Morgunblaðið - 20.01.2020, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020
Ofurhetjumyndin Avengers: End-
game skilaði 92 milljónum króna í
miðasölu kvikmyndahúsa hér á landi í
fyrra og er fyrir vikið fimmta tekju-
hæsta mynd íslenskra kvikmynda-
húsa á undanförnum tíu árum, að því
er fram kemur í tilkynningu frá
FRÍSK, Félagi rétthafa í sjónvarpi
og kvikmyndum, sem heldur utan um
aðsóknartölur kvikmyndahúsa. Yfir
66 þúsund miðar voru seldir á mynd-
ina en næsttekjuhæsta kvikmyndin
var The Lion King sem skilaði 80
milljónum í miðasölu en hana sáu þó
fleiri, 68 þúsund manns. Skýrist það
af lægra miðaverði fyrir börn. The
Lion King, eða Konungur ljónanna,
er því fjölsóttasta kvikmynd ársins
2019.
Í þriðja sæti er Joker sem enn er í
sýningum en hún skilaði 72 milljónum
króna í miðasölu og voru um 51.700
miðar seldir.
Tekjur af íslenskum kvikmynd-
um 68% lægri en árið 2018
Athygli er vakin á því að aðeins ein
íslensk kvikmynd, Agnes Joy, er á
listanum yfir þær 20 tekjuhæstu, með
ríflega 19,7 milljónir og um 12 þúsund
gesti. „Alls voru 16 íslensk verk sýnd
í kvikmyndahúsum á árinu, sem er
sami fjöldi og árið áður (2018), en
þrátt fyrir það fóru heildartekjur af
íslenskum kvikmyndum og heim-
ildamyndum niður um 68% frá árinu
á undan. Heildartekjur af íslenskum
verkum voru 76 milljónir en tæpar
240 milljónir árið 2018. Tæp 54 þús-
und manns keyptu sig inn á íslensk
verk 2019 en 164 þúsund árið 2018,“
segir í tilkynningu FRÍSK og að þar
muni mest um gott gengi kvikmynd-
anna Lof mér að falla og Víti í Vest-
mannaeyjum árið 2018. Hlutfall ís-
lenskra kvikmynda af heildartekjum
sé því aðeins 4,8% og hafi ekki verið
jafnlágt frá árinu 2015.
Hlutur bandarískra stærri
Samtals námu miðasölutekjur í
íslenskum bíóhúsum 1.580.370.576
krónum og er það 12% lækkun frá
árinu 2018. 1.267.298 miðar voru
seldir í fyrra og 91% af miðasölu-
tekjum voru af bandarískum kvik-
myndum. Árið 2018 var sá hlutur
84%.
„Þegar horft er til alþjóðlegra
markaða þá var aðsókn í kvikmynda-
hús góð og samkvæmt Comscore var
síðasta ár það tekjuhæsta í kvik-
myndahúsum í sögunni,“ segir enn-
fremur í tilkynningunni og bent á að
vinsældum kvikmynda sé ávallt raðað
út frá miðasölutekjum en ekki aðsókn
svo hlutfall boðsmiða eða afsláttar-
miða í umferð hafi ekki áhrif á upp-
röðun kvikmynda.
helgisnaer@mbl.is
Konungur Úr Konungi ljónanna, endurgerð sam-
nefndrar teiknimyndar Disney frá árinu 1994.
Sú eina Kvikmyndin Agnes Joy er sú eina íslenska sem
kemst á blað yfir þær 20 tækjuhæstu í bíó í fyrra.
Hefnendur Ofurhetjuhópurinn Avengers naut mikillar aðsóknar í bíó í fyrra og skilaði miðasölutekjum upp á 92
milljónir króna. Hún var líka tekjuhæsta kvikmyndin á heimsvísu sem og tekjuhæsta mynd kvikmyndasögunnar.
Avengers: Endgame tekju-
hæsta kvikmyndin í fyrra
Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildarmiðasölutekjum í fyrra aðeins 4,8%
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
LOKAKAFLINN
Í SKYWALKER SÖGUNNI
F ROM T HE D I R E C TOR OF S K Y FA L L
dfgsdfg
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
6 ÓSKARSTILNEFNINGAR
Allar danskar þöglar myndir frá
fyrri hluta síðustu aldar verða á
næstu fjórum árum færðar á staf-
rænt form og gerðar aðgengilegar
á streymisveitu almenningi að
kostnaðarlausu. Um er að ræða
stærsta verkefni sem snýr að miðl-
um kvikmynda í Danmörku fram til
þessa og er aðeins gerlegt í ljósi
þess að þrír sjóðir hafa samanlagt
gefið til þess 30 milljónir danskra
króna (rúman hálfan milljarð ísl.
kr.). Þessu greinir Politiken frá.
Þar kemur fram að hluti mynd-
anna, sem settar verða inn á Stum-
film.dk, hafi ekki verið aðgengileg-
ur almenningi frá því á þriðja tug
síðustu aldar.
Í Politiken er rifjað upp að Danir
hafi öðlast heimsfrægð fyrir þöglu
svart/hvítu myndirnar sem fram-
leiddar voru í um áratug frá 1910.
„Dönsk kvikmyndagerð var á þeim
tíma leiðandi á heimsvísu, bæði við-
skiptalega séð og listrænt,“ segir í
fréttinni. Þar kemur fram að
streymisveitan Stumfilm.dk sé rek-
in af dönsku kvikmyndastofnun-
inni. Ráðgert er að gera allar þær
þöglu kvikmyndir sem stofnunin
eigi í vörslu sinni aðgengilegar al-
menningi, en alls eru þetta um 400
myndir sem framleiddar voru á ár-
unum 1897-1928.
Meðal þekktustu leikara Dana
frá þessum tíma sem öðluðust
heimsfrægð fyrir leik sinn eru Asta
Nielsen og Valdemar Psilander.
Meðal þekktustu leikstjóra mynd-
anna er vafalítið Carl Th. Dreyer.
Ánetjast vímunni Í kvikmyndinni I Opium-
ets Magt frá 1918 ánetjast faðir ópíum
þegar hann kemst að því að í vímunni geti
hann hitt fyrir látna dóttur sína.
Danir gera arfinn
aðgengilegan