Morgunblaðið - 21.01.2020, Side 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum
í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla.
Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og
eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi.
Sendum um allt land.
www.pgs.is
pgs@pgs.is
s 586 1260
Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík
Alternatorinn eða
startarinn bilaður?
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
S
amkeppnin er hörð, ís-
lenski markaðurinn
sveiflukenndur og alls
ekki sjálfgefið að rekstur
nýs bílaumboðs gangi vel. Þess
vegna er ánægjulegt að sjá að á
þriggja ára Jeep-, RAM- og Fiat-
umboðsins í Mosfellsbæ stendur ÍS-
BAND með blóma. Haldið verður
upp á afmælið næstkomandi laug-
ardag með veglegri jeppa- og pall-
bílasýningu og sérstakur afmæl-
isafsláttur í boði á eigulegum
Jeep-og RAM-bifreiðum.
Sigurður Kr. Björnsson, mark-
aðsstjóri ÍSBAND, segir margt
hafa hjálpað fyrirtækinu á þessum
tíma. Þannig hafi Fiat Chrysler-
bílasamsteypan (FCA) sett á mark-
að áhugaverð ökutæki sem fallið
hafa í kramið hjá íslenskum neyt-
endum, og þá hafi margir góða
reynslu af gæðum og áreiðanleika
þeirra bandarísku og ítölsku bíla
sem FCA smíðar.
„Við erum nýliðar á markaði þar
sem allir keppinautar eru áratuga
gamlir og erum sáttir við fyrstu
þrjú árin okkar. Við ætlum að
byggja fyrirtæki okkar upp hægt og
örugglega, bjóða upp á áhugaverða
bíla og bjóða upp á góða og per-
sónulega þjónustu,“ segir Sigurður.
Kaupendur vilja öryggi
„RAM-pallbílarnir eru þeir bílar
sem við höfum selt mest af und-
anfarin tvö ár. Með tilkomu ÍS-
BAND sem umboðsaðila RAM á Ís-
landi hefur RAM tekið forystu í
flokki stórra pallbíla. Ljóst er að
flestir kaupenda kjósa að versla við
umboðsaðila og kunna að meta það
öryggi sem því fylgir,“ segir hann.
„Allar okkar bifreiðar eru seldar
með verksmiðjuábyrgð sem þýðir
m.a. að ef gallar koma í ljós svo að
innkalla þarf bíla þá er það allt gert
eigendunum að kostnaðarlausu.“
Sigurður bendir á að oftast sé það
raunin með bíla sem keyptir eru á
gráa markaðinum að tengslin milli
framleiðanda og kaupanda rofna svo
að nýr eigandi fær engar tilkynn-
ingar um innkallanir eða aðra eft-
irfylgni frá framleiðanda. „Þá er
hætt við að kostnaðurinn af við-
gerðum vegna galla lendi allur á
kaupandanum og á það við um bíla
sem seldir eru í Ameríku og Kanada
að ábyrgð framleiðanda gildir ein-
göngu þar og ekki í öðrum löndum.“
Meðal þess fyrsta sem ÍSBAND
þurfti að gera til að fá umboð fyrir
FCA var að koma upp fullkomnu
þjónustuverkstæði og þjálfa starfs-
menn samkvæmt ströngustu stöðl-
um samsteypunnar: „Því til viðbótar
þarf að eiga til lager af helstu vara-
og auakhlutum, og öll þau sérverk-
færi sem þarf til að þjónusta hverja
tegund,“ útskýrir Sigurður. Sem
umboðsaðili þjónustum við einnig
Alfa Romeo, Chrysler og Dodge, en
þjónustuverkstæði okkar sinnir
jafnframt öllum tegundum bifreiða.
Um 75% húsbíla frá Evrópu byggj-
ast á Fiat Ducato og sinnum við
þjónustu á þeim bílum. Að auki eig-
um við í samstarfi við þjónustuaðila
hringinn um landið.“
Íslenskar aðstæður kalla á jeppa
Eins og fyrr var getið er eitt af
því sem hjálpað hefur ÍSBAND að
styrkja stoðirnar þrjú undanfarin ár
að vel heppnaðir bílar hafa komið af
færibandi FCA, s.s. Jeep Renegade,
Jeep Compass og Jeep Cherokee og
Jeep Grand Cherokee sem þykja
eins og sniðnir að íslenskum að-
stæðum og með alvöru jeppa-
eiginleika í akstri. „Það vill bera á
því að sumir keppinautar okkar
gæta ekki nægilegrar nákvæmni
þegar þeir kalla bílana sína jeppa.
Má deila um hversu ströng skil-
greiningin á jeppum þarf að vera en
er þó alveg lágmark að jeppi sé fjór-
hjóladrifinn. Það eru bílarnir frá
Jeep og Ram svo sannarlega og til-
tölulega auðvelt að hækka þá til að
geta tekist enn betur á við erfið
akstursskilyrði.“
Samtalið færist yfir í hvað það er
sem íslenskir neytendur leita að
þegar þeir kaupa sér bíl og segir
Sigurður að veðráttan í vetur hafi
minnt rækilega á að það er ekki að
ástæðulausu að Ísland skuli vera
mikill jeppamarkaður. Getur það
jafnvel gerst að slæm færð torveldi
samgöngur í þéttbýli, – hvað þá í
dreifbýli. Hann segir flesta þá raf-
magnsbíla sem eru fáanlegir í dag
henta illa fyrir langar ferðir út fyrir
höfuðborgarsvæðið enda hafi ekki
nægjanleg uppbygging innviða átt
sér stað. Eins hafi kaupendur rekið
sig á að margir rafmagns- og tengil-
tvinnbílar henti síður til dráttar og
aksturs í torfærum. „Með tækni-
framförum komandi ára muni þetta
eflaust breytast og innviðir batna,
en þangað til þurfa landsmenn að
kaupa bíla sem raunverulega þjóna
þörfum þeirra.“
Ávinningur af lægri gjöldum
Sigurður bendir jafnframt á að
gjaldaumhverfi bílamarkaðarins
bitni hvað harðast á þeim sem þurfa
á stórum bílum að halda til að tak-
ast á við þunga færð og erfiða vegi.
Þá eru gjöldin það há að þau hægja
á endurnýjun íslenska bílaflotans
svo að hann er með þeim elstu í
Evrópu, ef ekki sá elsti. „Mig grun-
ar að ef stjórnvöld myndu lækka
gjöldin þá myndi það örva söluna
svo að tekjur ríkissjóðs ykjust. Því
myndi þó fylgja sá ávinningur fyrir
neytendur að komast í sparneytnari
og öruggari bíla,“ segir Sigurður en
meðalaldur íslenskra bíla er vel yfir
12 ár. „Bæði hafa orðið miklar fram-
farir í hönnun véla svo að bílar í dag
fara mun betur með eldsneytið en
fyrir 12 árum, en mestar eru þó
framfarirnar í þróun öryggisbún-
aðar sem t.d. vaktar aksturinn og
grípur inn í þegar stefnir í árekstur.
Væri forvitnilegt að reikna út þjóð-
hagsleg áhrif þess ef yngri og full-
komnari bílafloti drægi úr slysum á
fólki.“
Salan gengur ágæt-
lega hjá ÍSBAND og
hafa bæði RAM og
Jeep verið í góðri sókn
eftir að ÍSBAND varð
umboðsaðili FCA á Ís-
landi. Veðrið í vetur
hefur minnt á hvers
vegna Íslendingar vilja
aka um á jeppum og
pallbílum sem ráða við
erfiða færð.
Morgunblaðið/Eggert
„Við erum nýliðar á markaði þar sem allir keppinautar eru áratuga
gamlir og erum sáttir við fyrstu þrjú árin okkar,“ segir Sigurður.
Lækkun gjalda myndi
yngja bílaflotann
„Mig grunar að ef
stjórnvöld myndu lækka
gjöldin myndi það örva
söluna svo að tekjur
ríkissjóðs ykjust.“
Einhver óvæntasta uppákoman á neytendarafeinda-
tækjasýningunni CES í Las Vegas í Bandaríkjunum ný-
verið var þegar rafbíll í fullri stærð birtist á bás jap-
anska risans Sony, en hann hefur getið sér góðan
orðstír fyrir margt annað en bílaframleiðslu.
Vision-S heitir bíllinn og gæti nafnið bent til framtíð-
arsýnar Sony á eigin bílsmíði. Þetta reyndist alvöru bíll
og hannaður og þróaður innan veggja iðjuvera þar sem
tölvur, myndavélar, sjónvörp, leiktækjatölvur og önnur
margmiðlunartæki og tól hafa orðið til.
Vision-S er sjálfekinn bíll og brynjaður 33 nemum
sem stýra ferðinni. Stærðarskjár leggur undir sig allt
mælaborðið, spjaldtölvur er að finna við aftursætin og
engan dauðan blett er að finna í 360° víðóma hljóðkerfi.
Sony hefur þróað bílinn í samstarfi við íhlutasmiðinn
Magna International, Continental AG, Elektrobit og
Benteler/Bosch. Honum er ætlað að vera nokkurs kon-
ar sýningarbíll fyrir nýjustu tækni Sony og er sítengd-
ur við netið. Er tæknibúnaðurinn svo mikill og háþró-
aður að Sony kallar öll stuðningskerfi ökumannsins
„öryggisverndarhjúp“.
Vision-S er mitt á milli þess að vera þróunarbíll og
fullskapaður bíll. Hann er ökufær og knúinn áfram af
tveimur 200 kílóvatta rafmótorum, með drif á öllum
fjórum hjólum. Sony segir hann aðeins þurfa 4,8 sek-
úndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Hármarkshraði er 240
km/klst.
Nei, þennan bíl verður ekki hægt að kaupa, alla vega
ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Sony hefur hvorki áform
um fjöldaframleiðslu hans eða takmarkaða smíði.
agas@mbl.is
Sony birtist óvænt með fullbúinn rafbíl
AFP
Sony Vision-S hlaut mikla athygli á CES-sýningunni.