Morgunblaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ Varahlutaverslun og þjónusta TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 515 7200 www.osal.is osal@osal.is FAX 515 720 ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN Toyota lætur sér ekki nægja að smíða farartæki til notk- unar á jörðu niðri. Nei, nú skulu himnarnir gerðir að vettvangi ferðalaga líka. Hefur japanski bílsmiðurinn því fjárfest í sprotafyrirtæki til framleiðslu flugbíla. Hefur Toyota fjárfest fyrir 394 milljónir Bandaríkja- dollara, jafnvirði um 49 milljarða íslenskra króna, í fyrirtæki að nafni Joby Aviation. Það hefur um skeið verið að þróa rafknúið loftfar sem þarf ekki flugbrautir til að athafna sig, heldur lendir og tekur á loft eins og þyrla. Með þessari fjárfestingu er Toyota stærsti fjárfest- irinn í Joby, með 394 milljónir af 590. Mun japanski bíl- smiðurinn leggja fyrirtækinu til þekkingu og búnað til þróunar og smíði rafflugvélar Joby. Á heimasíðu Joby kemur fram að flugtaxinn beri fjóra farþega á allt að 322 km/klst. hraða samtals 241 kílómetra á fullri rafhleðslu. Staðhæft er að hann sé hundrað sinnum hljóðlátari en hefðbundnar flugvélar í flugtaki og lendingu og næstum hljóðlaus í farflugi. Það er og talið flugtaxanum til tekna að rekstrar- og viðhaldskostnaður hans verði smámunir í öllum sam- anburði við önnur fyrirtæki í lofti eða á láði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Toyota fjárfestir í flug- bílsfyrirtæki. Árið 2017 lagði það 42,5 milljónir jena, jafnvirði um 47 milljóna íslenskra, í japanska sprotafyr- irtækið Cartivator sem vinnur að þróun tveggja manna smáþyrlu að nafni SkyDrive. agas@mbl.is Toyota horfir til himna Flugtaxinn sem Toyota mun þróa með Joby Aviation. Ný kynslóð af Toyota Land Crui- ser, sem sumir hafa viljað kalla Ís- landsjeppann sakir vinsælda hans hér á landi í áratugi, verður kynnt í ágúst í sumar. Það er í sjálfu sér vart frétt en það sem gerir viðburðinn að stór- máli er að tvíaflsrás verður í bílnum. Og það sem meira er, hún verður sam- bland af 3,5 lítra V6 bensínvél og tveimur rafmótorum. Út úr henni má ná 354 hestöflum. Frá þessu skýrir japanski bílavefurinn bestc- arweb.jp. Með þessu víkur núverandi afl- gjafi, hin 5,7 lítra V8-vél sem skil- að hefur 381 hestafli að hámarki. Í staðinn kemur sama tvíaflsrás og er að finna í Lexus LC 500h og Lexus LS500h. Þetta þýðir að Land Cruiser hinn nýi tapar nokkru af afli sínu en með endurhönnun og léttari efnum í grind og yfirbyggingu er talið að náist að lækka bílþyngdina nægilega mikið til að bíllinn verði ekki fyrir hraðatapi. Í meginatriðum verður Land Cruiser áfram tiltölulega kassa- laga, en þó er bent á líflegri og dirfskufyllri hönnun nýjustu bíla Toyota er gefi kannski vísbend- ingar um að nýr Land Cruiser taki einhverjum útlitsbreytingum. Þó ekki nema bara væri til að leyfa honum að komast út úr skugga forveranna. Framtíð Land Crusier á einum öflugasta markaði bílsins til þessa, Bandaríkjunum, er í nokkurri óvissu. Innan við 4.000 eintök seld- ust þar á nýliðnu ári, aðeins ögn meira en árið 2018. Spurning er hvort frumburður næstu kyn- slóðar jeppans breyti því síðsum- ars. agas@mbl.is Tvíaflsrás í Land Cruiser Hinn trausti Land Cruiser fæst senn sem tvinnbíll. Hlaut að koma að því. Breski ofursportbílasmiðurinn McLaren hefur kynnt nýjan hraða- fák til leiks. Er þar um að ræða 227 milljóna grip sem á vantar fram- rúðu. Bíllinn hefur fengið rammíslenska konunafnið Elva og verður búinn 815 hestafla vél. Talið er að há- markshraði bílsins verði eitthvað yf- ir 320 km/klst. Sérhver McLaren-bíll er mik- ilfenglegur að hraða og getu, úrvals- smíði sem ekki fæst fyrir lítið fé. Síð- an er þar smíðaður svonefndur „æðsti flokkur“; bílar sem enn meira er lagt í og rutt hafa múra. Nýjasti bíllinn í þessum flokki er Elva, topplaus og tveggja sæta of- urbíll með vélina í miðjum bíl. Fer hann í sölu seint á þessu ári. Verður hann þá í góðum félagsskap úrvals- sportbílanna McLaren Senna og Speedtail. Afar óvenjulegt er svonefnt „virkt loftstýrikerfi“ Elvu sem brúkar sér- hönnuð loftop til að streyma lofti yf- ir bílinn á þann veg að ökumaður og farþegi eru varðir gegn höfuðskepn- unum. Virkar þessi búnaður á hraðabilinu 50 til 110 km/klst. Af hálfu McLaren er því haldið fram að kerfið komi í veg fyrir að ferða- langar fái flugur framan í sig á ferð. Til öryggis geta þeir alltaf brúkað hjálm, já eða krossað við reitinn framrúða þegar eintak af Elvu er pantað. agas@mbl.is 227 milljóna sportbíll seldur án framrúðu Flókin loftrás ver ökumann og farþega fyrir nátt- úruöflunum í rúðulausum McLaren Elva-bílnum. Verulegur völlur var á Ferrari á nýliðnu ári og umsvifin það mikil að talað er um að segja megi að bækistöðvarnar í Maranello séu eins og seðlaprentsmiðja, svo mik- ill gróði rakist að ítalska sport- bílasmiðnum. Eitthvað er enn í að uppgjör ársins 2019 liggi fyrir og verði birt, en opinberlega hafa for- sprakkar Ferrari sagst búast við því að rekstrarafgangurinn verði 34%. Í það stefndi við uppgjör þriðja ársfjórðungs. Umsetningin og þénusta fyrstu níu mánuðina var umfram spár. Nam veltan 3,7 milljörðum evra, jafnvirði um 510 milljarða ís- lenskra króna. Salan jókst álíka mikið eða 8% hjá bæði bílum með V8- og V12- vél. Hlutabréf í Ferrari höfðu hækkað um 7,4% á árinu. agas@mbl.is Roma er nýjasta afurð Ferrari, var kynnt til sögunnar á nýliðnu hausti. Seðlapressa í Maranello

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.