Morgunblaðið - 15.01.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020
Gæðavörur
í umhverfisvænum
umbúðum
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com,
kajaorganic@gmail.com
Hollt, bragðgott og þæginlegt
Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust
Sölustaðir: Hagkaup, Melabúð, Fjarðarkaup og Matarbúr Kaju Akranes
40 ára Atli er
Akureyringur, fædd-
ur þar og uppalinn.
Hann er með meira-
próf og hefur unnið
við akstur mestalla
ævina.
Maki: Eva María
Þrastardóttir, f. 1987, heimavinn-
andi.
Börn: Hrönn Kristey, f. 2000, Einar
Ólafur, f. 2007, Bára Sóley, f. 2003,
og Kristel Ragnheiður, f. 2014.
Foreldrar: Jóngeir Magnússon, f.
1946, d. 2017, sjómaður, og Guðrún
Björnsdóttir, f. 1953, vann ýmis
störf. Hún er búsett í Reykjavík.
Jón Atli
Jóngeirsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Leitaðu að öruggum farvegi fyrir
atorku þína en mundu að enginn er annars
bróðir í leik. Samstarfsmenn þínir leggja sig
fram og eru allir af vilja gerðir til þess að
aðstoða þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er engin þörf á að reyna að vera
klár eða hugsa hlutina upp á nýtt. Þú ert að
læra mjög mikilvæga hluti þó að þér finnist
eins og þú sért villtur í völundarhúsi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Forðastu að gagnrýna samstarfs-
fólk þitt í dag og sættu þig ekki við ósann-
gjarna gagnrýni frá því heldur. Kynntu þér
málin vel og fáðu aðstoð ef þú ert í minnsta
vafa um eitthvað.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt gaman sé að sjá hlutina ganga
upp í starfi máttu ekki gleyma þínum nán-
ustu, sem einnig þurfa á tíma þínum að
halda.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Notfærðu þér þann hæfileika þinn að
vera fundvís á galla í málsmeðferð annarra.
Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálf-
stjórnina.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það liggur vel fyrir þér að gera ein-
hvers konar umbætur eða sinna viðgerðum
í vinnunni í dag. Von þín um viðurkenningu
og frama í starfi er nú orðin að veruleika.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekkert er dýrmætara en heilsan, svo
þú skalt varast að ofbjóða þér til sálar eða
líkama. Tíminn hefur unnið með þér, svo allt
reynist þetta auðveldara en þú bjóst við.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vitirðu ekki í hvorn fótinn þú
átt að stíga skaltu fara eftir því sem hjartað
segir þér því það skrökvar aldrei.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það leikur allt í höndunum á
þér en þér myndi vegna allt betur ef þú
hugsaðir áður en þú framkvæmdir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ef þú segir hvað þú vilt einu sinni
verður auðveldara að gera það aftur og aft-
ur. Baðaðu þig í sviðsljósinu því þú átt það
skilið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú átt auðvelt með að sannfæra
viðmælendur þína og átt því að notfæra þér
það til hins ítrasta.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur tekist ákveðnar skyldur á
herðar og verður að standa við þær. Hugs-
aðu eitthvað jákvætt um morgundaginn.
eldgosum og núna síðast mislinga-
faraldrinum.“ Óskar var síðan
skipaður forstjóri Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins frá áramót-
um 2019, en Heilsugæsla
höfuðborgarsvæðisins er með
nærri 700 starfsmenn í vinnu og er
með rekstrareiningar á um 20
stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
„Þetta hefur verið mjög gefandi
ár og það eru jákvæðir straumar í
heilsugæslunni. Við höfum tekið að
okkur viðbótarverkefni með meiri
geðheilbrigðisþjónustu, meira
samstarfi við Landspítalann í
bráðaþjónustu og erum einnig far-
in að sjá um heilbrigðisþjónustu í
fangelsum svo eitthvað sé nefnt.
Það er því mikil uppbygging í
gangi og stjórnunarstörf eru alltaf
skemmtileg á uppbyggingartíma.“
Fyrir ári var Óskar einnig skip-
aður varaformaður ráðgjafar-
nefndar Landspítalans. „Það gefur
möguleika að koma að stjórnun
bæði Landspítalans og Heilsu-
gæslunnar og sjá möguleikana á
auknu samstarfi okkur öllum til
góðs. Sjúklingurinn er alltaf í önd-
gæslu höfuðborgarsvæðisins árið
2016 eftir stutt stopp sem
forstöðumaður Heilsugæslunnar í
Árbæ. Samhliða því starfi var Ósk-
ar heimilislæknir í hlutastarfi.
„Þessum stjórnunarstörfum hef-
ur svo fylgt að vera umdæmis-
læknir sóttvarna og hefur virki-
lega reynt á þar, t.d. í heims-
faraldri inflúensu, jarðskjálftum,
Ó
skar Sesar Reykdals-
son er fæddur 15. jan-
úar 1960 í heimahúsi á
Lyngheiði 8 á Selfossi.
Það var æskuheimili
hans og bjó hann þar hjá for-
eldrum sínum til 16 ára aldurs en
þá flutti hann til Reykjavíkur í
nám.
Óskar gekk í grunnskólann á
Selfossi, varð stúdent 1980 frá
Menntaskólanum við Sund, lauk
prófi í læknisfræði frá HÍ 1986,
fór þá til Svíþjóðar og lærði heim-
ilislækningar og tók þar sérfræði-
próf árið 1993 og fór í framhalds-
menntun í stoðkerfisfræðum 1995.
„Ég hef verið með slík námskeið í
gegnum árin fyrir ýmsa hópa. Ég
kenndi líka í HÍ samskiptafræði í
stoðkerfishlutanum innan lækna-
deildar. Ég tók svo meistarapróf
frá Bifröst 2011 í stjórnun heil-
brigðisþjónustu og fékk þá viður-
kenningu sem sérfræðingur í þeim
málum. Ég er þá með tvær sér-
greinar.“
Óskar vann ýmis störf sem ung-
lingur á sumrin áður en hann fór
alfarið í heilbrigðisgeirann, m.a. í
fiski, hjá Vegagerðinni og síðan
nokkur sumur sem lögregluþjónn
á Akureyri og í Kópavogi. Eftir
læknanámið fór hann á Fáskrúðs-
fjörð og var þar í eitt og hálft ár
áður en hann tók kandídats-
tímabilið. Eftir að hann varð sér-
fræðilæknir vann hann í Falun í
Svíþjóð, en þar var hann við nám.
Hann vann síðan í sjö ár í Högbo
Bruk, en þar er sérhæfð verkja-
meðferð stunduð.
Hann kom svo heim aftur og
flutti á Selfoss árið 1996 og byrj-
aði sem læknir á heilsugæslunni
en síðan sem yfirlæknir og fram-
kvæmdastjóri lækninga á Heil-
brigðisstofnun Suðurlands við
sameininguna 2004. Árið 2011
flutti Óskar til Reykjavíkur og
vann að hluta til sem sérfræðingur
í Velferðarráðuneytinu og að hluta
á HSU. Árin 2014-2016 var hann
framkvæmdastjóri Rannsóknar-
sviðs Landspítalans og síðan fram-
kvæmdastjóri lækninga við Heilsu-
vegi og mikilvægt er að hafa slíkt
að leiðarljósi.“
Áhugamál Óskars eru mörg.
„Ég hef gaman af því að ferðast
og nýt þess mest að vera innan um
fjölskylduna, með börnunum mín-
um og barnabörnunum. Ég hef
mjög gaman af því að vinna í garð-
inum, hann er stór og skemmti-
legur og þar er ég alltaf eitthvað
að smíða og vinna. Ég hef af-
skaplega gaman af að vera úti í
náttúrunni að ganga, skoða og
njóta. Ég fer í ræktina og svo er
notalegt að lesa góðar bækur,
leysa sudoku, spjalla við vini og
kunningja og fara í bíó.“
Fjölskylda
Eiginkona Óskars er Bryndís
Guðjónsdóttir, f. 12.10. 1959, fram-
haldsskólakennari. Foreldrar
hennar eru hjónin Guðjón Kristinn
Pálsson, f. 3.10. 1924, rafvirkja-
meistari, búsettur í Hveragerði, og
Sigríður Bjarnadóttir, f. 13.6.
1929, d. 6.4. 2002. Þau ráku saman
Rafmagnsverkstæði Guðjóns Páls-
sonar í Hveragerði.
Óskar S. Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins – 60 ára
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Við Gullfoss Óskar og Bryndís ásamt syni sínum, Guðjóni Reykdal lyfjafræðingi, en dætur þeirra þrjár eru læknar.
Sjúklingurinn alltaf í öndvegi
Forstjórinn Óskar hefur gegnt starfi
forstjóra heilsugæslunnar í rúmt ár.
Dagmar Ósk Helgadóttir á 50 ára afmæli í dag. Hún er fædd og
uppalin á Akranesi. Foreldrar afmælisbarnsins eru Helgi Jónsson
frá Akranesi og Björg Karlsdóttir frá Norðfirði. Dagmar gekk í
Brekkubæjarskóla á Akranesi, þar var hún alla tíð mjög virk í tóm-
stunda- og félagslífi. En fótbolta spilaði hún aldrei. Dagmar byrjaði í
Fjölbrautaskóla Vesturlands en útskrifaðist síðan frá Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti og lauk einnig meistaranámi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Í FB
kynntist hún núverandi eiginmanni sínum, Kristni Ásgeirssyni. Þau eiga saman
Önnu Marín, f. 1994, BA í spænsku, og Axel Orra, f. 2001, nema í Flensborgarskóla.
Fjölskyldan bjó í 13 ár í Skanderborg í Danmörku þar sem Dagmar var með sjálf-
stæðan atvinnurekstur. Dagmar Ósk er mikill frumkvöðull, framtakssöm og sum-
arfreyja hjá Icelandair. Árnaðaróskum og kveðjum sinnir hún á samfélagsmiðlum,
smáskilaboðum og í símtölum. Hún er að heiman í dag.
Kristinn Ásgeirsson
Árnað heilla
50 ára
30 ára Guðrún býr í
Kópavogi og er fædd
þar og uppalin. Hún er
með stúdentspróf úr
Menntaskólanum í
Kópavogi og er leið-
beinandi á leikskól-
anum Marbakka.
Maki: Helgi Fannar Valgeirsson, f. 1988,
matreiðslumaður og vinnur í fiskversl-
uninni Hafinu.
Börn: Valgeir Fannar, f. 2014, og Sóldís
Jóna, f. 2017.
Foreldrar: Jón Örnólfur Steindórsson, f.
1961, múrarameistari, og Ágústa Magn-
ea Jónsdóttir, f. 1962, ritari í Álfhóls-
skóla. Þau eru búsett í Kópavogi.
Guðrún Þorgerður
Jónsdóttir
Til hamingju með daginn