Morgunblaðið - 21.01.2020, Síða 7
vel um ökumann í akstri, en hann nýt-
ur þess að auki að hafa helstu nútíma
öryggistæki sér til aðstoðar, eins og
veglínuskynjara og slíkt.
Ágætur hiti er í sætum, en hitinn í
stýrinu, sem er aufúsugestur á okkar
ísakalda landi, fannst mér ekki nógu
jafn allan hringinn.
Útsýni yfir upplýsingakerfið sem
er á skjá í miðri innréttingunni er
gott, en kerfið er þó aðeins rýrari að
virkni og innihaldi en í mörgum öðr-
um bílum. Til dæmis er ekki hægt að
stjórna þar loftræstingunni, sem er í
staðinn á hefðbundnum stað fyrir
neðan.
Hanskahólfið er viðunandi að
stærð, og hægt er að smeygja auka
flöskum í hólf í hurðum.
Lét vel að stjórn
Ef maður vill losna við símann úr
vasanum er hægt að skutla honum í
hleðslu í miðjuna, aftan við gírstöng-
ina, þar sem USB-tengi er til staðar.
Í akstri er ekki hægt að kvarta yfir
neinu. Viðbragðsflýtirinn var ágætur,
bíllinn lét vel að stjórn, og veghljóð
var lítið. Það var gaman að gefa hon-
um inn, og hann lá vel í beygjum.
Ég fór með dætur mínar í bíltúr og
þær nutu sín ágætlega í aftursætinu.
Meira að segja fannst þeim bíllinn dá-
lítið hlýlegur, enda er afturrýmið ekki
mjög stórt, rúður litlar og skyggðar,
sem gerði allt pínu kósí.
Boðið er upp á lyklalaust aðgengi
að bílnum, og þegar hurðin er opnuð
sést vörumerkið, Toyota C-HR, lýsa
upp gangstéttina, sem gleður og kæt-
ir og gerir bílferðina enn skemmti-
legri en ella.
Mælaborðið er einfalt og smekk-
legt og hægt að skruna í gegnum
ýmsa valmöguleika í miðju þess.
MORGUNBLAÐIÐ | 7
Reki ehf Sími: 562 2950
Höfðabakka 9 110 Reykjavík
Netfang: tryggvi@reki.is Vefsíða: www.reki.is
BJÓÐUM MIKIÐ ÚRVAL SÆTA Í HVERS KYNS
VINNUTÆKI FRÁ UNITEDSEATS.
2013
2018
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Bíllinn er að mörgu
leyti óvenjulegur útlits.
Ljósin að framan eru
lítið eitt breytt frá
síðustu árgerð.
Smávægilegar breytingar
hafa orðið á afturhluta bílsins.
Bílar