Morgunblaðið - 21.01.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 21.01.2020, Síða 8
Hinn fullkomni íslenski hversdagsbíll: Toyota Land Crui- ser er auðvitað bíllinn sem ég keyri á sjálf í dag, og bíll sem ég kemst allt á og hentar vel í allt sem ég geri, góður í öllu veðri og er alveg frábær bíll fyrir alla fjöl- skylduna. Ég þarf t.d. oft að fara út á land að syngja á veturna og þá er gott að vera á bíl sem hentar við flestar aðstæður og get ég tekið með allar græjur sem ég þarf að nota með í bílinn sem er frábært. Svo þegar far- ið er í ferðalög með fjölskyldunni þá kemst allt með því skottið er svo stórt og gott og meira að segja hundurinn kemst líka fyrir. Bíll sem hentar mér afskaplega vel. 8 | MORGUNBLAÐIÐ L júflingurinn Sigga Beinteins var ald- eilis ekki að segja satt þegar hún söng með Sléttuúlfunum í einum af vinsælustu smellum 9. áratugarins. „Nei, nei, nei, nei, nei. Ég bara nenni ekki að hanga í bíl,“ svaraði hún ástaróði Björgvins Halldórssonar og bætti við: „Ég sé þig kannski seinna, litli karl.“ Sigga er nefnilega með töluverðan bíla- áhuga og smitaðist ung af bílabakteríunni. Henni reiknast til að hafa átt um þrjátíu bíla yfir ævina og best finnst henni að kaupa bíl- ana nýja – helst af öllu svarta á litinn. „Hann pabbi var með mikla bíladellu og var duglegur bæði að heimsækja bílasýningar, skoða bílasölurnar og kaupa sér bíla með reglulegu millibili. Ég man hvað ég hafði gam- an af að þrífa bílana með honum og lang- skemmtilegast ef þeir voru haugdrullugir eftir ferðalag út á land,“ segir Sigga sem lagði sam- viskusamlega fyrir sem unglingur svo hún gæti eignast bíl um leið og bílprófið væri í höfn. „Faðir minn var dúkalagningarmaður og ég hef líklega verið 12 eða 13 ára gömul þegar ég fékk fyrst að vinna hjá honum við dúkalögn. Þannig hafði ég ágætis tekjur og nóg að gera þegar frí var í skólanum.“ Keyrt, keyrt og keyrt Fyrsti bíll Siggu var Fiat 127 árgerð 1974 sem var því orðinn um fjögurra eða fimm ára þegar hún fékk bílprófið. „Það var töluvert af þessum bílum í umferð og hann var mikið krútt. Ég var afskaplega ánægð með að geta ekið mér sjálf á milli staða og við vinkvenn- ahópurinn vorum duglegar að nota bílinn,“ segir Sigga sem fannst alls ekki leiðinlegt að skutla fólki á milli staða eða fara með vinum sínum í ferðalög á bílnum. „Ef leiðin lá út fyrir bæ var einfaldlega lagt í púkk fyrir bensíninu og svo bara keyrt, keyrt og keyrt.“ Sigga hefur átt bíla af ýmsu tagi en hefur með aldrinum leitað æ meira í jeppana. Þegar hún var yngri lagði hún mikið upp úr því að aka um á bílum með öflugar græjur og minn- ist hún þess að annar bíllinn sem hún eign- aðist, Mazda 323, hafi verið með svo fínu hljóðkerfi að það kostaði meira en sjálfur bíll- inn. „Og þegar við vinkonurnar vorum á ferð- inni stilltum við allt í botn,“ segir hún glettin. Í dag lætur Sigga það vera að fjárfesta í lúxus-græjum, lætur sér yfirleitt nægja stað- al-hljómtæki hvers framleiðanda og finnst oft þægilegast að hafa þögn í bílnum. „Oft er svo mikið í gangi á útvarpsstöðvunum og ágætt að hreinlega slökkva á hávaðanum; og bara keyra í rólegheitum og þögn.“ Má ekki vera sein á tónleika Núna ekur Sigga um, mjög lukkuleg, á voldugum Toyota Land Cruiser sem hún segir henta íslenskum aðstæðum mjög vel og prýðisgóðum hljómsveitarbíl þegar halda þarf út fyrir bæjarmörkin að spila á tónleikum. Eins og fyrr var getið eru svartir bílar í uppá- haldi hjá Siggu og segir hún að það þurfi bara að hugsa rétt um þá til að halda lakkinu eins og nýju. Þá hefur hún það fyrir þumal- puttareglu að skipta um bíl á u.þ.b. 18 til 24 mánaða fresti. Sigga segist vita að það gæti mögulega ver- ið praktískara að sitja aðeins lengur á bíl- unum, og eigi það við um flesta framleiðendur í dag að hægt er að stóla nokkurn veginn á það að ekkert gefi sig fyrstu 4-5 árin af notk- un. „En á móti kemur að starfið hjá mér er þannig að það má fátt út af bera og gengur ekki að koma seint á tónleika út af bílavand- ræðum. Fyrst ég læt það líka vera að reykja og drekka, með tilheyrandi kostnaði, get ég leyft mér þennan lúxus í staðinn.“ ai@mbl.is Draumabílskúr Siggu Beinteins Vill helst hafa bílana svarta Morgunblaðið/Eggert Sigga lætur það eftir sér að kaupa nýja bíla og finnst gott að skipta á 18 til 24 mánaða fresti. Bílaáhugann erfði söng- konan Sigga Beinteins í föð- urlegg og einkenndi það suma af fyrstu bílunum hennar að hljómtækin voru dýrari en sjálfur bíllinn. Litli borgarbíllinn hjá mér væri klárlega rafmagns- bíll sem ég gæti skottast á á milli staða í borginni og á fundi svona dagsdaglega og þá væri ég alveg til í að vera á E – Mini, hann er svo sportlegur og flottur. Lottóvinningurinn: Það er sko eng- in spurning í huga mér að ef ég ynni í lottó, þá myndi ég fá mér Range Rover sport. Þessi bíll er al- gjör kerra og hrika- lega flottur. Hef átt tvo eldri svona bíla og þeir voru báðir alveg geggj- aðir. Og væri alveg til í að eignast svona bíl aftur ein- hvern tímann. Mótorhjólið: Ég held ég geti ekki rætt neitt um mótorhjól því ég hef engan sérstakan áhuga á þeim enda myndi ekki þýða fyrir mig að vera á þeim því ég næ ekki niður á götuna á þeim. Gæti kannski verið á þríhjólum, en einu mótothjólin sem ég hef komið nálægt eru vespur og þær eru mjög skemmtileg far- artæki til að leigja sér í góðu veðri í útlönd- um. Væri allt í lagi að eiga eina í bílskúrnum hjá sér til gamans. Draumabílskúrinn Sunnudagsbíllinn væri vitanlega Porsche Taycan; mjög flottur bíll til að rúnta á í ísbíltúrunum á sunnudögum. Þetta er flottur, kraftmikill sportbíll en samt fjölskyldubíll þar sem börnin geta verið aftur í enda fjögurra dyra. Og ekki spillir fyrir að hann er rafmagnsbíll. Fíni bíllinn minn væri án efa tveggja manna blæjusportbíll sem ég myndi keyra á fallegum sumardögum, sem koma annað slagið á Ís- landi, annars væri hann bara inni í bílskúr bónaður og flottur. Og þá væri ég alveg til í að vera á tveggja manna Benz og myndi jafnvel bjóða með mér einhverjum skemmtilegum á rúntinn. Viltustu draumarnir: Ég hugsa að viltustu draumarnir væru að keyra um á Cadillac CT6. Þessi er alveg hrikalega flottur og örugglega alveg geggj- aður. Væri t.d. vafalítið mjög gaman að keyra um alla Evrópu á honum og láta sér bara líða vel á hraðbrautunum. Væri sko ekkert að því. Ómissandi ökutæki : Ég held að mitt ómissandi ökutæki væri lítill sendibíll, því ég er alltaf að stússa eitthvað og flytja og sækja alls konar dót og fara með alls konar rusl í Sorpu. Þá er alveg ómissandi að eiga einn lítinn sendibíl sem hægt væri að nota í þessar ferðir, og ég myndi alveg vera til í að eiga WV Caddy eða sambærilegan bíl í það. Ljósmyndir Mini / Bmwgroup Tyacan / Newsroom. porsche.com Range Rover / Media.landrover.com AMG GT / Media.daimler.com Land Cruiser / Newroom.toyota.eu Caddilac / Media.cadillac.com Caddy/ Volkswagen- newsroom.com Vespa / Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.