Morgunblaðið - 20.01.2020, Page 24

Morgunblaðið - 20.01.2020, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020 60 ára Björn er Vest- mannaeyingur, Hann er núna kennari við Grunnskóla Vestmann- eyja er lærður kennari úr Kennaraháskólanum og var aðstoðar- skólastjóri í Eyjum í 12 ár. Hann þjálfaði bæði í fótbolta og hand- bolta. Maki: Emilía María Hilmarsdóttir, f. 1961, lyfjatæknir og vinnur við heimilisþjónustu. Börn: Hilmar Ágúst, f. 1986, Anton Örn, f. 1992, og Elísa Björk, f. 2001. Barnabörnin eru Aron Ingi Hilmarsson og Emil Máni Antonsson. Foreldrar: Elías Björnsson, f. 1937, d. 2016, stýrimaður og formaður Sjómanna- félagsins, og Hildur Margrét Magnús- dóttir, f. 1941, húsmóðir, búsett í Eyjum. Björn Elíasson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Flýttu þér hægt og hlustaðu á ráðleggingar og skoðanir þeirra sem eru vel að sér í þeim málum sem þig langar að kynna þér betur. Börnin reyna á þolrif- in. 20. apríl - 20. maí  Naut Fjölskyldan er hornsteinninn hvort heldur er í gleði eða sorg. Njóttu kvölds- ins með fjölskyldunni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Mundu að sýna öðrum þol- inmæði, þú átt auðvelt með að missa stjórn á skapi þínu. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum/sjálfri þér þótt aðrir kalli á athygli þína. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Eitthvað tengt fjölskyldunni kem- ur þægilega á óvart. Meðvirkni þín dregur dilk á eftir sér. Þú ert ekki upp á þitt besta sem stendur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú samþykkir eitthvað. Finndu þér eitthvað sem vekur ástríðu þína. Reyndu að skilja kjarnann frá hisminu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert að ná þér á strik eftir mikla vinnutörn og átt skilið að slappa af. And- inn kemur yfir þig og þú hellir þér út í áhugamál þitt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt hægt um vik með að sýna öðr- um góðvild og örlæti í dag. Seinni partinn í dag mun góð hugmynd breyta góðu í frábært. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Spennan sem þú finnur til vegna yfirvofandi fundar með nýju fólki er óþörf. Ekki setja aðra á stall. Þú hefur bein í nefinu líka. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér verður ekkert úr verki ef þú ætlar að gera allt í einu. Sýndu frum- kvæði því núna er rétti tíminn til þess. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samband þitt við vini þína er eitthvað að íþyngja þér. Lofaðu smáfólk- inu að velja og hafna fyrir sig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Breyttu um mynstur í sam- skiptum við erfiðan ástvin. Láttu hverjum degi nægja sína þjáningu. Haltu öllum dyrum opnum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver leggur stein í götu þína, en þetta er tímabundin hindrun. Ekki setja þig á háan hest í samskiptum við aðra. Við höfum sagt skilið við nafnið crossfit, því stöðin er að þróast í aðra átt. Hugsunin er svo mikið um keppni í crossfit. Við erum heilsu- og líkamsræktarstöð og bjóðum upp á námskeiðin Hreysti 101, Þrek 101 og Styrkur 101. Í Hreysti erum við ég seldi minn hlut í Crossfit Nordic og við fluttum heim eftir sjö ár úti.“ Grandi101 var opnaður 26.2. 2017 og meðeigendur Núma og Elínar eru tvíburasystir hennar, Jakobína, og maður hennar, Grétar Ali Khan. „Við erum ekki lengur crossfit-stöð. N úmi Snær Katrínarson er fæddur 20. janúar 1980 í Reykjavík en ólst upp á Stokkseyri. Hann stundaði mikið íþróttir, var í fótbolta, í júdói og samkvæmisdönsum og fór svo að æfa sund hjá Hrafnhildi Guðmunds- dóttur í Þorlákshöfn. Hann var landsliðsmaður í sundi í sjö ár og hætti 2003. Hann keppti þrisvar á smáþjóðaleikunum og einu sinni á Evrópumeistaramótinu, en greinar hans voru 200 m bringusund og 200 m og 400 m fjórsund. „Örn Arnarson og Ómar Snævar Frið- riksson voru alltaf rétt á undan mér, en ég var mjög nálægt ólympíu- lágmarkinu árið 2000.“ Númi gekk í grunnskólann á Stokkseyri, kláraði grunndeild raf- iðnaðar og fór svo í rafeindavirkjun í Iðnskólanum. Hann gerði hlé á því námi og skellti sér í Nuddskóla Ís- lands og kláraði bóklega námið í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hann er síðan nuddari á Nordica Spa í fjögur ár en klára síðan raf- eindavirkjanámið. Síðar tók Númi fjölmörg námskeið í einkaþjálfun, styrktarþjálfun og ketilbjöllum hjá Eleiko. Þegar Númi var að klára raf- eindavirkjunina var Elín Jónsdóttir, eiginkona hans, að stefna á meist- aranám í Stokkhólmi. Númi var þá á sjónum hjá stjúpföður sínum í níu mánuði og síðan fóra þau út. „Ég var þá ekki kominn með vinnu í Stokkhólmi en sá menn í nágrenn- inu þar sem voru að undirbúa opnun á crossfit-stöð en mér hafði verið sagt að crossfit væri eitthvað fyrir mig. Ég spurði hvort ég geti hjálpað til, því var vel tekið og ég fór síðar að æfa þar á hverjum degi. Tveir drógu sig út úr verkefninu og ég varð í staðinn einn af eigendunum,“ en crossfit-stöðin heitir Crossfit Nordic. Eftir mörg ár í Stokkhólmi fór hugurinn að stefna heim. „Ég var oft búinn að nefna það á léttu nótunum að ef við flyttum heim að þá langaði mig að stofna stöð á Ís- landi. Ég sá síðan hentugt húsnæði á Fiskislóð úti á Granda þegar ég var í heimsókn hér, við slógum til, með ólympískar lyftingar, í Þrek er- um við ekki með stangir heldur mik- ið með ketilbjöllur og meiri fókus er á úthald. Í Styrk erum við með styrktarþjálfun erum að lyfta með stöng en það eru ekki ólympískar lyftingar. Á næstu vikum munum bjóða meira upp á persónulegri þjónustu og einbeitum okkur meira að einkaþjálfun fyrir þá sem þurfa meira aðhald.“ Númi er afreksmaður í crossfit og varð sænskur meistari í greininni 2010 og 2011. Hann náði þriðja sæti á Evrópumeistaramótinu 2012 og komst því á heimsmeistaramótið sama ár. Þar lenti hann í miklum raunum og var fluttur á sjúkrahús, meðal annars vegna ofþurrks. „Ástandið á mér var þannig að ég gat ekki svarað einföldum spurn- ingum eins og hvaða dagur væri eða hvar ég væri staddur.“ Hann fékk samt að fara af spítalanum og klára mótið því aðeins ein grein var eftir og hann endaði að lokum í 24. sæti og varð efstur Evrópumanna. Númi keppti síðan í liðakeppni á heims- meistaramótinu 2013 og náði 6. sæti. Hann reyndi síðan aftur að öðlast keppnisrétt á heimsmeistaramótinu 2014 en lenti í 5. sæti á Evrópu- mótinu sem þá dugði ekki til að komast á heimsmeistaramótið. Númi hefur lagt keppnisiðkun á hilluna, í bili. „Ég var frekar latur að gera æfingar í fyrra, enda mikið að gera í vinnunni og við Elín erum komin með þrjú börn. Ég ætla á næstunni að taka mér tveggja mán- aða frí frá vinnunni til að safna orku. Stefni á að skrá mig í gönguhópa og hlaupahópa og stunda jóga og sund. Mér finnst gott að vera úti í nátt- úrunni en ég er búinn að vera frekar mikið inni í boxinu. Ég hef samt ekkert annað en gott að segja um crossfit. Það er því að þakka að ég hef verið í svona góðu formi.“ Fjölskylda Eiginkona Núma er Elín Jóns- dóttir, f. 17.11. 1985, er með meist- aragráðu í alþjóðasamskiptum og er einn af eigendum Granda101. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi. For- eldrar Elínar eru hjónin Soffía Guð- Númi S. Katrínarson, heilsu- og líkamsræktarþjálfari og meðeigandi í Granda101 – 40 ára Fjölskyldan Jón Frosti, Elín, Embla, Númi og Jónas Nói. Var sænskur meistari í crossfit Crossfit Númi með bardagareipi sem hann lemur í gólfið. 50 ára Heiðar er Reyk- víkingur en býr í Hafn- arfirði. Hann er með BS-gráðu í tölvunar- fræði frá Tækniskól- anum og BS í viðskipta- fræði frá HA og MSc. frá Háskólanum í Árós- um. Heiðar er eigandi Parketslípunar Ís- lands og á hlut í fasteignasölunni Nýtt heimili. Maki: Pálína Ósk Hjaltadóttir, f. 1975, sál- fræðingur á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Synir: Alexander, f. 2000, Guðjón Ingi, f. 2003, Ágúst Hrafn, f. 2009, Óliver Máni, f. 2012, og Sigurbjörn Snær, f. 2015. Foreldrar: Kristinn Alexandersson, f. 1939, hljóðfæraleikari, og Sigríður Jónsdóttir, f. 1932, húsmóðir. Þau eru búsett í Reykjavík. Heiðar Kristinsson Til hamingju með daginn Dynskálar, Hellu Bríet Austmar Kristinsdóttir fæddist 18. febrúar 2019 kl. 20.29. Hún vó 3.820 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Rakel Óskarsdóttir og Kristinn Ingi Austmar Guðnason. Nýr borgari Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.