Morgunblaðið - 15.01.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020
BORÐAPANTANIR
483 4700 | www.hverrestaurant.is
OPIÐ
11:30–22:00
ALLA DAGA
KOMDU VIÐ
Í HVER
Við tökum vel á móti þér.
Girnilegur matseðill með
réttum úr fersku, úrvals
hráefni úr héraðinu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„SEGÐU MÉR FYNDNA SKRÍTLU, HANN
STOPPAR ÞIG EF ÉG HEF HEYRT HANA
ÁÐUR.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar mér líður
aðeins svona með þér.
VERST AÐ KRÚTTHEIT ERU
EKKI SMITANDI
HVÍ SEGIRÐU ÞA… HEI!
HANN MUN ALDREI ÞEKKJA ÞIG
EFTIR AÐ SKEGGIÐ HEFUR
SVIÐNAÐ AF ÞÉR!
EKKI
MÖGULEIKI!!
ÉG MUN HITTA
ÞIG FYRIR
Í HELVÍTI,
HRÓLFUR!
„SÍMINN MINN SPRAKK. SEM BETUR FER
VAR ÉG EKKI AÐ TALA Í HANN ÞEGAR
ÞAÐ GERÐIST.”
Börn Óskars og Bryndísar eru
1) Margrét Dís Óskarsdóttir, f.
10.4. 1981, sérfræðingur í barna-
lækningum, með sérgrein í tauga-
lækningum og stjórnun og starfar
við Landspítalann. Eiginmaður er
Jón Örn Friðriksson, doktor og
sérfræðingur í þvagfæra-
skurðlækningum á Landspítal-
anum og Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Þau eiga þrjú börn; 2) Sigríður
Erla Óskarsdóttir, f. 28.9. 1983,
sérfræðingur í augnlækningum, er
í doktorsnámi í glákusjúkdómum
og er yfirlæknir á Háskólasjúkra-
húsinu í Malmö/Lundi í Svíþjóð.
Eiginmaður er Jakob Olson, kokk-
ur á veitingastað sem þau eiga og
heitir Slaktaren i Lomma. Þau
eiga tvo syni; 3) Guðrún Nína
Óskarsdóttir, f. 27.10. 1987, doktor
í brjóstholsskurðlækningum og er
í sérfræðinganámi í lungnalækn-
ingum. Eiginmaður er Árni Sæ-
mundsson, sérfræðingur í þvag-
færaskurðlækningum. Þau vinna
bæði á Háskólasjúkrahúsinu í
Malmö/Lundi. Þau eiga tvo syni;
4) Guðjón Reykdal Óskarsson, f.
1.5. 1991, lyfjafræðingur, er í
doktorsnámi í líf- og læknavís-
indum við HÍ og vinnur hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu. Hann er í
sambúð með Priyönku Thapa,
lyfjafræðingi hjá Lyfjum og heilsu.
Bróðir Óskars er Magnús Ninni
Reykdalsson, f. 18.5. 1970, sölu-
maður hjá Íslenska gámafélaginu.
Hann er búsettur á Selfossi.
Foreldrar Óskars eru hjónin
Margrét Ólafía Óskarsdóttir, f.
27.11. 1938, fyrrverandi stuðnings-
fulltrúi, og Guðni Reykdal Magn-
ússon, f. 28.3. 1935, fyrrverandi
mjólkurbílstjóri. Þau eru búsett á
Selfossi.
Óskar S. Reykdalsson
Margrét Ó. Óskarsdóttir
stuðningsfulltrúi á Selfossi
Sigurgeir Óskar Sigurgeirsson
bóndi í Þykkvabæ
Sigurgeir Gíslason
bóndi í Þykkvabæ
Hallfríður Sigurðardóttir
húsmóðir í Þykkvabæ
Filippía Filippusdóttir
húsmóðir í Rifshalakoti, síðar á
Rangá í Djúpárhreppi í Holtum
Sigmundur Þorsteinsson
bóndi í Rifshalakoti í
Vetleifsholtshverfi , Rang.
Sesselja Sigmundsdóttir
húsmóðir í Þykkvabæ
Þorsteinn Sigmundsson bóndi í Vestra-
Fróðholti á Rangárvöllum og netagerðarmaður
Grétar Þorsteinsson
fyrrverandi forseti ASÍ
Þórður Magnússon
sjómaður á Stokkseyri
Ingibjörg Jónsdóttir
húsmóðir á Stokkseyri
Á. Jónína Þórðardóttir
húsmóðir í Vestmannaeyjum
K. Magnús Kristjánsson
sjómaður í Vestmannaeyjum
Kristján Þórðarson
sjómaður í Vestmannaeyjum
Guðný Elíasdóttir
húsmóðir í Vestmannaeyjum
Úr frændgarði Óskars S. Reykdalssonar
G. Reykdal Magnússon
mjólkurbílstjóri á Selfossi
Hér er limra eftir Sigrúnu Har-aldsdóttur:
Brúðhjónin Dunda og Dundi
dvöldu um stund í Lundi
Hún fékk sér bát
húrrandi kát (er trúlega í Mið-
flokknum)
hann elti á hundasundi
Davíð Hjálmar í Davíðshaga
skrifaði í Leirinn á sunnudag: Veð-
urfræðingar eru í öngum sínum,
segja ómögulegt að spá vegna
fjögurra óstýrilátra lægða um-
hverfis landið.
„Þær sópast að og sífellt eru á flökti“
sagði veðurfræðingur og snökti.
„Skárra er að fást við harðar hægðir
heldur en að spá um fjórar lægðir.“
Þetta minnir á stöku, sem Gunn-
ar J. Straumland orti í síðustu viku
með þessari skýringu: „Þetta er á
Veðurstofu Hvalfjarðarsveitar.
Veðurspá“:
Mörsugi fylgir meinleg tíð
og mæðinn veðrahamur
sem eflaust verður, enn um hríð,
umhleypingasamur.
Ólafur Stefánsson vakti athygli
á því, að það kom í fréttum að
skýrslur sýndu Svía hafa flogið
minna síðasta ár en árið áður. Þeir
tala um „flyskam“ sem eina af
ástæðunum. Íslendingar nota ann-
að orð um fyrirbærið, „flug-
viskubit“, sem er fyndið og hefur
fest sig þótt langt sé.
Svíar fengu flugviskubit,
– það fært var í letur,
og flugu minna (fólk sýndi lit)
– en í fyrravetur.
Áður hafði Ólafur rifjað upp að
gefnu tilefni: „Einu sinni áttu þeir
sr. Helgi Sveinsson og Jóhannes úr
Kötlum að hafa komið fram á
árshátíð í Hveragerði og kveðist á.
Helgi kvað vísu og ýjaði að því að
Jóhannes væri „línu-maður“ í póli-
tík. Jóhannes svaraði:
Á línum kannt þú svo lítil skil,
að langbest þér væri að þegja.
En innlína bæði og útlína’ er til,
og Ólína, meira að segja.
Salurinn hló, enda var sr. Helga
Ólínunafnið hugstætt um þær
mundir, og það vissi allt þorpið.“
Ármann Þorgrímsson segir
skoðanakannanir eins og nátt-
úrulögmál:
Viðbrögð ótta virðast hörð
vaknar þyngdar kraftur
fylgir tungli flóð á jörð
fjarar síðan aftur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af óstýrilátum lægðum
og flugviskubiti