Morgunblaðið - 21.01.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 21.01.2020, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ | 13 PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður m.a. upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu • Hnappur sem losar glussaþrýsting á tengjum Breski sportbílasmiðurinn Morgan hefur ákveðið að stíga það skref að brúka ál í undirvagn og burðarvirki bíla sinna í stað stáls. Verður stálundirvagninn kvaddur fyrir fullt og allt árið 2020, og tekur CX- Generation álramminn þá við. Kemur fyrsti bíllinn byggður upp af honum, Morg- an Plus Six, á götuna á árinu. Undirvagn Morgans hefur verið meira og minna óbreyttur að uppbyggingu frá árinu 1936. Á honum sitja bílar eins og Morgan 4/4, Plus 4 og V6 Roadster. Hinn splunkunýi undirvagn CX- Generation er á síðustu stigum þróunar áð- ur en hann leysir stálbotninn hefðbundna af hólmi. Morgan mun bjóða m.a. upp á sjálfskipt- ingu í nýja undirvagninum og vélar þeirra verða smærri í sniðum, en Plus Six-bíllinn er t.a.m. með þriggja lítra sex strokka rað- hreyfil. Á bílasýningunni í Genf í mars sl. kynnti bílsmiðurinn Morgan Plus Six með álund- irvagni. Hlaut bíllinn góðar viðtökur bæði hjá fjölmiðlum og bílkaupendum og er það að stórum hluta rakið til undirvagnsins. Morgan segir CX-Generation tvöfalt stífari en fyrri álundirvagn sem fyrirtækið hefur byggt, Aero 8 og annarrar kynslóðar Plus 8-módelin. Mikið var lagt upp úr því að létta rammann með þeim árangri að hann vegur aðeins 97 kíló. Er tómaþyngd Plus Six-bílsins því komin niður í 1.075 kíló. agas@mbl.is Álið í staðinn fyrir stálið Morgan ætlar einvörðungu að brúka ál í undirvögnum bíla sinna, í stað stáls. Nær á myndinni er bíll með CS-Generation undirvagn- inum og fjær má sjá Morg- an með stálundirvagni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.