Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 21

Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020 ✝ Sigurgeir ÖrnSigurgeirsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1992. Hann lést 29. desember 2019. Sonur hjónanna Örnu Sæmunds- dóttur læknaritara, f. 29. júlí 1960, og Sigurgeirs Guð- jónssonar raf- virkjameistara, f. 11. maí 1953, lést af slysförum 13 október 2002. Systir Sigurgeirs Arnar er Jóhanna Margrét lög- reglumaður, f. 25. október 1986. Foreldrar Örnu: Vígdögg Björgvinsdóttir, f. 20. febrúar 1933, og Sæmundur Örn Sveins- son, f. 3. júlí 1932, d. 29. nóv- ember 2018. Foreldrar Sigurgeirs: Jó- hanna Margrét Jóhannesdóttir, f. 5. ágúst 1914, d. 14 maí 2002, og Guðjón Þorgilsson, f. 14. júní 1914, d. 30. janúar 2010. Sigurgeir Örn var uppalinn í Árbæjarhverfi, var öll sín grunn- skólaár í Árbæj- arskóla, þar sem hann tók virkan þátt í félagslífi skólans auk þess að æfa og keppa í knattspyrnu með Fylki. Þaðan lá leið hans í Fjölbrauta- skólann í Breið- holti og lauk hann stúdentsprófi þaðan árið 2012. Þar tók hann einnig virkan þátt í félagslífinu og var í keppnisliði skólans í Spurningakeppni framhalds- skólanna, Gettu betur. Útskrifaðist með BS-gráðu í geislafræði frá Háskóla Íslands í október 2018. Hann var for- maður FLOG, félags nema í líf- einda- og geislafræði, árið 2017- 2018. Sigurgeir Örn vann alla tíð með skóla, síðustu ár hjá Ikea. Útför Sigurgeirs Arnar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 15. janúar 2020, klukkan 11. Í dag verður til moldar borinn Sigurgeir Örn Sigurgeirsson, son- ur Örnu mágkonu minnar, en hann lést aðeins 27 ára að aldri. Mun hann hljóta hvílu við hlið föð- ur síns og nafna sem einnig lést fyrir aldur fram, 49 ára. Þeir feðg- ar voru um margt líkir, ekki ein- ungis í háttum, heldur einnig út- liti. Báðir voru þeir skemmtilegir, ljúfmenni, hæfileikaríkir, fróð- leiksfúsir, ræðnir og vel upplýstir. Ljúf nærvera hans og kímni lað- aði að honum fólk enda vinmarg- ur. Var vinskapur Sigurgeirs mér, konu minni og börnum dýrmætur. Margar minningar um þá feðga og nafna sækja á hugann og eru þær allar ljúfar. Ein af síðustu minningum mínum um Sigurgeir Örn er frá því í sumar er fjöl- skyldan fór á ættarmót afkom- enda Ketilsstaðahjónanna í Jök- ulsárshlíð, Stefaníu og Björgvins. Löng ökuferðin varð kveikjan að skemmtilegum umræðum og spurningakeppni sem spannaði flest milli himins og jarðar. Sig- urgeir Örn fór, eins og oftast áð- ur, með sigur af hólmi í þeirri keppni. En nú er Sigurgeir farinn og eftir sitjum við með spurningar sem jafnvel hann hefði átt erfitt með að svara. Ég kveð hæfileikaríkan, greindan, hlýjan og vel gerðan dreng og votta, af veikum mætti, móður hans, systur, ömmu og öðr- um vandamönnum og vinum sam- úð mína. Blessuð sé minning Sig- urgeirs Arnar Sigurgeirssonar. Kveðja, Einar Ásbjörnsson. Elsku fallegi frændi minn, komið er að kveðjustund og mig langar ekki að trúa því. Ég á svo margar fallegar minningar um þig og ég var viss um að þær yrðu miklu fleiri. Öll sumrin með ömmu og afa í sumarbústaðnum þar sem við vöktum frameftir, spiluðum, hlóg- um og týndumst í fjallgöngum. Vöfflurnar hennar ömmu, uxa- halasúpan og troðfullar nammi- skálar. Öll jóla- og afmælisboðin þar sem þú varst minn allra besti vinur. Þriðjudagskvöldin hjá ömmu og afa. Við öll saman að borða ömmumat og spila kana. Þú varst alltaf tilbúinn með fimmaura- brandara og áttir auðvelt með að gleðja fólkið í kringum þig. Ég man vel eftir því þegar þú gistir hjá mér eftir eitt jólaboðið og við eyddum nóttinni í að læra Trivial Pursuit utan að. Næsta dag var annað jólaboð þar sem við auðvitað rústuðum Trivial, alveg þangað til hinum datt í hug að skipta um spilastokk. Það gleymist líka seint þegar við tvö ætluðum okkur að stofna hljómsveit. Ég man enn lagið um vegalögguna á Seyðisfirði og það er ekki langt síðan ég söng það fyrir þig síðast, þú hlóst svo inni- lega og varst hissa að ég skyldi ennþá muna textann öllum þess- um árum seinna. Þú varst skemmtilegur, fynd- inn, umhyggjusamur og góð sál. Ég hélt við myndum spila kana saman í ellinni en í staðinn verður það að duga að ég segi af þér sög- ur. Sögurnar af okkur tveimur og öllum þeim ævintýrum sem við lentum í saman. Ég mun aldrei gleyma þér elsku besti frændi minn. Þú lifir í hjarta mínu þang- að til við hittumst næst. Ég elska þig að eilífu, ég lofa. Arna Vígdögg Einarsdóttir. Elsku fallegi frændi minn. Ég leit þig fyrst augum þegar að þú komst í heiminn fallega sumar- nótt. Ég var þá hjúkrunarnemi á næturvakt og fékk að skjótast yfir á kvennadeild til að heilsa upp á nýjan frænda. Aldrei hefði mig órað fyrir því að ég myndi kveðja þig 27 árum síðar. Lífið fyrstu 10 ár ævi þinnar voru eins og hjá svo mörgum öðr- um. Leikskóli, síðar grunnskóli, leika við vini, hitta reglulega stór- fjölskylduna, leikur með frænd- systkinum og fótbolti. Já, ekki má gleyma fótboltanum. Með mömmu, pabba og systur þín þér við hlið. Í október 2002 breyttist allt þegar pabbi þinn dó. Svo snögg- lega breyttist allt. Það var svo þungbært fyrir ykkur og okkur að missa Geira stóra. Smátt og smátt færðist lífið þó í réttar skorður þó að söknuðurinn færi ekkert. Þú stóðst þig vel í skólanum, elskaðir spurningaspil og auðvitað fótbolta og þannig hélt lífið áfram. Þú áttir góða vini og fjölskyldu sem að þú varst duglegur að hitta og rækta. Oftast hrókur alls fagn- aðar, hress og skemmtilegur. Rifjandi upp sketsa úr Gervabæl- inu, áramótaskaupum og síðar Fóstbræðrum. Við spjölluðum mikið í gegnum tíðina um lífið, tilveruna og hin ýmsu málefni því að þú varst svo vel inni í öllu og fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélag- inu. Hæfilega pólitískur og tilbúinn með þinn rökstuðning. Spurn- ingaspil og fótbolti héldu áfram að vera þínar ær og kýr. Þú kunnir svo vel að samgleðj- ast fólki og talaðir vel um vini þína og varst stoltur yfir afrekum þeirra. Þú tókst stúdentspróf, tókst þátt í félagslífi skólans og allt var eins og það átti að vera. En hólar, hæðir og fjöll urðu á vegi þínum. Þú virtist geta komist yfir, sér- staklega ef áhugi, vilji og geta var til staðar. Laukst námi í geisla- fræði. Varst vinnusamur alla tíð með skóla. Sendir mér mjög reglulega skilaboð „til í spjall, frænka„ „áttu kaffi, frænka?“ og alltaf var gott að fá þig í heim- sókn. Stundum byrjaði spjallið á alvarlegum nótum en endaði oft- ast með brandarasketsum og þá var mikið hlegið. Í desembermánuði voru þannig samverustundir, spjall og spil og við höfðum orð á því að 2020 yrði betra ár. Árið 2019 var búið að vera erfitt ár, þú varst að reyna að komast yfir fjall, elsku frændi, gekkst í hlíðum fjallsins en ansi oft með vindinn í fanginu. Það horfði samt til betri tíma en þú misstir fótanna og því fær enginn breytt og þú kvaddir þennan heim 29. desember. Söknuðurinn er gríðarlegur. Eina leiðin til að komast af er að hugsa um þig í fangi pabba þíns og afa Sæma. Ég sendi elsku Örnu, Jóhönnu Margréti og öllum þeim sem unnu og elskuðu Sigurgeir mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ég þakka kynninguna um göf- ugan og góðan dreng og geymi minninguna. Stefanía Björg Sæmundsdóttir. Við vinkonur Jóhönnu eigum ótalmargar minningar um elsku Sigurgeir okkar, við minnumst sérstaklega gömlu og góðu tím- anna úr Hraunbænum þar sem við sátum í stofunni heima hjá Jó- hönnu og spjölluðum um lífið og tilveruna. Sigurgeir var þá aldrei langt frá með stóru eyrun sín og vissi hann alltaf alla sólarsöguna, þóttist þó aldrei vera að hlusta sem við tókum gott og gilt. Síðar sagði hann frá því að hann hefði nú oftast verið að hlusta og hann vissi öll okkar leyndarmál. Það hlýjar okkur á þessum erf- iðu stundum að hugsa til þess hversu náið samband systkinin áttu og er það ljósið í myrkrinu hversu margar góðar minningar við eigum um Sigurgeir. Við mun- um ávallt minnast fallega, bros- milda og klára litla brósa. Fréttirnar berast og allt er sem frosið, en sorgin nær samt að streyma. Aldrei aftur fallega brosið, okkur hlýtur að vera dreyma. Ef orð gætu látið óskir rætast þá værir þú ennþá hér. En sannleikanum verðum að mætast, og lífið er eins og það er. Hjá mömmu og Jóhönnu þú ert ei lengur, ljúfi góði og brosmildi drengur. En þú hjá pabba þínum nú hvílir, og hann litla stráknum sínum skýlir. Hann fær nú loks að kenna þér gítargripin, það væri gaman að sjá á þér svipinn. Sýnir þér svo hvernig flugur skal hnýta, öll vötn í heimi þið saman að líta. (Elísabet Þóra Jóhannesdóttir) Æskuvinkonur Jóhönnu Mar- grétar, Ása, Elísabet, Helga, Kristín, Lára, Lilja, Ólöf, Sandra og Sonja. Sigurgeir Örn Sigurgeirsson  Fleiri minningargreinar um Sigurgeir Örn Sigur- geirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Jakob UnnarBjarnason fæddist 5. desem- ber 1952 í Reykja- vík. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. janúar 2020. Foreldrar hans voru hjónin Unnur Jakobsdótt- ir frá Ísafirði, f. 18.7. 1921, d. 3.12. 2013, og Bjarni Bentsson frá Dýrafirði, f. 23.11. 1913, d. 16.8. 2009. Systkini Jakobs eru Bent, f. 6.12. 1941, og Anna Þórdís, f. 13.9. 1947. Jakob bjó í 14 ár með Þóru Kristínu Vilhjálmsdóttur, f. 1.11. 1945, d. 28.8. 2014. Börn Þóru Kristínar eru Borghildur, f. 1968, Hildur Borg, f. 1972, Arnar Már, f. 1973, Borgar Þór, f. 1973, og Einar Sturla, f. 1976. Barnabörnin eru átta. Jakob ólst upp í Miðstræti í Reykjavík fyrstu 12 ár ævi sinnar en fluttist í Kópavog í maí 1965 með foreldrum sínum og lauk grunn- skólanámi þar. Hann hafði ánægju af fótbolta og fylgdist alltaf vel með liði sínu Breiðabliki. Einnig fylgdi hann Tott- enham Hotspur í enska boltanum. Hann var mikill áhugamaður um tónlist og stundaði nám í píanóleik í Tónskóla Sig- ursveins í átta ár. Jakob lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Eftir stúdentspróf stundaði hann nám í stjórnmálafræði í Há- skóla Íslands en fór síðan í Kennaraháskóla Íslands og lauk B.Ed.-prófi þaðan. Hann kenndi í nokkra vetur í grunn- skólum í Kópavogi og Hafn- arfirði en vann lengst af í BYKO. Útför Jakobs Unnars fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 15. janúar 2020, klukkan 13. Jakob, ástin í lífi mínu. Hinn 5. janúar 2020 fékkstu vængina þína. Orð geta ekki tjáð þann missi og sorg sem ég finn, en ég hugga mig við vitneskjuna um að við hittumst aftur þar sem það er áætlun Guðs. Undanfarið 31 ár höfum við deilt kærleika sem náði þvert yfir tíma og vegalengdir. Það gerði okkur einnig kleift að horfast í augu við erfiðleika í aðskildu lífi okk- ar. Ég mun ekki aðeins sakna þess að sjá smitandi brosið þitt, og sjá hversu fús þú varst til að hjálpa öðrum án allrar eigin- girni, þíns sterka vilja, en að- allega mun ég sakna blíðu radd- arinnar þinnar. Við deildum kærleika, hlátri, vonbrigðum og öllum andlegum hlutum með mikilli vinsemd og virðingu hvort fyrir öðru. Þú varst hinn helmingurinn minn í þessu lífi þar sem við áttum meira sam- eiginlegt en ólíkt. Við höfðum ákveðið að sameinast í hjóna- bandi 2. maí 2020 á ströndinni í Santa Barbara, Kaliforníu, þeg- ar þú varst skyndilega kallaður heim. Elsku Jakob minn, við mun- um alltaf finna hvort annað þar sem sönn ást þekkir engin mörk. Þetta er ekki síðasta kveðjan okkar; eilífur logi okkar mun brenna þegar við samein- umst aftur, því að þú hefur lýst upp leiðina fyrir mig til að fylgja þér heim. Ég elska þig að eilífu, Jakob Unnar Bjarnason. Eilíflega þín Andrea Kerrutt. Jakob litli bróðir minn og besti vinur er látinn. Man þegar mamma kom með hann heim af fæðingardeildinni, mig langaði svo að knúsa hann, en var kvef- uð og mátti ekki koma nálægt honum. Mér þótti svo undur vænt um hann alla tíð og þegar við vor- um börn dröslaðist ég með hann allt sem ég fór. Hann var svo ljúfur, góður og fallegur, alltaf brosandi. Ég vildi helst eiga hann ein og varð afbrýðisöm þegar föðursystir okkar eignaði sér hann, sagðist hafa fengið hann í afmælisgjöf. Þessi fallegi drengur mynd- aðist svo vel að oft birtust myndir af honum í blöðunum, var ég ekki lítið stolt af litla bróður sem ljósmyndafyrir- sætu. Þar sem ég bjó um tíma erlendis missti ég af árum hans frá 11 til 15 ára, en þegar ég flutti heim átti hann skemmti- legan og hressan félagahóp og hann að auki orðinn mikið kvennagull. Við stunduðum bæði nám til stúdentsprófs í FB á sama tíma, í áföngum í tónfræði skorti mig algjörlega tóneyra, Jakob bauð mér og vini sínum í aukatíma til þess að ná tónfræðiprófinu. Eyddum við mörgum tímum í að hlusta á ótal tónverk, lærð- um að þekkja þau og greina hvaða hljóðfæri væri verið að spila á. Gerði Jakob þetta af mikilli þolinmæði og náðum við áföngunum með glans. Hann var drengur góður og sérstak- lega barngóður. Börnin mín dáðu frænda sinn, fannst hann skemmtilegur, jákvæður og uppörvandi. Jakob var Afi með stóru A-i, hann elskaði barna- börnin sem hann eignaðist í Þóru barnabörnum, var hreyk- inn af þeim og sagði mér stoltur frá tónleikum og ballett-, íþrótta- og danssýningum þar sem hann hafði fylgst með þeim brillera. Jakob hafði listrænt hjarta og naut þess að fara á tónleika og í leikhús, fann alltaf það jákvæða í leikverkinu. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa til og sagði stundum í gríni að hann hefði tekið við hamrinum af pabba okkar í fjöl- skyldunni hjá mér. Hann þjáðist af gigt í mörg ár og gat því aðeins verið í hlutastarfi undanfarin ár. Hann tókst á við gigtina með reglu- legri sjúkraþjálfun, sundi og gönguferðum. Síðastliðin fimm ár höfum við farið í gönguferðir á hverjum morgni um öll hverfi Kópavogs og Reykjavíkur. Hafa umræðuefni okkar verið fjöl- breytt og skemmtileg. Fyrir stuttu sagði hann við mig: „Mikið erum við heppin að geta gengið, við skulum vera þakklát fyrir það.“ Þessi orð lýsa honum svo vel; við eigum ekki að einblína á það sem við getum ekki gert heldur það sem við getum gert. Jakobi var margt til lista lagt. Hann var einstaklega góður penni, hvatti ég hann til að setj- ast við skriftir, sagðist hann þá vera byrjaður á að rita ævi- minningar sínar. Jakob syrgði Þóru sambýlis- konu sína mikið, hún lést fyrir rúmum fimm árum. En lífið heldur áfram og hann hafði ný- lega endurnýjað kynni við And- reu vinkonu sína í Bandaríkj- unum, heimsótti hana þangað og tilhlökkun til framtíðar varð bjartari og áætlanir gerðar. En eins og svo oft áður hjá elsku bróður mínum kom Bakkus, hans akkilesarhæll, í veg fyrir það. Hann háði erfiða glímu við Bakkus í langan tíma og tapaði henni að lokum eins og svo margir hafa gert. Hans verður sárt saknað. Anna systir. Elsku Jakob frændi minn. Þú varst uppáhaldsfrændinn minn og þú varst einn af klettunum í lífi mínu. Alltaf tilbúinn að setjast nið- ur með mér og hlusta á mig og gefa mér ráð. Ég man hvað þú varst glaður þegar ég skírði son minn í höfuðið á þér. Ég byrjaði að læra á píanó hjá þér, það voru skemmtilegir tímar og við spiluðum Für Elise saman. Við áttum svo margar fleiri skemmtilegar stundir saman, til dæmis á jólunum og áramót- unum, þar sem þú komst með skemmtilegustu brandarana og sögurnar. En langskemmtilegustu stundirnar okkar saman voru í sumarbústaðnum þar sem þú varst alltaf til í alls konar leiki og sprell. Undanfarin ár hef ég oft komið með ykkur mömmu að labba um Reykjavík og Kópavog þegar ég er í bænum og þá var gaman að rabba sam- an og hlæja. Í síðasta jólakortinu frá þér, fyrir ári, sagðist þú ætla að kaupa þér húsbíl svo þú gætir ferðast mikið um landið og gæt- ir komið alltaf vestur í heim- sókn til okkar. Þegar ég kom með mömmu að heimsækja þig á spítalann og ég spurði þig hvort þú þekktir mig sagðir þú: já þetta er systurdóttir mín og brostir til mín. Þegar mamma sagði að ég væri að fara til læknis sagðir þú mér að passa mig en það voru síðustu orðin þín til mín. Þegar við vorum að fara frá þér ætlaðir þú að koma með okkur heim. Ég sakna þín svo mikið, þú fórst allt of snemma frá okkur. Þín systurdóttir Hanna Sigríður. Frændi, bróðir mömmu, guð- faðir minn og guðfaðir sonar míns er nú farinn á vit næstu ævintýra. Ég á erfitt með að lýsa þeim söknuði sem fyllir hjarta mitt. Jakob hefur alltaf verið mjög stór og mikilvægur hluti af okkar/mínu lífi. Jakob var einn af þessum sem vilja alltaf hjálpa öðrum og var ein- staklega falleg sál, en hugsaði því miður ekki mikið um sjálfan sig eða þann sjúkdóm sem hann þurfti að berjast við og var ekki alltaf viljugur að þiggja hjálp frá öðrum. Jakob var alltaf skemmtileg- asti maðurinn á svæðinu og sög- urnar sem hann sagði munu lifa áfram, rétt eins og þær sterku og fallegu minningar okkar um hann. Mamma og Jakob voru ein- staklega náin og góð systkini, sem gerðu mikið saman. Ég er einstaklega stoltur af henni mömmu minni sem gerði gjör- samlega allt sem í hennar valdi stóð til að hjálpa sínum elskaða bróður þegar hann hrasaði og reisti hann upp hvað eftir ann- að. Jakob var einstaklega gáfað- ur og hugmyndaríkur maður sem gat gert allt sem honum datt í hug, hvort sem það var á sviði menntunar eða tónlistar, en því miður er það oft þannig að með þessum gjöfum fylgja oft kvaðir og djöflar sem hann þurfti að berjast við og að lok- um tapaði hann elsku Jakob því stríði. Ég er þakklátur fyrir að hafa haft þig, Jakob minn, í mínu lífi, elska þig og sakna þín enda- laust mikið og mun alltaf geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Jón Þ. Stefánsson Jakob Unnar Bjarnason  Fleiri minningargreinar um Jakob Unnar Bjarna- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.