Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 K olbrún hefur unnið sem grasalæknir í 26 ár og rekið Jurtaapótek í 15 ár. Hún hefur kennt fólki með viðtölum, fyrirlestrum, nám- skeiðum og bókaskrifum hvernig er að hægt að hugsa betur um heilsuna. Hún segir hormónaójafnvægi hjá konum á breyt- ingaskeiðinu koma fram bæði á líkamlega sem og á and- lega sviðinu. „Hormónaójafnvægi er meira ef það er meiri streita. Að mínu mati skiptir því miklu máli að slaka á og sleppa kaffi. Líkamleg einkenni hormónójafnvægis kvenna geta verið hita- og svitakóf, hraður hjartsláttur, slímhúð og hár þynnist og liðverkir. Andleg einkenni geta verið svefnleysi, pirringur, depurð og áhugaleysi. Kynorkan getur aukist.“ Hormónaójafnvægi svipað hjá körlum og konum Kolbrún segir hormónaójafnvægi hjá körlum svipað og hjá konum. „Þeir geta alveg fengið hitakóf eða svefnleysi, man einmitt eftir hjónum þar sem konan gat ekki sofið og karlinn var með hitakóf. Kynorkan getur minnkað hjá þeim og góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun getur kom- ið. Fyrir þá á Jurtaapótekið blöndu sem heitir Askur.“ Kolbrún mælir aftur á móti með jurtablöndunni Emblu fyrir konur. „Mjög margar konur hafa notað Emblu og fundið betri líðan í kjölfarið.Embla er öðruvísi en allt annað sem er á markaðnum, hún er róandi, vökvalosandi og örvar kirtlakerfi í meltingu sem gerir allar hinar jurt- irnar virkari. Svo eru jurtir sem innihalda hormónalík efni. Þegar við tökum svona jurtir þá erum við að halda í mýktina lengur, slímhúðin þynnist ekki eins hratt og það myndast almennt meira jafnvægi í líkamanum.“ Kolbrún mælir einnig með omega 3-olíu til að viðhalda mýkt og raka. Þegar kemur að nýjungum á markaði þá segir hún Hafþyrnisolíuna með omega 7 áhugaverða. „Hafþyrnisolía með omega 7 endurnærir alla slímhúð og húð. Eins mæli ég með því að halda mataræðinu hreinu. Að sleppa öllu hvítu og sneiða hjá unnum kjöt- vörum. Eins er eftirsóknavert að hafa jafnvægi í hreyf- ingu og slökun.“ Að halda í frjósemina sem lengst Þegar kemur að því að halda í frjósemina eins lengi og hægt er segir Kolbrún að til þess þurfi einstaklingurinn að hugsa vel um sig. „Að passa upp á alla grunnþættina sem eru að mínu mati að anda, drekka vatn, sofa, borða, hreyfa sig og hugleiða. Sumir anda bara til að tóra. Við deyjum ef við öndum ekki. Þegar kemur að vatninu, þá verðum við að muna að drekka vatn. Líkaminn er 70% vatn og mikilvægt að skipta því út reglulega. Svefn er mikilvægur og það að sofa vel nauðsynlegt. Ég mæli með því við fólk að fara þokkalega snemma að sofa. Að borða reglulega og að borða hreinan mat er mikilvægt einnig. Fólk ætti að finna sér hreyfingu eftir skapi og að hugleiða. Síðan mæli ég með því að nota jurtir sem eru með hormón- líkum efnum í.“ Málefni er varða kven- og karlorku hafa verið talsvert í umræðunni að undanförnu og finnst Kolbrúnu það eðli- legt að ef konur eru meira í kvenorkunni þá hægjum við á öldrun. „Kvenorkan/yin er kyrr, á meðan karl- orkan/yang hreyfist. Eitthvað sem hreyfist eyðist hrað- ar og ef það hreyfist mikið þá eyðist það enn hraðar. Mikið stress þýðir mikil hreyfing og meiri eyðing.“ Þegar kemur að því að hægja á öldrun þá eru leið- irnar til þess fjölmargar að mati Kolbrúnar. „Við getum notað jurtir til að örva líkamsstarfsemina. Eins og Gripnir sem örvar kirtlakerfi í meltingu og er örverudrepandi. Heimdallur örvar öll líkamskerfi. Eins eru olíur mjög mikilvægar og mæli ég þá með hörfræ- olíu eða hampolíu. Ég mæli svo með því að borða ekki of stíflumyndandi (fyrir allar rásir í líkama) mat eins og mjólkurvörur, hveiti, egg, sykur og þar fram eftir götunum.“ Kolbrún er með kenningu um öldrun. „Ég tel að nei- kvæðar örverur, bakteríur, vírusar, sveppir og sníkju- dýr éti okkur upp meira og meira eftir því sem við verðum eldri og ef við endum ofan í moldinni þá klára pöddurnar okkur alveg þar. Því er mjög mikilvægt að halda bakteríuflórunni í jafnvægi og nota jafnvel eitthvað sem er örverudrepandi öðru hvoru eins og Fönn eða Freyr sem eru olíublöndur sem eru örverudrepandi.“ Jurtablöndur geta unnið gegn vægu þunglyndi Þegar kemur að jurtablöndum til að létta lundina þá mælir Kolbrún með Glöðum. „Glaður er mjög góður við vægu þunglyndi. Svo má ekki gleyma D-vítamíninu og omega 3 (hörfræolíu).“ Hvað er gott að gera á nýju ári? „Á nýju ári er gott að nota eftirtaldar jurtablöndur til að taka til í líkamanum eftir jólasukkið: Suttungamjöð til að hreinsa blóðið. Örvar nýrun og lifur til að hreinsa eitur og úrgangsefni úr líkamanum. Vaðgelmir er jurtablanda sem hreinsar ristil og úrgang sem er þar. Fönn mundi svo passa vel með þeim blöndum.“ Hvað er besta heilsuráð sem þú hefur fengið sjálf? „Besta heilsuráð sem ég veit er að staldra við/hægja á og nota skynfærin betur, þegar við erum á hlaupum þá finnum við ekki lykt, sjáum ekki eins vel. En þegar við stöldrum við þá sjáum við betur, heyrum betur og finn- um jafnvel lykt líka betur. Þetta er næring sem við þurfum. Að staldra við úti í náttúrunni og nota skynfærin er bara það besta.“ Hvaða námskeið eru á döfinni hjá þér á nýju ári? „Við verðum með tvö ný námskeið eftir áramótin. Þau heita: Frumefni í jafnvægi. Þar er farið yfir frum- efnin jörð/vatn/eld og loft. Á námskeiðinu verður farið yfir hvað hægt er að gera til að koma frumefnunum í jafnvægi. Stress er loft og við búum í loftlandi, það eyðir jörðinni okkar. Hitt námskeiðið er: Viðgerðarmataræði fyrir fólk með bólgur. Þar verður farið yfir hreint mataræði og hvernig á að gera við bakt- eríuflóruna.“ Breytinga- skeiðið tekið með trompi Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir er með ráð undir rifi hverju þegar kemur að horm- ónaójafnvægi. Hún segir hormónaó- jafnvægi hjá báðum kynjum á breyt- ingaskeiðinu koma fram bæði á líkamlega sem og á andlega sviðinu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir segir að sé gott að nota jurtablöndur til að taka til í líkamanum eftir jólasukkið. „Besta heilsuráð sem ég veit er að staldra við/hægja á og nota skynfærin betur, þegar við erum á hlaupum þá finnum við ekki lykt, sjáum ekki eins vel. En þegar við stöldrum við þá sjáum við betur, heyrum betur og finn- um jafnvel lykt líka betur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.