Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 31
„Ég hugaði ekki nógu vel að því hvaða birgðir það gekk á og þurfti þá að sætta mig við fjárfestingu í járnmixtúruflöskum og D-vítamín perlum. Þannig að blóðgjafar og konur á miklum blæðingum þurfa að huga að járnbúskapnum og öðru því tengdu. Þá er ágætt að C-vítamín fylgi með, en heilbrigðu fólki nægir að narta í salatblað eða sítrónubát til koma í veg fyrir skort á því. Þeir sem eru komnir með vanstarfsemi í meltingarvegi eða ójafnvægi á insúlín-kerfið (svo sem byrjunarstig á syk- ursýki II) virðast stundum taka illa upp B12-vítamín og geta lent í skorti á því ásamt járni og C-vítamíni, svo eitthvað sé nefnt, og þá hressist fólk mjög við aftur af að bæta sér það upp. Það getur líka haft áhrif á skjaldkirtilsstarfsemi, sem ef dregur úr veldur slappleika og þarf að huga að – en allt þetta væri þó best að bæta til lengri tíma með lausnum sem miða að því að laga undirliggjandi vandamálið en ekki bara afleið- ingar þess. Algengasta orsökin er að mínu viti of mikið syk- ur- og kolvetnaát. Ég hef oft spurt fólk hvort það drekki mikið af sætum gosdrykkjum og mæli þá með að það hætti því og jafnvel fari bara á góðan lágkolvetnakúr ef ekki lág- kolvetnamataræði til frambúðar. Það er merkilega auðvelt að koma ofan í sig um eða yfir 2 lítrum af sætum gosdrykk eða ávaxtasafa á dag og þá samhliða kökubitum, nammibit- um og brauðáti – en þá eru vítamínin ekki sjálft vanda- málið.“ Heilbrigð manneskja á ekki að þurfa fæðubótarefni Er hægt að fá allt sem maður þarf úr góðu mataræði? „Já, heilbrigð manneskja eða þeir sem ekki eiga við skil- greind vandamál tengd næringarefnum að stríða þurfa auðvit- að engin fæðubótarefni til að lifa góðu lífi. Ef mannskepnan hef- ur aðgang að mat og vatni, hreyfir sig og fær svefn og snertingu þá auðvitað lifir hún, annars værum við ekki hér. Það þarf að sjálfsögðu einhverja fjölbreytni í mataræðið til að nálgast öll lífsnauðsynleg efni, en í sumum frumstæðum þjóðfélögum hef- ur það sýnt sig að það þarf ekki endilega margt að koma til svo að allt sé „dekkað“. Og svo er gott að muna að ekki þarf endilega að fá allt á hverjum degi. Ein tafla á dag er bara sniðug uppfinning lyfja- fræðinnar og gott viðmið til skilgreiningar í umræðu, til að ein- falda okkur lífið og tryggja sem besta meðferðarheldni í lyfja- meðferðum. Allt í einhverju magni á hverjum degi, alla vikuna, gegnum allar tíðir ársins er fráleitt að sé nauðsynlegt viðmið í umræðu um næringu. Sveiflur eru okkur eðlislægar. Of mikið einn daginn en ekk- ert þá næstu er í sumum tilfellum bara betra en að fá alltaf sömu efni alla daga. Tökum sem dæmi kolvetni og sykur, en „svindl“dagar á nokkurra daga fresti eru að öllum líkindum hollari en ekki fyrir þá sem eru á annars kolvetnalausu mat- aræði. Við getum lifað án matar í allt að 3 vikur bara ef við neyt- um vatns og jafnvel nokkra daga án vatns. Við fáum ekki C- vítamínskort á einum sólarhring, þótt það skolist nokkuð hratt út, hvað þá nokkurn annan vítamínskort. Mataræði þarf því hvorki að vera flókið né bjóða upp á alla sína fjölbreytni upp á hvern dag til að fáum allt sem við þurfum út úr því.“ Fituforði ágætur D-vítamíngjafi Hvernig myndir þú setja saman bætiefni/vítamín miðað við að búa á Íslandi í janúar? „Aftur væri gott að vita hvað fólkið er ekki að gera eða ekki að borða. Nú borðar fólk ekki lengur svo árstíðabundið. Allt fæst allan ársins hring í matvöruverslunum; grænmeti, ávextir, kjöt, egg, mjólkurvörur, baunir og hnetur o.s.frv. Svo varla er við neinum skorti að búast eins og í gamla daga, þegar fólk hor- aðist upp eftir jólahátíðina og þreyði þorrann í framhaldi af mánuðinum mörsugi. Ef ekki nýtur sólarljóss má eins og ég nefndi áðan huga að D- vítamíninu. Það má annars fá úr fiskolíum og lifur eða jafnvel bara úr eigin fituforða! Fari fólk í að láta ganga á hann á nýju ári vel upp birgt af D-vítamínforða eftir útivistarsumar og sól- arlandaferð í miðsvetrarfríinu. En að öllu gamni slepptu, þá myndi ég líklega bara ekki setja saman fjölvítamín fyrir heil- brigðan Íslending út frá neinum mánuði. Meira að segja reyni ég ekki einu sinni að pranga eigin drykk upp á fólk í hversdagslegri líkamsrækt. Góður matur dugar al- veg til að koma fólki af krafti í gegnum 45 mínútna æfingu. Það er ekki nema eitthvað fari út fyrir „normið“ að þurfi sérhæfðar lausnir.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hannes er lyfjafræðingur að mennt og segir að undir eðlilegum kringum- stæðum ætti fólk að geta fengið öll næringarefni úr því sem það borðar. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 31 Fæst í öllum helstu bókaverslunum og áwww.gudrunbergmann.is „Vel skrifuð, uppbyggjandi og hvetjandi bók, full af fróðleik.“ Guðríður Haraldsdóttir, Vikan Ljósmynd/Unsplash Hnébeygja er ein af grunnæfingunum sem þú ættir aldrei að sleppa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.