Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 Nánari upplýsingar á www.heilsusetur.is og í síma 896-9653. Svæðameðferðarskóli Þórgunnu Ungbarnanudd Hómópatía Baknuddnámskeið Yngjandi andlitsnudd og indverskt höfuðnudd. Nám - Námskeið - Einkatímar E inkennið sem stundum er kallað harmslegill, brostið hjarta eða takotsubo, fær nafn sitt frá jap- önsku kolkrabbagildrunni vegna þess að útlit hjartaslegilsins í slagbilinu þykir minna á lögun gildrunnar. Brostið hjarta er oftast afturkræft og segir Karl heilkennið áhugavert fyrir margra hluta sakir. „Þetta heilkenni sem var nánast óþekkt fyrir tveimur áratugum virðist leggjast að mestu á konur [90%].“ Karl segir 30 50 einstaklinga greinast með heilkennið hjá þeim á ári á Landspít- alanum. „Það sem einkennir þá sem koma með þetta heilkenni á spítalann er að það líkist byrjun á hjartaáfalli, oftast með sárum brjóstverkjum. Á hjartalínuriti eru teikn um kransæðastíflu og oftast hækka efni í blóði sem benda til þess sama. Þegar krans- æðar eru skoðaðar í hjartaþræðingu sjást hins vegar engar marktækar þrengingar og þá er ljóst að ekki er um kransæðastíflu að ræða. Við ómskoðun á hjarta sést einkenn- andi svæðisbundin útbungun á vinstri slegli sem líta má á sem tímabundna hjartabilun. Oft hefur áfall, streita eða slys orðið í lífi fólksins skömmu fyrir veikindin og þá virð- ist hjartað bregðast við streitunni á þann hátt að það blæs út á þessu afmarkaða svæði í vinstra hluta hjartans. Einkennin standa vanalega yfir í þrjá til fimm daga og síðan gengur það aftur og flestir jafna sig að fullu.“ Margt áhugavert þegar kemur að ástinni Karl segir almennnt viðurkennt af vís- indasamfélaginu í dag að andlegt álag geti orsakað líkamleg einkenni hjá fólki á borð við hjartsláttartruflanir, háþrýsting og Ástarsorg og streita geta haft alvarlega afleiðingar Morgunblaðið/Eggert Ljósmynd/Unsplash Karl Andersen, hjartalæknir á Landspítala, segir broken heart syndrome (jap. takotsubo) merkilegt fyrirbæri sem hafi ekki verið í textabókum lækna fyrir tuttugu árum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ástarsorg, streita og slys geta valdið brostnu hjarta. Karl Andersen, hjartalæknir á Landspítalanum, segir brostið hjarta eða takotsubo áhugavert fyrir margar sakir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.