Morgunblaðið - 20.01.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.01.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020 Elsku Svana, sumt fólk sem mað- ur kynnist á lífs- leiðinni hefur djúp- stæð áhrif á líf manns og þannig kona varst þú. Ég tel það gæfu mína að hafa þekkt þig allt mitt líf. Þó að þú hafir verið mágkona ömmu minnar og við ekki bund- in blóðböndum hefur mér alltaf fundist þú vera frænka mín. Líklega segir það meira um þig og mínar tilfinningar til þín en mörg önnur orð. Leiðir okkar lágu saman á ýmsan máta í gegnum lífið. Í fyrstu voru það óteljandi fjöl- skylduboð því þú stóðst alltaf þétt við bakið á ömmu og henn- ar fjölskyldu. Á milli ykkar var sönn vinátta og kærleikur. Þú tókst þátt í gleði hennar og sorg með bjarta brosinu þínu, gjallandi hlátrinum og hlýja faðmlaginu. En þú fylgdist einnig náið með því sem við, afkomendur Svanhildur Árný Sigurjónsdóttir ✝ SvanhildurÁrný Sig- urjónsdóttir fædd- ist 5. maí 1927. Hún lést 30. desember 2019. Útförin fór fram 15. janúar 2020. ömmu, tókum okk- ur fyrir hendur í lífinu hverju sinni. Þar var ég engin undantekning. Þeg- ar ég hóf daður mitt við skálda- gyðjuna sýndir þú því mikinn áhuga enda hafðir þú gaman af skáld- skap og kunnir sjálf að beita penn- anum. Þú mættir í útgáfuhófin vegna útgáfu bókanna minna og komst þeim jafnvel á framfæri á ýmsum stöðum. Þegar ég kynntist manninum mínum þurfti engra útskýringa við af hverju ég batt trúss mitt við karlmann en ekki konu. Þú varst spennt að kynnast honum, en síðar kom í ljós að leiðir ykk- ar höfðu einnig legið saman áð- ur. Hann lærður þjónn og þú að sjálfsögðu löngu orðin goðsögn í þeirri atvinnugrein. Frum- kvöðull, fyrsta konan sem út- skrifaðist sem þjónn á Íslandi. En það er eitt sem stendur upp úr í samskiptum okkar, elsku Svana. Þegar ég var ung- ur maður leitaðir þú til mín og fólst mér ábyrgðarfullt verk- efni. Það verkefni er okkar trúnaðarmál og þótt það hafi ekki staðið yfir í langan tíma fékk það mig til að spyrja áleit- inna spurninga um sjálfan mig og fyrir hvað ég stend. Það þroskaði mig sem einstakling og ég er þér ævinlega þakklátur fyrir traustið sem þú sýndir mér. Þegar ég skrifa þessi orð kemur upp í huga minn þrett- ánda vers í fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna þar sem hann talar um kærleikann. „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur.“ (1. Kor. 13, 13) Þú varst trúuð kona og líkt og svo margir aðrir í minni fjöl- skyldu gafst þú tíma þinn óeig- ingjarnt til starfa innan Óháða safnaðarins. Ég er einnig sann- færður um að innra með þér bjó vonin. Vonin um eilífa sælu að loknu þessu jarðlífi sem ekki fór alltaf um þig mjúkum höndum. Þú tókst á við lífið með kærleik- ann að vopni og eins og segir réttilega í versinu er hann mik- ilvægastur. Elsku Svana, hugur minn á þessari stundu er hjá þér og að- standendum þínum. Þeim votta ég mína dýpstu samúð. Ég veit að ég tala einnig fyrir hönd Nonna og allra afkomenda ömmu þegar ég þakka þér fyrir alla hlýjuna, allt brosið og kær- leikann sem þú sýndir okkur í gegnum árin. Ég vil með þessum orðum kveðja þig að sinni en þó með þeirri vissu að þangað sem för þinni er nú heitið, að þar muni einnig verða áfangastaður minn þegar þessu jarðlífi sleppir og við munum brosa, hlæja og ef til vill daðra örlítið við skálda- gyðjuna saman á ný. Meira: mbl.is/andlat Steindór Kristinn Ívarsson. Kær vinkona og samstarfs- kona að samkirkjulegum mál- efnum hefur kvatt okkur. Svan- hildur Árný Sigurjónsdóttir var um tíma fulltrúi Óháða safn- aðarins í Samstarfsnefnd krist- inna trúfélaga á Íslandi og einn- ig starfaði hún með landsnefnd um alþjóðlegan bænadag kvenna um árabil. Svanhildur hafði oft á orði: Margur er knár þótt hann sé smár og átti þar með við sjálfa sig. Og kná var hún, sannarlega, alltaf reiðubú- in að koma og vera með, jafnvel seinni árin þegar heilsan var farin að gefa sig. Oft las hún guðspjallið á samverustundum og í samkirkjulegum útvarps- guðsþjónustum og gerði það undurvel, með fallegum áherslum og skýrum framburði. Svanhildur Árný var einlæg trúkona og gaf okkur dýrmætan vitnisburð sinn í orði og verki. Þegar hún var beðin um að pré- dika á sameiginlegri samkomu gerði hún það af reisn og festu. Við þökkum henni samfylgdina og biðjum fjölskyldu hennar blessunar Guðs. Fyrir hönd samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi, María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir. ✝ Kerstin Hilt-rud Roloff fæddist í For- chheim í Oberfr- anken, Þýska- landi, 24. desember 1966. Hún lést 24. des- ember 2019. For- eldrar hennar eru jarðfræðingurinn dr. Achim Roloff, f. 1938, d. 2016, og Karin Roloff listakona, f. 1944. Bróðir hennar Oliver fæddist 1973. Kerstin varð 1985 afburðastúdent úr forn- máladeild Herder-mennta- skólans í Forchheim. Fyrsta starf hennar eftir útskrift var sem upplýsingafulltrúi í höf- uðstöðvum Rhein Main Donau AG, München. Kerstin stund- aði ung m.a. bardagaíþróttir og fjallaklifur, síðar meir hestamennsku og útivist. Árið 1987 kom hún fyrst til Leifs. Þorsteinn Ragnar, f. 1981, og Halldór Valur, f. 1984, eru synir Leifs með með Sigríði Björnsdóttur. Með Kol- brúnu Bylgju Sveinbjörns- dóttur á Leifur dótturina Sveinbjörgu Ingu, f. 1985, og með Unni Björnsdóttur soninn Guðna Má, f. 1987. Sjálfur var Leifur elstur af 11 systkinum sammæðra, og sex systkinum samfeðra, sonur Valgerðar Þorsteinsdóttur, f. 1918, d. 1981, og Hreggviðar Ágústs- sonar, f. 1917, d. 1955, og kynntist 15 barnabörnum og tveimur langafabörnum sínum meðan hann var á lífi. Hann var lengst af bóndi í Bakka- koti og Byrgisskarði. Kerstin vann mest við hjúkrun, kennslu og leiðbein- ingu en hún var m.a. leiðbein- andi í skyndihjálp í áratugi. Síðustu árin bjó fjölskyldan í Bakkakoti þar sem þau reistu sér nýtt heimili árið 2004. Kerstin lauk 2011 námi í kennslufræðum við HA. Verkir settu svip á síðustu árin en hún var í námi í tölv- unarfræði frá HR á meðan hún komst vel leiðar sinnar. Útför hefur farið fram. Íslands og hóf 1988 nám í hjúkr- un við Háskólann á Akureyri. Hún vann með náminu og útskrifaðist með verðlaun 1992. Við tók starf á gjörgæsludeild Borgarspítalans þar til hún flutti norður. Kerstin og Leif- ur Steinarr Hreggviðsson, f. 10.10. 1935, d. 2.8. 2018, gengu í hjónaband 1996 og eignuðust dótturina Swanhild Ylfu, f. 1. apríl það ár. Fyrir átti Leifur þau Ingibjörgu Jenný, f. 1967, Harald Þór, f. 1968, og Sigurjón Viðar, f. 1971, með Freyju Oddsteins- dóttur. Dóttir Sigurlaugar Björnsdóttur og Leifs er Guðný Hrefna, f. 1974, og son- ur Sigurlaugar, Björn Ey- steinn, f. 1973, er fóstursonur Mamma var engri lík, kraft- urinn, hugrekkið, heiðarleikinn, dugnaðurinn og það hvað hún var klár og víðlesin, mikið sem ég var heppin að eiga hana fyrir móður og að hafa átt hana að í þann tíma sem hún lifði. Hún hvatti mig til dáða í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, hvort sem það var nám, erfiður hestur eða annað. Ég er þakklát fyrir skil- yrðislausa ást hennar og pabba og það veganesti sem þau gáfu mér út í lífið og mun halda minn- ingu þeirra á lofti svo lengi sem ég lifi, í hjarta, huga, orði og gjörðum. Ljóðið Sprettur eftir Hannes Hafstein var í miklu uppáhaldi hjá mömmu og vil ég heiðra minningu hennar með því að birta fyrstu þrjú erindin hér: Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. Og á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. Það er sem fjöllin fljúgi móti mér, sem kólfur loftið kljúfi klárinn fer. Og lund mín er svo létt, eins og gæti eg gjörvallt lífið geisað fram í einum sprett. Hve fjör í æðar færist fáknum með! Hve hjartað léttar hrærist! Hlær við geð að finna fjörtök stinn! Þú ert mesti gæðagammur, góði Léttir, klárinn minn! (Hannes Hafstein) Ég sé þig fyrir mér mamma mín, þar sem þú getur loksins farið aftur á hestbak og farið á hann Fána þinn, bæði í ykkar besta formi, á harðastökki um sumarlandið. Bið að heilsa pabba. Litla Leifsdóttirin þín, Ylfa. Kerstin Hiltrud Roloff Vetur konungur skartaði sínu feg- ursta við upphaf nýs árs og falleg glitský á himni yfir Hafnarfjalli. Árið 2020 gengið í garð og Sigga Helga, móður- systir mín, hefur fengið hvíld- ina. Svo fór að illvígur sjúkdóm- Sigríður Helga Sigurðardóttir ✝ Sigríður Helgafæddist 29. október 1957. Hún lést 3. janúar 2020. Útför hennar fór fram 13. janúar 2020. ur hafði yfir- höndina en á liðnum tveimur ár- um hefur frænka tekið örlögum sín- um af mikilli skyn- semi, ró og yfirveg- un. Alltaf lík sér og skýr í hugsun. Ótæmandi baráttu- þrek og lífsvilji. Þrátt fyrir erfiða tíma og ömurleg átök sagði frænka alltaf; „þetta verður allt í lagi. – Binni minn, ég er alveg sátt“. Það var svo margt í fasi frænku sem ég þekki frá ömmu og afa; tók vel eftir fréttum og líðandi stund. Talnaglögg og ná- kvæm þegar það átti við. Fór vel með allt sitt og hafði unun af því að hafa snyrtilegt og nota- legt í kringum sig. Hélt í gaml- ar hefðir, ræktaði frændgarðinn sinn sérstaklega vel – bæði þá eldri sem og þá sem yngri voru. Ég minnist með hlýju uppeld- isára minna í Borgarnesi en frænka var náin foreldrum mín- um og mikill vinur. Sigga Helga var lengi í for- eldrahúsum og reyndist afa og ömmu mikill styrkur í erfiðum veikindum ömmu. Sigga Helga starfaði um tíma í Reykjavík, bæði sem þjónn á veitingahús- inu Við Tjörnina og seinna í Al- þýðubankanum. Þá fékk ég oft að gista hjá henni í Garðastræt- inu. Í seinni tíð höfðum við frænka minna samband en áður. Ég í mínu annríki í Reykjavík en hún á sínum heimavelli heima í Borgarnesi. Sigga Helga hafði gott lag á ungu fólki og var afar sátt í starfi sínu sem skólaritari hjá Grunn- skólanum í Borgarnesi síðast- liðin 15 ár. Mikið hefur breyst hjá stuttri fjölskyldugrein á skömmum tíma. Enn eitt skarðið, enn eitt höggið. Fráfall sem snertir fjöl- marga í litlu bæjarfélagi og samfélagi heima í Borgarnesi. Þrátt fyrir allan þennan aðdrag- anda er það bæði skrítið og ótrúlega erfitt að sætta sig við þessa hinstu kveðjustund, elsku frænka. Trúi því þó að þú sért komin á betri stað. Komin í faðm engla. Minning lifir og öll þín elska. Brynjúlfur Halldórsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS GUNNARSSONAR, fyrrverandi bónda Selfossi I. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fyrir góða umönnun og hlýju. Megi nýja árið færa ykkur öllum gæfu og gleði. Steinunn Eyjólfsdóttir Atli Gunnarsson Anna Sigrúnardóttir Guðrún Ásta Gunnarsdóttir Sveinn Sigurmundsson Erna Gunnarsdóttir Jón Árni Vignisson Sigríður Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, afi og langafi, PÉTUR JÓNSSON, Þorvaldsstöðum, Breiðdal, lést hinn 7. janúar sl. og verður jarðsunginn frá Eydalakirkju 25. janúar nk. kl. 14.00. Bjarki Pétursson Viðar Pétursson Hlíðar Pétursson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ANTONÍUSDÓTTIR, Sléttuvegi 19, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítala þriðjudaginn 7. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Þór Ólafsson Sigrún Anna Jónsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Ólöf Jónsdóttir Þóra Sigríður Jónsdóttir tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar og amma, GUÐMUNDA RÓSA INGÓLFSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 14. janúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ. Útför fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 24. janúar kl. 13. Klara Egilson Ingólfur Máni Hermannsson Guðmundur Galdur Egilson Heiðveig Riber Madsen Thor Riber Madsen Freyja Riber Madsen Móðir okkar, tengdamóðir og amma, BENTA MARGRÉT BRIEM, áður til heimilis í Sörlaskjóli 2, lést á Hrafnistu í Laugarási hinn 17. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Ólafur Jón Briem Sóley Enid Jóhannsdóttir Garðar Briem Elín Magnúsdóttir Gunnlaugur Briem Hanna Björg Marteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR STEINDÓRSDÓTTUR, sem lést 14. desember sl. á Hjúkrunaheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ. Steindór Hálfdánarson Sólrún Björnsdóttir Stella Petra Hálfdánardóttir Lárus Halldórsson Kristín Hálfdánardóttir Gunnar H. Sigurðsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.