Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 Metabolic Reykjavík | Stórhöfða 17 | metabolicreykjavik.is Metabolic Reykjavík þjálfunarstöð við Gullinbrú Faglegt Fjölbreytt Skemmtilegt Æfðu á þínum hraða, á þínu erfiðleikastigi allra leiða til að léttast. Ég þori að fullyrða að ég hef prófað alla kúra sem fyrirfinnast í landinu. Ég próf- aði danska kúrinn, Herbalife, fjar- þjálfun og Heilsuborg svo eitthvað sé nefnt. Lét athuga með skjald- kirtilinn í mér, fór í Orkuhúsið, til næringarfræðings og þar fram eftir götunum. Hjáveituaðgerðin var því það eina sem ég átti eftir að gera.“ Heldur ung fyrir efnaskiptaaðgerð Hjördís Bára þykir frekar ung að aldri fyrir inngrip á þessu sviði en segir að fjölskyldan hafi stutt við bakið á henni frá upphafi. „Þau lögðu sína dagskrá til hliðar fyrir mig. Enda vildu þau gera allt til að ég myndi ná upp heilsunni minni aftur. Það sem ég fór í gegn- um var að taka ákvörðun hvað ég vildi segja við vini mína þessu tengt. Ég ákvað að stíga bara fram í heiðarleika og að leyna þá ekki neinu. Ég mæli með því fyrir alla, enda á ég stóran vinahóp sem hefur staðið fast við bakið á mér allan tím- ann. Sem dæmi þá héldum við boð úti í garði í sumar, þar sem við héld- um upp á að ég hafði misst 60 kg. Við vorum með köku og sextíu blöðrur, kampavín og ræðuhöld svo dæmi séu tekin. Það hefur gefið mér mikið að geta haldið upp á alls konar hluti í þessu ferli. Mamma hefur gefið mér nýjar flíkur við viss tilefni og allir eiga hlutdeild í mín- um bata að þessu leyti. Ég hefði aldrei getað þetta ein, því vil ég segja að foreldrar mínir, systir og fleiri aðilar eiga stóran hlut í þess- um sigri með mér.“ Varð veik eftir aðgerðina Hvernig er að fara í hjáveituað- gerð? „Ég vildi vita sem minnst um hvernig aðgerðin var gerð en hafði undirbúið mig vel fyrir aðgerðina andlega. Ég reyndi að læra allt um þennan nýja lífsstíl, enda fer maður ekki í svona aðgerð nema með höf- uðið rétt stillt. Ég valdi að fara á hrökkbrauðskúr, þar sem ég borð- aði einungis hrökkbrauð og þannig missti ég tíu kíló. Sjálf aðgerðin tókst ágætlega hjá Aðalsteini og fór ég heim eftir hana. Síðan fjórum dögum eftir aðgerð varð ég fárveik og þurfti að fara á spítala aftur í aðra aðgerð. Í tvær vikur eftir að- gerð má maður einungis drekka. Ég hins vegar hélt engu niðri eftir fyrri aðgerðina. Aðalsteinn fyldist vel með mér allan tímann og þegar ég hafði samband við hann á sunnudegi nokkrum dögum eftir fyrri aðgerð- ina þá komst hann að því að ein af tengingunum í görnunum hafði beyglast og því fann vökvinn sér ekki eðlilega leið eftir meltingarfær- unum. Það var talsvert áfall að fara í svona tvær aðgerðir, eins þurfti ég að vera í níu daga á spítala eftir seinni aðgerðina. Eftir að þessu var kippt í lag þá hef ég ekki fundið fyr- ir neinum óþægindum. Sem betur fer.“ Hjördís Bára segir að hún hafi verið mjög heppin með að hafa sér- fræðing á borð við Aðalstein með sér í þessu. „Hann er mikill fagmaður á sínu sviði og aðgengið að honum var ein- staklega gott allan tímann.“ Hluti af eftirfylgni eftir hjáveitu- aðgerð er að hitta næringarfræðing sem gefur upplýsingar um nauðsyn- lega hluti sem þarf að hafa í huga varðandi mataræði, vítamín og fleira að hennar sögn. „Eftir aðgerð sem þessa þarf maður að passa sig að borða mikið prótein. Þar sem maður getur borð- að minna en aðrir verður maður að huga vel að öllum næringarefnum í matnum. Síðan þarf ég að taka vít- amín það sem eftir er ævinnar. Ég fer í blóðprufur reglulega til að fylgjast með gildunum í blóðinu. Margir vigta ofan í sig mat eftir að- gerð en ég hef einsett mér að borða hollan mat og borða sem dæmi mjög lítinn sykur þar sem ég þoli hann ekki lengur. Bríet næringar- fræðingur í Klíníkinni er frábær fagmaður og er ég búin að fara í þrjú skipti í eftirfylgni þangað frá aðgerð.“ Ertu búin að ná þyngdinni sem þú vilt vera í? „Þó að þyngdin skipti að sjálf- sögðu máli er hún samt ekki aðal- atriðið í þessu hjá mér. Líkaminn á mér er allur annar eftir aðgerðina, ég fer í leikfimi reglulega og hreyfi mig úti. Það er hins vegar andleg líðan mín sem hefur tekið mestum breytingum. Ég er eins og á bleiku skýi í dag.“ Hvernig lýsir þú muninum á and- legri líðan? „Mér líður vel öllum stundum, í raun gæti ég ekki ímyndað mér lífið betra. Ég er með mun betra sjálfs- traust og mér líður vel alla daga. Ég byrjaði aftur í skóla eftir aðgerðina og mér hefur aldrei gengið jafn vel í skóla og núna. Ég byrjaði að syngja í gospelkór Jóns Vídalíns, sem er eitthvað sem ég hefði aldrei þorað að gera áður. Það sjá allir að mér líður betur. Ég lifi heilbrigðu og eðlilegu lífi í dag og finnst ekkert erfitt lengur við lífið. Það er ekkert að stoppa mig í dag, enda talsverður munur að vera 72 kg léttari en áður. Það er eins og að losna við eina per- sónu af bakinu.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Ég útskrifast sem félagsliði næsta sumar og það sem mig langar að gera í framtíðinni er að hjálpa fólki sem þarf á mér að halda. Að starfa með gömlu fólki og börnum er einstakt. Við sem störfum með öldruðum gerum okkar allra besta alla daga.“ Hjördís Bára segir umræður í samfélaginu um aðbúnað gamla fólksins okkar stundum á villi- götum. „Ég vil hvetja alla þá sem hafa skoðanir á umönnun eldra fólks að kynna sér hvað er verið að gera fyr- ir fólkið okkar, t.d. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Við bjóðum upp á alls- konar afþreyingu fyrir skjólstæð- inga okkar og gerum okkar besta. Ég er í nánum vináttutengslum við mörg þeirra. Ég gef þeim af minni visku og þau gefa mér af sinni. Það er varla til kærleiksríkara fólk að styðja við mann en gamla fólkið. Mörg þeirra eru mikið ein, og þar sem ég kem úr stórri fjölskyldu, umvafin ást og kærleika, langar mig að gefa þeim svolítið af því áfram. Það er mín köllun í lífinu. Að sjálf- sögðu mætti alltaf setja meira fjár- magn í málefni gamals fólks og barna, þá gæti fleira fólk unnið þau fjölmörgu störf sem þarf að inna að hendi fyrir þau.“ Er það hluti af þeim breytingum sem þú vilt sjá í framtíðinni? „Já, ég vona að fólk hætti að kvarta yfir kerfinu og byrji bara að láta verkin tala. Að setja meiri pen- inga inn í heilbrigðiskerfið væri góð byrjun. Það er til margt gott fólk sem starfar í því fagi sem ég er í. Starfið er ekki auðvelt, hvorki lík- amlega né andlega. En það gefur manni þúsundfalt til baka. Ég vona að fleiri aðilar sjái einnig hag sinn í að vinna með fólki sem þarf aðstoð í lífinu. Við vinnum með góðu fólki og stuðningurinn og hrósið frá þeim er eitt af því sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt að undanförnu. Það má ekki gleymast.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjördísi Báru eru mál- efni aldraðra hugleikin. „Mér líður vel öllum stundum, í raun gæti ég ekki ímynd- að mér lífið betra. Ég er með mun betra sjálfs- traust og mér líður vel alla daga.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.