Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
ÞURR AUGU?
Náttúruleg vörn gegn augnþurrki
Trehalósi kemur
á jafnvægi og
verndar frumur
hornhimnunnar
Inniheldur
trehalósa
úr náttúrunni
Hýalurónsýra
smyr og gefur
langvarandi raka
Sérstaklega milt
fyrir augun
Án rotvarnarefna
Tvöföld
virkni- sex sinnumlengri ending
Fæst í öllum helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslun Grandagarði og Glæsibæ, 5. hæð
notaði stera einmitt í þeim tilgangi að
geta gert það sem hann gerði. Sjálfs-
vígstíðni steranotenda sem eru að
reyna að hætta er einnig mjög há.
Mörgum reynist ótrúlega erfitt að
hætta að nota þessi lyf. Því fylgir
mikil vanlíðan, þunglyndi og kvíði,
ásamt því að þau áhrif sem sóst var
eftir á grunni óöryggis og kvíða
hverfa mjög hratt. Einnig hefur verið
sýnt fram á að heilavefur rýrnar við
notkun stera á þennan hátt.
Á sama hátt og með fæðubótar-
efnin og orkudrykkina snýst þetta
líka að miklu leyti um markaðs-
setningu og sölumennsku. Ekki má
gleyma því að sölumenn stera eru oft
þeir sömu og selja önnur ólögleg efni
og eiturlyf. Sterakaup eru þannig oft
fyrstu samskipti sem þessi viðkvæmi
hópur á við slíka sölumenn, sem svo
reyna auðvitað að selja fleira. Einnig
eru sterar stundum fyrsta sprautu-
lyfið sem fólk notar. Það að sprauta
sig í fyrsta sinn er ákveðinn þrösk-
uldur, sem þá er búið að stíga yfir.
Í þessu eru líka ákveðnar tísku-
sveiflur eins og í öllu öðru. Í dag er
ekki lengur í tísku að vera mjög stór,
hann Svarfdælingur og „Jaws“ úr
James Bond-myndunum. Ef slíkt
gerist á fullorðinsaldri fær fólk svo-
kallaðan æsavöxt eða „acromegaly“,
sem gefur ákveðnar útlitsbreytingar,
en veldur einnig ómeðhöndlað há-
þrýstingi, sykursýki, hjartabilun,
beinabreytingum, ákveðnum útlits-
breytingum, ásamt mörgu öðru. Af-
leiðingar af óviðeigandi notkun vaxt-
arhormóns eru í raun þær sömu.
Hormónið getur til skemmri tíma
breytt líkamssamsetningu og eflaust
gefið ákveðna vellíðan, en það er
skammgóður vermir.
Við vitum lítið um raunverulega út-
breiðslu þessa hér. Aukin umræða og
fyrirspurnir leyna sér þó ekki.
Heyrst hefur að fólk borgi hundruð
þúsunda fyrir mánaðarskammt af
HGH. Því er þetta hugsanlega bundið
við ákveðna þjóðfélagshópa, en teng-
ist fyrst og fremst hégómalegri útlits-
dýrkun. Vaxtarhormón er hins vegar
mjög óstöðugt efni og er framleiðsla
þess er flókin og mjög dýr. Líklegt
verður því að teljast að margt af því
sem fólk kaupir án lyfseðils frá öðrum
en viðkurkenndum og vottuðum lyfja-
framleiðendum sé kannski ekki raun-
verulegt. Engin raunveruleg vísinda-
leg rök eru fyrir því að vaxtarhormón
hafi jákvæð áhrif á heilsu, nema sem
meðferð á staðfestum skorti.“
En hvað er þá hægt að gera?
„Í mínum huga snýst þetta fyrst og
fremst um fræðslu og samfélagslega
ábyrgð. Almenningur verður að hafa
aðgang að viðeigandi upplýsingum og
gera verður honum kleift að skilja
muninn á raunverulegum stað-
reyndum og sölumennsku. Þeir sem
þjálfa og skipuleggja íþróttaiðkun
verða að vera upplýstir. Stærsta
áskorunin hér eru þó líkamsrækt-
arstöðvar, sem stór hluti þjóðarinnar
lítur til varðandi hreyfingu og heil-
brigt líferni. Í nágrannalöndunum fer
langmest sala ólöglegra efna fram í
tengslum við líkamsræktarstöðvar,
þó svo að hún tengist kannski ekki
starfseminni sjálfri. Eng-
in ástæða er til að álykta
að það sama eigi ekki við hér á
landi. Rekstri slíkra stöðva, sem
oft tengjast sundlaugum og öðrum al-
menningsmannvirkjum, og stór hluti
þjóðarinnar greiðir fyrir aðgang að,
fylgir gífurleg samfélagsleg ábyrgð í
þessu samhengi. Enn meira áhyggju-
efni er ef hlaupist er undan þeirri
ábyrgð af einhverjum, þá nokkuð
gegnsæjum ástæðum.
Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa
brugðist við þessum vanda með því að
gera líkamsræktarstöðvum kleift að
sækja um vottun sem lyfjalausar
stöðvar. Mikilvægasti þáttur þess er
fræðsla fyrir starfsfólk og áskrif-
endur, en sum landanna gefa einnig
möguleika á lyfjaprófum ef grunur
vaknar um misnotkun inni á stöðinni.
Lyfjaeftirlitið hér á Íslandi hefur efnt
til samstarfs við systurstofnunina í
Noregi (Anti-Doping Norway), sem
er jú ein sú fremsta í heimi hvað
íþróttir varðar. Birgir Sverrisson,
framkvæmdastjóri lyfjaeftirlitsins, á
veg og vanda að þessu samstarfi.
Mjölnir hefur nú þegar skrifað undir,
en áhugi hefur því miður verið tak-
markaður hjá öðrum stærri stöðvum
hingað til. Lyfjaprófanir eru ekki
hluti af þessum samningum, nema
beðið sé um það sérstaklega. Frekari
upplýsingar má finna hér:
www.hreinnarangur.is.
Við erum einnig í samstarfi við
embætti landlæknis, en landlæknir
hefur auðvitað sýnt þessu mikinn
áhuga og er þetta hluti verkefna
þeirra sem koma að heilsueflandi
samfélagi og fleiru. Vinna verður á
þessum vanda úr sem flestum átt-
um.“
Hvað á fólk þá að gera til að bæta
heilsu sína?
„Í stuttu máli eru engar töfralausn-
ir. Það eru engin undralyf eða styttri
leiðir. Þetta snýst alltaf um sömu al-
mennu ráðin; borða hollan venjuleg-
an mat, sofa vel, hvorki reykja né
drekka í óhófi, og hreyfa sig reglu-
lega. Ef einhver reynir að selja þér
eitthvað sem virkar betur en það, er
vanalega maðkur í mysunni,“ segir
Tómas.
Haraldur Dean Nel-
son, framkvæmda-
stjóri Mjölins, og
Birgir Sverrisson,
framkvæmda-
stjóri Lyfjaeftirlits
íslands, undirrita
samning Mjölnis
MMA og Lyfja-
eftirlits Íslands
varðandi fræðslu
og forvarnir í
lyfjamálum.
heldur sækist fólk frekar eftir því að
vera með sýnilega vöðva og „fit“. Í
þessu samhengi er fólki ranglega tal-
in trú um að hægt sé að nota stera, og
ýmis önnur efni, í „réttu“ eða
„öruggu“ magni. Þetta er auðvitað
ekki rétt. Ef slík efni eru notuð þann-
ig að þau hafa yfir höfuð áhrif á
vöðvavöxt og útlit, munu þau líka
valda aukaverkununum – það segir
sig sjálft. Hins vegar er nú mun erf-
iðara að þekkja steranotanda í sjón
en áður og ýtir þetta enn undir
„normaliseringu“ þessarar hegðunar
og útlits.
Langtímarannsóknir á afleiðingum
steranotkunar hafa hingað til verið
erfiðar. Hér er ekki um það gamalt
fyrirbæri að ræða og leyfi fyrir raun-
verulegum lyfjarannsóknum fengjust
aldrei á því sem við vitum að er skað-
legt. Afturskyggnar rannsóknir eru
einnig flóknar þar sem fólk veit oft
ekki hvað það í rauninni keypti af eit-
urlyfjasalanum og reiða verður sig á
að fólk muni rétt og segi rétt frá. Slík-
ar rannsóknir eru þó að koma fram
og sýna að steramisnotendur lifa
skemur og eiga frekar við ýmis alvar-
leg heilsufarsvandamál, bæði
líkamleg og andleg, að stríða
seinna í lífinu.“
Nú er mikð rætt um notkun
vaxtarhormóns (HGH),
hvað vitum við um það og
notkun á Íslandi?
„Vaxtarhormón er eitt
heiladingulshormónanna
og leikur hlutverk í al-
mennri heilsu og vellíðan full-
orðinna og vexti barna. Eina
rétta ábendingin fyrir notkun
vaxtarhormóns hjá fullorðnum er
staðfestur vaxtarhormónaskortur.
Slíkt er sjaldgæft og mjög flókið í
greiningu. Raunverulegt vaxtar-
hormón er einnig mjög dýrt lyf. Af
báðum þessum orsökum hafa ein-
ungis innkirtlalæknar fullorðinna og
barna leyfi til að ávísa því að gefnum
mjög ströngum skilyrðum. Of hátt
vaxtarhormón, sem án lyfjagjafar
verður ef í heiladinglinum myndast
góðkynja æxli sem framleiðir vaxt-
arhormón, hefur margvíslegar alvar-
legar afleiðingar. Börn sem hafa of-
framleiðslu vaxtarhormóns verða
risar, þekkt dæmi um slíkt voru Jó-
Hér sjást áhrif anabólískra stera á konur og menn.