnunum og
gafst Skarphéðni hjól og kenndir
honum að hjóla án hjálpardekkja.
Þið fóruð saman í hjólatúra og oft-
ast dró hann þig á skate-park eða
róló.
Mér hefur alltaf fundist svo
gott að tala við þig enda ertu já-
kvæður að eðlisfari, hreinskilinn
og gefur góð ráð án þess að dæma.
Þú hefur ávallt litið á björtu hlið-
ina og þér er treystandi fyrir öllu.
Ég hef undantekningarlaust get-
að stólað á þig og hjálpsamari
menn eru vandfundnir. Ég veit
hvað þér fannst erfitt að vera
svona veikur þegar við byrjuðum
á húsbyggingunni og þú nefndir
oft hvað það væri sárt að geta ekki
hjálpað okkur. En öll pössunin er
nú aldeilis hjálp, pabbi minn, og
þú varst svo sannarlega á heima-
velli í þeim málum, enda börnin
hænd að þér fram á síðasta dag.
Þú spjallaðir við þau, last fyrir
þau, horfðir á vídeó með þeim og
sagðir þeim sögur. Þau fundu allt-
af fyrir öryggi og væntumþykju
hjá þér. Ég gleymi aldrei svipnum
á þér þegar þú sást börnin mín í
fyrsta skipti nýfædd. Brosið var
fast á öllu andlitinu á þér og
spennan og gleðin sem fylgdi nær-
veru þinni var ótrúleg. Ég heyri
þig ennþá raula „diddiriddiriddí“
og horfa stoltur á ungana þína ný-
fædda.
Þú hefur alltaf verið húmoristi
og náðir að slá mörgu upp í grín.
Jafnvel þegar við vissum að þú
ættir einungis nokkrar vikur eftir
ólifaðar náðir þú að hlæja og slá á
létta strengi. Þú hefur kennt mér
að njóta augnabliksins og það
ætla ég svo sannarlega að gera
fyrir þig, elsku pabbi.
Þú þekktir okkur svo vel og
eldaðir alltaf uppáhaldsmatinn
minn ef þú vissir að ég væri vænt-
anleg. Þú vaknaðir með börnun-
um mínum þegar ég gisti hjá ykk-
ur og leyfðir mér að sofa út. Þú
passaðir fyrir mig nánast daglega
þegar við bjuggum á Selfossi svo
ég kæmist í hesthúsið. Þú varst
alltaf tilbúinn að skutla mér hvert
á land sem er, á hvaða tíma sem
er. Þú stappaðir í mig stálinu þeg-
ar á þurfti að halda. Þú huggaðir
mig þegar ég var sorgmædd. Þú
hlustaðir þegar ég þurfti að tala.
Þú varst alltaf til staðar. Alltaf.
Ég gæfi svo mikið fyrir að hafa
þig áfram í mínu lífi.
Þín dóttir,
Andrea.
Elsku pabbi minn. Hetjan mín.
Þú barðist eins og hetja allt til
síðasta dags, þvílík hetja sem þú
varst.
Ég gæfi allt fyrir að hafa þig
enn þá hjá okkur, en því fæ ég víst
ekki breytt svo minningarnar um
þig verða að lifa í hjarta mínu að
eilífu.
Allar útilegurnar, utanlands-
ferðirnar, veiðiferðirnar og allur
prakkaraskapurinn.
Gleðin sem fylgdi þér hvar sem
þú varst, hrókur alls fagnaðar
hvert sem þú fórst. Þú hafðir svör
við öllu og alltaf til í að rétta fram
hjálparhönd.
Síðustu árin höfum við eytt
dásamlegum tíma saman, þvílík
forréttindi sem það voru að eyða
öllum þessum tíma í Álfhólunum
með þér. Kaffibollarnir voru ófáir
og spjallið um allt og ekkert, sem
er svo dýrmæt minning.
Elsku pabbi, þú varst besta
föðurímynd sem ég hefði getað
hugsað mér fyrir bæði mig sjálfa
og ekki síður Mikael Aron, hann
leit svo mikið upp til þín. Hann
vildi alltaf fá að vera og gera eins
og afi. Tengingin ykkar á milli var
ólýsanleg, vináttan ykkar var sú
allra fallegasta. Hann talaði um
það eftir að hafa knúsað þig í síð-
asta sinn að þér hafi alltaf þótt svo
gott að knúsa hann. Sem fór svo
að litla gullið okkar vildi fá að
sofna við hlið þér, í miðjunni sinni.
Þú stóðst þétt við bakið á mér í
öllum mínum ákvörðunum. Stapp-
aðir í mig stálinu þegar þess
þurfti. Gafst mér alltaf tækifæri á
að vera ég sjálf, sama hvaða
kjánaskap ég tók upp á.
Þú sem alltaf hafðir trú á mér í
öllu sem ég tók mér fyrir hendur,
stóðst alltaf með mér.
Elsku pabbi, takk fyrir allt.
Guð, gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi
eins og hann er,
eins og Jesús gerði
en ekki eins og ég vil hafa hann
og treysta því að þú munir færa allt
á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega
hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þér
þegar að eilífðinni kemur.
Amen.
(Reinhold Niebuhr)
Þín
Bára.
Kæri bróðir, minn trausti vin-
ur.
Það er sárt að hugsa til þess að
þú sért farinn og aðeins minningin
um þig eftir.
Fyrstu minningar eru frá
Birkivöllunum, ég sennilega um 5
ára, þú um 11. Þú að kenna mér að
tefla, við að leika með bílabraut á
jólum. Ég man þegar þú spurðir
mig þá með hvaða liði ég héldi í
enska boltanum. Ég átti ekki lið
og vildi halda með sama liði og þú,
Man. United, en það leist þér ekki
á og sagðir mér að halda bara með
Arsenal. Og þar með var það
ákveðið. Stundum fékk ég að spila
fótbolta með þér og vinum þínum
á Eikatúni. Þú nenntir nú samt
ekki alltaf að hafa mig í eftirdragi,
smákrakka og vælukjóa, en mér
fannst svo gaman að vera með
stóra bróður. Fótboltann áttum
við svo saman síðustu árin. Horfð-
um á enska og fylgdumst með Sel-
fossi spila og landsliðinu.
Seinna fluttum við upp að Íra-
fossi. Þá varstu orðinn unglingur.
Þóttir baldinn, varst prakkari og
töffari. Fluttum aftur á Selfoss
um ári síðar á Laufhagann. Þar ól-
umst við upp þar til þú fluttir að
heiman og stóðst á eigin fótum.
Þaðan eru margar minningar og
þar fórum við að ná meira saman.
Svo liðu árin. Við unnum saman
um stund í Steypuiðjunni og Set.
Þú reddaðir mér þar sumarvinnu.
Síðar fékk ég að reyna sjó-
mennsku með þér. Ég entist stutt,
3 mánuði, þú um 30 ár. Þú byrj-
aðir á sjó um 16 ára aldur. Varst
kokkur mesta tímann þar. Það var
alltaf gott í matarveislu hjá þér.
Flest fórst þér vel úr hendi, bróð-
ir.
Þegar við vorum á þrítugsaldri
fórum við saman á Costa del Sol.
Okkar fjörugasti tími saman. Þú
hrókur alls fagnaðar, fyndinn og
endalaust fjörugur. Uppátækin
þín þar fá mig enn til að brosa. Í
sumar vorum við aftur saman er-
lendis með eiginkonum. Það var
yndislegur tími sem við Claudia
erum þakklát fyrir að hafa átt
með ykkur Hjördísi.
Þú giftist og eignaðist börn.
Fórst að vinna í landi. Lífið gekk
sinn vanagang þar til þú greindist
með krabbamein. Læknar töldu
að þú hefðir 1 til 2 ár. Þau urðu 11,
það erum við öll mjög þakklát fyr-
ir sem og þú. Tíminn varð allt í
einu svo miklu verðmætari, hver
samverustund ómetanleg. Jafnvel
orðin sem fóru á milli höfðu meira
vægi en áður. Þetta voru lær-
dómsrík ár, þú kenndir mér hvað
skiptir máli, bróðir.
Það var aðdáunarvert hvernig
þú lifðir lífinu eftir þetta áfall. Þú
hengdir ekki haus frekar en fyrri
daginn. Hélst bara áfram af sama
æðruleysi og einkenndi þig alltaf,
staðráðinn í að nýta tímann sem
best. Og það gerðir þú eins og
annað sem þú ætlaðir þér. Skap-
aðir minningar handa okkur hin-
um. Þú hlífðir okkur oft og tíðum,
hjálpsamur allt til enda. Kvartaðir
ekki þótt þér liði illa, ef ég spurði
þig um líðan og þú svaraðir, o mér
líður einhvern veginn, þá vissi ég
að það var slæmt, bróðir. Svona er
þetta bara, sagðir þú.
Elsku Steindór, ég mun alltaf
minnast þín fyrir æðruleysi þitt,
hugrekki, og þess jafnaðargeðs
sem þú hafðir. Alltaf varstu sterk-
ur, líka á dánarstund. Ég er stoltur
að geta kallað mig bróður þinn.
Þakklátur fyrir tímann sem við
áttum saman og allt sem þú gerðir
fyrir mig. Það verður tómlegt án
þín.
Ríkharður.
Elsku bróðir. Það var drungi
yfir landinu daginn sem þú kvadd-
ir, vindurinn gnauðaði og bylurinn
buldi á gluggum. Það var sorg í
huga okkar sem sátum hjá þér.
Þinn tími var á enda runninn, því
gátum við ekki breytt.
En þær eru systur sorgin og
gleðin og það sem þú gafst okkur
og skilur eftir þig er og verður
áfram gleði okkar.
Ég var á öðru ári þegar þú
fæddist, lítill sólargeisli, ljós yfir-
litum og ávallt glaður. Strax sem
lítill patti varstu duglegur að
bjarga þér og vorkenndir þér
aldrei nema þegar þú varst
þriggja ára, grátandi, einmana og
kviðslitinn inni á sjúkrahúsi og
mömmu bannað að heimsækja
þig. Aðrar minningar um þig
tengjast gleði enda oftast líf og
fjör í kringum þig.
Í haust dróstu eitt sinn fram
myndaalbúm og sýndir mér.
Æskuár okkar lifnuðu við. Fjör-
ugir leikir, skemmtilegt fólk,
tunnubátasmíði og jólin sem við
fengum skautana. Við vorum sam-
mála um að það hefði verið besta
jólagjöf allra tíma.
Þú elskaðir alltaf útiveruna og
sem gutti lékstu þér úti frá
morgni til kvölds. Ekkert truflaði,
enginn hafði áhyggjur af því þótt
við krakkarnir hyrfum tímunum
saman, færum í tunnubátaferð,
langar gönguferðir með vinunum
upp að fjalli, í berjamó út yfir á
eða í nærliggjandi sveitir að skoða
dýrin. Í litla þorpinu okkar hafði
fólk ekki áhyggjur nútímans.
Við ræddum líka um fjölmörg
skemmtileg fjölskylduferðalög og
hvernig okkur systkinum var
kennt að þekkja og meta náttúr-
una og líðandi stund. Stundum var
sungið, varðeldur kveiktur eða
farið í gönguferðir en fyrst og
fremst verið saman. Þetta tókstu
allt með þér inn í fullorðinsárin og
með Hjöddu þinni og krökkunum
flakkaðir þú um landið, veiddir og
naust stundarinnar.
Þú vildir sem oftast hafa fólkið
þitt í kringum þig. Þú varst dug-
legur að hóa því saman við hin
ýmsu tækifæri, hvort sem um var
að ræða þín frábæru matarboð
eða bara til að bjóða einhverju
okkar að koma og horfa með þér á
fótbolta eða handbolta í sjónvarp-
inu.
Svo varstu hjálpsamur fram í
fingurgóma, fannst gaman að
gleðja aðra. Þú varst ávallt fyrst-
ur til að bjóða fram hjálp ef ein-
hver þurfti, jafnvel framkvæmdir
án orðalenginga. Eitt sinn mætt-
irðu heim til mín með málningar-
rúllu. Ég lá veik og þú vissir að ég
hafði ætlað að mála. Þegar ég
vaknaði var verkinu lokið.
Jafnaðargeð þitt, æðruleysi,
kjarkur og hversu auðvelt þú áttir
með að njóta þess sem lífið bauð
þér í stað þess að festast í erfið-
leikunum var þín gæfa. Þess
vegna áttir þú góð ár eftir að
ólæknandi krabbi festi rætur í lík-
ama þínum fyrir rúmum áratug.
Þetta hefðir þú þó ekki getað
nema vegna þess að við hlið þér
stóð þín sterka og góða Hjödda,
kletturinn í lífi þínu, konan sem
þér þótt svo vænt um, börnin ykk-
ar þrjú og seinna barnabörnin
fjögur. Þið voruð samheldin fjöl-
skylda og þau öll stolt þitt og
gleði. Einnig var styrkur í vináttu
ykkar bræðra, hugurinn sem þið
báruð hvor til annars ómetanleg-
ur fyrir báða.
Kæri bróðir, að leiðarlokum
þakka ég þér samfylgdina, við
sjáumst þegar minn tími kemur.
Dóra.
Fallinn er nú frá elskulegur
tengdasonur okkar hjóna, Steindór
Sverrisson, eftir erfiða glímu við ill-
vígan sjúkdóm. Baráttan stóð með
stuttum hléum milli sigra og ósigra
með tilheyrandi læknisaðgerðum
og uppskurðum. Alla þessa raun
stóðst Steindór með styrk og
æðruleysi, miðlaði fjölskyldu og
vinum af bjartsýni og von. Bauð til
fagnaðar og ferðalaga með stórfjöl-
skyldu og vinum, bæði innan lands
og utan. Sorgin og missirinn mild-
ast við þessar björtu minningar.
Guð blessi góðan dreng. Far þú í
friði.
Ásgeir L. Guðnason
og Þyri Axelsdóttir.
Steindór
Sverrisson
Fleiri minningargreinar
um Steindór Sverrisson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Elsku eiginkona mín og besti vinur, móðir
okkar, tengdamóðir og amma,
SÓLVEIG HRAFNSDÓTTIR,
náms- og starfsráðgjafi,
lést á Akureyri 10. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
23. janúar klukkan 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á
Akureyri.
Kristján Jósteinsson
Sindri Kristjánsson Rannveig Magnúsdóttir
Orri Kristjánsson Jónína Björt Gunnarsdóttir
og ömmubörn