Morgunblaðið - 15.01.2020, Blaðsíða 32
Anna Rún Tryggvadóttir mynd-
listarkona opnar einkasýningu í
menningarstofnuninni Kunstler-
haus Bethanien í Berlín á morgun.
Sýningarstjóri er Birta Guðjóns-
dóttir. Anna Rún hefur sýnt víða um
lönd á síðustu árum og er nú í eins
árs vinnustofudvöl við stofnunina
en íslenska ríkið hefur gert samn-
ing um að íslenskir listamenn geti
sótt þar um starfsdvöl og styrk.
Sýnir í menningar-
stofnun í Berlín
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 15. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
„Ég vissi að við værum með gott lið
en að vinna Dani og slátra Rússum
er kannski ekki alveg eitthvað sem
maður átti von á. Ásýnd liðsins hef-
ur líka komið mér á óvart og það
hversu heilsteypt liðið er,“ segir Ás-
geir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi
landsliðsmaður, meðal annars um
handboltalandsliðið í viðtali um EM
í blaðinu í dag. »26
Ásýnd liðsins hefur
komið á óvart
ÍÞRÓTTIR MENNING
Vöruhönnuður-
inn Valdís
Steinarsdóttir
er einn fimm
ungra nor-
rænna hönn-
uða sem hafa
hlotið tilnefn-
ingu til sænsku
hönnunar-
verðlaunanna Formex Nova 2020.
Valdís útskrifaðist frá vöruhönn-
unardeild Listaháskóla Íslands árið
2017 og er sjálfstætt starfandi
hönnuður með aðalfókus á til-
raunakennt efnisval með áherslu á
endurvinnslu lífrænna efna.
Markmiðið með verðlaununum er
að kynna og efla norræna hönnun
og verður sigurvegari kynntur í
ágúst.
Tilnefnd til norrænna
hönnunarverðlauna
menn ekki lengi frá vinnu og þurfi
ekki að fara út úr húsi. „Stjórnendur
fyrirtækja hafa tekið þessu vel og
starfsfólk upplifir mikla þjónustu,“
segir hún. „Mér finnst þetta
skemmtilegur vinkill vegna þess að
hreyfing er svo mikilvæg. Við erum
sköpuð fyrir mikla hreyfingu og
hreyfing á ekki að vera aukahlutur,
að við þurfum að fara annað til þess
að hreyfa okkur. Við þurfum ekkert
nema okkur sjálf, það er kroppurinn
sem talar.“
Eygló hefur stundað jóga frá 2008
og byrjaði að kenna jakkafatajóga
árið eftir. Hún var bankastarfs-
maður í hruninu og segir að jógað
hafi verið haldreipi sitt. „Ég fann
hvað jógað gerði mér gott,“ segir
hún. „Ég laumaðist afsíðis til að gera
jógaæfingar, fannst þetta frekar
hallærislegt og vildi því ekki gera
æfingarnar fyrir framan alla. Fljót-
lega eftir hrunið fór ég í jóga-
kennaranám án þess að hafa ætlað
mér að fara að kenna, en það bara
gerðist og eitt leiddi af öðru.“
Skömmu eftir að Eygló yfirgaf
bankaheiminn kom hún þangað inn
undir öðrum formerkjum. „Ég byrj-
aði að bjóða þar upp á jakkafata-
jóga,“ segir hún og bætir við að þá
hafi ekki þurft að gera æfingar leng-
ur í skúmaskotum.
Skrif bókarinnar voru eins konar
kennari Eyglóar. „Ég skrifaði hana
til þess að leita uppi gleði í lífinu á
ný. Ég missti vinkonu mína og
fannst heimurinn ekki vera mjög
sanngjarn. Í kjölfarið fór ég að leiða
hugann að upplifunum sem enginn
gæti tekið frá mér, og þessar stundir
eru úti um allt ef maður leyfir sér að
staldra við.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Bókin #ómetanlegt eftir Eygló
Egilsdóttur er komin út, en í henni
fjallar höfundur um núvitundar- og
jógaæfingar. „Æfingarnar eru í
hæfilega litlum skömmtum fyrir
byrjendur en nýtast öllum, þar sem
þær leiða lesandann í gegnum heilan
dag og falla vel að tímalínu dagsins,“
segir hún.
Jóga og líkamsrækt er lifibrauð
Eyglóar. Hún stofnaði Jakkafata-
jóga 2009 og hefur síðan boðið upp á
æfingar í fyrir-
tækjum og
stofnunum. Fyrir
rúmu ári, 7. jan-
úar 2019, stofnaði
hún síðan
þjálfunarstöðina
Metabolic
Reykjavík við
Gullinbrú, sem er
öllum opin undir
handleiðslu þjálfara, en æfinga-
kerfið er eftir Helga Jónas Guð-
finnsson. Auk þess er hún í sam-
starfi við Sigrúnu Haraldsdóttur í
Happy Hips. „Öll hreyfing er góð og
þótt æfingar okkar komi ekki endi-
lega í staðinn fyrir aðra hreyfingu
eru þær góð viðbót á hverjum vinnu-
degi.“
Kroppurinn talar
Áhugi á jakkafatajóga hefur auk-
ist jafnt og þétt og Eygló býður upp
á þjónustuna víða um land. „Ég er
með hóp jógakennara með mér og
við vinnum eftir ákveðinni forskrift.
Ég legg línurnar og síðan vinnum
við saman sem teymi.“ Hún leggur
áherslu á að jakkafatajóga sé ein-
mitt það; fólk geri æfingarnar án
þess að þurfa að skipta um föt, þar
sem er olnbogarými, hvort sem það
er á fínum skrifstofum, í bílskúrum,
mötuneytum eða fundarherbergjum.
„Þessar æfingar eru streitulosandi
og auka líkamsvitund. Iðkandinn
lærir að þekkja sjálfan sig eins og í
öllu jóga.“ Hún segir að þar sem lítill
tími fari í æfingarnar séu starfs-
Jakkafatajóga fyrir
alla hvar sem er
Eygló Egilsdóttir með bók um núvitundar- og jógaæfingar
Jógakennari Eygló Egilsdóttir hefur sent frá sér bók um jógaæfingar.
Ljósmynd/Stúdíó Dís
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is
Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
Útsalan
er hafin
30-60%
afsláttur