Morgunblaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ó trúlegustu hlutir geta fengið mann til að kolfalla fyrir bíl. Það er auðvelt að láta hrífast af háværri og kröftugri vél, eða framúrstefnulegu útliti, og stundum er það tæknin og íburðurinn sem heillar. Í tilviki nýja Renault Captur var það agnarlítill ferhyrndur vasi á milli framsætanna. Hvað er svona merkilegt við þennan ferhyrnda vasa? Jú, hann er af hár- réttri stærð fyrir ferhyrndan lykil- inn. Þegar bílahönnuðir muna eftir svona smáatriðum þá boðar það gott fyrir restina. Leiðin lá til Aþenu fyrr í vetur að kynnast glænýjum Captur; bíl sem þegar hann kom fyrst á markað deildi stærðarflokki með aðeins ein- um bíl; Nissan Juke. Síðan þá hafa aðrir bílaframleiðendur hrúgast inn í þennan stærðarflokk sem kalla mætti smájepplinga-flokkinn og hafa Ljósmynd/Ásgeir Ingvarsson „Gerðu það sem þú ætlar þér að gera“ Hæðin, stærðin og verðið fellur vel að íslenskum aðstæðum. Fjölmargar spennandi litasamsetningar eru í boði. Baksvipurinn er sterkur en samt ekki farið út í neinar öfgar. kaupendur um u.þ.b. 20 ólíkar bílteg- undir að velja ef þeir vilja bíl sem er þægilega smár fyrir þrengslin í borg- um, en á sama tíma hæfilega rúmgóð- ur til að mæta öllum þörfum vísitölu- fjölskyldunnar, með það mikla veghæð að ekkert mál er að ráðast til atlögu við holótta malarvegi. Ekki skrítið að Captur skuli hafa hæft marga Íslendinga í hjartastað, því þegar kemur að íslenskum aðstæðum hakar hann í öll boxin og er nokkuð huggulegur í ofanálag. Mikill íburður miðað við verðflokkinn Heilt á litið er ekki annað að sjá en að hönnun annarar kynslóðar Captur hafi heppnast afskaplega vel. Eins og vill yfirleitt gerast með hverri nýrri kynslóð er búið að lengja og víkka Capturinn lítillega svo hann virkar stæðilegri og vígalegri á veginum; línurnar orðnar ögn sportlegri og eins og bíllinn hnykli vöðvana á alveg hárréttum stöðum. Er erfitt að finna nokkurn veikan flöt á útlitinu að ut- an, og sömu sögu að segja um far- þegarýmið. Gaman er að sjá hvernig Renault ákvað að gera umhverfi öku- manns og farþega íburðarmeira, án þess samt að hafa það alveg yfirdrif- ið. Þannig eru allir yfirborðsfletir í mælaborði og hurðum mjúkir við- komu, eins og í lúxusbílum – ekkert hart og kalt plast hér. Sætin eru lág- stemmd en tignarleg og allt snyrti- legt að sjá: hvorki of mikið né of lítið af tökkum og upplýsingaskjárinn í miðjunni stór en samt ekki fyrir nein- um. Og alls staðar má finna úthugsaða hönnun, eins og t.d. í skjánum sem hefur verið stillt upp á hæðina frek- ar en breiddina. Af hverju gera ekki fleiri framleiðendur þetta? Þegar maður pælir í því þá batnar jú upp- lýsingagjöf leiðsögukerfisins þegar kortið af veginum framundan birtist á hæðina. Alla jafna er ég hrifnari að því þegar upplýsingaskjáir eru felldir inn í mælaborðið, frekar en látnir líta út eins og þeir séu fríst- andandi (eins og hjá Mercedes-Benz og Aston Martin), en hjá Captur gengur hönnunin upp og skjárinn skapar góða þungamiðju í hönn- uninni. Svona má lengi telja og virðist t.d. Eftir mikla leit var varla hægt að finna annan veikleika á nýja Renault Captur en þann að lykillinn mætti vera ögn þyngri í hendi. Vantar þig hjólbarða? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.