Morgunblaðið - 20.01.2020, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020
✝ Hörður Þór-hallsson, fv.
skipstjóri og út-
gerðarmaður,
fæddist 6. mars
1942. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans 4.
janúar 2020. For-
eldrar Harðar voru
Þórhallur Karlsson,
fv. útgerðarmaður
og Hrefna Bjarna-
dóttir húsfrú Húsavík. Átti hann
tvö eldri systkini, Hjördísi Sævar
loftskeytamann sem lést 1985 og
Óskar fyrrum skipstjóra og út-
dóttur og á hann tvö börn. Þór-
hallur Harðarson fram-
kvæmdastjóri giftur Anítu
Pétursdóttur og eiga þau þrjú
börn.
Hörður hóf sjómannsferil sinn
ungur og starfaði að mestu við
sjómennsku og útgerð. Hörður
tók skipstjórnarréttindi frá Sjó-
mannaskóla Reykjavíkur. Hörð-
ur kenndi og undirbjó marga
undir skipstjórnarréttindi á
Húsavík. Hörður var virkur í fé-
lags- og stjórnmálum og sat í
bæjarstjórn og nefndum á vegum
Húsavíkurkaupstaðar. Hann var
formaður Björgunarsveitarinnar
Garðars um skeið. Á árunum
2000 til 2005 átti og rak Hörður
Hótel Húsavík ásamt eiginkonu
sinni, yngsta syni og eiginkonu
hans. Hörður verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju í dag, 20.
janúar 2020, klukkan 13.30.
gerðarmann. Hörð-
ur giftist eftirlifandi
eiginkonu sinni
Ólöfu H. Árnadótt-
ur 29. desember
1962. Börn þeirra
eru Gunnar Rafn
húsasmíðameistari
og verktaki giftur
Guðrúnu Hörpu Vil-
hjálmsdóttur, eiga
þau tvo syni og sex
barnabörn. Hjördís
Sævar sjúkraliði gift Kára Karls-
syni eiga þau fjóra syni og fjögur
barnabörn. Hörður stýrimaður í
sambúð með Láru Guðmunds-
Nú ertu floginn á braut, elsku
pabbi minn, ekki til Kanaríeyja
eins og þið mamma ætluðuð að
gera þann 4. janúar heldur
flaugstu á vit forfeðra þinna. Þó
mér sé þungt um hjartarætur
þegar ég kveð þig þá finn ég líka
til mikils þakklætis fyrir að hafa
átt þig að sem föður, vin og um-
fram allt varst þú stoð mín og
stytta á margan hátt í gegnum tíð-
ina. Ég get huggað mig við góðar,
fallegar og skemmtilegar minn-
ingar. Ég gat alltaf leitað álits og
ráða hjá þér um alla skapaða
hluti, engin spurning var of kjána-
leg svo þú ættir ekki svar við
henni. Þú varst hafsjór af fróðleik
og þá var sama hvort talað er er-
um bókmenntir, Íslendingasög-
urnar, heimsstyrjaldirnar eða
málefni líðandi stundar, enda stóð
útvarpið á náttborðinu hjá þér og
annað í eldhúsinu og það þriðja í
stofunni og stundum kveikt á
þeim öllum.
Þú hafðir gaman af ferðalögum
bæði innan lands sem utan. Það
var sérstaklega fróðlegt og
skemmtilegt að ferðast með þér
um landið okkar. Þú kunnir alltaf
sögur að segja og hafðir góða frá-
sagnagáfu. Á Snæfellsnesi var
það Axlar-Björn, í Skagafirði
Drangey og sagan af Guðmundi
góða og Gretti Ásmundarsyni.
Svona gæti ég talið endalaust upp,
en fyrir vikið voru þessir staðir
eftirminnilegri. Ég varð oft bíl-
veik á þessum ferðalögum og þeg-
ar bræður mínir kölluðu „pabbi,
hún er lögst í sætið“ var brugðið á
það ráð að syngja og allir í bílnum
sungu með. Þið mamma voruð oft-
ast með nesti og höfðuð gaman af
því að setjast í græna lautu og þá
var oft „sögustund“ hjá pabba.
Pabbi var mikil matgæðingur
og hafði gaman af allskonar mat-
argerð. Við áttum margar góðar
samverustundir við sperðla-,
rúllupylsu- og kæfugerð, þá var
margt skrafað. Hann var líka
áhugasamur um hvernig búskap-
inn gengi hjá okkur í sveitinni og
átti það til að hringja og spyrja
um veikar kýr, hvort þær væru að
hressast. Pabbi hafði lúmskt gam-
an að dýrum. Stundum átti hann
heimspekilegar samræður við
einstaka kú, honum líkaði vel við
sumar en náði engu sambandi við
aðrar. Sagði þá gjarnan „ekki við-
lit að ræða hana við þessa“ .
Pabbi var mikill bíla- og græju-
kall og hafði sérstaklega áhuga á
tækninýjungum, sama hvort þau
voru í „brúnni“ eða einföld heim-
ilistæki eins og eggjasjóðari eða
rafmagnsdósahnífur. Hvað bílana
varðaði voru Ford-bílar ofarlega á
listanum hjá honum og ekki var
verra ef þeir voru vínrauðir. Hann
spáði mikið í aukabúnað þegar
hann keypti sér nýja bíla, raf-
drifnar rúður og spegla, bakk-
myndavélar og staðsetningar-
tæki. Pabbi hugsaði einstaklega
vel um bílana sína enda mikið
snyrtimenni.
Lífið verður sannarlega öðru-
vísi án þín, nú hringi ég ekki leng-
ur í vin til að ráðgast við. Elsku
besti pabbi minn, þúsund þakkir
fyrir allt sem þú hefur kennt mér
og gert fyrir mig, Kára, syni okk-
ar og fjölskyldu.
Kær kveðja, þín dóttir,
Hjördís (Dísa).
Hörður
Þórhallsson
Í dag kveðjum við
sómadrenginn
Rikka, tengdaföður
minn. Það var öllum
augljóslega illa brugðið er hringt
var og tilkynnt að Rikki væri kom-
inn inn á spítala sárþjáður. Svo
kom kallið, hann væri sofnaður
sínum síðasta blundi.
Ég hafði átt í samskiptum við
Rikka sem starfsmaður Fram-
sóknarflokksins og hann þá for-
maður Framsóknarfélagsins í
Garði, hann var fyrsti formaður
félagsins frá 1994. Það skal nú við-
urkennt að ég fékk þá tilfinningu á
stundum að ég væri í raun að
trufla þegar ég hafði samband við
hann. Var ég þá að minna á atriði
og verkefni í flokksstarfinu svo að
gangverkið væri sem best af hendi
leyst. Nokkrum árum síðar átti ég
því láni að fagna að tengjast Rikka
fjölskylduböndum og samskipti
okkar að verða einlægari og kær-
ari. Þá gáfum við okkur meiri tíma
fyrir spjall og léttleika.
Án efa hefur mikið vatn runnið
til sjávar áður en ég kom til sög-
unnar. En ætli það eigi ekki við
um mig eins og fleiri að sjá Rikka
fyrir sér stjórnandi útför í svört-
um lafafrakka, með hvíta hanska,
óaðfinnanlega greiddan og virðu-
legan. Það hæfði enda vel útfar-
arstjóra sem vill sýna aðstandend-
um sem mestan sóma með
hátíðlegri athöfn. Hæfileikar
Rikka komu á þeim stundum vel í
ljós og tel ég hann í raun hafa ver-
ið listamann sem fann fjölina sína í
hlutverkinu og fékk útrás fyrir
sköpunarhæfileikana. Hann naut
og mikils trausts fólks á erfiðum
stundum.
Það hæfði vel Rikka, virðuleg-
um fagurkera, að eiga þekktasta
lúxusbíl í heimi, Rolls Royce. Var
það hliðarstarf hjá honum að
bjóða tilvonandi brúðhjónum að fá
hann notaðan við giftingar.
Rikki var góður sagnamaður og
er mér sérstaklega minnisstæð
Richard Dawson
Woodhead
✝ Richard Daw-son Woodhead
fæddist 6. apríl
1947. Hann lést 27.
desember 2019.
Útför Richards
fór fram 16. janúar
2020.
sagan er hann lék
sjálfan Stapadraug-
urinn. Þá sem
drengur í Vogunum
var ærslast og ýmis
prakkarastrik unnin.
Rikki var eitt sinn
búinn að finna gaml-
an sjóstakk í skúr
einum er var nógu
stór þannig að ekk-
ert sást í Rikka.
Varð hann sér svo
úti um fjöl til að hafa á höfðinu og
fylla þannig út í axlir sjóstakksins.
Með bolta undir hendinni, í sjó-
stakknum, arkaði Rikki upp á veg
í gervinu. Augljóslega hefur bíl-
stjórum eitthvað verið brugðið að
sjá Stapadrauginn allt í einu í ljós-
geislanum. Þarna var hann, „lif-
andi“ kominn. Leið ekki á löngu að
Rikki fékk yfir sig svoleiðis grjót-
hríðina, bílstjórum hefur verið
brugðið og hreinlega logandi
hræddir. Eðlilegur húðlitur hefur
vonandi færst yfir andlit bílstjór-
anna eitthvað síðar. En það skríkti
enn þá í okkar manni, leikaranum,
mörgum áratugum síðar, er hann
sagði mér frá uppátæki sínu.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Verkin mín öll og vinnulag
velþóknan hjá þér finni,
en vonskan sú, sem vann ég í dag,
veri gleymd miskunn þinni.
Þó augun sofni aftur hér
í þér mín sálin vaki.
Guðs son, Jesús, haf gát á mér,
geym mín svo ekkert saki.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson, Prestshólum)
Blessuð sé minning um góðan
dreng.
Einar Gunnar.
Lærifaðir minn, Lions félagi,
einstaklega vandað eintak af
manni en þó fyrst og fremst vinur
minn eru þau lýsingarorð sem
koma upp í huga minn nú þegar ég
sest niður til að hripa þessar línur
um Richard D. Woodhead eða
Rikka eins og hann var alltaf kall-
aður. Rikki var eins konar al-
menningseign hér á Suðurnesjum
þar sem allir þekktu hann og flest-
ar fjölskyldur hér hefur hann að-
stoðað þegar sorgin hefur knúið
dyra og leyst það af hendi með
væntumþykju og virðingu svo eft-
ir hefur verið tekið. Ég eins og
aðrir Suðurnesjamenn vissi að
sjálfsögðu hver Rikki var þar sem
ég og mín fjölskylda höfðum notið
hans þjónustu en það er ekki fyrr
en ég gekk í Lionsklúbbinn Garð
sem ég fyrst kynntist honum per-
sónulega og mynduðust fljótt
vinabönd sem voru mér afskap-
lega dýrmæt. Þegar ég ámálgaði
við Rikka að ég hefði áhuga á að
kynnast starfi útfararstjóra tók
hann mér opnum örmum og bauð
mér að koma til sín og læra sem og
ég gerði. Ég tel mig einstaklega
heppinn að hafa notið hans leið-
sagnar og þjálfunar sem og hans
umsagnar þegar ég sótti sjálfur
um réttindi. Oft sagðir þú: „Maður
á ekki að vera hræddur við látið
fólk því að það gerir manni ekki
neitt, maður á miklu frekar að
vera hræddur við þá sem eru lif-
andi.“ Öll samtölin okkar eru mér
dýrmætur fjársjóður í minninga-
bankanum og eins samverustund-
irnar þar sem við sátum kannski
lengri tíma við litla borðið og lögð-
um sinn kapalinn hvor og sögðum
þá ekki margt nema kannski til að
skipta okkur af því hvernig hinn
var að rekja kapalinn. Glettni,
prakkaraglott og þessi óskaplega
hlýi faðmur voru meðal þinna að-
aleinkenna og alltaf heilsuðumst
við og kvöddumst með faðmlagi og
kossi. Þú varst ekki bara einn af
mínum bestu vinum heldur
gekkstu dóttur minni í afa stað
þegar hún var bara pínulítil og við
fórum að venja komur okkar til
þín, þið ákváðuð það ykkar á milli
þú og Lilja að þú ættir að vera afi
hennar þar sem hún ætti engan
afa og eftir það og alla tíð var það
alltaf afi Rikki. Það var komið að
máli við mig um daginn og mér
hrósað fyrir fallega og virðulega
þjónustu við útför sem ég var með
og þegar maðurinn sagði: „Mér
fannst bara að Rikki væri kominn
þar sem þú ert með suma taktana
hans.“ Þá gat ég ekki sagt annað
en satt, brosti, þakkaði fyrir og
sagðist líka hafa lært hjá þeim
besta. Þegar fór aðeins að róast
hjá þér fékkstu þér húsbíl og það
var gaman að fylgjast með þegar
þið Gréta voruð að leggja í hann á
drekklestuðum bílnum með fjór-
hjólin á kerru í eftirdragi á leið á
vit ævintýra. Þær eru svo margar
sögurnar sem hægt væri að segja
en best að sumar þeirra verði bara
okkar á milli og vermi í minning-
unni.
Elsku Rikki og afi Rikki, hafðu
hjartans þökk fyrir að hafa verið
óskaplega stór þáttur í okkar lífi
og veitt okkur alla þá væntum-
þykju og ást sem þú sýndir og
gafst okkur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Sambýliskonu og fjölskyldu
Rikka sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur, minning um einstak-
an mann lifir.
Víðir Guðmundsson og
Lilja Ósk Víðisdóttir.
Guðbjörg Ósk
Harðardóttir (Gugga)
fæddist á Bíldudal
hinn 17. ágúst 1943.
Hún lést á Landspítalanum í
Fossvogi, hinn 13. desember 2019.
Jarðarförin fór fram í Grafarvogs-
kirkju hinn 30. desember sl.
Hin gömlu kynni gleymast ei,
enn glóir vín á skál.
Hin gömlu kynni gleymast ei
né gömul tryggðamál.
Ó, góða, góða, gamla tíð
með gull í mund.
Nú fyllum báðir bikarinn
og blessum liðna stund.
(Burns/Árni Pálsson)
Þótt dauðinn sé staðreynd vek-
ur hann ávallt sorg og söknuð.
Fráfall vinkonu minnar og ferða-
félaga gegnum lífið er engin und-
antekning frá því, en Guggu
þekkti ég nær alla ævi frá fjögurra
ára aldri.
Við ólumst upp saman í Laug-
arneskampi, þar sem mannlífið
var fjölskrúðugt og mörg börn á
öllum aldri. Allir voru vinir í þessu
samfélagi, hjálpuðust að, tókum
þátt í gleði og sorgum hvers ann-
ars. Já, þannig vorum við Gugga
og breyttumst svo sem ekki mikið
eftir það. Foreldrar okkar voru
mikið vinafólk. Við bjuggum í
sömu braggalengjunni. Hörður og
Ella, Stína og Franklín, Hansína
og Alfons, Bára og Soffía og fleira
gott fólk. Árin 1960 fluttum við í
Gnoðarvoginn, en það voru fyrstu
félagslegu íbúðirnar sem borgin
byggði í langan tíma. Aðrir fluttu í
Smáíbúðahverfið. Foreldrar
Guggu, Stína og Franklín, fluttu í
Gnoðarvog og einnig foreldrar
mínir. Þannig að við héldum
áfram að vera nágrannar með
mikil samskipti.
Guðbjörg Ósk
Harðardóttir
✝ Guðbjörg ÓskHarðardóttir
fæddist 17. ágúst
1943. Hún lést 13.
desember 2019. Út-
för Guðbjargar fór
fram 30. desember
2019.
Seinna passaði
ég börnin hennar
Guggu, aðallega
Hörð á Lindargöt-
unni. Þar sungum
við Bítlalögin sam-
an. Síðan á Meist-
aravöllum var oft
glatt á hjalla, vin-
konurnar oft í
heimsókn og hár-
greiðslu. Ég fylgd-
ist vel með öllu sem
fram fór, 12 ára og mjög forvitin
um ástarmálin hjá þeim eldri.
Gugga var góður kokkur og mikil
húsmóðir. Ég gleymi ekki lamba-
hryggnum í hádeginu á sunnudög-
um, karamellu Royal-búðingnum
með þeyttum rjóma í eftirrétt.
Gunnar heitinn var mikið á sjó
á þessum tíma svo ég gisti mikið
hjá Guggu. Það var mikil sorg
þegar hann fórst á sjó í marsmán-
uði árið 1969. Allir voru boðnir og
búnir að vera ungu ekkjunni innan
handar á þessum erfiðu tímum.
En líf Guggu breyttist mikið eftir
það.
Hún giftist Hauk Heiðdal og
eignuðust þau dótturina Guðnýju
árið 1974 og gekk hann Gunnars-
börnum í föðurstað, en leiðir
þeirra skildi. Hún giftist Jóní Ey-
þóri árið 1992. Hann reyndist
henni góður og alltaf var gott að
heimsækja þau nú síðustu árin í
Frostafoldina.
Undanfarin ár átti Gugga við
ýmis heilsuvandamál að stríða. En
nú hvílir hún í friði umvafin ástvin-
um. Hún var sannkölluð hetja. Ég
votta Jóni Eyþóri, börnum hennar
Herði, Valgeiri, Elínu og Guðnýju
innilega samúð, einnig Möllu vin-
konu, Ástu og Alfreð, Sigurgísla
og fjölskyldum. Megi gæfa fylgja
öllum hennar afkomendum um
ókomna framtíð.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta, fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Bjarney Þuríður
Runólfsdóttir (Eyja).
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN ÖRN STEFÁNSSON
vélaverkfræðingur frá Húsavík,
Lundi 3, Kópavogi,
lést laugardaginn 11. janúar
á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Digraneskirkju
miðvikudaginn 22. janúar klukkan 15.
Gunnþórunn R. Þórhallsdóttir
Stefán Geir Stefánsson Anna María Gunnarsdóttir
Halla Stefánsdóttir
Finnur R. Stefánsson Steinunn Jónsdóttir
Rebekka Stefánsdóttir Emil Kárason
barnabörn og barnabarnabarn
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og bróðir,
HJALTI SIGURJÓNSSON,
Raftholti, Holtum,
lést laugardaginn 11. janúar á heimili sínu.
Útförin fer fram frá Marteinstungukirkju
laugardaginn 25. janúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á sjóð Marteinstungukirkju: kt. 450269-0189,
reikningur 308-13-9256.
Jóna Heiðbjört Valdimarsdóttir
Ágústa Kristín Hjaltadóttir
Sigurjón Hjaltason Guðríður Júlíusdóttir
Guðrún Margrét Hjaltadóttir Oddur Hlynur Kristjánsson
Valdimar Hjaltason Hrefna María Hagbarðsdóttir
Hermann Sigurjónsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HILMAR ÞÓR ZOPHONÍASSON,
bifvélavirki og sjómaður,
Hólavegi 25, Siglufirði,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar hinn 17. janúar.
Útför hans fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 25. janúar
kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar.
Svanfríður Pétursdóttir
Guðni Geir Hilmarsson Linda Hilmarsson
Hafrún Dögg Hilmarsdóttir Kristján Vilhjálmsson
Halldór Logi Hilmarsson Hafrún Sif Sveinsdóttir
og afabörn