Morgunblaðið - 21.01.2020, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11
hafa verið töluvert fyrir því haft að
koma bassahátalara hljóðkerfisins
þannig fyrir í afturhluta bílsins að
hann saxaði ekki mikið á farang-
ursrýmið. Í skottinu er pláss fyrir
536 lítra af farangurstöskum, inn-
kaupapokum eða heimilishundum –
mesta rýmið í stærðarflokknum, seg-
ir Renault. Þarf að fá frið fyrir börn-
unum í aftursætinu? Auðvitað er
Renault þá búið að hugsa fyrir því að
þau geti stungið snjalltækjunum í
hleðslu, með tvær USB-innstungur á
áberandi og aðgengilegum stað.
Kaupandinn getur síðan lagað bíl-
inn að eigin smekk; ellefu litir eru í
boði auk fjögurra lita fyrir þakið svo
að allt talið mætti útfæra lita-
samsetningarnar á 90 mismunandi
vegu. Að innan eru samtals 18 sam-
setningar í boði og ef það er ekki nóg
má fá stemnings-lýsingu með 8 litum.
Þeir sem panta sér Captur þurfa því
ekki að hafa miklar áhyggjur af því
að fara bílavillt á planinu við Smára-
lind.
Captur þarf ekki að skammast
sín fyrir nokkurn hlut
Ég verð að játa að ég hef gert allt
of lítið af því að aka bílum í sama
flokki og Captur og var árið 2019 ár
kappakstursbíla, stórra þýskra dreka
og lúxusbifreiða á efstastigi. Á undan
Captur kom Rolls-Royce Cullinan, þá
BMW M850i blæjubíll, Porsche Ta-
ycan rafmagns-sportbíll, Rolls-Royce
Phantom og kappakstursbrautarleik-
fangið Radical. Í vélinni á leiðinni til
Aþenu hugsaði ég með mér að það
hlyti að vera hálfósanngjarnt fyrir
fjöldaframleiddan franskan alþýðubíl
að fylgja í kjölfarið á annarri eins
halarófu af bílum, því það gæti ekki
annað verið en að haf og himinn væri
á milli 100 milljóna króna lúxuskerru
og fransks smájepplings sem byrjar í
tæpum 3,4 milljónum.
En viti menn: Capturinn þarf ekki
að skammast sín fyrir nokkurn hlut.
Viðbragðið er prýðilegt, aksturs-
upplifunin hreint ágæt, og í alla staði
fjarskagóður bíll fyrir bæði ökumann
og farþega. Fantafínn franskur
ferðafélagi.
Það segir heilmikið um hvað Capt-
ur hefur fram að færa að ég átti í
mesta vanda með að finna eitthvað í
fari hans til að láta fara í taugarnar á
mér. Eftir mikla leit, bæði að innan
sem utan, var það eina sem ég gat
kvartað yfir að lykillinn mætti vera
þyngri. „C’est rien!“ eins og Frakk-
arnir myndu orða það.
Ef það versta sem hægt er að segja
um bíl er að lykillinn er laufléttur, þá
ættu hönnuðir Renault að vera nokk-
uð öruggir með það að halda starfi.
Heilræði véfréttarinnar
Á spani um gríska sveitavegi, inn-
an um musteri og minjar, leitaði hug-
urinn til sagnfræðitímanna í mennta-
skóla, og grísku heimspekinganna
sem reikuðu um þessar sömu sveitir
fyrir um 2.500 árum. Ég minntist vís-
dómsorðanna sem rituð voru á veggi
musteris véfréttarinnar í Delfí, og
áttu að vera góðu fólki leiðarvísir fyr-
ir lífið. Nýlega hringdi ég til gamans
ég í fornmáladeild Háskóla Íslands til
að athuga hvort vísdómsorðin hefðu
ekki örugglega verið þýdd á íslensku
– eitthvað sem Bjarni Thorarensen
hefði rúllað upp á einni kvöldstund.
Viti menn að vísdómsorðin virðast
ekki hafa verið þýdd og gæti það út-
skýrt ýmislegt í fari Íslendinga.
Flestir hafa heyrt, einhvern tím-
ann á lífsleiðinni, um mikilvægi þess
að þekkja sjálfan sig, en færri kann-
ast við að hafa verið minntir á hve
brýnt það er að heiðra heimilið, vera
vinum sínum hjálpsamur, lofa það
sem gott er, vera réttlátur í athöfnum
sínum, og virða góða menn. Ef forn-
leifafræðingar myndu grafa sig niður
á grískt musteri inni í miðri Öskjuhlið
þá myndu þeir í besta falli finna þar
eftirfarandi áletranir: Þetta reddast
og Liffa og njóta.
Alltént, þá virðast hönnuðir Re-
nault Captur hafa tileinkað sér heil-
ræði véfréttarinnar: Notaðu það sem
þú hefur, nýttu hæfileika þína, virtu
sjálfan þig, hlýddu á það sem allir
hafa að segja, gerðu það sem þú ætl-
ar þér að gera.
Útkoman er þessi afskaplega vel
heppnaði bíll. Hann er meira að segja
væntanlegur í tengiltvinn-útgáfu.
Umhverfi ökumanns er snyrtilegt og hæfilegt magn af tökkum. Lykilinn má geyma í litlu hólfi á milli framsætanna, þar sem hann smellpassar.
Stór skjárinn snýr lóðrétt en ekki lárétt, sem bætir upplýsingagjöf. Skottið er nógu rúmgott og risastórt ef sætin eru felld niður.
Ótal vel heppn-
uð smáatriði
gera Renault
Captur að
huggulegum
hversdagsbíl.