Morgunblaðið - 20.01.2020, Page 18

Morgunblaðið - 20.01.2020, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020 ✝ Ósk GabríellaBergþórs- dóttir fæddist á Akranesi 1. sept- ember 1948. Hún lést eftir stutta baráttu við krabbamein á sjúkrahúsinu á Akranesi 11. jan- úar 2020. Foreldrar henn- ar voru Bergþór Guðjónsson, f. 18. mars 2013, skipstjóri á Akranesi, d. 26. febrúar 2000, og Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 1. apríl 1918, húsmóðir, d. 16. janúar 2005. Ósk var yngst þriggja systkina, elstur var Brynjar, sjómaður, f. 28. október 1937, d. 23. janúar 2011; næst kom Guðjón, skipstjóri, f. 21. mars 1944, d. 2. mars 1994, og Ósk Gabríella yngst. Ósk giftist Óla Jóni Gunn- þeirra er Erik Óli, f. 25. nóv- ember 2013. 3) Rúnar, f. 26. júní 1986, framkvæmdastjóri. Maki Maria Rahko, f. 27. ágúst 1992. Ósk ólst upp á Akranesi, eftir hefðbundna skólagöngu gekk hún í Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði og var lærður loftskeytamaður og símritari. Hún var virk í fjölbreyttu fé- lagsstarfi, m.a. í Lions- hreyfingunni og á síðari árum í Soroptimistasambandi Ís- lands. Hún tók þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og gegndi þar ýmsum trún- aðarstörfum. Ósk stóð um skeið í eigin rekstri, var framkvæmdastjóri Eflingar Stykkishólms, ásamt því að starfa á sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi og á Hótel Stykk- ishólmi á meðan hún og Óli Jón bjuggu þar og hjá Orku- veitu Reykjavíkur eftir að þau fluttu á Akranes, ásamt því að sinna verkefnum fyrir fjölskyldufyrirtækið. Útför Óskar Gabríellu fer fram frá Akraneskirkju í dag, 20. janúar 2020, og hefst at- höfnin klukkan 13. arssyni, fv. bæj- arstjóra og fram- kvæmdastjóra á afmælisdaginn, 1. september 1973. Óli Jón er fæddur 7. júlí 1949. For- eldar hans voru Gunnar Ágúst Haraldsson, bóndi og bifreiðastjóri, f. 26. ágúst 1914, d. 19. ágúst 1997, og Jóhanna Sigurlaug Jóns- dóttir, húsfreyja, f. 28. apríl 1922, d. 28. desember 2001. Börn Óskar Gabríellu og Óla Jóns eru: 1) Bergþór, f. 26. september 1975, alþing- ismaður. Dóttir hans er Lotta Ósk Bergþórsdóttir Flume, f. 24. apríl 2016. 2) Jóhann Gunnar, f. 3. janúar 1980, flugmaður hjá Icelandair. Maki Kolbrún Þóroddsdóttir, f. 5. desember 1982, sonur Elsku mamma. Mikið er tómlegt núna þegar ég skrifa þessi orð. Ég er ekki al- veg búinn að átta mig á því að þú sért farin. Þú sem varst ekkert á förum, alltaf svo sterk og glað- lynd og við sem vorum alltaf að horfa til framtíðar og gera plön. Ég hugsa um alla hlutina sem við gerðum saman í síðasta sinn án þess að gruna að það yrðu ekki önnur eins augnablik aftur. Síð- asta skiptið sem ég kom til þín í kaffibolla, síðasta skipti sem þú komst í kvöldmat til okkar Kollu eða passaðir Erik Óla fyrir okk- ur. Allir þessir litlu hversdags- legu hlutir sem ég á eftir að sakna og allt það sem átti að verða en verður ekki. Þú og pabbi veittuð okkur bræðrunum hlýtt og gott heimili og ég naut góðs af því að þú varst heimavinnandi þegar ég ólst upp. Þegar ég kom heim varst þú allt- af heima til að taka á móti mér með hlýjum faðmi og þegar eitt- hvað bjátaði á í lífi mínu hafðir þú einstakt lag á að láta mér líða betur og sagðir svo „taktu nú gleði þína“, þá gerði ég það og allt varð betra. Minningarnar eru margar og góðar. Mér verður hugsað til fjöl- margra samverustunda fjöl- skyldunnar heima við, á ferða- lögum eða í húsinu okkar í Stykkishólmi þegar glaðlegi hlát- urinn þinn kom öllum í gott skap og við nutum góðs af gestrisni þinni. Skemmtilegar utanlands- ferðir sem við fórum saman eru minnisstæðar. Fjölskylduferðin í Móseldalinn í Þýskalandi, leikur- inn í Manchester eða þegar við fórum öll fjölskyldan saman til Ítalíu í fyrra. Sú ferð var yndis- leg þar sem þú kenndir Erik Óla að synda. Mikið var hann stoltur þegar hann gat synt laugina á enda. Hann naut sín svo að svamla í lauginni, í hitanum með ömmu sinni. Þó að sorgin sé mikil núna er svo margt til að vera þakklátur fyrir, eins og hvað þú og Erik Óli voru náin. Hann elskaði ömmu sína innilega og þú hann. „Litla gullið mitt“ kallaðir þú hann. Ég var svo heppinn að eiga þig að og svo þakklátur fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig og fjölskyld- una mína. Ég á þér svo margt að þakka. Hvíldu í friði, elsku mamma mín. Jóhann Gunnar Ólason. Nú er mamma mín dáin. Fót- unum kippt undan manni og lífið sem var er ekki lengur. Hvernig á maður að vera þegar svona gengur yfir? Maður var varla bú- inn að átta sig á því að þú værir veik og þá ertu allt í einu farin. Þegar þú varst lögð inn á spít- alann 16. desember síðastliðinn datt engum í hug að þú kæmir ekki þaðan aftur. Alltaf svo sterk og lést ekkert stoppa þig. Þú hef- ur verið stoð mín og stytta alla tíð og alltaf verið til staðar fyrir mig þegar ég hef þurft á hjálp að halda og staðið með mér í gegn- um öll mín veikindi allt frá því að ég var barn og þar til nú. Alltaf þegar eitthvað bjátaði á varst þú við hliðina á mér. Fyrir allar þær fórnir sem þú hefur fært fyrir mig verð ég þér ævinlega þakk- látur. Það er heill aragrúi af minn- ingum sem ég á um þig núna, sem ég hugsa mikið til á þessum erfiðu tímum og er þakklátur fyrir hverja einustu. Hvort sem það eru skiptin sem þið komuð og heimsóttuð mig þegar ég var búsettur erlendis, í Helsinki eða Tallinn. Ferð fjölskyldunnar til Toskana í sumar. Sumarið sem fjölskyldan var í Danmörku. Allir kaffibollarnir sem við spjölluðum yfir á Reynigrundinni. Þó að sé sárt sé að hugsa til þess að kaffi- bollarnir verði ekki fleiri eða að það verði ekki fleiri fjölskyldufrí með þér þá get ég huggað mig við þær minningar sem við höf- um skapað nú þegar og hugsað til baka til þeirra með hlýju. Það var ýmislegt sem ég vildi sagt hafa við þig áður en yfir lauk en því miður gafst ekki tækifæri til. Sjálfsagt er það enn ein lífslexían sem komið hefur frá þér núna í lokin. Lífið er stutt, ekki bíða með það sem hægt er að gera strax. Ég hef ekki tölu yfir lífslexíurnar sem komu frá þér en eitt er á hreinu að hver og ein einasta hefur gert mig að betri manni, múrstein fyrir múrstein ef svo má að orði komast. Elsku mamma, nú ertu farin og kominn tími á að kveðja að sinni. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og hvíldu í friði. Rúnar. Við fráfall móður minnar sitja eftir óteljandi minningar baðaðar hlýju, gleði og væntumþykju. Hún var sjómannsdóttir og bræður hennar báðir voru sjó- menn. Hún fór í Húsmæðraskól- ann Ósk á Ísafirði eftir útskrift úr gagnfræðaskóla. Ekki sér- staklega til að sinna heimilis- störfum á síðari stigum, heldur til að eiga auðveldara með að fá pláss á sjó, sem kokkur. Það stóð heima, á sjóinn fór hún, með Guðjóni bróður sínum, sem þá var skipstjóri á Sigurfara AK-95. Hún var á sjó í tvær síldarvertíð- ir, samtals 17 mánuði. Þetta var mamma. Árið 1971 hitti hún pabba í Klúbbnum, sveitastrákurinn gerði greinilega eitthvað rétt, því að frá þeim tíma hafa þau verið saman, í tæp 50 ár, þar af gift í rúm 46. Þau hafa alla tíð verið einstaklega samrýnd og ég get ekki ímyndað mér þann harm sem pabbi ber í brjósti eftir frá- fall hennar. Hjá okkur strákunum hennar, pabba og bræðrunum þrem gerðust ótrúlegustu hlutir af sjálfu sér, hún virtist hafa lag á flestu. Mamma menntaði sig til að verða loftskeytamaður, hún kunni sem sagt að morsa. Starfs- ferillinn á þeim vettvangi varð heldur stuttur, þar sem hún gaf hann frá sér til að vera heima með mér, elsta syninum, eftir að ég fæddist. Síðan fylgdu Jóhann Gunnar og Rúnar á eftir. Hún fylgdi pabba þangað sem störf hans drógu þau, fyrst frá Reykjavík til Akureyrar, þaðan í Borgarnes og svo í Stykkishólm, þar til þau enduðu á Akranesi, í fæðingarbæ hennar. Mamma var fyrst og fremst vinur okkar bræðranna, hún réði okkur heilt þegar á þurfti að halda, hún studdi við bakið á okkur þegar þörf var á, hún deildi gleði okkar og sorgum og hún skammaði okkur þegar til- efni var til. Ein mesta lukka mín í lífinu er að hafa fengið að vera nálægt svona yndislegri og hjartahreinni konu sem barn og unglingur og ná síðan að vera eins nákominn henni og raunin varð á fullorðinsárum mínum. Því miður mun Lotta Ósk ekki fá þann tíma sem vonast var eftir með ömmu sinni og nöfnu en mamma sá ekki sólina fyrir barnabörnum sínum tveimur, Lottu Ósk og Erik Óla. Mamma var pólitísk. Hún gaf lítið fyrir yfirborðsmennsku í stjórnmálum og sýndarmennska var sem eitur í beinum hennar þegar kom að því að leggja mat á karaktera stjórnmálanna. Hún var flokksbundin sjálfstæðiskona alla tíð og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir flokkinn. Ég tel þó víst að hafi hún vikið frá vananum í síðustu kosningum til Alþingis. Fráfall mömmu bar brátt að. Á milli jóla og nýárs, þegar krabbinn var staðfestur, datt engum í hug að baráttan yrði töpuð 11. janúar. Það að hún kæmist aldrei aftur heim, eftir að fara til læknis viku fyrir jól, var óhugsandi. Allt sem ætlunin var að gera seinna verður ekki gert, það mun ekki standa betur á hér eftir. Við leiðarlok vil ég þakka móð- ur minni fyrir árin öll, allar sam- verustundirnar, öll ráðin, allar skammirnar, allar fórnirnar, öll brosin, öll tárin og alla hlýjuna. Ég vona að í lífinu takist mér að reynast öðrum eins vel og hún reyndist mér. Bergþór Ólason. Ósk frænka okkar, sem fallin er frá eftir stutta en snarpa bar- áttu við krabbamein, hefur verið hluti af lífi okkar alla tíð. Við ól- umst upp á sama blettinum við Skólabrautina á Akranesi. Feður okkar voru bræður og mæður okkar vinkonur. Bergþór og Guðrún, foreldrar Óskar, byggðu sér hús á lóðinni við hliðina á Bergþórshvoli þar sem afi hans og amma bjuggu. Mörgum árum seinna var gamla húsið rifið og foreldrar okkar, Þórður og Marselía, byggðu nýj- an Bergþórshvol, Skólabraut 29. Þegar verið var að rífa gamla húsið fengu stóru strákarnir að spreyta sig, Brynjar og Guðjón, eldri bræður Óskar. Hún var yngst og kveður síðust. Eflaust hefur hún tekið til hendinni líka, það hefði verið henni líkt. Bræðurnir Bergþór og Þórður voru alla tíð kenndir við Akra, sem stóðu hinum megin við Skólabrautina. Systkinin á Ökr- um voru fimm, Jóhannes og Helga byggðu stórt hús saman á lóð Akra en Ingileif hafði þá byggt með sínum manni húsið Hlið við Suðurgötu örstutt frá Ökrum. Samgangur var mikill á milli heimilanna og líf og fjör hjá frændsystkinunum. Inga amma á Ökrum var miðpunkturinn meðan hennar naut við, en hún féll frá 1958 og hafði þá verið ekkja í 17 ár. Mjög var kært milli hennar og Óskar. Ósk var kraftmikill krakki og hláturmild. Hún var stundum stríðin og hló innilega þegar henni tókst að koma manni á óvart. Hún var óhrædd að takast á við nýja hluti. Eftir gagnfræðapróf lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hún réð sig sem au pair. Hún fór síð- an í húsmæðraskólann á Ísafirði og seinna lá leiðin til Kaup- mannahafnar þar sem hún vann á Hotel D’Angleterre. Guðjón bróðir hennar var skipstjóri og Ósk réð sig í skips- rúm hjá honum sem kokkur á síldveiðum. Ein frásögn hennar frá þeim tíma lýsir henni vel. Skipið var í landi á Raufarhöfn og áhöfnin hafði farið upp í bæ en Ósk var fyrst til skips seint um kvöld. Leiðindaveður var og þeg- ar hún var að fara um borð skrik- aði henni fótur og féll milli skips og bryggju. Í fallinu tókst henni að grípa í bryggjukantinn og náði að hanga þar. Enginn heyrði í henni, enginn var nálægur og hún vissi að ef hún kæmist ekki af eigin rammleik upp á bryggj- una væru dagar hennar taldir. „Mér fannst,“ sagði hún, „hand- leggirnir vera að slitna af mér en þá kom yfir mig einhver yfirnátt- úrulegur kraftur, ég tók á öllu sem ég átti og gat híft mig upp.“ Ósk var dugnaðarforkur, víl- aði fátt fyrir sér og fór ótroðnar slóðir, tók t.d. próf sem loft- skeytamaður. Í Reykjavík kynntist hún ástinni sinni, Óla Jóni, ættuðum úr Hrútafirði, er þar var við nám. Þar með voru örlögin ráðin, þau giftu sig og eignuðust þrjá syni. Leiðin lá til Vesturlands og Ósk tók þátt í margháttuðum störfum hans m.a. sem bæjarstjóra í Borgar- nesi og Stykkishólmi. Ósk kveður alltof fljótt og fékk því miður lítinn tíma til að sinna barnabörnunum og hlúa að fjöl- skyldunni sem hún unni. Að leiðarlokum þökkum við frænku okkar fyrir allt það góða og biðjum henni Guðs blessunar á nýrri vegferð. Óla Jóni, Bergþóri, Jóhanni, Rúnari og fjölskyldum þeirra sendum við hlýjar samúðar- kveðjur. Herdís og Inga Jóna. Það kom okkur skólafélögum Óskar í opna skjöldu þegar við fréttum að hún væri fallin frá langt um aldur fram. Ósk var önnur tveggja stúlkna sem stundaði nám með okkur í Loftskeytaskólanum árin 1971- 1973 enda ekki algengt að stúlk- ur legðu þessa grein fyrir sig á þeim árum. Strax við fyrstu kynni kom í ljós hversu hjartahlý og jafn- framt glaðvær Ósk var. Enda vann hún hug og hjörtu okkar skólafélaganna þegar í stað. Inn- an þessa litla 12 manna hóps sem bekkurinn taldi myndaðist ákaf- lega góð vinátta og samhygð sem haldist hefur alla tíð síðan. Höf- um við haldið sambandi og fylgst hvert með öðru í gegnum lífið þótt dreifð séum um landið og jafnvel heiminn. Eftir útskrift skildu leiðir úr daglega lífinu en svo mikil var vináttan og viljinn til þess að halda saman að fljót- lega fór þessi samstillti hópur að hittast og samgleðjast. Meðal annars hefur hópurinn farið sam- an í mörg ferðalög bæði innan lands og utan. Margar góðar minningar eigum við úr þessum ferðum okkar skólafélaganna ásamt mökum sem einnig náðu vel saman og féllu vel inn í hóp- inn. Ætíð var Ósk hrókur alls fagnaðar í þessum ferðum sem þau hjónin voru dugleg að taka þátt í og stuðla að enn frekari samheldni í hópnum. Nú þegar vinkona okkar er horfin á braut þá er stórt skarð höggvið í þennan þétta vinahóp sem haldið hefur svo lengi sam- an. Við skólafélagarnir minn- umst Óskar með mikilli hlýju um leið og við sendum Óla Jóni og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd skólafélaga Loft- skeytaskólans 1973. Jón Tryggvi Helgason, Helgi Jónsson. Hláturmild, dugleg og sérlega myndarleg húsmóðir. Þannig minnumst við Óskar, okkar kæru vinkonu. Hún fór ung í Húsmæðraskól- ann Ósk á Ísafirði og nýtti sér vel það veganesti sem hún fékk þar. Þess nutum við oft, hvort heldur það var á heimilum þeirra Óla Jóns í Borgarnesi, Stykkishólmi eða heima á Skaganum. Ósk lauk námi við Loftskeyta- skólann og starfaði sem loft- skeytamaður um tíma, ein fárra kvenna. Starf loftskeytamanns taldist til karlastarfa en Ósk hafði bæði áræði og dugnað til að fara sína leið. Það var gott að hlæja með Ósk. Og mikið skemmtum við okkur vel og hlógum saman haustdagana 2018 þegar við dvöldum hjá Sigrúnu í Svíþjóð. Við áttum svo sannarlega von á að geta notið samvista við Ósk lengur. Allt frá barnæsku höfum við átt með henni ógleymanlega samfylgd. Hún kvaddi allt of snemma og nú er hlátur hennar þagnaður. Við söknum Óskar og varðveitum minningu um góða vinkonu. Óla Jóni og sonunum, Berg- þóri, Hanna Gunna og Rúnari og fjölskyldum færum við innilegar samúðarkveðjur. Jóhanna Einarsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Sigrún Sigurdórsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir. Hún Ósk er dáin. Andláts- fregnin kom okkur gömlu skóla- systrum hennar á Ísafirði mjög á óvart. Við kynntumst allar er við stunduðum nám við Húsmæðra- skólann Ósk á Ísafirði veturinn 1965-1966. Stelpur sem komu frá öllum landshlutum sameinuð- umst á Ísafirði. Við vorum 39 talsins og bjuggum saman á heimavist skólans. Þá giltu strangar reglur um útivist og fleira sem mörgum okkar þótti erfitt að fara eftir. Sambúðin var náin og sterk tengsl mynduðust á milli okkar sem haldist hafa allar götur síðan. Við sem búum á Reykjavík- ursvæðinu hittumst reglulega og látum þær á landsbyggðinni fylgjast með. Ósk sem var frá Akranesi kom oftast að hitta okkur. Hún lét það ekki aftra sér að keyra þennan spöl jafnvel þótt veðrið væri ekki alltaf sem best. Einnig höfum við hist með jöfnu millibili víðsvegar um land- ið. Síðast hittumst við í maí 2016 að Öngulsstöðum í Eyjafirði. Við sem komum frá Reykjavík keyrðum á tveimur bílum og pikkuðum svo eina af annarri upp á leiðinni. Ósk sameinaðist okkur í Borgarnesi og var mjög gaman að aka með henni norður í land því með Ósk sem farþega flaug tíminn. Hún var skemmti- leg og reytti af sér brandarana alla leiðina. Hún var sterkur persónuleiki og þegar hún var með okkur var alltaf gaman. Minningin um Ósk mun lifa með okkur skólasystrunum og munum við sakna þess að hún sé horfin á braut og að samvistir okkar með henni verði ekki fleiri. Við sendum fjölskyldu Óskar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd skólasystra frá Húsmæðraskólanum Ósk á Ísa- firði veturinn 1965-1966, Hafdís Sigurð- ardóttir og Ásta Lára Leósdóttir. Ósk Gabríella Bergþórsdóttir Elsku mamma mín, nú hefur þú kvatt þessa jarðvist. Þið Agnar minn getið tekið upp þráðinn á ný og haldið áfram að gera grín að ykkur sjálfum og líf- inu. Ég var ætíð mjög náin þér og eyddum við mörgum stundum saman í alls konar verkefnum. Höfðum báðar mikinn áhuga á fal- legum heimilum og taldar miklir fagurkerar. Þú starfaðir mikið við blómasölu, þar nýttist þinn áhugi og hæfileikar vel til að búa til fal- legar skreytingar, blómvendi og sinna viðskiptavinum sem voru að versla við þig í gleði og sorg. Ég fæddist í Vesturbænum Kristín G. Lárusdóttir ✝ Kristín G. Lár-usdóttir fædd- ist í Reykjavík 19. september 1943. Hún lést 8. janúar 2020. Útför Kristínar fór fram 17. janúar 2020. 1961 og fluttum við í Fossvog 1968, Árbæ 1970 og 1974 í Garðabæ. Tel ég mig ætíð vera Garðbæ- ing ef ég er spurð. Heilsa þín fór ekki mjúkum hönd- um um þig eftir fæð- ingu yngsta barnsins þíns, Arnar Þórs, sem litaði öll þín ár mismikið. Þú varst ljúf kona sem vildir öll- um vel, ung í anda og með slatta af húmor og stríðni sem fleytti þér í gegnum lífsins ólgusjó. Hafðu þökk fyrir allt sem þú kenndir mér og börnunum mín- um. Nú ertu frjáls ferða þinna eftir mjög erfið ár og mismikil veikindi. Minningunni um allt það góða, og lærdómsríka leiðbeiningu um lífið, mun ég halda á lofti gagnvart börnum mínum og barnabörnum. Elska þig af öllu hjarta. Þín dóttir, Lára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.