Morgunblaðið - 21.01.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 21.01.2020, Síða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ Jaguar Land Rover hefur hannað og hafið þróun á bílsætum sem sögð eru það nýstárleg að fólk standi í þeirri trú að það sé að æfa sig þegar setið er í þeim. Sætið er á stöðugri ferð og sá er í því situr hefur á tilfinningunni að hann sé á gönguferð; þannig nuddar sætið gang- vöðvana. Tilgangurinn er að líkja eftir hreyfingum og togkröftum gangs til að minnka hætturnar sem fylgja langvar- andi kyrrsetu undir stýri. Svo háþróað er sæti þetta að það lagar sig að stærð og fyrirferð hvers og eins, bílstjóra sem farþega. Samkvæmt gögnum Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar (WHO) situr rúmur fjórðungs mannkynsins – um 1,4 milljarðar manns – of lengi dag hvern. Slík seta stuðlar að vöðvaskemmdum í fótleggjum, mjöðmum og þjóvöðvum. Sú hætta ógnar sérstaklega fólki sem ekur að staðaldri langt og mikið. agas@mbl.is Sætið blekkir hugann á meðan ekið er Nuddsæti JLR kallar fram hjá fólki tilfinningu eins og það sé að ganga. Genfarborg í Sviss hefur ákveðið að fara sínar eigin leiðir hvað varðar umferðarskilti meðfram vegum og víkja alþjóðlega við- urkenndum leiðbeiningar- og bannskiltum þegar svo ber undir. Allt er þetta gert í þágu jafn- réttis kynjanna, en skiltum með mynd af karlmanni á verður skipt út fyrir skilti með konu á. Þau hafa ekki verið framleidd til þessa en breyting verður þar á með ákvörðun borgaryfirvalda í Genf. Verða 250 „kvennaskilti“ sett upp næstu daga, en þau eru í samtals sex útfærslum. Tvær nýj- ar útgáfur af gangbraut- arskiltum liggja nú fyrir, ein af dansandi ungri stúlku með stert og hin með mynd af miðaldra konu að ganga yfir veg á gang- braut. Samhliða þessu er nú unnið að því á borgarkontórnum að breyta götuheitum á þann veg að þau verði ögn kvenlegri en áður. Í Genf í Sviss eru jafnréttisviðhorf komin inn á umferðarskilti borgarinnar. Jafnrétti á umferðarskiltum Framtíðin er í Phoenix í Arizona- ríki, en þar er Google-tengda fyrir- tækið Waymo að þróa bíltækni til sjálfaksturs. Taka um 600 bílar þátt í þeim og í engum þeirra hefur bíl- stjóri setið undir stýri. Alls hafa um 1.500 manns notað bílana til að fara á milli staða. Panta þeir bíl til sín gegnum eigið smáforrit Waymo eða gegnum Lyft. Þá hefur hluti flotans verið nýttur til að aka bögglum heim til neyt- enda frá pöntunarfyrirtækjum. Að sögn forstjóra Waymo, Johns Krafcik, hafa bílstjóralausir bílar fyrirtækisins lagt að baki 32 millj- ónir kílómetra við þróun sjálf- akstursbúnaðarins. Þetta jafngildir 800 ferðum hringinn um jörðina við miðbaug, 40 ferðum til tunglsins og til baka, og 1.400 meðaltals akstursárum bandarískra öku- manna. Við allan þennan akstur hafa að- eins orðið nokkur minniháttar óhöpp. Það alvarlegasta varð lík- lega árekstur í hitteðfyrra, 2018, við prófanir á hraðbraut í Kali- forníu. Orsakir hans voru þær að í bílnum sem klessti sat bílstjóri sem sofnaði undir stýri á ferð. Steig hann í leiðinni á bensíngjöfina, sem aftengdi um leið sjálfakstursbún- aðinn. Bílar Waymo sem aka fram og aftur um Arizona-ríki við próf- anirnar eru hvítir tvinnbílar af gerðinni Chrysler Pacifica. Í náinni framtíð hefjast prófanir á rafbílum og hefur Waymo samið við Jaguar um kaup á allt að 20.000 Jaguar I- Pace. Waymo er í eigu eins af dóttur- félögum Google, Alphabet. Búist er við að það bæti fljótlega við akst- ursprófunum í öðrum bandarískum stórborgum. Fyrstu I-Pace eru þeg- ar komnir í prófanir víða um Kali- forníu. Þar er þeim þó enn sem komið er bannað að rukka fyrir þjónustu sína. agas@mbl.is Ljósmynd/Waymo Waymo hefur samið um kaup á allt að 20.000 Jaguar I-Pace-rafbílum. Mannlausir í 32 milljónir km

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.