Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 12
N
ú ert þú forfallin íþrótta-
manneskja, gengur á fjöll
og hreyfir þig mikið.
Hvaðan kemur þessi
áhugi?
„Ég byrjaði að labba á fjöll fyrir tæp-
um átta árum og féll strax fyrir því. Ég
hef alltaf stundað einhverja hreyfingu
en æfi meira í dag en ég gerði áður. Ég
var svo heppin að fara til Nepal með
Tindum Travel í október 2017 þar sem
frábær hópur kvenna gekk í grunn-
búðir Annapurna. Ferðin var algjör-
lega stórkostleg enda magnað að ganga
í þessu stórbrotna umhverfi Himalaya-
fjallanna og það má eiginlega segja að
ég hafi orðið ástfangin af Nepal og
fjallafegurðinni þar í þessari ferð. Ári
seinna fór ég svo aftur til Nepal ásamt
góðum vinkonum þar sem við ákváðum
að uppfylla drauminn um að ganga í
grunnbúðir Everest. Sú ganga var alls
ekki síðri þrátt fyrir að ferðin hafi feng-
ið óvæntan endi, en að ganga í þessu
umhverfi er tilfinning sem maður getur
ekki lýst. Rétt fyrir brottför náði ég
mér í flensuskít sem ég var að berjast
við fyrstu dagana í Kathmandu, höf-
uðborg Nepal, en ákvað samt sem áður
að fara í gönguna. Fyrstu dagarnir
voru nokkuð krefjandi þar sem ég var
mjög slöpp og með mikinn hósta, hor og
beinverki. Á fjórða göngudegi var ég
svo komin með hita en þar sem súrefn-
ismettunin var mjög góð ákvað ég að
halda áfram. Næstu dagar á eftir voru
ansi krefjandi en ég lét það ekki stoppa
mig af því súrefnismettunin var góð,
það sem ég hins vegar vissi ekki var að
ég var komin með sýkingu í lungna-
berkjurnar og með mikið lyfjaofnæmi
sem gerði það að verkum að líkaminn
var að ströggla. Að morgni áttunda
göngudags, sama dag og hópurinn
gekk í grunnbúðir Everest, krassaði
líkaminn og ég var alveg örmagna. Ég
átti erfitt með svefn nóttina áður og
fann fyrir miklum verkjum og áttaði
mig á því að það var eitthvað að gerast.
Ég var samt alveg á því að klára göng-
una og vinkona mín ætlaði svo að fylgja
mér niður þegar við hefðum náð þeim
áfanga. En þegar það kom í ljós að súr-
efnismettunin hjá mér var búin að falla
gríðarlega og ég var orðin hættulega
lág þá var ekkert annað í stöðunni en að
kalla eftir þyrlu og koma mér undir
læknishendur. Ég var komin með
bráða háfjallaveiki, lungnabjúg og háan
hita svo ég var orðin ansi þreklaus og
lasin þegar ég var loksins flutt niður
með þyrlunni. Ég lá á spítala í Kat-
hmandu í fimm daga sem var upplifun
út af fyrir sig en þessi reynsla hefur
kennt mér mjög margt. Í kjölfar þess-
ara veikinda gat ég ekki hreyft mig í
þrjá mánuði, ég var alveg þreklaus og
átti erfitt með að halda út heilan dag
þar sem orkan var bara búin. Einfaldir
hlutir eins og að fara út í búð eða jafn-
vel labba upp þrjár tröppur voru mér
um megn í þó nokkurn tíma. Þetta
breytti algjörlega hugarfari mínu til
hreyfingar og í dag þakka ég fyrir það
dag hvern að hafa heilsu til að hreyfa
mig. Heilsan er svo sannarlega það
dýrmætasta sem við eigum og mik-
ilvægt að hlúa vel að henni,“ segir Bára
Mjöll.
Ferðin til Nepal kenndi
Báru Mjöll að meta heilsuna
Bára Mjöll er mikill fjallagarpur
og labbar til dæmis með Haraldi
Erni Ólafssyni í Fjallafélaginu.
Bára Mjöll Þórðardóttir hreyfir sig yfirleitt fjórum sinnum í viku. Hún segist hafa lært að meta heils-
una upp á nýtt þegar hún veiktist alvarlega í gönguferð í Nepal. Síðan í haust hefur hún verið á Infra
Power-námskeiði hjá Önnu Eiríksdóttur í Hreyfingu og segist sjaldan hafa séð meiri árangur.
Marta María Jónasdóttir | mm@mbl.is
SJÁ SÍÐU 14
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
NÁTTÚRULEG HRÁEFNI • ENGIN AUKAEFNI
ENGINN VIÐBÆTTUR SYKUR • TREFJARÍKT
Það er fátt betra
en að anda að sér
súrefni á fjöllum.