Morgunblaðið - 21.01.2020, Síða 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
M
arga dreymir um að eiga
snyrtilegan og fallega
innréttaðan bílskúr þar
sem ökutæki heimilis-
ins fá sín notið og jafnvel að komið
hafi verið upp vinnuaðstöðu til að
dytta að bílnum og dunda sér. Því
miður er veruleikinn annar á flestum
heimilum og bílskúrinn bæði óhreinn
og ósnyrtilegur; afgangsstærð á
heimilinu og notaður sem geymsla
fyrir stórt og smátt. Í sumum til-
vikum er jafnvel búið að úthýsa bíln-
um því pappakassar, grill, reiðhjól og
skíðasett hafa löngu tekið bílskúrinn
yfir svo að þar kemst ekkert annað
fyrir.
Á næstu mánuðum mun Bílablað
Morgunblaðsins skoða nokkra vel
heppnaða íslenska bílskúra sem les-
endur hafa bent á, og fjalla um þá
ástríðu fyrir bílum sem býr þar að
baki.
Við byrjum ferðalagið hjá Magn-
úsi Breiðfjörð Guðmundssyni sem
býr að Fannagili 3 á Akureyri. Bíl-
skúrinn á heimilinu er óvenjulegur
að því leyti að vera líka vinnustaður
Magnúsar og verslun, en hann rekur
bílaþvottafyrirtækið Dekurbíla
(www.facebook.com/dekurbilar) og
hefur haft bílaþvott sem aukavinnu
allt frá því hann var táningur.
„Þegar við fluttum frá höfuð-
borgarsvæðinu til Akureyrar stækk-
aði bílskúrinn töluvert og ég ákvað
það strax og við komum okkur fyrir
að þetta skyldi vera mitt pláss á
heimilinu,“ segir Magnús og bætir
við að það hafi ekki verið erfitt að
semja við aðra heimilismeðlimi um
að halda bílskúrnum hreinum og fín-
um. „Konan mín er helsti stuðnings-
maður minn og deilir með mér áhug-
anum á bílum og bílaþrifum, og
sammæltumst við um að bílskúrinn
yrði ekki notaður sem geymsla. Í
staðinn keypti ég lítinn geymslukofa
til að hafa úti í garði og er það þar
sem við höfum reiðhjólin, grillið og
þess háttar hluti.“
Sápur í hillum og flísar á gólfi
Í skúrnum kom Magnús sér upp
aðstöðu til að þrífa bíla og fljótlega
tóku hreinsivörur að safnast þar upp.
„Eigandi verslunarinnar Classic
Detail á Bíldshöfða leitaði til mín að
fyrra bragði og lagði til að ég tæki
hreinsivörurnar hans í sölu og veitti
ekki af enda var þá afskaplega tak-
markað framboð af bílahreinsivörum
á Akureyri, og eins vöntun á faglegri
þjónustu sérfræðinga við þá sem leit-
uðu að réttu hreinsivörunum.“
Varð því úr að breyta hluta bíl-
skúrsins í litla verslun þar sem finna
má úrval af sápum, bónefnum og
hreinsiáhöldum. Það var svo síðasta
sumar að Dekurbílar eignuðust ann-
an samstarfsaðila sem er með umboð
fyrir bílskúrs-gólfflísar frá Strax-
golf.is. „Varð úr að við bættum þess-
um plastflísum við vöruúrvalið og
notuðum tækifærið til að flísaleggja
gólfið með góðum árangri,“ segir
Magnús, en um er að ræða sterk-
byggðar plastplötur sem eru lagðar
ólímdar ofan á bílskúrsgólfið. Plöt-
urnar eru til í öllum regnbogans lit-
um og fór Magnús þá leið að setja
hvítar flísar á gólfið með rauða útlínu
eftir veggjum bílskúrsins og rauðan
ferhyrning sem markar hvar bíllinn
á að standa. Innst í bílskúrnum er
síðan reitur þar sem sextán plötur
mynda einfalt mósaík og sýna alla
breiddina í lita- og áferðarframboði
framleiðandans.
Magnús segir flísarnar hafa gert
mikið fyrir bílskúrinn og gefið hon-
um skemmtilega amerískan blæ.
Flísarnar hafi þó líka mikið notagildi
og tryggi m.a. að væta og slabb sem
lekur af bílunum sem hann þrífur
safnist ekki upp eða myndi tauma og
polla sem ganga þurfi í kringum.
Vatnið einfaldlega lekur í gegnum
ristarnar á flísunum og fylgir svo
vatnshalla gólfsins að næsta niður-
falli. „Þá vernda flísarnar gólfið og
þola t.d. vel nagladekk, og koma í veg
fyrir að gúmmíið í dekkjunum loði
við málninguna á gólfinu og rífi hana
upp.“
Búðin lokuð meðan
hann þvær bíla
Nóg er að gera hjá Magnúsi, en
hann sinnir versluninni og bílaþrif-
unum í hálfu starfi á móti dagvinnu
sinni annars staðar. Verslunin er op-
in frá 13 til 18 mánudaga, miðviku-
daga og föstudaga, og frá 18 til 22 á
þriðjudögum og fimmtudögum, en
Magnús leggur á það ríka áherslu að
þrífa ekki bíla á meðan búðin er opin:
„Það kemur einfaldlega til af því að
það getur hægt á mér við vinnuna ef
viðskiptavinur kemur í heimsókn því
ekki er óalengt að um 40 mínútur fari
í hverja sölu enda þarf að ræða vand-
lega hvað það er sem viðskiptavin-
urinn er að leita að og hvernig á að
nota vöruna.“
Þá virðist það fara vel saman að
hafa bílaþrif og verslun í sama bíl-
skúrnum: „Þegar rólegast er í búð-
inni er mest að gera í þrifunum, og
öfugt. Salan á bílahreinsunarvörum
er mest yfir sumartímann þegar
veðrið er þannig að fólk á auðvelt
með að þrífa bílana sína sjálft úti á
plani, en á veturna eykst eftir-
spurnin eftir bílaþrifum enda eru
ekki allir með aðstöðu innandyra til
að gera bílinn fínan.“
Bílskúr sem ber af
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
„Skyldi vera
mitt pláss
á heimilinu“
Plastflísarnar á gólfinu setja skemmtilegan
svip á bílskúr Magnúsar á Fannagili. Hann
setti geymsluskúr í garðinn fyrir hjól og aðra
lausamuni svo bílskúrinn fylltist ekki af
hlutum sem eiga þar ekki heima.
Kemur skemmtilega út að hafa búð með hreinsiefnum í bílskúrnum og fellur vel að aukabúgrein húsbóndans.
Þegar Magnús og frú fluttu í rúmgott hús á Akureyri var ákveðið að bíl-
skúrinn yrði bara ætlaður bílnum og tilheyrandi, en ekki geymsla.