Morgunblaðið - 20.01.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.01.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020 Erlendar stofnanir reyna í vax-andi mæli að hafa áhrif hér á landi. Þetta er varhugaverð þróun en dapurlegt að fylgjast með ein- staka Íslendingum sem styðja þetta og taka afstöðu með óeðlilegri íhlutun og afskiptum af innlendum málefnum. Þeir vilja jafnvel að gengið sé enn lengra en þegar hef- ur verið gert og tala í því skyni stundum niður til þess sem tíðkast hér á landi en láta eins og allt sé til fyrirmyndar hjá yfirþjóðlegum valdastofnunum.    Ein þeirrastofnana sem sýna hvað mesta ásælni og hafa hvað mest af- skipti af innanlandsmálum ríkja, langt umfram það sem eðlilegt gæti talist til að tryggja góð samskipti og frjáls viðskipti landa á milli, er Evrópusambandið.    Sú stofnun setur sig iðulega á há-an hest og í dómarasæti yfir einstökum ríkjum (nema þegar það hentar ekki hagsmunum stofnunar- innar, eins og til dæmis þegar Spánn fangelsar stjórnmálamenn í Katalóníu).    Á sama tíma sér þessi stofnunekkert athugavert við það að stórfyrirtæki séu fengin til að vera sérstakir „styrktaraðilar“ þegar ríki taka að sér að vera í forsæti fyrir ráðherraráðinu.    Og nú, mitt í meintri baráttuESB gegn útblæstri kolefnis, hefur Króatía fengið olíufélag til að styrkja sig til að taka að sér for- sætið.    Evrópusambandið sjálft sér ekk-ert að þessu – og hið sama á líklega við stuðningsmenn þess, hér og annars staðar. Olíustyrkt forsæti Evrópusambandsins STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Kafarar komu á laugardag böndum á Eið, stærsta bátinn sem varð fyrir snjóflóðinu á Flateyri í síðustu viku. Er hann nú bundinn við bryggju, en ekki var hægt að koma honum á land í gær vegna veðurs. „Við höfum ekkert getað gert í dag (gær) út af vindi. En báturinn er hér við bryggju og fer ekki neitt,“ segir Guðmundur Kristjáns- son hafnarstjóri í samtali við mbl.is. Sex bátar voru í höfninni er snjó- flóðið reið yfir og lentu fimm þeirra undir flóðinu. Einhver bið enn Kafarar á vegum fyrirtækisins Sjótækni unnu að því að koma bátn- unum að landi. Starfsmenn á varð- skipinu Þór aðstoðuðu einnig við verkið og norskur kranabátur sem hefur verið í þjónustu Arnarlax í Arnarfirði kom til Flateyrar á laug- ardag. Einum bátnum, Blossa ÍS, var komið á land í fyrrakvöld áður en bætti í vind, og segir Guðmund- ur að stefnt sé að því að næst verði stærsta bátnum, Sjávarperlu, komið á land. Einhver bið gæti þó orðið á því. „Það eru ekki góðar líkur á að við getum athafnað okkur neitt á mánudag heldur, en þetta ræðst auðvitað bara af veðri.“ Kafarar komu böndum á Eið  Vonskuveður kom í veg fyrir björg- unarstarf í gær  Blossi náðist að landi Ljósmynd/Páll Önundarson Dreginn að landi Blossi var dreginn að landi og er bundinn við bryggju. Þjóðminjasafn Íslands er í flokki tíu bestu safna í höfuðborgum Evrópu, samkvæmt nýlegri úttekt breska blaðsins The Guardian. Umfjöllun um þetta er birt á ferðamálasíðum fjölmiðilsins, bæði í blaðinu og á vefsetri þess. Aðrar stofnanir sem komast á þennan lista eru til dæmis bílasafn- ið í Malaga á Spáni, risaeðlurnar í náttúruminjasafninu í Brussel og listasafnið í Bologna á Ítalíu. Einn- ig gamli miðbærinn í Árósum í Dan- mörku, en sá staður var menning- arborg Evrópu árið 2017. „Að komast á þennan lista er óvæntur heiður og mjög skemmti- legt,“ segir Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður í samtali við Morgunblaðið. Hún minnist þess að árið 2006 hafi Þjóðminjasafn Ís- lands fengið sérstaka viðurkenn- ingu Evrópuráðs safna fyrir grunn- sýninguna sem opnuð var árið 2004, þá eftir miklar endurbætur á safnahúsinu. „Ég lít á þetta sem lof til alls safnastarfsins á Íslandi, þar sem Þjóðminjasafnið er í aðalhlutverki í faglegu starfi.“ Blaðamenn The Guardian segja Þjóðminjasafn Íslands gefa skemmtilega innsýn í menningar- söguna með því að stilla saman forngripum og gagnvirkum skjá- myndum. Á grunnsýningu safnsins megi sjá muni frá víkingatímanum, keltneska skartgripi, kristilegar helgimyndir, dönsk konungs- málverk og myndir af verkfalli kvenna 1975. Einnig sé þar skáli sem sýni baðstofur íslensku torf- bæjanna. Þar veki athygli sú forna íslenskra geymsluaðferð að grafa mat og geyma – en þetta hafi verið leið Íslendinga fyrri tíðar til að lifa af. „Ferðamenn sjá Íslendinga og líf þeirra í alveg nýju ljósi með því að skoða grunnsýninguna,“ segir í The Guardian. sbs@mbl.is Þjóðminjasafnið í hópi þeirra bestu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Óvæntur heiður Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.