Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umhverfis-ráðherrafer nú um og kynnir áform um hálendisþjóðgarð. Segja má að sá þjóð- garður yrði veruleg útvíkkun á Vatnajökulsþjóðgarði en hann tæki einnig yfir einstök friðlýst svæði utan þess þjóðgarðs, svo sem Þjórsárver og Guðlaugs- og Álfgeirstungur, sem hafa þegar verið friðlýst. Markmið með friðlýsingu ein- stakra svæða eins og þeirra sem hér eru nefnd eru tiltölulega skýr, að vernda einstakar nátt- úruminjar. Þetta hefur verið gert víða um land með ágætum árangri og um það hefur ríkt góð sátt. Þegar rætt er um að gera þriðjung landsins að þjóðgarði kann málið að horfa öðruvísi við og eðlilegt að um það fari mikil umræða og allar hliðar skoðaðar. Þess vegna er gagnlegt að um- hverfisráðherra fari um landið og kynni hugmyndir sínar, en miklu meira þarf til. Áform um hálendisþjóðgarð hljóma vel en hvað þýða þau í raun og hverju eiga þau að skila sem ekki má ná með einfaldari hætti og í meiri sátt? Á vef um- hverfisráðuneytisins segir að markmiðin með stofnun þjóð- garðs á miðhálendinu séu „marg- þætt, svo sem að vernda náttúru og sögu miðhálendisins og skapa umgjörð um svæðið sem gefur almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess, menningu og sögu“. Með þessu er líklega að- allega átt við að koma upp gesta- stofum, sem veita upplýsingar um þjóðgarðinn, ráða landverði og kynna reglur um umgengni um svæðið. Ekkert hindrar stjórnvöld í að ná þessum mark- miðum og ýmsum öðrum, svo sem um rannsóknir á svæðinu, án stofnunar þjóðgarðs. Enn fremur segir: „Þjóðgarð- inum er einnig ætlað að efla sam- félög og styrkja byggð og at- vinnustarfsemi, ekki síst heima í héraði.“ Þetta er umdeilanlegra og þegar hafa komið fram efa- semdir um að svo víðtækur þjóð- garður sé til þess fallinn að ná þessu markmiði. Þá hafa heima- menn áhyggjur af því að áhrif þeirra um hvernig gengið skuli um svæðið og hvernig það skuli nýtt færist frá þeim og til ann- arra. Og þeir hafa fulla ástæðu til að óttast þegar þeir sjá að eitt af markmiðum með stofnun þjóðgarðsins er að tryggja að- komu félagasamtaka að stefnu- mótun svæðisins og ákvarð- anatöku um landnýtingu. Ýmsir aðilar, svo sem félaga- samtök, hafa nú þegar mikla að- komu að öllum stærri fram- kvæmdum hér á landi. Þekkt er að erfitt er og virðist stundum nánast ómögulegt að ráðast í framkvæmdir, jafnvel þótt þær uppfylli öll skilyrði og hafi kom- ist í gegnum nálarauga ramma- áætlunar. Kæruleiðir eru greið- færar og auðvelt að tefja verk úr hömlu, jafnvel þannig að mjög get- ur dregið úr vilja framkvæmdaaðila til að ráðast í verk- in. Enda er það til- gangurinn með kærunum. Í kynningu ráðuneytisins á miðhálendisþjóðgarði kemur skýrt fram að enn erfiðara verði en nú er að ráðast í nýjar virkj- anir á svæðinu. Ákveðin smuga sé að taka ákvörðun um virkjanir við afgreiðslu á þriðja áfanga rammaáætlunar á Alþingi í vor, en þær þurfi þó að lúta enn strangari skilyrðum en virkjana- kostir annars staðar. Hið sama eigi við um vegi og línur, og nýj- ar háspennulínur verði alfarið bannaðar. Þetta síðastnefnda hlýtur meðal annars að kalla á skoðun í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um raf- orkuöryggi eftir veðurofsann í desember. Augljóst er, þegar þau sjónar- mið sem umhverfisráðherra hef- ur sett fram eru skoðuð, að meg- inmarkmiðið með þjóðgarði sem spannar allt hálendi landsins er að koma í veg fyrir frekari virkj- anir á svæðinu. Öðrum mark- miðum mætti ná fram á annan hátt. Náttúruvernd er mikilvæg og á skilið að fá ríka athygli og stuðning. Það má þó spyrja hvort það fari endilega saman við náttúruvernd að gera miðhá- lendið allt að þjóðgarði ef sú staðhæfing sem lesa má á vef umhverfisráðuneytisins er rétt, að þjóðgarðurinn „yrði stuðn- ingur við ferðaþjónustu í land- inu“ og myndi hafa „mikið að- dráttarafl“. Er víst að með þjóðgarði takist að sameina þau markmið að fjölga stórkostlega ferðamönnum á miðhálendinu og tryggja að þeir gangi vel um, fylgi nákvæmlega öllum reglum og haldi sig á merktum slóðum? Annað sem stjórnvöld verða að svara er hvernig það að hindra uppbyggingu endurnýj- anlegrar orkuframleiðslu fer saman við markmið í loftslags- málum, þar sem allt kapp er lagt á að draga úr losun kolefnis (nema ef til vill þegar flogið er með flokk manna á ráðstefnur um loftslagsmál). Fram hefur komið að fram- leiðsla á áli er til dæmis að fær- ast til Kína, sem framleiddi um aldamót 10% áls í heiminum en framleiðir nú 56% alls áls. Þessi framleiðsla er að langstærstum hluta með jarðefnaeldsneyti. Væri ekki nær fyrir Ísland, í ljósi loftslagsmarkmiða, að auka orkuframleiðslu og draga þannig úr notkun kola og olíu við marg- víslega framleiðslu eða rekstur gagnavera? Þetta er meðal þess sem stjórnvöld verða að taka afstöðu til og útskýra fyrir lands- mönnum hvernig markmið í loftslagsmálum fara saman við að hindra frekari uppbyggingu á framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Margt þarfnast umræðu og útskýringar} Hálendisþjóðgarður V ið erum öll mishæf þegar kemur að því að taka ákvarðanir. Ef þær ákvarðanir varða okkar eigið líf þá erum við almennt fullfær um að taka allar ákvarðanir og búa við afleiðingar sem af verða. Í örfáum tilfellum gerist það að við teljumst ekki fullfær til ákvarðanatöku um eigið líf, um það fjalla lög- ræðislög og barnasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna svo dæmi séu tekin. Þegar kemur að opinberum ákvörðunum, hins vegar, þá verða hæfismálin eilítið flóknari. Þingmenn eru einungis bundnir af sannfær- ingu sinni samkvæmt stjórnarskrá og teljast einungis vanhæfir samkvæmt lögum þar sem „enginn þingmaður megi greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín“. Störf þingmanna eru hins vegar mjög fjölbreytt og þau hitta oft hagsmunaaðila til þess að fræðast um ýmis mál. Það að hitta og tala við sérhagsmunaaðila gerir þingmenn ekki vanhæfa á lagatæknilegan hátt en það getur haft áhrif á umræðu málsins og þann málflutning sem þingmaður hefur um málið. Þess vegna eru lög og reglur um sam- skipti kjörinna fulltrúa við svokallaða hagsmunaverði (lobbíista) sem snúast aðallega um að kjörnir fulltrúar veiti upplýsingar um hvar og hvenær þeir hitta slíka hagsmunaverði en líka um fjármuni sem hagsmunaverðir nota í auglýsingar, kynningar og þess háttar. Sérhagsmunir snúast um að settar séu sérstakar regl- ur eða sérstök fjárveiting sé veitt til þeirra. Slíkar reglur eða fjárveitingar geta brotið á jafnræði, sérstaklega ef veittir eru greiðar til framgöngu þeirra mála. Grunur um slíka greiðastarfsemi getur haft alvarlegar afleiðingar þar sem traust á opin- berum ákvörðunum skiptir máli. OECD fjallar um mikilvægi trausts neyt- enda og fjárfesta til hins opinbera. Hvernig traust er lykilatriði í efnahagsákvörðunum og útdeilingu opinberra fjármuna. Hvaða áhrif traust hefur á stefnumótun, lagasetningu og lýðræðið sem byggist á samvinnu og sam- þykki borgara landsins. Án trausts virka ákvarðanir ekki því það trúir því enginn að þær séu teknar í þágu allra frekar en þágu fárra. Þess vegna skiptir eftirlitshlutverk þings- ins lykilmáli. Vandamálið sem við glímum við þar er hins vegar hvítþvottur og pólitík. Póli- tískir stuðningsmenn vilja nota eftirlitstækið til þess að hvítþvo á meðan pólitískir andstæðingar eru sagðir vera í krossferð. Hvort tveggja og hvorugt getur verið satt í einstaka málum og því verðum við að spyrja hvernig getum við sinnt eðlilegu eftirliti gagnvart vafa- sömum ákvörðunum ráðherra þegar lítið er gert úr vaf- anum og ferlið er þvælt og allt gert til þess að firra alla allri ábyrgð? „Þeir munu ráðast að okkur með upphrópunum, með því að loka fjölmiðlunum. Þeir munu reyna að hæða okk- ur, reyna að láta allt líta út sem upphlaup eða gífuryrði.“ – Vilmundur Gylfason, 1982. Björn Leví Gunnarsson Pistill Vanhæfi, upphlaup og gífuryrði Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Íranskir skákmenn hafa að und-anförnu mjög látið að sérkveða á alþjóðavettvangi,einkum ungir skákmenn. En sú athygli, sem beinst hefur að þeim, hefur einnig undirstrikað þá aug- ljósu gjá, sem hefur myndast á milli trúarlegra boða og banna klerka- stjórnarinnar í Íran og almennings í landinu. Shohreh Bayat er alþjóðlegur skákdómari, ein af fáum konum í As- íu sem bera þann þann titil, og hún er nú yfirdómari í heimsmeistaraeinvígi kvenna í skák milli Ju Wenjun frá Kína og Alexöndru Gorytskinu frá Rússlandi. Fyrri hluti einvígisins var haldinn í Shanghai og þegar myndir birtust í írönskum fjölmiðlum af Ba- yat með skákkonunum varð uppi fót- ur og fit vegna þess að dómarinn huldi ekki hár sitt með slæðu eins og íranskar reglur kveða á um heldur bar slæðuna um hálsinn og huldi hnakkann að hluta. „Ég kveikti á símanum mínum og sá, að myndin af mér var í öllum írönskum fjölmiðlum. Þeir héldu því fram, að ég væri ekki með slæðu þar sem ég vildi mótmæla kröfu um að bera hijab,“ sagði Bayat við breska ríkisútvarpið, BBC. Hún segist fram að þessu ávallt hafa borið slæðu þegar hún sótti al- þjóðleg skákmót, bæði sem keppandi og dómari, þótt hún væri ósammála þessari reglu. „Hún stríðir gegn því sem ég trúi á. Fólk á að hafa rétt til að ákveða hverju það klæðist en ekki vera neytt til þess,“ sagði hún. Í kjölfarið lýsti Bayat því yfir, að hún ætlaði ekki að snúa aftur til Ír- ans. „Það sitja margir í fangelsi í Ír- an vegna slæðureglunnar, slíkt er tekið mjög alvarlega,“ sagði hún við BBC. Hún sagðist hafa beðið íranska skáksambandið að skrifa bréf með staðfestingu um að öryggi hennar yrði tryggt ef hún snéri heim, en því var hafnað. Síðari hluti heimsmeistaraeinvígis kvenna stendur nú yfir í Vladivostok í Rússlandi og á myndum þaðan sést, að Bayat ber ekki lengur slæðu; hún segist ekki lengur hafa neinu að tapa. Önnur þekkt írönsk íþróttakona, Kimia Alizadeh, sem vann brons- verðlaun í taikwondo á Ólympíu- leikunum í Ríó árið 2016, tilkynnti á samfélagsmiðlum í síðustu viku, að hún hefði ákveðið að flýja land og óska eftir hæli í Hollandi. Alizadeh, sem er 21 árs, sagðist ekki lengur vilja taka þátt í „hræsni, lygum, óréttlæti og smjaðri“ og bætti við að írönsk stjórnvöld hefðu nýtt árangur hennar í áróðursskyni, en nokkur dæmi eru um, að íranskar skákkon- ur hafi verið reknar úr íranska skák- sambandinu fyrir að verða uppvísar að því að bera ekki slæður á skák- mótum í öðrum löndum. Írönsk stjórnvöld hafa einnig bannað skákmönnum að tefla við ísraelska skákmenn á alþjóðlegum mótum og þeir sem óhlýðnast eru ýmist reknir úr landsliðum eða bannað að iðka skák. Skákmaðurinn Borna Derakhshan var til dæmis rekinn úr íranska skáklandsliðinu árið 2017 fyrir að tefla við ísraelska stórmeistarann Alexander Huzman á skákhátíð í Gíbraltar. Það vakti athygli nýlega, að Par- ham Maghsoodloo, sem árið 2018 vann heimsmeistaramót ungmenna í skák, tefldi við ísraelskan skákmann í haust á hraðskákmóti í Sitges á Spáni. Í kjölfarið bönnuðu írönsk stjórnvöld þarlendum skákmönnum að taka þátt í heimsmeistaramót- unum í atskák og hraðskák sem haldin voru í Moskvu í lok síðasta árs. Íranskir skákmenn flýja boð og bönn AFP Skákdómari Shohreh Bayat að störfum á HM kvenna í Vladivostok. Íraninn Alireza Firouzja er 16 ára gamall og margir spá því að hann verði heimsmeistari í skák innan fárra ára. Firouzja hefur dvalið í Frakklandi við skákiðk- anir og lýsti því nýlega yfir, að hann hefði sagt sig úr íranska skáksambandinu í kjölfar þess að írönskum skákmönnum var bannað að tefla á HM í atskák og hraðskák. Hann keppti þar undir fána alþjóðaskák- sambandsins, FIDE, og endaði í 2. sæti í atskákmótinu. Í fyrra skipaði íranska skáksambandið Firouzja að gefa skák gegn ísra- elskum skákmanni án tafl- mennsku á skákmóti í Grenke í Þýskalandi. Yfirgaf Íran HEIMSMEISTARAEFNI AP Efnilegur Firouzja að tafli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.