Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 28
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Leikhópurinn Lotta frumsýndi um
helgina nýjustu sýningu sína, Hans
klaufa, í Tjarnarbíói en hópurinn er
fyrst og fremst þekktur fyrir sýn-
ingar sínar á sumrin undir berum
himni og hefur verið að allt frá árinu
2007, ferðast um landið vítt og breitt
og glatt börn og fullorðna með
skemmtilegum leikritum, skondnum
lögum og góðum og hugvekjandi boð-
skap.
Hans klaufi er þriðja sýningin sem
Lotta setur upp í Tjarnarbíói að vetri
til en fyrstu tvær, Galdrakarlinn í Oz
og Rauðhetta, voru sýndar þar í jan-
úar 2018 og 2019, uppfærðar útgáfur
af tveimur fyrstu verkum hópsins.
Hans klaufi, þriðja verk Lottu, var
sýnt sumarið 2010 og fer nú á fjal-
irnar í töluvert breyttri útgáfu, að
sögn leikstjóra sýningarinnar, Önnu
Bergljótar Thorarensen og Þórunnar
Lárusdóttur. Leikarar í sýningunni
eru þau Andrea Ösp Karlsdóttir, Orri
Huginn Ágústsson, Sigsteinn Sigur-
bergsson, Stefán Benedikt Vilhelms-
son og Thelma Hrönn Sigurdórs-
dóttir.
Nýtt verk
Anna segir að ólíkt síðustu tveimur
sýningum hópsins í Tjarnarbíói sé
Hans klaufi í raun alveg nýtt verk.
„Handritið var skrifað aftur, við erum
með sömu persónur og grunnsögur
en það er ekki mikið annað sem held-
ur sér nema nokkur lög,“ segir Anna.
Þórunn bætir við að ný lög sé einnig
að finna í verkinu og nýja tónlist.
Í sumar verður fjórtanda leikrit
hópsins sýnt og blaðamaður spyr
leikstjórana hvort höfundar hafi ekki
slípast mikið til í skrifunum frá því
fyrsta verkið var skrifað. „Við erum
náttúrlega orðin miklu betri höf-
undar, miklu betri leikarar og miklu
eldri,“ segir Anna og hlær. En er
þetta sama fólkið og í upphafi? „Nei, í
þessari sýningu er bara einn af þeim
sem léku í sýningunni fyrir tíu árum.
Ein leikkonan færði sig í leikstjóra-
stólinn af því hún var að eiga barn og
treysti sér ekki strax á svið,“ svarar
Anna kímin og á þar við sjálfa sig.
„Þegar ég var ólétt að mínu fyrstu
barni skrifaði ég bara inn í verkið
óletta konu svo ég gæti verið með.“
Þórunn segir að það vefjist ekki
fyrir leikhópnum að hafa ófríska
konu í leikritum sínum. „Í hvaða sögu
sem er,“ segir hún og Anna skýtur
inn í að Öskubuska gæti t.d. verið
ólétt og þær hlæja að þeirri ágætu
hugmynd.
Í leit að Öskubusku
– Um hvað fjallar verkið, Hans
klaufi?
„Það fjallar um Hans og hann er að
segja okkur sögu sína. Hann er að
skrifa ævintýri sitt og Arons, besta
vinar síns sem er prins, og það sem
gerist í þeirra lífi. Aroni hefur verið
breytt í frosk rétt eftir að hafa hitt
draumastúlkuna sína og ástæðan er
sú að systkini hans eru að ræna hann
völdum yfir konungsríkinu. Þau
breyttu honum í frosk og Hans fer að
leita að prinsessunni, stúlkunni sem
Aron varð ástfanginn af. Hann
treystir því að finni hann stúlkuna
muni Aron koma aftur. Þá upphefst
þessi hálfklassíska leit að Öskubusku
þar sem við erum með glerskóinn
okkur til halds og trausts en Hans
klaufi áttar sig ekki alveg á því að
nota hann heldur reynir ýmsar aðrar
leiðir til að finna prinsessuna, hefur
sett upp prinsessupróf sem hann
leggur fyrir ýmsar stúlkur ævintýra-
skógarins. Á endanum finnur hann
Öskubusku en þá er samt ekki búið
að leysa málið því Aron er ennþá
froskur og enginn veit að það þarf að
kyssa hann til að hann breytist aftur í
prins. En eigum við ekki bara að
segja að þetta endi vel?“ segir Anna
og Þórunn tekur undir það. „Er það
ekki bara? Þetta fer allt saman ein-
hvern veginn.“
Anna segir að þótt ævintýrum sé
breytt og ný nálgun fundin á þau í
sögum Lottu sé skemmtilegra að
hafa sögurnar góðar og ævintýrin
góð með jákvæðum endi.
Brandarar fyrir alla
Þórunn segir aðalsmerki Lottu að
vera með húmor fyrir alla. „Það er
ekkert síðra að koma á Lottu-
sýningar, segi ég sem foreldri, en að
vera barn á sýningunum því það eru
alltaf faldir brandarar hér og þar sem
börnin skilja kannski ekki en eru
mjög skemmtilegir fyrir fullorðna.
En sagan skilar sér alltaf til
barnanna og þau fá sína brandara
líka, alls konar brandara sem höfða til
þeirra yngri,“ segir hún og Anna seg-
ir brandara sýninganna allt frá því að
detta á rassinn og bregða fólki upp í
stjórnmálaumræðuna hverju sinni.
– En boðskapur verksins, hver er
hann? Er eitthvert meginstef hvað
hann varðar?
„Boðskapurinn í þessari sögu er að
allir eigi að vera jafnir og að allir séu
jafnmikilvægir. Allir geta verið prins-
essur og prinsar,“ svarar Anna og
Þórunn tekur undir með henni. „Það
er í raun og veru boðskapurinn.“
Hvað tónlistina varðar hefur hóp-
urinn bæði á að skipa færum söngv-
urum og tónsmiðum, m.a. Thelmu
Hrönn Sigurdórsdóttur sem m.a.
hefur sungið með Schola Cantorum
og Baldur Ragnarsson sem er hvað
þekktastur sem gítarleikari og
„öskrari“ Skálmaldar. Þrír Skál-
meldingar eru reyndar meðal höf-
unda laga og texta í Hans klaufa,
auk Baldurs þeir Gunnar Ben og
Snæbjörn Ragnarsson en Björn
Thorarensen kom einnig að þeirri
smíð.
Anna og Þórunn segja tónlistina
mjög mikilvæga í verkum Lottu og
algjöran lúxus að vera með svo flott-
an hóp þegar kemur að tónlistinni.
Leikhópurinn sakaður um „
áróður fyrir samkynhneigð“
Leikhópurinn Lotta kom við sögu í
Áramótskaupinu 2019 í atriði þar sem
tveir karlmenn verða umsvifalaust
samkynhneigðir af því að horfa á sýn-
ingu Lottu, Litlu hafmeyjuna, þar sem
tveir prinsar kyssast. Öllu gamni fylgir
nokkur alvara því með þessu grínatriði
var vísað í raunverulegt mál, föður á
fertugsaldri sem sá leikritið með fimm
ára dóttur sinni og sagði í samtali við
DV að í verkinu væri að finna áróður
fyrir samkynhneigð.
„Prinsinn verður ástfanginn af
strákahafmeyju og þeir fara að kyss-
ast,“ sagði maðurinn í samtali við
blaðamann DV og að það væri áróður
sem ætti „alls ekki heima fyrir ung
börn“ sem væru „mörgum árum frá
því að ná einhverjum kynþroska“, svo
vitnað sé beint í viðtalið. „Að þau skuli
sýna þetta á sviði, ég horfði alveg yfir
krakkahópinn og hvernig þau litu á
foreldra sína, spurjandi hvað væri í
gangi þegar strákarnir voru að kyss-
ast,“ segir m.a. í þessu viðtali og að
Lotta væri með þessu að „heilaþvo
börnin til að halda að samkynhneigð sé
eðlileg“.
Ósáttur við karlakoss
Blaðamaður rifjar upp þetta mál
sem rataði í Áramótaskaupið í fyrra
og segir Anna að Lotta sé ofsalega
ánægð með að hafa komist í skaupið.
Hún segir þessi ummæli föðurins
vissulega hafa vakið athygli. „Það er
ofboðslega gaman þegar tekið er eftir
því hvað maður er að gera og þó svo
langflestir, leyfi ég mér að segja, séu
sammála okkur í því sem við erum að
boða breytir það því ekki að þetta er
samt ekki normið og ekki það sem
börnin okkar eru að horfa á, hvorki í
leikhúsi, sjónvarpi né því sem þau eru
að hlusta á.
Þannig að þó svo við þykjumst vera
komin á þann stað að þetta eigi allt
saman að vera ofboðslega eðlilegt er
ævintýraheimurinn ekki svona. Upp-
eldi barnanna okkar fer líka mikið
fram í gegnum sögurnar sem við
segjum þeim og það sem þau horfa
eða hlusta á,“ segir Anna.
– Það þarf að laga ævintýraheim-
inn að samtímanum, ekki satt?
„Það þarf að gera það því ævintýr-
in eru ekkert minna ævintýraleg í nú-
tímanum í þessum heimi þar sem
karlar og konur eru jöfn, þar sem
samkynhneigðir eða gagnkyn-
hneigðir eru jafnir,“ svarar Anna.
„Þetta á náttúrlega bara að vera
norm,“ segir Þórunn. „Í þessari til-
teknu sýningu í fyrrasumar, þar sem
kemur mömmukoss milli tveggja
karlkyns karaktera sem voru ást-
fangnir, verða viðbrögð. Fólki finnst
þetta æði og geggjað að þetta sé í
sýningunni en einstaka gestir hafa
hátt og finnst þetta ekki viðeigandi.
Þau viðbrögð segja okkur að þetta er
ekki nóg.“
Kossinum fagnað sérstaklega
Þórunn segir leikhópinn hafa fund-
ið fyrir miklum stuðningi vegna máls-
ins og að á sýningum hafi verið klapp-
að sérstaklega þegar kossinn kom og
fagnaðarlæti brotist út.
– Þið fenguð í raun ókeypis auglýs-
ingu út á þessa fjölmiðlaumfjöllun um
óánægða föðurinn?
„Alveg 100% því svona komum við
fram og ef fólki líkar það ekki getur
það sleppt því að koma á sýningar hjá
okkur, það er allt í lagi okkar vegna
en við ætlum ekki að koma öðruvísi
fram. Þetta er kannski það sem við
brennum hvað mest fyrir; við ætlum
alltaf að gera öllum jafnhátt undir
höfði, hvort sem þeir eru veikir eða
heilbrigðir, ungir eða gamlir, karl-
kyns eða kvenkyns,“ segir Anna og
Þórunn bætir við að Lotta hafi alltaf
verið með jöfn kynjahlutföll í sínum
uppfærslum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ævintýri Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson í Hans klaufa í Tjarnarbíói.
Allir jafnir og jafnmikilvægir
Leikhópurinn Lotta sýnir Hans klaufa „Allir geta verið prinsessur og prinsar,“ segir annar
tveggja leikstjóra Koss tveggja prinsa í sumarsýningu varð að innslagi í Áramótaskaupinu 2019
Anna Bergljót
Thorarensen
Þórunn
Lárusdóttir
Frekari upplýsingar um Lottu og
Hans klaufa má finna á tjarn-
arbio.is og leikhopurinnlotta.is.
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020
veita náttúrulega vörn
gegn bakteríum í munninum
Tvíþætt sink
og arginín
Dregur úr
tannskán
Styrkir
glerunginn
Dregur úr
tannskemmdum
Frískari
andardráttur
Dregur úr
blettamyndun
Dregur úr
viðkvæmni
Dregur úr
tannsteini
Fyrirbyggir
tannholdsbólgu
NÝTT
Veruleg fækkun baktería á
tönnum, tungu, kinnum og
gómi eftir samfellda notkun
í fjórar vikur.
BYLTING FYRIR
ALLANMUNNINN
Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold
Frábær
vörn í
12
tíma