Morgunblaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21 VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA og ÁREIÐANLEIKI Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is VÍKURVAGNAR EHF. MIKIÐ ÚRVAL AF KERRUM FYRIR IÐNAÐARMENNOGVERKTAKA Meira af skjáum og myndavélum á eftir að finna sér leið inn í bíla Aston Martin á nýbyrjuðum áratug. Byrjar það með þriggja mynda- véla baksýnisspegli, sem Aston Martin hefur þróað í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Gentex. Tækni þessa sýndu bílsmiðurinn og tæknifyrirtækið á neytendarafeindatækjasýning- unni CES í Las Vegas fyrr í janúar. Hafði hún verið sett upp í nýju stolti Aston Martin, Superleggera- bílnum. Baksýnisbúnaður af þessu tagi er ekki alveg splunkunýr af nálinni, hann er að finna á markaðnum. Skjárinn er þó frábrugðinn öðrum að því leyti til að vera í raun sam- settur úr þremur myndskjáum, en ekki einum skjá eins og annar bún- aður. Birtist myndefni á tveimur smærri skjáum á hvorum enda spegilsins en þeir streyma inn á hann efni frá myndavélum á hlið bílsins. Þar á milli birtist svo streymi úr bakkmyndavél aftan á bílnum. Af hálfu Gentex var lögð sérstök áhersla á að myndkerfi þetta væri pottþétt og léti ekki veður slá sig út af laginu. Jafnvel þótt salt, snjór eða rigning bylji á bílnum og taki eina myndavélina úr umferð eru hefðbundnir baksýnisspeglar enn fyrir hendi og virka sem varabún- aður. agas@mbl.is AFP Minni skjáirnir tveir á hvorum kanti spegilsins fá myndir frá myndavélum á hliðum bílsins. Stóri skjárinn sýnir hvað er að gerast beint aftur af bílnum. Þrjár myndavélar leysa baksýnis- spegil af hólmi Á neytendarafeindatækjasýning- unni CES sem nýlokið er í Las Ve- gas í Nevadaríki Bandaríkjanna tróð Mercedes-Benz upp með all- verulega framúrstefnulegan bíl, sem vakti mikla athygli. Hönnuðir Mercedes skópu far- artæki þetta í samstarfi við James Cameron, leikstjóra kvikmyndar- innar Avatar, og til að hnykkja á því samstarfi var bíllinn nefndur AVTR, sem auk þess stendur fyrir „háþróuð umsköpun farartækis“. Aðstandendur segja AVTR tákn- gera „tengslin milli manns, vélar og náttúrunnar“. Í honum er að finna allan þá nýju bíltækni sem Merce- des er að þróa; gervigreind, sjálf- akstur og rafdrifna aflrás. Varð- andi síðasta þáttinn þá er gefið upp að rafmótorinn verði 475 hestafla og akstursdrægi bílsins þar með um 700 kílómetrar á fullri rafhleðslu. agas@mbl.is Avatar var hönnuðum Mercedes innblástur Mercedes-Benz Vision AVTR-þróunarbíllinn kom í fyrsta sinn fyrir sjónir almennings á CES-sýningunni í Las Vegas. Er þetta mögulega framtíðin? Honda hefur þróað nýtt bílstýri sem bílsmiðurinn segir helgað auknum og endurbættum akstri. Aðeins þarf að klappa því lítillega, þá hrekkur bíllinn í gang. Segja má að hér sé um að ræða „snertistýri“ því það dugar að strjúka því laust til að skipta um sjálfaksturs- ham, en átta slíkir eru í boði. Og til að keyra af stað og auka hrað- ann þarf aðeins að ýta stýrinu fram. Og að sama skapi er togað í stýrið til að hægja ferðina og bremsa. Ekki fylgir fregnum hvers lags blíðuhót þarf til að fá stýrið til að snúa bílnum við. Með öðrum orðum má segja að þetta magnaða stýri sé miðpunktur tauga- kerfis sjálfakstursbúnaðar framtíð- arbíls. Ætli Honda mæti í fyllingu tím- ans með það til leiks. agas@mbl.is Honda hefur tekist að finna hjólið upp aftur Snertiskynsstýrið sem Honda hefur þróað fyrir bíla framtíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.